NT - 29.12.1984, Blaðsíða 15

NT - 29.12.1984, Blaðsíða 15
\ss Laugardagur 29. desember 1984 15 Iþróttaanrii -1984 ■ Maj>nús Bergs í |»ann veginn að skora sigurmark ísiendinga gegn Wales á Laugardalsvelli í sumar. Markið var einkar glæsilegt og sigurinn sætur. NTniyml: Árni Bjarna Tres de Mayo frá Spáni og Valsmenn Ystad frá Svíþjóð. íslendingar lcku gegn Skot- um í undankeppni heims- meistarakeppninnar í Skot- landi og töpuðu 0-3. Þá lék landslið skipað leikmönnum 21 árs og yngri' við Skota daginn áður og tapaði 0-1. Sá leikur var liður í Evrópu- keppni landsliða 21 árs og yngri. Fleiri knattspyrnulandslið okkar Islendinga komu við sögu. 16-18 ára liðið lck við Englendinga og tapaði 3-5 í Englandi. Drengjalandsliðið gerði betur og komst í úrslita- keppni Evrópukeppninnar með því að sigra Dani hér heima 1-0 og gera svo jafntefli úti í Danmörku 1-1. Illa gekk að hefja keppni á íslandsmótunum í körfuknatt- leik og handbolta vegna verk- falls en þó voru spilaðir ein- hverjir leikir. Lið frá Tennis og badmin- tonfélagi Reykjavíkur lenti í 3.-4. sæti á Evrópumóti félags- liða í badminton og er það mjög góður árangur. Hápunktur mánaðarins var þó Norðurlandamótið í hand- knattleik sem fram fór í Finn- landi. íslendingar höfnuðu í öðru sæti eftir tap fyrir Dönum en sigur í öðrum leikjum. Leikirnir fóru: Ísland-Finn- land 32-13, Ísland-Svíþjóð 22- 20, Ísland-Noregur 20-19 og Island-Danmörk 22-26. Danir urðu Norðurlandameistarar. Arsenal var í efsta sæti í ensku knattspyrnunni við mán- aðarlok og Bayern Munchen var efst í V-Þýskalandi. Þá hafði Heiniir Karlsson byrjað að keppa með Excelsior í Hol- landi og skrifað undir atvinnu- mannasamning við liðið. PT«VJdi'J:ld:M í upphafi nóvember voru blakmenn einna mest í sviðs- ljósinu. íslandsmótið í blaki hófst og nokkru áður fór fram Norður- landamótið sem haldið var í Finnlandi að þessu sinni. ís- lendingar lentu í 5. sæti á mótinu eins og venjulega, bæði í karla-og kvennaflokki. Finnar urðu Noröurlandameistarar í báðum flokkum. Bolvíkingar unnu 2. deildina í Bikarkeppni Sundstpnbands Islands. Keppnin fór fram í Hafnarfirði. Vestri frá ísafirði lenti í öðru sæti cn KR í því þriðja. Handboltamenn voru í mikl- um ferðalögum. Valur, FH og Víkingurtóku öll þátt í Evrópu- keppnunum og landsliðið lék lciki viö Dani t Danmörku. Víkingar unnu Fjellhaminer í Evrópukeppni bikarhafa í öðrum leiknum 26-20 en töp- uðu hinum 23-25 og komust því áfram í keppninni. Allt var gert til að gera Víkingum erfitt fyrir og þurftu þeir að leika báða leikina í Noregi. í næstu umferð léku Víkingar gegn Corona Tres de Mayo frá Kan- aríeyjum. liði Sigurðar Gunn- arssonar og sigruðu 28-21 í báðum leikjunum og komust þar með í 8 liða úrslit. FH-ingar stóðu sig stórvel gegn ungverska liðinu Honved. í Evrópukeppni meistaraliða. töpuðu fyrri leiknum úti með tveggja marka mun og unnu svo í Laugardalshöll með 4 mörkum, 26-22. Meö þessum sigri komust FH-ingar í 8 liða úrslitin eins og Víkingar. Valsmenn komust ekki eins langt. Þeir unnu að vísu Ystad hér heima 20-17 en það reynd- ist ekki nóg því sænska liðið vann seinni leikinn í Svíþjóð með 4 marka mun 23-19. FH- ingar voru heppnir í drættinum og fengu hollenskt lið í 8 liða úrslitum, Herchi að nafni. Víkingar voru ekki eins heppnir og léku gegn Zcern- evka frá Júgóslavíu. Landsliðið gerði góða ferð til Danmerkur og lék tvo leiki. Fyrri leikinn unnu Islending- ar 21-19 en í þeim síöari tryggði Kristján Arason ís- lenska liðinu jafntefli með marki á síðustu sckúndum leiksins, úrslit 19-19. Frá Dan- mörku hélt landsliðið svo til Noregs til þátttöku í Pólar-Cup keppninni. I úrvalsdeildinni í körfu- knattleik unnu Njarðvíkingar Hauka með einu stigi 91-90 eftir æsispennandi. framlengd- an leik. Með þessum sigri kom UMFN sér vel fyrir á toppi úrvalsdeildarinnar. Kári Elísson varð fjórði á heimsmeistaramóti í kraftlyft- ingum í 67,5 kg flokki. Kári setti tvö íslandsmet á mótinu sem haldið var í Dallas íTexas. Annar kraftlyftingamaður, Jón Páll Sigmarsson, gerði það gott og sigraði á bikarmóti KR og lvfti samtals 900 kg. 12 íþróttamenn voru dæmdir í ævilangt bann fyrir ólöglega lyfjanotkun cftir Olympíuleik- ana í Los Angeles og var Vésteinn Hafsteinsson kringlu- kastari einn þeirra. Vésteinn getursótt um náðun 18mánuð- um eftir Ól í sumar. A ársþingi FRÍ var Guðni Halldórsson kjörinn nýr for- maður sambandsins. Hann tók við af Erni Eiðs- syni sem hcfur vcrið formaður um langan aldur. Adidas-umboðið veitti Gull- skóinn fyrir markahæsta leikmann íslandsmótsins og að þcssu sinni var það Guömund- ur Stcinsson Fram sem hlaut skóinn. Silfurskórinn var veitt- ur í fyrsta sinn og kom liann í hlut Haröar Jóhannessonar ÍA. íslenska landsliöið í knatt- spyrnu lék seinni lcikinn gegn Wales í undankeppni hcims- meistarakeppninnar. Fyrri leikinn sigruðu íslcndingar á heimavelli en nú sneru Wales- búar dæminu við og sigruðu 2-1. Pétur Pétursson skoraði mark IslandS. Evcrton var cfst í cnsku knattspyrnunni cn Manchestcr United.Tottenham og Arscnal fylgdu fast á cftir. Okkar leikmenn í Bundcs- ligunni ,stóðu sig ágætlega í nóvcmhcr og þcir Ásgcir Sig- urvinsson og Lárus Guð- mundsson skoruöu nokkur mörk. Desember-mánuður hófst með þátttöku íslenska karla- landsliðsins í Polar-keppninni í handknattleik scm fram fór í Noregi. íslenska liöið stóð fyrir sínu, tapaði naumlega með einu marki fyrir A-Þjóðverjum en sigraði ítali, Isracl og Norð- mcnn stórt. Reyndar Norð- mcnn með 10 mörkum í leik sem sýndur var beint í norska sjónvarpinu. Strax cftir kcppnina í Norcgi komu Svíar og léku hér á landi 3 landsleiki í handknattlcik. íslendingar tóku þá í ncfið í fyrsta leiknum og sigruðu 25- 21. Næsti lcikur var jafn cn Svíar sigruðu mcð cinu marki 20-19. I síðari lciknum var komið að Svíum, að snússa sig, þeir unnu 25-20. Islcnsku lcikmennirnir voru orönir ör- þrcyttir eftir landsleikjatörn- ina í nóvcmber og desember. Jón Páll Sigmarsson lyft- ingamaður var í sviösljósinu og sctti bæði Evrópumet og Islandsmct í kraftlyftingum. HSK varö Bikarmeistari í I. deild í sundi með yfirburðum. Fékk liöið 205 stig en Ægir kom næst með 165 stig. Ellcrt Schram var endur- kjörinn formaður KSÍ á árs- þingi sambandsins. Sigurður Jónxson knatt- spyrnumaður frá Akranesi gcrði atvinnumannasamning við enska liðið Sheffield We- dnesday. Mörg lið voru á höttunum eftir Sigurði cn hann ákvað að freista gæfunnar í Englandi. Þróttarar urðu Reykja- yíkurmeistarar í blaki karla og ÍS sigráði í kvennaflokki. Evrópumcistaramótið í sundi fór fram og sigruðu A- Þjóðverjar naumlega eftir mikla keppni við V-Þjóðverja. Eövarð Þ. Eðvarðsson setti Islandsmet á mótinu. Svíar sigruðu á Dtivis Cup í tennis, sem er úrslitaleikur í heimsmeistarakeppninni í tennis. Þeir unnu Bandaríkja- menn. Independiente sigraði Li- verpool í úrslitaleik í heims- meistarakeppni félagsliða í knattspyrnu, 1-0. Liðið er frá Argentínu og viðheldur þeirri „hefð" að lið frá S-Ameríku vinni þennan titil. Nokkrir íþróttamenn ársins eru kosnir hér og þar. Ulrike Mayfarth og Michael Gross eru kosin í V-Þýskalandi en Uvve Hohn og Katerina Witt skautadrottning í A-Þýskalandi. Þa hlaut Svanhildur Knstjons dóttir útnefningu íþrótta manns Kópavogs fyrir 1984. KR-ingar sigruðu á stórmóti íþróttafréttaritara í innanhúss- knattspyrnu. Þeir unnu Fram í úrslitalcik. Mótið fór fram á Selfossi. ■ Eðvarð Þ. Eðvarðsson setti mikinn fjölda íslandsmeta í sundi á árinu, og vann til margra vcrðlauna. Eðvarð sést hér taka við verðlaunum á Landsmóti UMFÍ í sumar. en bar var hann mesti afreksmaðurinn í sundi. NT-roynd: Axel Sigurbjömsson Sendum bestu óskir um gleðilegt nýtt ár til starfsfólks, viðskiptavina, svo og landsmanna allra, með þökk fyrir samstarf og viðskipti á liðnu ári. Gunnar hf. - Snæfugl hf. Reyðarfirði

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.