NT - 15.01.1985, Síða 9

NT - 15.01.1985, Síða 9
Þriðjudagur 15. janúar 1985 Norsk Hydro hefur eignast Mowi að fullu: Hraðar líklega uppbyggingu hér ■ Norska stórfyrirtækiö Norsk Hydro hefur keypt að fullu fiskiræktarfyrirtækið Mowi, en það fyrirtæki hefur í nokkur ár átt samstarf við íslenska aðila um laxarækt hér á landi. Hydro átti áður 75% af Mowi. Er ástæðan fyrir kaupunum taiin vera sú, að sögn blaðsins Norges Handels og Sjöfartstidende, að meðeig- endur Hydro í Mowi hafi ekki treyst sér til að taka þátt í fyrirhuguðum stórfjárfesting- um fyrirtækisins, þ.á.m. vegna eldis og hafbeitarstöva á Is- landi. „Aðalforstjóri Norsk Hydro hefur sagt að þessi kaup séu þáttur í að gera fiskirækt að verðugri fimmtu stoð í starf- semi fyrirtækisins. Ég reikna með að þessi breyting þýði að farið verði hraðar í uppbygg- ingu hér heldur en áður hefur verið rætt um," sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, stjórnarfor- maður í ÍSNO, fyrirtækis Mowi og Tungulax, í samtali við NT. Eyjólfur sagði að í deiglunni hefði verið ákvörðun um að auka kvíaeldi ÍSNO í Lónunt í Kelduhverfi úr l()0 tonna árs- framleiðslu í 540 tonna fram- leiðslu, í tveimur þrepum. Jafnframt að byggja stóra seiðastöð, fyrir allt að 5 milljón seiði, til hafbeitar í Lónum. En stærsta áætlun félagsins er um byggingu 5000 tonna eldis- stöðvar á Kistu á Reykjanesi. „Við höfum alltaf viljað fara hraðar í þessar áætlanir heldur en Norðmennirnir," sagði Eyj- ólfur Konráð. Norsk Hydro hefur nú óskað eftir að næsti stjórnarfundur i'ÍSNO verði í Noregi 31. janú- ar. Þar verða væntanlega tekn- ar ákvarðanir um framkvæmd- ir félagsins á árinu. Sameinuð Fiskirækt í tengslum við áætlaniríSNO var síðast liðinn miðvikudag gengið frá sameiningu tveggja íslenskra fiskræktarfélaga, Tungulax og Fiskiræktar. Meðal eigenda síðarnefnda fé- lagsins voru Hraðfrystihúsið Norðurtanginn á ísafirði og ísfélag Vestmannaeyja. Hluta- fé nýja félagsins.sem ber nafn Fiskiræktar hf., cr 36 milljónir króna. Fiskirækt verður eign- araðili að ÍSNO, með 55% hlutafjár. Eyjólfur Konráð Jónsson sagði að með þessari sameiningu hefðu lslend- ingarnir sett sig í stellingar vegna stórátaks ISNO. Mowi stærst? Fyrirtækið Mowi er, að því er Noregs Handels og Sjöfarts- tidende telur, stærsta fiski- ræktarfyrirtæki í heimi. Er velta fyrirtækisins á þessu ári talin verða á milljöröum ís- lenskra króna. ■ Til greina kemur að nýta orkuna við Saltverksmiðjuna til að reka nýju kvíaeldisstöð ÍSNO á Rcykjanesi. Innfellt: Eyjólfur Konráð Jónsson. UH hagræðingh. ! M STARFSMENN stjornun skipuiag Hagræðing hf.efnir til námskeiða: Sölusálfræði og samskiptatækni dagana 19. til 20. janúar og dagana 26. til 27. janúar tvö námskeið. Þetta vinsæla námskeið fjallar um það sem sálfræðin hefur uppá að bjóða í sambandi við kaup og sölu. Fjallað er m.a. um: Opin og leynd samskipti, atferlisgerðir, grunn ákvörðunar og hvernig hægt er að hafa áhrif á hann, tvíbindingu samninga, gerð tilboða og fleira. Leiðbeinandi er Bjarni Ingvarsson, MA. Þjónustusamskipti dagana 22. til 23. janúar og dagana 29. til 30. janúar (tvö námskeið). í þessu námskeiði er m.a. fjallað um: Samskipti, eðli þeirra og gerðir, gagnkvæmur skilningur í þjónustusamskiptum, stigskipting þjónustusamskipta, tvíbinding þjónustusam- skipta, mikilvægi jákvæðrar hugsunar í þjónustusamskiptum og margt fleira. Leiðbeinandi er Bjarni Ingvarsson, MA. Mannaforráð og launakerfi dagana 2. til 3. febrúar. Markmið þessa námskeiðs er að kynna þátttakendum grundvallarlögmál atferlisstjórnunar. Fjallað er m.a. um það hvernig hægt er að stjórna afköstum og gæðum með jákvæðum styrkingarkerfum, farið verður í markmiðssetn- ingu, hvað það er sem viðheldur áhuga og hvernig hægt er að auka áhuga. Leiðbeinandi er Guðríður Adda Ragnarsdóttir en hún er að Ijúka doktorsnámi í vinnusálfræði frá Exeter háskóla í Englandi. Þess má geta að Flagræðing hf. býður uppá bæði innanbúð- arnámskeið (námskeið haldin innan fyrirtækja) og svo opin námskeið. Nánari upplýsingar í síma 84379 kl. 9 til 5 alla virka daga. Metfjölgun hlutafélaga -um 10% í fyrra ■ Á síðasta ári voru skráð 330 ný hlutafélög hér á landi. Er þetta meiri fjöldi nýrra félaga heldur en áður hafa verið skráð á einu ári. Flest eru þessi félög í verslun. Til samanburðar má geta þess að árið 1983 voru skráð 230 ný hlutaíélög. Samkvæmt upplýsingum Ævars ísbergs, vararíkisskatt- stjóra, er fjöldi hlutafélaga í landinu nú samtals 3.794. Ná- lægt 10% af þessum félögum hafa því verið skráð á árinu 1984. Ýmsar ástæður kunna að liggja til stofnunar nýrra hluta- félaga. En nokkrir þeirra aðila sem NT ræddi við gerðu því skóna að setning nýrra skattalaga snemma á síðasta ári, sem m.a. veittu fólki skattafrádrátt vegna fjárfestingar í hlutafé- lögum, ætti stóran þátt í þess- um aukna áhuga manna á að stofna hlutafélög. Nema bjartsýni á efnahags- horfurnar hafi verið allsráð- andi á árinu. Nýja plasteinangrunarfyrirtækið Fjarðarplast er við Flatahraun 31 í Hafnarfírði. Enn fjölgun í plasteinangrun Ógnar steinullarverksmiðjan iðnaðinum? ■ Nýtt fyrirtæki, Fjarðarplast sf., bættist nýlega í hóp þeirra fvrirtækja sem framleiða einangrunarplast. Eig- endur fyrirtækisins eru tveir, Páll Pálsson og Ölafur Ingi Tómasson, en sá fyrrnefndi hefur starfað við plast- framleiðslu í um tuttugu ár. Fram- leiðsluvélar fyrirtækisins voru smíð- aðar í Hafnarfirði, sem sýnir enn- fremur hvað þessi iðngrein stendur orðið föstum fótum hér á landi. Nú munu fjórtán íslensk fyrirtæki framleiða einangrunarplast, samtals um 4 þúsund tonn. Lítill sem enginn innflutningnur er á þess konar plasti, en plastfyrirtækin keppa hins vegar við innflutta glerull og steinull á innanlandsmarkaðnum; Talið er að þessi innflutningur nemi 1-2 þúsund tonnum á ári. „Þessi iðnaður kemur til með að eiga mjög í vök að verjast þegar steinullarverksmiðjan kemur," sagði Hjörtur Hjartar hjá Félagi íslenskra iðnrekenda í samtali við NT um horfurnar í plasteinangrunarfram- leiðslunni. Reiknað er með að Stein- ullarverksmiðjan hf. á Sauðárkróki hefji framleiðslu í haust.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.