NT - 29.12.1984, Blaðsíða 11

NT - 29.12.1984, Blaðsíða 11
Erlendur annáll "I 984 Laugardagur 29. desember 1984 11 OKTOBER Bretar slógu tvö met í októbermán- uði, þótt ekki ylli það mikilli gleði. Pundið hafði aldreiverið lægra gagn- vart Bandaríkjadollar, sem hækkaði og hækkaði og hækkaði... Atvinnu- leysi hafði heldur aldrei verið meira í Bretlandi síðan í kreppunni. Heildar- fjöldi atvinnuleysingja var um 3.3 milljónir eða 13.6% af vinnufærum mönnum. Aðfaranótt 12. október var Marg- aret Thatcher forsætisráðherra hætt komin er sprengja sprakk á hóteli í Brighton, þar sem hún dvaldi ásamt fjölmörgum samráðherrum sínum í tilefni af flokksþingi íhaldsmanna. Fjórir létust í tilræðinu, sem írska lýðveldish'ernum var kennt um. Tveir Græningjar í v-þýska þinginu gerðust heldur kjaftaglaðir er þeir sögðu að forseti þingsins væri asni og að Kohl kanslari hefði þegið mútur frá Flick-auðhringnum. Var þeim samstundis vísað á dyr. Tveir þýskir stjórnmálamenn hafa þegar þetta er skrifað sagt af sér embætti vegna Flick málsins, Otto Lambsdorff viðskipta- ráðherra og Raincr Barzel, þingfor- seti. Hefur mál þetta mjög rýrt þýska stjórnmálamenn trausti almennings. Ekki var hún heldur traustvekjandi þýska konan sem dæmd var fyrir að ráða þrjá eiginmenn sína, föður sinn og aldraða frænku af dögum. Ástæð- an? Fórnarlömbin voru henni til skapraunar. Aðferðin? Hún gaf þeim bláberjabúðinga, vel kryddaða með eitri. Marcos, einræðisherra á Filippseyj- um, mátti þola enn citt skakkafallið. Nú þegar nefnd sem rannsakaði morðið á höfuðandstæðing lians Ben- igno Aquino komst að þeirri niður- stöðu að háttsettir herforingjar og nánir samstarfsmenn Marcosar hefðu staðið að baki morðinu. í lok októbermánaðar fannst lík pólska andófsklerksins Jerzy Popiel- uszko í einu uppistöðulóni árinnar Vislu. Honum hafði verið rænt ellefu dögum áður. Böndin bárust fljótt að foringjum í öryggislögreglunni og hafa nú fjórir þeirra verið ákærðir fyrir að myrða klerk. Jaruselski Pól- landsleiðtogi þótti sigla laglega í gegn- um þetta viðkvæma mál, sem að sögn sérfræðinga hefði getað hleypt öllu í bál og brand á nýjan ieik. Forsætisráðherra Indverja. Indira Gandhi, var myrt af tveim lífvörðum sínum sem töldust til Sikka. Rajiv Gandhi, sonur Indiru Gandhi, tók við forsætisráðherra- embættinu að móður sinni látinni. Fyrsta verk hans var að hvetja Ind- verja til stillingar og bæla niður miklar óeirðir sem brutust út eftir að fréttist um morð Indiru. Hindúar kenndu Sikkum um morðið og í mörgum stórborgum Indlands voru Sikkar of- sóttir og sums staðar voru þeir jafnvel brenndir til bana. Hollenskur dómstóll ákvað að reka níu erlendar konur úr landi sem sögðust vera að læra galdra í djöflahá- skóla. Dómstóllinn sagði djöfladýrk- un þeirra eiga meira skylt við kynsvall en galdra. Svetlana, dóttir Stalín. fékk aftur sovéskan ríkisborgararétt eftir að hafa gerst pólitískur flóttamaður árið 1967. Eftir heimkomuna bar hún Vesturlöndum illa söguna. 250.000 manns voru við útför pólska andófsprestsins Jerzy Popiel- uzko. Prír pólskir leyniþjónustumenn voru kærðir fyrir morðið. Sandinistar unnu mikinn sigur í almennum kosningum í Nicaragua en fengu þó ekki eins mikið fylgi og þeir höfðu búist við. Útlendingar, sem komu til Nicaragua til að fylgjast með kosningunum, sögðu að þær hefðu ■ Ættingjar Indiru Gandhi fylgdust með því þegar síðustu líkamsleifum hennar var brennt. ■ Mikil hungursneyð ríkir nú í Eþíópíu og mörgum öðrum Afrikuríkjum. farið heiðarlega fram þrátt fyrir ásak- anir Bandaríkjastjórnar um hið gagn- stæða. Aðrar kosningar vöktu samt miklu meiri athygli, en það voru forseta- kosningarnar í Bandaríkjunum. Frambjóðandi demókrata, Walter Mondale, gekk berserksgang í lok kosningabaráttunnar en það dugði honum samt ekki til að konia í veg fyrir stórsigur Reagans. ítalska leikritaskáldið Dario Fo fékk að fara til Bandaríkjanna eítir mikið stapp við bandarísk yifrvöld sem töldu skoðanir lians óæskilegar. Það var ekki fyrr en Bandaríkjaforseti skarst sjálfur í leikinn að Dario Fo fékk vegabréfsáritun enda er Banda- ríkjaforseti sjálfur leikari. Vinir bandarískra auðmanna í Chilc brugðust harkalega við mót- mælaaðgerðum stjórnarandstæðinga og Pinochet hershöfðingi lýsti yfir neyðarlögum og lét handtaka fjölda fátæklinga sem hann grunaði um hættulegar skoðanir. Hungursneyðin í Afríku er sögð ná til níu milljóna manna og alþjóðlegar hjálparstofnanir hvetja ríkisstjórnir og almenning á Vesturlöndum til að auka matvælaaðstoð við sveltandi Afríkubúa. í Ijós kom að Gaddafi Líbýuleiðtogi lék á Frakka þegar hann sagðist myndu draga alla líbýska hermenn burt úr Chad urn leiö og Frakkar. Mitterrand Frakklandsforseti varð fyrir miklu aðkasti heimafyrir vcgna þcss að hafa látið Gaddafi leika á sig. Palestínumcnn héldu þing í Jórdan- íu þrátt fyrir miklar innbyrðis deilur. Stuðningsmenn Yasser Árafats voru einráðir á þinginu cn andstæðingar hans sátu scm fastast á Sýrlandi og sóttu ekki þingið. Fyrirtæki auðhringsins Union Car- bide í Bhopal í Indlandi var helsta fréttacfni mánaðarins. Gaseitrun frá fyrirtækinu leiddi um 2500 manns til dauða, aðallega fátæklinga sem bjuggu í nágrenni verksmiðjunnar. 'Auk þess sködduðust um 125.000. manns. Til að byrja með státuðu talsmenn Union Carbide sig af því að þeir hafi af góðmennsku sinni látið um cina milljón dollara renna til hjálparstarfsins í Bhopal. Þessi upp- hæð reyndist þó litlu mciri en árslaun aðalframkvæmdastjóra Union Carbi- dc. Desntond Tutu, friðarverðlauna- hafi Nóbels og biskup í Suður-Afríku átti fund með Reagan forseta og þingmörínum í Washington. Hann gagnrýndi stefnu Reaganstjórnarinn- ar í málefnum Suður-Afríku harðlega og sagði að hún ætti samstarf við þjóðfélagskerfi scm væri ekki síður „illt, ókristilegt og ósiðlcgt cn nasism- inn“. Yngstu börn Róberts Kennedys heitins voru handtekin í mótmælaað- gerðum við sendiráð Suður-Afríku í Washington. Frá Kína bárust þær fréttir að Kínverjar væru enn fylgismenn marx- isma-leninisma þrátt fyrir að kenning- ar frumkvöðlanna hæfðu að ýmsu leyti ekki aðstæðum nú á dögum. Fáum dögum síðar, 19. desember, undirrituðu Zhao Ziyng forsætisráð- herra Kína og Margaret Thatcher sögulegan samning sem tryggir Kín- verjum yfirráð yfir borgríkinu Hong Kong eftir 1997. Thatcher tókst með sérstökum lífgunaraðgerðum að lengja líf kapítalsimans í Hong Kong um allt að fimmtíu ár eftir að Kínverj- ar taka við Hong Kong. Verkfall breskra kolanámamanna stendur enn við lok desember. Verk- fallsmönnum barst óvænt hjálp frá stéttarbræðrum sínum í Sovétríkjun- um. Úkraínskir kolanámuverkamenn sendu rúblur að andvirði 130.00 doll- ara til stuðnings þeim bresku. Send- ingunni fylgdu hvatningarorðin „Ör- eigar allra landa, sameinumst".

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.