NT - 29.12.1984, Blaðsíða 8

NT - 29.12.1984, Blaðsíða 8
Laugardagur 29. desember 1984 [rlendur annáll "1 984 Nígeríumenn fíruðu gamla árið með herforingjabyltingu á gamlárs- dag 1983. Lýðræðislega kjörin stjórn landsins var gcrspillt að sögn herfor- ingjanna og vildu þeir forða landinu frá yfirvofandi hruni. Morgunblaðið hafði eftir heimildamanni sínum, Ko- iki skreiðarkaupmanni frá Nígeríu að „fólkið þráði byltinguna". Á nýársdag tók jarðgas að streyma til Frakklands frá Sovétríkjunum. Lagning gasleiðslunnar frá Síberíu hafði gengið brösuglega enda höfðu Bandaríkjamenn reynt að koma í veg fyrir hana með refsiaðgerðum gagn- vart vestur-evrópskum fyrirtækjum sem seldu Rússum búnað sem byggði á bandarísku hugviti til að Ijúka lagningu leiðslunnar. Ýmsurn NATO- ríkjum var nóg boðið vegna yfirgangs Bandaríkjamanna og hófst árið því með illdeilum meöal NATO-ríkja. Á sama tíma, á nýársdag, óttaðist Jóhannes Páll páfi í áramótaboðskap sínum, aö heimscndir væri í nánd. Nýtt heimsmet var sett í janúar- mánuði: Glyan Scotty Wolfe 75 ára, gekk í það heilaga í 26. sinn. Skilgetin afkvæmi Glyan eru í dag 40 að tölu. Öryggismálaráðstcfna Evrópu var sett í Stokkhólmi 17. janúar. Miklar vonir voru bundnar við ráðstefnuna ■ Breskir lögreglumenn umkringdu líbýska sendiráðið eftir að sendiráðsmenn skutu á fólk fyrir utan sendiráðið með þeim afleiðingum að bresk lögreglukona lét líflð. og verkafólki. Galtieri hershöfðingi, fyrrum forseti Argentínu, var meðal þeirra fyrstu sem handtéknir voru. Walter Mondale vann stórsigur í Iowa-fylki 21. febrúar í fyrstu for- kosningum demókrata vegna forscta- kosninganna. Baráttan milli hans og Gary Hart átti eftir að veröa tvísýn. 28. fcbrúar játar Arne Treholt eftir strangar yfirheyrslur að hafa njósnað fyrir Rússa. Skyndilega varð grá- myglulegur og atburðasnauður norsk- ur hversdagsleikinn að ævintýralegri njósnasögu. Skyndilega urðu Norð- mcnn miðdepill heimsfréttanna. Tre- holt hafði jicgið miklar fúlgur úr höndum Rússa og íraka um árabil. Norðmenn liófu nú hreinsanir og brottrekstur sovéskra sendiráðs- starfsmanna í stórum stíl af landi sínu. Talað var um njósnafárið í Noregi. Hinn 13. febrúar var tilkynnt að Diana Bretaprinsessa ætti von á sér, en þau skötuhjúin Karl og Diana voru þá nýkomin úr skíðaferðalagi á meginlandinu. APRIL Málcfni E1 Salvador og Mið-Ame- ríku voru rúmfrek í erlendum fréttum mánaöarins. Reagan forseti Banda- ríkjanna lendir í haröri rimmu við þandaríska þingið vcgna málefna Mið-Ameríku. Eftir að þingið hafði frestað að taka afstöðu til aukinnar efnahags- og hernaðaraðstoðar við ríki Mið-Ameríku neytti Reagan neyðarréttar síns og sendi stjórn El Salvador læknislyf og lyf til að styrkja stjórnina í baráttu hennar við vinstri- sinnaða skæruliða og bændur. Síaukin bein afskipti Bandaríkjanna af mál- efnum þessa heimshluta leiddi til mikilla mótmælaaðgerða víða í Evr- ópu og í Bandaríkjunum. í banda- ríska þinginu var CIA, bandaríska leyniþjónustan, gagnrýnd harkalega vegna tundurduflalagna Bandaríkja- manna úti fyrir ströndum Nicaragua. Verkfall kolanámumanna í Bret- landi mætti auknum skilningi samfara harðnandi átökum. Samband breskra sjómanna á farskipum ákvað að koma í veg fyrir flutning á kolum. Samband járnbrautaverkamanna þar í landi gerði slíkt hið sama. Stormasamt var á landamærum Kína og Víetnam í apríl. Barist var á landamærunum með tilheyrandi stór- skotahríð og mannfalli. Erjur verka- lýðsríkjanna féllu þó í skuggann af opinberri heimsókn Reagan og frúar hans til Kína 26. apríl. Reagan notar þá tækifærið til að opinbera samning milli ríkjanna um sanrstarf á sviði kjarnorkuiðnaðar. Samkvæmt honum skyldi Kínverjum heimilt að kaupa nauðsynlegan búnað til slíks iðnaðar af bandarískum fyrirtækjum. Fáum árum áður var bandarískum hótel- hring hleypt inn fyrir Kínamúrinn með starfsemi sína, en Kínverjar höfðu þá þegar kynnst unaðssemdum McDonalds hamborgaranna og ánetj- ast nautn Coca-cola drykkjunnar. í augum margra var helsta frétt apríl mánaðar fráfall danska auðkýf- ingsins Simon Spies. Simon lést 62 ára að aldri 16. apríl en hann var ekki aðeins þekktur fyrir að eiga ferða- skrifstofuauðhring. Hann var ekki síst frægur fyrir furðuleg uppátæki, að vera um tíma hippi. svelgja eiturlyf og kynsvall, en allt mun þetta hafa verið bókfært sem auglýsingakostnað- ur í bókhaldi fyrirtækis hans. Tvítug eiginkona hans, Janni Brodersen, erfði ein ferðaskrifstofukeðju Spies og var haft eftir henni að hún syrgði sáran eiginmann sinn. í apríl gerðust þau tíðindi að Bretar slitu stjórnmálasambandi við Líbýu eftir að sendiráðsstarfsmenn Líbýu í London höfðu skotið á mannsöfnuð utan við sendiráðið og orðið breskri lögreglukonu að bana. ■ Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, brá sér í heimsókn til Kína í aprfl og þáði þar kínverskar góðgerðir. og að hún myndi leiða til slökunar spennu milli stórveldanna. Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna sagði bandaríska ráðamenn vera uppi með „brjálæðislegar fyrirætlanir um kjarnorkustríð". Geir Hallgrímssoh kvaddi sér hljóðs og sagði: „Heims- byggðin þarfnast öll alhliða afvopnun- ar." Ráðstefnan stendur enn og þrált fyrir þátttöku sína í henni undirbúa Bandaríkjamenn sig nú af krafti undir vígbúnaðarkapphlaup í geimnum. Snemma í þessum mánuði var brot- ið blað í geimferðasögu Bandaríkj- anna er Bruce McCandlcss spásseraði fyrstur geimfara í geimnum án ör- yggislínu og sveif utn cins og liver annar engill. Um svipað leyti undirrit- uðu 939 Tékkar mótmæli gegn upp- setningu kjarnorkueldflauga á tékk- nesku landsvæði. Afvopnunarráðstefna Sameinuðu þjóðanna var sett í Genf 7. febrúar Á fyrsta degi lenti fulltrúum Banda- ríkjanna og Sovétmanna harkalega saman og spöruðu ekki fúkyröin. Óeirðir brutust út í Punjab-ríki í lndlandi. Síkkar komu fyrir vítisvél í járnbrautastöð og sprengdu hana í loft upp. Krafa dagsins var: Aukið pólitískt frelsi og trúfrclsi. Síkkar lögðu niður vinnu og víða voru óeirð- ir. Fróðir menn og forspáir töldu að bölbænir Síkka myndu leiða til svip- legra atburða þóttsíðaryrðu áárinu. Harmleikur í Moskvu. Andrópóv flokksleiðtogi Kommúnistaflokks So- vétríkjanna lést eftir aðeins rúmlega 14 rnánaða setu í stól valdamesta manns Sovétríkjanna. Leiðtogar vest- rænna ríkja kváðust harma fráfall Andropovs. Djúp sorg ríkti í Moskvu. Andropov var sagöur vinsæll enda er í minnum haft að hann lét ekki hengja af sér myndir á almannafæri. Kon- stantin Chernenko var kjörinn aðai- ritari Kommúnistaflokksins að And- ropov látnum. Steingrímur Her- matinsson gekk framhjá börum And- ropov ásamt öðrurn stófmennum við útför hans. Alfonsin forseti Argentínu hrindir í framkvæmd loforöum sínum um handtökur herforingjá, rannsóknir á pyntingum og fjöldamorðum fyrrver- andi fasistastjórna á vinstrimönnum Ein helsta frétt marsmánaðar sagöi frá verkfalli breskra kolanámaverka- manna. Verkfallið var boðað 12. mars og lagðist vinna niður í urn helmingi kolanáma í Bretlandi. Á- stæða verkfallsins var fyrirhuguð lok- un nokkurra náma. Átök urðu hörð en þegar verkfallið var boðað hafði yfirvinnubann staðið yfir í 20 vikur. Undir lok mánaðarins voru aðeins 20% námanna starfræktar. Verkfallið stendur enn nú í desember. Styrjöld írana og íraka magnaðist enn í jtessum mánuði og sökuðu íranir Iraka um að beita efna- og sýklavopnum. Austurrískir læknar fengust til að staðfesta að íranskir hermenn hefðu særst af völdum efna- vopna. Sænskir læknar fengust hins vegar ekki til að staðfesta slíkt. Undir lok mánaðarins hefja írakar eld- tlaugaárásir á flutningaskip á Persa- flóa. (rakar höfðu áður lýst botn Persaflóa bannsvæði. Unt svipað leyti spurðist að Henrik prins og drottningarmaður í Dan- mörku hefði engar aðrar tekjur en þá vasapeninga sem Margrét skammtaði honum. Danskir atvinnurekendur sáu aumur á hinum lánlausa prinsi og etndu til samskota og vildu stofna lífeyrissjóð honunt til handa. Vonuð- ust þeir til að þar með lyki hundadög- um Henriks. 27. mars var árlegur „Mótmæladag- ur þjóðarinnar" í Chile og beindist gegn fasískri stjórn herforingjaklíku Pinochets. Miklar óeiröir urðu í Chile þennan dag og létust 4 í átökum. Pinochet haföi fvrirfram lýst yfir 90 daga neyðarástandi í landinu." ■ Danski auðkýfíngurinn Simon Spies kunni vel inn á sáiarlíf landa sinna. Hann lét stúlknahjörð stjana við sig, svallaði og lék sér að lystisemdum þessa líf's þannig að fáir gerðu betur. Eftir aðeins 62 ára dvöl á Hótel jörð fór hann til himna þann 16. aprfl og situr þar væntanlega nú á himnakránum með englastúlkur í fanginu. ■ Arthur Scargill, leiðtogi breskra kolanámumanna, veifar til félaga sinna. Prenturum við breska blaðið The Sun þótti þessi mynd óviðurkvæmileg og neituðu að birta hana. „ímyndunarveiki er þjóðfélaginu dýr og þeinr þjáðu hættuleg," segja dönsk læknayfirvöld og nefna sem dæmi 48 ára gamla konu sem hafi á þrjátíu árum lagst 114 sinnum inn á spítala og ekki dauð enn. Snemma í mánuðinum fóru fram kosningar í E1 Salvador, og bundu menn vonir við að þar myndi loks verða lát á skálmöldinni í þessu hrjáða landi. Jose Napolcon Duarte, frambjóðandi miðflokka fór með sig- ur af hólmi, Bandaríkjamönnum til ómældrar ánægju, en liinn nrjög svo hægri sinnaði Roberto D’Aubuisson mátti lúta í lægra haldi og hafði uppi ásakanir um kosningasvindl. Síðar á árinu átti svo Duarte samningafund með fulltrúum skæruliða, sem hafa stór landsvæði á valdi sínu. í þýska alþýðulýðveldinu voru líka kosningar. Þar hlutu frambjóðendur sem stjórnin var búin að leggja bless- un sína yfir allt að 99.88% atkvæða. Alþjóðadómstóllinn í Haag felldi dóm mjög óhagstæðan Bandaríkja- mönnum, uppálagði þeim að hætta að leggja tundurdufl utanvið hafnir í Nicaragua og láta af stuðningi við uppreisnarmenn sem berjast gegn stjórn Sandinista. Bandaríkjamenn neituðu að hlíta iögsögu dómstólsins. Fólksfjölgun í heiminum er alltaf sama vandamálið. Stofnun á vegurn Sameinuðu þjóðanna lagði í maímán- uði til að Kínverjum yrði veitt 2.7 milljón dala aðstoð til að bæta gæði á smokkum sem þar eru t’ramleiddir og draga með því móti úr fólksfjölgun. Friðarfrumkvæði þjóðarleiðtoga Indlands, Mexíkó, Svíþjóðar, Grikklands. Tanzaníu og Argentínu vakti heimsathygli og fékk góöar undirtektir. Jóhann Páll páfi blessaði framtak leiðtoganna og á íslandi spurðist það út að Ólafur okkar Ragnar Grímsson hefði verið einn frumkvöðullinn að þessu samstarfi. Eurovision-söngvakeppnin setti enn ofan að áliti tónlistarunnenda þegar sænsku súkkulaðidrengirnir í Herreys unnu þar sigur nreð iattinu Diggiley Díggilú. „Þeirverða gleymdir eftir sex mánuði," sagi Stikkan Anderson, umboðsmaður Abba. af þessu tilefni. Laugardagur 29. desember 1984 Hiefiir þú í happdröetri? Þá þekkir þú þessa skemmtilegu tilfinningu, sem fylgir því aö standa óvænt meö fullar hendur fjár eða RANCE ROVER beint úr kassanum. Rað munarumminna. Og í happdrætti SÍBS eru möguleikarnir miklir, þar hlýtur fjóröi hver miöi vinning og stundum meir. Auk venjulegra vinninga, veröur dregiö í októ- ber um sérstakan HAUSTVINNINC - RANGE ROVER aö verðmæti ein og hálf milljón krónur. Svo sannarlega handfylli ekki satt?. En það munar líka um hvern seldan miöa, því aö nú beinum við öllum kröftum aö byggingu nýrr- ar endurhæfingarstöövar aö Reykjalundi. Miðinn kostar 120 krónur. í happdrætti SÍBS veistu hvar verömætin liggja. 9

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.