NT - 17.12.1984, Blaðsíða 27

NT - 17.12.1984, Blaðsíða 27
■ Mats Wilander sigraði Connors örugglega og kom Svíum yfir 1-0. Glíma: Mikil gróska hjá KR-ingum ■ Mikil gróska er smám sam- an að færast yfir glímudeild KR, og væri óskandi þjóðar- íþróttarinnar vegna að slt'k gróska kæmi upp hjá fleiri fé- lögum en KR og HSÞ. Á þriðja tug keppenda mættu til leiks í flokkaglímu KR sem var í síðustu viku, og fleiri mót eru framundan, meðal annars flokkaglíma ReykjavÍKur á þriðjudagskvöld. Úrslit í flokkaglímu KR urðu þessi: Yfirþyngd (+84 kg): 1. Ólaíur Haukur Ólafsson 2. Árni Þór Bjarnason 3. Marteinn Magnússon 4. Freyr Njálsson Milliþyngd (75-84 kg): 1. Helgi Bjarnason 2. Hjörleifur Pálsson 3. Rögnvaldur Ólafsson 4. Ólafur Þór Aðalsteinsson. Léttþyngd (-75 kg): 1. Rafn Guðmundsson 2. Jón Stefánsson Drengjaflokkur (14-15 ára): 1. Jóhann P. Kristbjörnsson 2. Ómar Heiðarsson. Sveinaflokkur (12-13 ára): 1. Reynir Jóhannsson 2. Ágúst Snæbjörnsson 3. Sævar Sveinsson 4. Ingi Steinn Jensson 5. Eggert Ríkharðsson Hnokkaflokkur (10 ára og yngri): 1. Ingvar Snæbjörnsson 2. Sölvi Árnason 3. Ólafur Jónsson Ólafur sterkastur Ólafur Haukur Ólafsson var sterkastur í Bikarglímu KR sem haldin var fyrir skömmu. Ólafur sigraði í öllum sínum glímum. Útslit: 1. Ólafur Haukur Ólafsson 2. Helgi Bjarnason 3. Árni Þór Bjarnason 4. Hjörleifur Pálsson 5. Marteinn Magnússon 6. Freyr Njálsson Auðvelt hjá Val ■ Valsmenn sigruðu Stúd- enta með 103 stigum gegn 81 í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í íþróttahúsi Seljaskóla í gærkvöld. Stúdentar fylgdu Valsmönn- um fyrstu skrefin, höfðu yfir 12-11, og síðar 25-24 en síðan ekki söguna meir. Valsmenn Flokkaglíma ■ Flokkaglíma Reykjavík- ur verður háð annað kvöld, þriðjudagskvöld klukkan 20.00 í íþróttahúsi Mela- skóla. Keppt verður í þremur þyngdarflokkum, og verða þeir Jón Unndórsson Leikni, Halldór Konráðsson Vík- verja og KR-ingarnir Ólafur Haukur Ólafsson og Helgi Bjarnason á meðal kapp- samra keppenda. sigu fram úr með því að skora 12 stig í röð, og skoruðu því næst 9 stig í röð á meðan Stúdentar skoruðu eitt. Staðan breyttist því úr 24-25 í 45-26. 53-34 í hálfleik. Valsmenn lofuðu öllum leik- mönnum liðsins að spreyta sig í síðari hálfleik og héldu Stúd- entum ávallt í 20 stiga fjarlægð þrátt fyrir margvíslegar æfing- ar. Stigin: Valur: Einar Ólafsson 21, Tóm- as Holton 15, Torfi Magnússon 15, Jón Steingrimsson 15, Kristján Ágústsson 12, Leifur Gústaf sson 9, Jóhannes Magn- ússon 8, Sigurður Bjamason 6 og Bjöm Zoéga 2. ÍS: Guðmundur Jóhannsson 22, Ragnar Bjartmars 17, Árni Guðmunds- son 14, Karl ólafsson 14, Eiríkur Jóhann- esson 7, Ágúst Jóhannsson 4, Jón Indriðason 2 og Helgi Gústafsson 1. Staðan í úrvalsdeildinni er þessi eftir leiki helgarinnar: Haukar-Njarðvík ................ 70-78 Valur-ÍS.......................103-81 ÍR-KR...........................93-89 Njarðvík ........ 11 10 1 996-815 20 Haukar............ 10 7 3 830-758 14 Valur............ 11 6 5 980-938 12 KR .............. 10 4 6 815-791 10 ÍR............... 10 3 7 751-815 6 ÍS .............. 10 1 9 699-954 2 Manudagur 17. desember 1984 27 Davis Cup í tennis: Svíar eru sterkari - Connors og McEnroe töpuðu báðir - 2-0 fyrir Svía ■ Svíinn Henrik Sundström lék sennilega mesta stórleik ferils síns til þessa, er hann lagði Banda ríkjamanninn John McEnroe, sem talinn er nú sterkasti tennisleikari heims, að velli í afar spenn- andi leik í gær, og færði þar með landi sínu 2-0 for- ystu í úrslitakeppninni við Bandaríkin í mcstu liða- keppni heims í tennis, Davis Cup. Áður hafði Mats Wilander unniö góðan sigur á Jimmy Connors, sigur sem ekki var búist við, og allra síst svo sannfærandi. Wilander vann Bandaríkja- manninn í þrernur hrinum, 6-1,.6-3 og 6-3. Sundström lékmjögvelgegn McEnroe. Tólfþús- und manns, nær allt Svfar á áhorfendapöllum vall- arins í Gautaborg þar sem úrslitakeppnin fer fram, gengu nærri af göflunum á meðan á maraþonviður- eign kappanna stóð, en alls var leikurinn þrjár klukkustundir og 42 mínútur að lengd. Þar af var fyrsta hrinan tveggja tíma löng. Þar var aldeilis barist, og tvisvar hafði Svíinn möguleika á aó sigra með þvf að vinna eitt stig, þegar staðan var 10-9 og 12-11.1 seinna skiptið tókst það ogSvíinnvann 13- 11. Síðan vann Sundström 6-4 og 6-3. Svíar eiga nú góða möguleika á sigri í Davis Cup. ■ McEnroe hefur örugglega mundað spaðann vitlaust ■ Kristján Ágústsson skoraði hcil 12 stig í gær. NT-mynd: Sverrir SAGA REYKJA- VÍKURSKÓLA IV. BINDI HEIMIR ÞORLEIFSSON Lokabindi ritverksins um sögu Menntaskólans í Reykjavík. í fjóröa bindi Sögu Reykjavíkur- skóla er sagt í máli og myndum frá skólalífi í Menntaskólanum á árunum 1946-1980. í þessu bindi er nafnaskrá og atriðis- oröaskrá fyrir öll fjögur bindin. Bókaúfgáfa /MENNING4RSJÓÐS SKALHOLTSSTÍG 7* REYKJAVÍK • SÍMI 6218 22

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.