NT - 29.12.1984, Blaðsíða 10
Ronald Reagan var mjög á faralds-
fæti þetta árið, enda þótti honum
viturlegast að minna á tilvist sína á
kosningaári í Bandaríkjunum. Fyrri
hluta árs stóðu forsetahjónin á Kína-
múrnum og í byrjun júní fór hann til
írlands að vitja forfeðra sinna. Þar
skálaði forsetinn í ekta dökkum bjór
frá Guinnes. Nokkru síðar var hann
svo kominn á strendur Normandí, þar
sem uppgjafahermenn og vestrænir
leiðtogar minntust D-dags.
Skömmu eftir heimsókn Reagans
til Kína skýrði NT frá því að Maó-
jakkarnir væru þar á hröðu undan-
haldi.
Sumir myndu orða það þannig að í
júnímánuði hafi Indira Gandhi grafið
sér gröf. Ófriðlegt hafði verið meðal
Síkka í Punjabfylki allt árið og í júní
ákvað Indira að láta til skarar skríða
til að ráða niðurlögum aðskilnaðar-
sinna, sem vilja stofna sérstakt Síkka-
ríki, Kalistan. Indverskar hersveitir
réðust inn í hof Síkka, þar á meðal
helgustu vé þeirra, gullna hofið í
Amritsar. Meira en 800 manns féllu í
áhlaupinu, þar á meðal trúarleiðtog-
inn herskái Bindrawale, sem svipti sig
lífi. Eftir þessa atburði sauð á Síkkum
út um allan heim.
Ástralskir vísindamenn Ijóstruðu
upp um nytsamlegar rannsóknir sínar
á sauðfé og tilkynntu að framtíðar-
kindin yrði risavaxin og með ull sem
dytti sjálfkrafa af. Fleiri vísindamenn
voru að fikta við genin í kvikfénaði á
árinu, því breskur vísindamaður
skýrði frá því að þessi sama framtíðar-
kind myndi leggjast í híöi. Með
genastjórnun yrði hægt að lækka
líkamshita sauðfjár og hægja hjart-
slátt þess yfir vetrarmánuðina -
kannski er þetta eitthvað fyrir þung-
lynda íslendinga í skammdeginu?
Hinn ellefta júní lést mikilhæfur
stjórnmálamaður, Enrico Berlinguer,
leiðtogi ítalska kommúnistaflokksins
og helsti talsmaður svokallaðs Evr-
ópukommúnisma. hann var löndum
sínum harmdauði, jafnt samherjum
sem andstæðingum, og var um ein
milljón manns við útför hans.
í kosningum til Evrópuþingsins
unnu vinstri flokkar víðast hvar á, en
dræm kosningaþátttaka varð ekki til
að auka völd eða álit þingsins.
JULI
Valdatafl í Nígeríu tók á sig kyn-
lega mynd í byrjun mánaðarins. Þá
fannst landflótta ráðherra úr Nígeríu-
stjórn í kassa á Heathrow flugvelli í
London, sem merktur var sendiráðs-
póstur. Skömmu áður hafði ráðherr-
anum fyrrverandi, Umaro Dikko,
verið rænt utan við heimili sitt í
London. Nígeríustjórn gaf honum að
sök að hann hefði komið ómældum
fjármunum úr landi, en Bretar voru
hneykslaðir á þessari grófu íhlutun.
„Draumadís franskra karlmanna er
buxnalaus undir kjólnum og franskar
konur dreymir um að gera hitt í vatni
eða á strönd." Svo segir í hávísinda-
legri skoðanakönnun sem gerð var á
leyndustu draumum og þrám frönsku
þjóðarinnar.
Um svipað leyti var dýrasta mál-
verk allra tíma selt á uppboði hjá
Sothebys í London. Það heitir „Við
sjóinn í Folkstone" eftir hinn dulúð-
uga Turner og var slegið á 280 milljón-
ir. Kaupandinn er óþekktur.
Draugagangur, hugsuðu flestir þeg-
ar skýrt var frá því að Molotov,
fyrrum utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna og náinn samstarfsmaður
Stalíns, hefði fengið uppreisn æru og
væri aftur kominn í raðir Kommún-
istaflokksins. Jú, það kom á daginn
að þessi sögulega persóna var enn á
lífi, 96 ára gamall.
Hinn 12. júlí braut Walter Mon-
dale, forsetaframbjóðandi demó-
krata, blað í bandarískum stjórnmál-
Irlendur
Laugardagur 29. desember 1984 ,10
annáll "1 984
■ Þann 19. desember skrifaði Margrét Thatcher, forsætisráðherra Breta og Zhao Ziyang, forsætisráðherra Kínverja
undir formlegt samkomulag um framtíð Hongkong.
■ Japaninn Shigechiyo Izumi varð 119 ára þann 29. júní. Hann býr í
Tokonoshima-borg. Gamli maðurinn var vel ern á afmælinu og státaði af því að
vera elsti maður heims. Undanfarin hundrað ár eða svo hefur hann alltaf farið
í rúmið klukkan 9 á kvöldin eftir að hafa fengið sér einn léttan.
um er hann útnefndi konu, Geraldine
Ferraro, varaforsetaefni sitt. í fyrstu
varð útnefningin Mondale mikil lyfti-
stöng í kosningabaráttunni, en er
fram liðu stundir féll kvenleiki Ferr-
aro í skuggann af vangaveltum um
gruggug fjármál hennar, eiginmanns
hennar og foreldra.
Þau Ferraro og Mondale trónuðu
yfir húllumhæinu á flokksþingi demó-
krata í San Fransisco, en sá sem í raun
kom, sá og sigraði var Jessie Jackson,
litríkur blökkumannaleiðtogi sem
með orðkynngi sinni og biblíutilvitn-
unum gerir sterkt tilkall til þess að
vera kjörinn maður ársins í Banda-
ríkjunum.
Jafnmikil óvissa ríkti í ísraelskum
stjórnmálum fyrir og eftir kosningar
þar.
AGUST
Þetta var mánuður Ólympíuleik-
anna og bandarískrar þjóðrembu.
Sovéskir íþróttamenn voru víðs fjarri
og bandarískir kollegar þeirra grófu
gull. Flokksþing repúblikana í Dallas
var „vel skipulögð skrautsýning" og
voru þinggestir boðnir velkomnir „til
lands Ronalds Reagan". Reagan og
Bush settu upp kúrekahatta og á
tónleikum rokkgoðsins Bruce Spring-
steen veifaði æskulýður hinum stjörn-
umprýdda fána.
Reagan gat líka leyft sér að vera
svolítið seinheppinn í þessum mánuði
er hann sagði ósmekklegan brandara
í prufuupptöku fyrir sjónvarpssend-
ingu: „Við byrjum að sprengja Rúss-
ana eftir fimm mínútur." Fæstum var
hlátur í hug.
Vestur-þýskur ellilífeyrisþegi var
staðinn að verki þar sem hann var að
dreifa kjötsnúðum í skemmtigarði í
Hannover. Kjötsnúðarnir voru nefni-
lega baneitraðir og höfðu kostað 99
ferfætlinga lífið. Talið var að hann
væri höfundur nafnlauss lesendabréfs
sem birtist í dagblaði og var beint
gegn þeim óþrifum sem fylgja hund-
um og hundaeigendum.
Mikil reiðialda greip um sig meðal
kaþólikka á Norður-írlandi er lög-
regla réðst að útifundi. Þar lét lífið
enn einn píslarvottur þessa langvinna
stríðs, Sean Downe. Hann fékk plast-
kúlu í brjóstið. Lögreglan gerði
dauðaleit að Martin Galvin, leiðtoga
samtaka burtfluttra íra sem styðja
baráttu lýðveldissinna. Galvin talaði
á fundi þessum, en hvarf síðan eins og
jörðin hefði gleypt hann.
Lee Kuan Yew, forsætisráðherra í
Singapore, var áhyggjufullur. Hann
taldi að menntamenn í borgríkinu
eignuðust ekki nógu mikið af börnum,
en almúgafólk hins vegar allt of
mikið. Hann hvatti menntafólkið til
að fara nú að framleiða greind og
námfús börn.
Franskt skip, hlaðið 240 tonnum af
geislavirkum efnum, sökk undan
ströndum Belgíu. Farminum var þó
loks bjargað án þess að skaði hlytist
af.
„Enginn ætti að lifa svona lengi,“
sagði Jorge Luis Borges 85 ára gamall
á afmælisdaginn.
SEPTEMBER
Gamall refur kom í heimsókn til
Washington, Andrei Gromyko, kall-
aður Hr. Nei, til að rrfeða við hálfgerða
nýgræðinga í Hvíta húsinu. Gromyko
hefur verið í eldlínu sovéskrar utan-
ríkisstefnu allt síðan hann stóð að
baki Stalíns er örlög heimsins voru
teiknuð upp í Yalta forðum. Gro-
myko átti fund með Reagan og Shulz
utanríkisráðherra og loks varð það úr
að Bandaríkjamenn og Sovétmenn
skyldu setjast við samningaborðið í
Genf á nýjan leik í janúar.
Önnur leiðtogaheimsókn var ekki
síður söguleg, enda ná ágreiningsmál-
in þar langt aftur í forneskju. I fyrsta
sinn síðan nýlenduveldi Japana í Kó-
reu lauk kom kóreskur Ieiðtogi í
heimsókn til Japan, þrátt fyrir and-
róður heimafyrir. Hápunktur heim-
sóknar Chun Doo Hwan forseta var
þegar hann hitti Hirohito, hinn há-
aldraða Japanskeisara, sem bað hann
afsökunar á framferði Japana í Kóreu
í stríðinu.
Eftir stjórnarkeppu tókst Shimon
Peres, leiðtoga Verkamannaflokks-
ins, loks að berja saman þjóðstjórnina
sem hann hafði dreymt um. Leið-
togi Likudbandalagsins, Yitshak
Shamir, tók við embætti utanríkisráð-
herra og auk þess fengu margir smá-
flokkar ráðherrastóla. Vandamálin
eru ærin, efnahagurinn í rjúkandi
rúst, verðbólga nær 800% og stríðs-
reksturinn í Líbanon (sraelsmönnum
lítt til vegsauka.
Stjórnin í Pretoríu kallaði það um-
bætur og tilslakanir, en andstæðingar
hennar áframhald á kynþáttamisrétt-
inu. Samkvæmt nýrri stjórnarskrá var
kosið til þings í þremur hópum, fólk
af indverskum uppruna kaus sitt eigið
þing, fólk af blönduðum uppruna
annað og hvíta forréttindaþjóðin það
þriðja. Blökkumenn eiga eftir sem
áður ekki að eiga neina hlutdeild í
stjórn landsins. Kosningarnar voru
hrapalegur ósigur fyrir stjórn hvítu
mannanna, aðeins um 20% Indverja
og kynblendinga skilaði sér á kjörstað
og' þarna var líka upphaf mikillar
mótmælaöldu. Þegar upp var staðið
lágu hundruð blökkumanna í valnum
og fjöldi manns hafði verið hnepptur
í fangelsi án undangenginna réttar-
halda.
Löngum og ströngum samningavið-
ræðum Kínverja og Breta um framiíð
Hongkong lauk í september. Bretar
viðurkenndu að Hongkong væri kín-
verskt landsvæði og lofuðu að skila
Kínverjum nýlendunni í júlí 1997.
Kínverjar samþykktu hins vegar fyrir
sitt leyti að Hongkongbúar skyldu fá
að stjórna sér sjálfir og halda kapítal-
ísku þjóðfélagskerfi sínu a.m.k. til
ársins 2047.
Umfangsmikil söfnun til aðstoðar
milljónum af sveltandi Eþíópíubúum
fór af stað í mörgum Evrópulöndum
en hjálparstofnanir sögðu að hjálpin
myndi berast of seint til að bjarga lífi
margra hinna sveltandi.