NT - 29.12.1984, Blaðsíða 14
Laugardagur 29. desember 1984 14
íþvóttaannál
fyrir 220 milljónir ísl. kr. Bar-
celona keypti í staðinn skoska
framherjann Steve Archibald
frá Tottenham á Englandi.
Frans Beckenbauer var
skipaður einvaldur v-þýska
landsliðsins í knattspyrnu, og
Ásgeir Sigurvinsson er, ásamt
Schumacher, markverði
Kölnar, valinn heimsklassa
leikmaður af hinu virta þýska
íþróttablaði „Kicker."
Á íslandi og af íslendingum
er það helst að Sigurður Grét-
arsson varð fyrsti íslenski
knattspyrnumaðurinn til að
gerast atvinnumaður í Grikk-
landi er hann skrifaði undir
samning við Iragles. Pétur Pét-
ursson sneri á fornar slóðir, til
Feyenoord í Hollandi.
Norðurlandamót drengja-
landsliða í knattspyrnu var
haldið á íslandi. Norðmenn
sigruðu á mótinu en íslending-
ar höfnuðu í 4. sæti.
Handknattleiksmenn léku 4
landsleiki. Fyrst við V-Þjóð-
verja hér heima og varð jafn-
tefli í fyrri lciknum 15-15 en sá
síðari tapaðist 17-21. Pá er
farið á Spán rétt eftir miðjan
mánuð og tapað tvívcgis fyrir
heimamönnum 14-20og 14-21.
John McEnroe verður sigur-
vegari á einu virtasta tennis-
móti heims, Wimbledon.
Hann sigrar Jimmy Connors í
úrslitalcik. Báðir eru þeir frá
Bandaríkjunum.
Jón Páll Sigmarsson sctti
Evrópumet í réttstöðulyftu á
móti í Skotlandi. Þetta er að
sjálfsögðu í kraftlyftingum og
hrifsaði Jón Páll upp 370 kg.
Mánuðurinn endaði á há-
punkti, Ólympíuleikarnir í Los
Angeles í Bandaríkjunum
voru settirmeðtilþrifum. Mest
bar á sundkeppninni þessa
fyrstu daga leikanna og féllu
mörg heimsmet. V-þýskur
sundmaður, Michael Gross
vakti athygli. Tryggvi Helga-
son setti Íslandsmet og einnig
Guðrún Fema. Þau eru þó
aftarlcga í röð keppenda. Ingi
Þór var nokkuð frá sínu besta
formi.
Margar A-Evrópuþjóöir
mæta ekki til leikanna og setti
það sinn svip á þá.
AGUST
Framan af ágústmánuði
voru það Ólympíulcikarnir sem
athygli manna beindist að.
íslenskir íþróttamenn stóðu
sig mjög vel þar í sumum
greinum. Bar hæst afrek
Bjarna Friðrikssonar sem varð
3. í 95 kg flokki í júdókeppn-
inni og hlaut því bronsverð-
launin.
Einar Vilhjálmsson sem stóð
sig einnig vel. hann lenti í 6.
sæti í spjótkastinu. Handknatt-
leikslandsliðið lenti einnig í 6.
sæti í sinni keppni og náði
þeim áfanga að komast í A-rið-
íl heimsmeistarakeppninnar.
Tryggvi Helgason komst
ekki langt áleiðis í keppni við
hina snjöllu sundkappa þrátt
fyrir að hann setti íslandsmet í
200 metra bringusundi, 2:32,03
rnín.á Ólympíuleikunum.
Annað sem athygli vakti á
ÓL var 3000 metra hlaup
kvenna en þar var búist við
baráttu Marie Decker og Zolu
Budd. Hlaupið endaði á annan
hátt en við var búist, því þær
stöllur rákust saman í miðju
hlaupi og Decker féll og varð
að hætta keppni. Budd brotn-
aði niður við þetta og komst
ekki í verðlaunasæti.
Aðalhetja í leikunum var
Carl Lewis frá USA.
Hann sigraði í 4 greinum;
100 metra hlaupi, 200 metra
hlaupi, langstökki og 4x100
metra boðhlaupi ásamt félög-
um sínum í bandarísku sveit-
inni. Þetta afrek hefur ekki
verið unnið síðan Jesse Owens
gerði það í Berlín árið 1936.
Á heimavelli settu þeir Eð-
varð Eðvarösson og Torfi.
Ólafsson báðir íslandsmet.
Eðvarð setti tvö met í 100 og
200 m baksundiáopnaskand-
inavíska mcistaramótinu sem
haldið var í Svíþjóð.
Torfi Ólafsson setti met í
bekkpressu og réttstöðulyftu
og einnig í samanlögðu á kraft-
lyftingamóti í Reykjavík.
Sigurður Pétursson varð Is-
landsmeistari í gofi og seinna í
niánuðinum var Norðurlanda-
mótið í golfi haldið á Grafar-
holtsvelli. íslenska karlasveitin
lenti í 4. sæti á mótinu og
kvennasveitin lenti í 5. sæti.
Svíar urðu Norðurlandameist-
arar karla og Danir hjá konun-
um.
Frjálsíþróttamenn voru á
feröinni bæði hér heima og
erlendis.
Kristján Harðarson stóð sig
vel á NM unglinga í frjálsum
íþróttum og varð Norðurlanda-
meistari í langstökki, stökk 7,4
m.
ÍR-ingar fóru með sigur af
hólmi í bikarkeppni FRI í 13.
sinn og landsliðið keppti í 4
landa keppni íWales. Þar lenti
liðið í 3. sæti og skaut N-írum
aftur fyrir sig.
í ágústmánuði fór að síga á
seinni hlutann á Islandsmótun-
um í knattspyrnu. FH-ingar
unnu 2. deildina og leika því í
fyrstu deild á næsta keppnis-
tímabili.
ÍA varð fsiandsmeistari
kvenna í knattspyrnu en Valur
bikarmeistari, sigraði ÍA í úr-
slitaleiknum eftir framleng-
ingu og vítaspyrnukeppni með
6 mörkum gegn 4.
í bikarkeppninni hjákörlun-
um sigruðu Islandsmeistarar
ÍA Fram í úrslitaleik, 2-1,
þriðji bikarsigur ÍA. Islending-
ar spiluðu tvo landsleiki i
knattspyrnu í Færeyjum.
Leikið var gegn heima-
■ Sigurður Pétursson varð íslandsmcistari í golfi s.l. suniar, og
í haust tryggöi liann scr ásami Kagnari Ólafssyni rctt til að kcppa
í HIVl í golfi. NT-imnd: Sverrir
■ Bjarni Friðriksson varð annar íslendingurinn frá upphafi til þess að vinna til verölauna á Ólympíuleikum, er hann vann
bronsverölaun í júdó í Los Angeles. Hinn fyrsti var Vilhjálmur Einarsson sem vann árið 1956 silfurverölaun í þrístökki. Hér sést
Bjarni á verðlaunapalli í suniar, fyrir aftan hann stendur sigurvegarinn í þessum þyngdarflokki, Hyoung-Zoo Ha frá Kóreu.
Símamynd-POLFOTO
■ Hér sést þegar Mary Decker féll eftir að hafa hlaupið á Zolu
Budd: Atvikið vakti mikla athygli.
Símamynd: POLFOTO
■ Carl Lewis var helsti afreksmaður Ólympíuleikanna í Los
Angeles, lék eftir afrek Jesse Owens frá 1936 og vann fern
gullvcrölaim. Hér sést hann koma fyrstur í mark í 100 metra
lllaupi á OL. Símamynd-POLKITO
■ Einar Vilhjálmsson varð í 6. sæti í spjótkasti á ÓL í Los
Angeles. Hér sést hann kasta á leikunum.
Símamynd-POLFOTO
mönnum og Grænlendingum
og náðist einn sigur úr þeim
viðureignum, gegn Grænlend-
inguni, 1-0, en leiknum gegn
Færeyjum lauk með jafntefli
0-0.
I ágúst rúllaði enski boltinn
af stað og fyrsti leikurinn var
að venju leikurinn um góð-
gerðarskjöldinn á milli Eng-
landsmeistaranna og Bikar-
meistaranna. í þessari viður-
eign unnu bikarmeistarar
Everton er þeir sigruðu Li-
verpool 1-0.
SEPTEMBER
Islandsmótinu í knattspyrnu
lauk með sigri ÍA í I. deild en
þeir höfðu áður sigrað í bikar-
keppninni. Valsmenn urðu í
öðru sæti. Breiðablik og KA
féllu í 2. dcild cn í þeirra stað
komu FH og Víðir Garði. Úr
2. deild féllu Tindastóll og
Einherji en uppúr 3. deild
komu Fylkir og Leiftur. í 4.
deild féllu Snæfell og Valur
Rf. og uppúr þeirri 4. komu
Ármanna og Leiknir Fáskrúðs-
firði.
Stóri leikurinn í þessum
mánuði er landsleikur íslend-
inga gegn Wales í undan-
keppni heimsmeistarakeppn-
innar. Leikurinn fór fram á
Laugardalsvelli oggátu íslend-
ingar skartað öllum sínum
stjörnum. Sigur vannst í leikn-
um 1-0 og gerði Magnús Bergs
markið eina. Gífurlcg stemmn-
ing var á vellinum og hlupu
leikmenn sigurhring eftir leik-
inn.
Þá voru fyrri leikirnir í 1.
umferð Evrópukeppnanna í
knattspyrnu. KR-ingar fengu
OPR í heimsókn og steinlágu
0-3. ÍA fékk Beveren frá Belg-
íu á Laugardalsvöllinn og
gerðu jafntefli 2-2 éftir að hafa
verið 0-2 undir. Sveinbjörn
Hákonarson og Karl Þórðar-
son skoruðu mörk Skaga-
nranna. Vestmannaeyingar fóru
til Póllands og töpuðu fyrir
Kraká 2-4.
Sá atburður átti sér stað í
v-þýsku bikarkeppninni í
knattspyrnu að Hamborg, þá
bikarmeistarar. voru slegnir út
úr keppninni af áhugamanna-
liðinu Ge'islingen. Vakti þetta
mikla athygli.
I lok mánaðarins tókst að
ljúka Reykjavíkurmótinu í
handknattleik og sigruðu Vals-
menn Víkihg í úrslitaleik.
Þá má ekki gleyma því að
Sergei Bubka frá Sovét setti
enn citt heimsmetið í stangar-
stökki. Nú fór Irann yfir 5,94.
OKTOBER
Mánuðurinn hófst með
leikjum í 1. umferð Evrópu-
keppnanna í knattspyrnu.
Þetta voru seinni lcikirnir og
duttu öll íslensku liðin úr
keppninni. KR-ingar töpuðu
fyrir OPR í London 0-4 Skaga-
menn steinlágu í Beveren í
Bclgíu 0-5 og Eyjamenn töp-
uðu í Eyjum fyrir Kraká 1-3.
Þá var leikið í Evrópukeppn-
unum í handknattleik; FH-ing-
ar sigruðu norska liðið Kol-
botn í báðum leikjunum, fyrst
hér heima 34-16 og síðan í
Noregi 39-31. Víkingar áttu að
leika við Fjellhammer frá Nor-
egi en leikjunum var frestað
um óákvéðinn tíma. Valsmenn
sátu hjá í fyrstn umferð. Þá var
dregið seinna i mánuðinum í
2. umferð í Evrópukeppnun-
um og fengu FH-ingar Honved
frá Ungverjalandi, Víkingar