NT


NT - 17.12.1984, Side 28

NT - 17.12.1984, Side 28
LÚRIR ÞÚ Á FRÉTT? HRINGDU ÞÁ f SÍMA 68-65-62 Við tökum við ábendingum um fréttirallan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónurfyrirhverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur ffyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT Síðumúli 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 Guðjón Árnason flýgur hér inn af línunni og skorar eitt af mörkum sínum fímm. Handknattleikur 1. deild: ■ FH-ingar báru sigurorð af Víkingum í 1. deildinni í handknatt- leik í leik í Hafnarfírði í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 32 mörk gegn 26 FH-ingum í hag. Leikurinn var þófkenndur og mikið um mistök á báða bóga. Staðan í hálfleik var 15-14 FH-ingum í vil. FH gerði út um leikinn á tíu mínútna kafla í byrjun seinni hálfleiks, skoraði sex mörk gegn einu marki Víkinga. Eftir það var aldrei spurning hverjir myndu sigra heldur hversu inikill munurinn yrði. Gangur leiksins var í stuttu máli að Víkingar náðu forystu með marki Karls Práinssonar eftir hraðaupphlaup. Kristján Ara jafnaði með einum af sínum velþekktu þrumufleyg- um. Aftur kom Karl Víkingum yfir og Guðjón Árnason jafn- aði fyrir FH. Eftir þetta var jafnt á flestum tölum og FH tókst aldrei að hrista Víking af sér. í seinni hálfleik mættu FH-ing- ar mun ákveðnari til leiks og sýndu skemmtileg tilþrif. A fyrstu 10 mínútum seinni hálf- leiks breyttist staðan í 21-15 og útséð var um að Víkingar færu heim 'stigalausir. FH-ingar juku forskot sitt jafnt og þétt og mestur varð munurinn níu mörk 30-21. Lokamínúturnar var stiginn mikill darraðardans á fjölum íþróttahússins í Hafn- arfirði og tókst Víkingum að minnka muninn aðeins undir lokin. Steinar Birgisson lék ekki með Víkingum og var þar skarð fyrir skildi, sérstaklega í vörn- inni. Markvarslan í leiknum var frekar slök og helst var að Sverrir Kristjánsson mark- vörður FH stæði upp úr meðal- mennskunni, en hann varði alls 13 skot í leiknum. Talsverð harka var í leiknum og kom það niður á handboltanum, sem því miður var ekki eins og að hann gerist bestur hér á landi. Víkinga virtist vanta mun meiri brodd í sóknartil- raunir sínar. Einstaklings- framtakið var allsráðandi, og liðið vann ekki sem skyldi saman. NT-mynd Sverrir Það var engu líkara en að FH-ingar keyrðu á hálfum hraða í leiknum og það var ekki nema rétt í fyrri hluta seinni hálfleiks sem FH-ingar sýndu Víkingum klærnar, og það dugði. Atkvæðamestur í liði Víkinga var Hilm- ar Sigurgislason sem skoraði 7 mörk. Þorbergur Aðalsteinsson 5, Karl Þráins- son 4, Viggó Sigurðsson 3 (2v) Siggeir Magnússon og Einar Jóhannesson ? hvor og Guðmundur Guðmundsson eif t mark. Mörk FH-inga gerðu: Kristján Arason 9 (4v) Guðjón Árnason. Pálmi Jónsson. Hans Guðmundsson og Þorgils óttar Matthíesen fimm hver. Guðjón Guð- mundsson 2 og óskar Árnason 1. Brottvísanir af leikvelli voru fimm. Þrír FH-ingar fengu að kæla sig og tveir Víkingar. ■ „Rummenigge er sá besfi“ „Rummenigge er sá besti í dag“ - segir Beckenbauer ■ „Karl Heinz Rummen- igge er besti knattspyrnu- maður heims í dag. Það getur enginn haldið honum niðri í 90 mínútur. Hann er sá maður sem ég tel að vinni leikinn fyrir okkur,“ sagði Franz Beckenbauer landsliðseinvaldur V-Þjóð- verja fyrir helgina, en um helgina léku V-Þjóðverjar við Möltubúa í undan- keppni heimsmeistara- keppninnar. Hvort Rumm- enigge er bestur skal ósagt látið hér, en orð Becken- bauers rættust að öðru leyti. V-Þjóðverjar mörðu sig- ur á Möltu, 3-2, og Karl Heinz lagði upp tvö mark- anna á glæsilegan hátt. Beckenbauer fór í síðustu viku til Mflanó og sá Karl Heinz og félaga í Inter leggja HSV að velli. Svo hrifínn var Beckenbauer eftir leikinn að hann lýsti því yfir sem í upphafí var nefnt. V-Þjóðverjum hefur alltaf gengið óhemju illa að leika á Möltu. Þeir léku þar árið 1974 og aftur árið 1979, og skoruðu samtals aðeins eitt mark. Uppsker- an var einn sigur og eitt jafntefli. Og nú mörðu þeir sigur yfir litla eyríkinu sem ekki er hátt metið á knatt- spyrnusviðinu. Úrvalsdeildin: Stranda- maðurinn skaut KR á bólakaf - ÍR vann 93-89 í spennandi leik ■ Stórleikur Stranda- mannsins sterka í liði ÍR, Ragnars Torfasonar, gerði það öðru fremur að verkum að ÍR náði að vinna þríðja sigur sinn í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í vetur, er liðið mætti „erkióvininum“ KR í íþróttahúsi Hagaskóla í gærkvöld. Hinn hávaxni Strandamaður skoraði á ljórða tug stiga í leiknum og tók ógrynni frákasta. Liðin fylgdust að frá upphafí. Eitt stig skildi jafnan, uns ÍR náði for- ystu 31-26. KR svaraði með góðum kafla, náði yfírhöndinni 33-28, og hafði yfír 47-42 í hálfleik. Sama var uppi á ten- ingnum í síðari hálfleik, eitt stig skildi jafnan. KR náði þó forystu undir lokin, hafði yfir 82-77 þegar íjórar mínútur voru til leiksloka. Tveimur mínútum síðar var jafnt 85-85. KR-ingar höfðu yfir 89-87 þegar rúmar 30 sekúndur voru til leiks- loka, en þá var dæmt tæknivíti á Jón Sigurðs- son þjálfara fyrír að mót- mæla dómi. IR fékk tvö skot, sem Ragnar Torfa- son nýtti til hinsýtrasta og jafnaöi 89-89. IR-ingar fyiltust lítonskrafti eftir þetta og skoruðu tvær síðustu körfur leiksins, Gylfi Þorkelsson aðra og Ragnar hina. Ragnar Torfason bar af í liði ÍR, aðrir voru jafnir að getu. Guðni Guðnason var bestur KR-inga, Stigin: ÍR: Ragnar 31, Gylfi 16, Björn Steffens- en, Karl Guðlaugsson, Krístinn Jörundsson og Hreinn Þorkelsson lOstig hver, Bragi Reynisson, Hjörtur Oddsson og Jón Örn 2 hver. KR: Guðni 24, Birgir Mikaelsson 19, Þorsteinn Gunnarsson 17, Ólafur Guðmundsson 13, Ómar Schewing 7, Ástþór Ingason 5 og Matthías Einarsson 4. FH heldur sínu striki Njarðvíkingar efstir Stórsigur Everton Létt hjá Valsmönnum - íþróttir á 8 síðum -

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.