NT - 29.12.1984, Blaðsíða 7

NT - 29.12.1984, Blaðsíða 7
Laugardagur 29. desember 1984 7 __________________________ta*.____________ Haraldur Hannesson formaður Starfsmannafélagsins sagði biðina hafa borgað sig, en samningurinn var aðeins hagstæðari en sá er BSRB hafði nýskrifað undir. 2. nóvember var frétt um ungan pilt er missti annan fótinn við ökla og orsökin var sú að ekki voru öryggis- hlífar yfir snigli þar sem hann vann. Daginn eftir svndu blaðamenn NT fram á hvernig hægt væri að fá dóp í apótekinu. Málið komst í sali Alþingis og blaðamennirnir voru kærðir fvrir vikið, en nú er unnið að endurbótum á símalyfsseðilsreglum vegna þessa. Helgina 2. og 3. nóvember voru brennivínsdauðir unglingar hirtir af götunum í Reykjavík. Og ríkið gaf Eimskip eftir aðflutningsgjöld kran- ans Jaka. Þriðjudaginn 6. nóvember var gert ráð fyrir stórgróða af Fríhöfninni. Samningur hinna glötuðu tækifæra ASÍ og VSI var undirritaður þann 6. nóv. Þá stefndi í 200% aukningu gjaldþrotamála. Strax í kjölfar samninganna byrjaði að bera á uppsagnamóð kennara, Þann 8. nóvember sagði Gísli Bald- vinsson, kennari, að uppsagnir kennara lægju fyrir um mánaðarmótin nóv. des. ef kjör kennara yrðu ekki bætt.' 8. nóv. varðist stjórnin vantrausti. Ammoníakleki kom upp í frysti- geymslu Eimskip. 10. nóvember sagði forsíðufrétt okkar að gengið hefði sigið. Nema hvað. Önnur frétt einnig á forsíðu sagði láglaunafólk mjög óánægt með nýgerðan samning. Nema hvað. Svo gerði NT skoðanakönnun. Þar kom í Ijós að Kvennalistinn sækir í sig veðrið; svo og Framsóknarflokkur- inn. í Reykjavík var rán, árás og nauðgun. Þá fór íslenskt lambakjöt á völlinn og Davíð var fyrstur yfir. Kjötið fór í ameríska hermenn en Davíð fór yfir Gullinbrú fyrstur manna. Skoðanakönnun okkar sýndi einnig að stjórnmálamenn eru ekki trausts- ins verðir. Eða svo sagði NT þann 16. nóv. Um svipað leyti var farið að bera á gengisfellingarspám og forsíða NT 17. nóv. sagði: „Stefnir í 20% gengis- fellingu á 14 mánuðum." Helgina eftir var Jón Baldvin kos- inn formaður Alþýðuflokksins. Síðan hrundi loftið í sundlauginni á Lauga- vatni. Þann 20. nóvember taldi NT verð- bólguna stefna í 40% en bót í máli er að síðan var spáð hjöðnun verðbólgu. Léleg þátttaka í hópuppsögnum kennara varð til þess að grunnskóla- kennarar hættu við fyrirhugaðar að- gerðir. Þetta var í samræmi við niður- stöður skoðanakönnunar NT í vik- unni áður en ákvörðunin var tekin. Síðast í mánuðinuni var leitað að þremur ungmennum við afrétti Laug- dæla. Þau fundust 27. nóvember, heil á húfi. 28. nóv. spáði blaðið því að Tómas Árnason fengi stöðu seðlabanka- stjóra. Mánuði síðar kom í ljós að blaðið hafði að venju rétt fyrir sér. Á jólaföstu hrinti Hjálparstofnun kirkjunnar af stað fjársöfnun til hjálp- ■ Forráðamenn BSRB á skrifstofu Ríkisskips, en það fyrirtæki tók virk- an þátt í verkfalli BSRB. ar þeim milljónum sem í Eþíópíu þjást af næringarskorti og tók fólkið á eyjunni vel við sér að venju. I byrjun desember kom upp á yfirborðið að 6. nóvember hafi legið við að tvær Flugleiðavélar rækjust saman eftir flugtak í Keflavík, en flugtaksheimild fengu þær meö mín- útu millibili og fór sú seinni hraðar en hin, enda Boeing. Liggur við að það sé að verða daglegt brauð að flugvélar rekist næstum því saman, og yfirleitt er því borið við að flugumferðarstjór- ar séu sturlun nær af þreytu eftir vaktir sem standa sleitulaust vikum ef ekki mánuðum saman. Veigamikið öryggisatriði væri ef hægt væri að láta þá blunda af og til og sjálfsagt verður það athugað strax eftir fyrsta raun- verulega áreksturinn. 10. desember brann frystihús Jök- uls á Raufarhöfn og varð að sjálfsögðu milljónatjón og 45 manns sáu á eftir atvinnu sinni í logana. Sama dag valt krani í sjóinn í Sundahöfn en krana- stjórinn komst rland lifandi. 13.dag jólamánaðar fengu svo á annað hundrað starfsmenn Bæjarút- gerðar Reykjavíkur uppsagnarbréf og var vinnslu hætt í bili 21. des. Jafn- framt eru atvinnuhorfur slæmar hjá fiskvinnslufólki um allt land. Blaðamenn Helgarblaðs NT láta víða til sín taka og um þessar mundir fara þeir fram á opinbera rannsókn á saurugu ástandi Ástarbrautarinnar, sem er fjöruvegur úr Reykjavík út á Seltjarnarnes. í desember kom einn rismesti stjórnmálamaður á Norðurlöndum Olav Palme í opinbera heimsókn til íslands og flutti eldmessu um afvopn- unarmál m.m. Um svipað leyti kaupir Landsbankinn togarann Bjarna Herj- ólfsson á uppboði, en þar er nú megnið af flotanum. 16. desember strandar Vestmanna- eyjabáturinn Sæbjörg við Stokknes, en björgunarmönnum tókst að hífa áhöfnina í land. Um sömu helgi var mynd eftir Mugg stolið úr listasafni ASI. Síðar kom í ljós að þjófurinn hafði eyðilagt myndina. Rétt fyrir jól lauk stríði, vaxta- stríöi, með sigri Seðlabankans sem hækkaði vexti „til samræmis við verð- bólguþróun", þrátt fyrir andóf ýmissa ráðherra úr Framsóknarflokki og flugeldar komu á markað með mynd- um af ráðherrum, þannig að um áramótin getur hver sem er sprengt ríkisstjórnina og er það mikil framför því engum þykir vænt um hana lengur. Jólin fóru friðsamlega fram sagði Ríkisútvarpið, liðið fyllti kirkjur og slakaði á og þegar þetta er ritað er stutt í áramótin, en þá tekur árið 1985 við af árinu 1984 og enn eitt árið bætist við í safn minninganna. Það er föstudagur 28.desember og veðrið er vont. Árið byrjaði með óveðri og ætlar að kveðja á sama hátt, en yfirleitt var þetta blessaða ár milt og gott. Guðmundur J. alþingismaður iiili j : •' ■: ■ . S*........ . Geir Hallgrímsson, utanrikisráðherra Halldór Ásgrimsson, sjávarútvegsráðherra Jón Helgason, landbúnaðar- dóms- Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra Hermannsson, forsætisráðherra 8gerðiraf flugeldum sem tileinkaðir eru stórsprengjum stjórnmálanna. upp á stjörnuhimininn LKS FLUGELDAMARKAÐIR HJÁLPARSVEITA SKÁTA

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.