NT - 15.01.1985, Qupperneq 12
Þríðjudagur 15. janúar 1985 12
■ Michael Jackson, stórsljarna, er hér í háruuðuin leðurjakka með
Uylltuni axlastykkjum og rcnnilásum. Kannski hefur LaToya, systir
hans, hannað jakkann.
■ Marlon Jackson söngvarí sést hér með söng- og leikkonunni Melba
Moore. Hann er að kynna hana fyrir fjölskyldunni, og það er engu líkara
en Melbu sé um og ó.
■ LaToya Jackson hcfur nó snúið sér að tískuhönnun
í stað söngsins.
Jackson
systkinin
eru að gera
það gott
■ Michael Jackson popp-
söngvari hefur frá barnsaldri
verið kallaður „stórstjarna."
Hann kom fyrst fram scm
sntákrakki með fjölskyldu
sinni, Jackson-fjölskyldunni,
þegar þau komu fram sem
„Jacksons Five.“
Michael varð fljótt stjarn-
an þeirra og frami lians varð
ótrúlegur á stuttum tíma.
En það er ekki bara Mich-
ael scm er í sviösljósinu, hin
systkinin, hafa mörg gefið út
plötur og látið að sér kveða.
Marlon Jackson söng lagið
„I Could Have Been A Cont-
ender" og sló í gegn.
LaToya Jackson, systir
Michaels, hcfur líka sungið
inn á plötur og videóspólur,
en þykir ekki líkleg til að
slaga ncitt upp í bróður sinn.
Nú hefur hún skipt yfir í
tískubransann. Hún hefur
unnið að sérstökum stíl í
fötum fyrir ungt fólk undir
vörumerkinu „David
Laurenz for LaToya." Þetta
eru aðallega rúskins -föt eða
flíkur úr leðri, bæði
„toppar," síðbuxur, leður-
kjólar og pils.
Einkennandi fyrir þennan
tískufatnað er t.d. hvítt leð-
urpils, sem er smellt á hliöinni
og fnittisjakki með miklum
axlapúðum.
LaToya-tískan er að verða
mjög vinsæl og fást þessi föt
í fínum tískubúðum í New
York.
„Michael er alveg sérstak-
ur á sínu sviði, - en mig
langar til að vinna mig upp á
mínu sérsviði," sagði La-
Toya.