NT - 10.02.1985, Qupperneq 4
frá því að ís-
. lendingar fyrst hófu
landnám í Vestur-
heimi hefur bók-
hneigð og virðing fyrir
tungunni verið ein-
kenni þessa hóps inn-
flytjenda. Eðlilega
hefur íslenskunni
hnignað til muna á
þessum slóðum og
aldar nábýli við við-
talaða enskuna farin
að segjatilsín. ígegn-
um tíðina hefur þó
komið fram fjöldi
þokkalegra skálda og
þó nokkrir risar skáld-
skaparlistarinnar. Þar
er vitaskuld fremstur
í flokki Stephan G.
Stephansson. Aðrir
skáldrisar, ef til vill
ekki eins vel þekktir
hér heima, standa þó
uppúr meðalmennsk-
unni. Einn þeirra, og
sá er sennilega stend-
ur næstur Stephani
G., er Guttormur J.
Guttormsson.
Guttormur, eins og flestir
íslenskir samtíðarmenn hans
sem fæddir voru í Kanada,
lærði að tala á íslensku og lcit
á hana sem móðurmál sitt, þó
hann stigi ekki fæti á íslenska
mold fyrr en Alþingi og ríkis-
stjórn buðu honum hingað
heim sextugum. Segir það sína
sögu um rækt þá er landnema-
samfélagið lagði við málið að
hafá getið af sér slíkan mann
sem Guttorm.
Guttormur fæddist árið 1878
í afskekktri landnemabyggð
við íslendingafljót þar sem nú
heitir Riverton, Manitóba.
Foreldrar hans voru Jón Gutt-
ormsson Vigfússonar prests og
alþingismanns af austfjörðum
og kona hans Pálína Ketils-
dóttir, einnig ættuð að austan.
Jón og Pálína tluttust til Kan-
ada árið 1875 og dvöldust á
ýmsum stöðum fyrstu árin. Frá
Ontaríó fóru þau til Winnipeg
og síðan til Gimli, en hófu
síðan búskap og ruddu land á
jörð sinni. Víðivöllum, í Ri-
verton.
Æskustöðvar Guttorms
voru því landnemabyggðir ís-
lendinga í Manitóba. Fátækt,
bólusótt, skyrbjúgur og al-
mennur skortur á nauðsynjum
einkenndi þessa byggð og
ásamt magnþrungnum vetrar-
frostum og svermandi moskító-
flugnasumrum sogaði þetta
lífskraftinn úr blóði hins ís-
lenska samfélags. Fjölskylda
Guttorms galt sinn toll í þessu
mótlæti og um síðir brast heilsa
foreldra hans. Ferðalagið sem
lagt var uppí árið 1875 varð því
lengra en til stóð í fyrstu. Yfir
móðuna miklu fór Pálína að-
eins 35 ára gömul. Fimm árum
síðar fór Jón.
Óskólagenginn
menntamaður
Sextán ára varð Guttormur
því munaðarlaus, enn gelgju-
legur, hávaxinn en mjósleginn.
dökkhærður og gráeygður.
Malpoki sá sem hann hafði
með sér út í lífsbaráttuna var
ekki þungur, þrír mánuðir í.
gagnfræðaskóla og veikbyggð-
ur skrokkurinn. Meðslíktveg-
arnesti var ekki um annað að
ræða en vinna fyrir sér scm
verkamaður. Næstu árin
þvældist Guttormur um og
vann við þau störf sem til féllu,
byggingarvinnu, kornupp-
skeru, skógarhögg, sjó-
mennsku á Winnipegvatni og
ýmislegt fleira. Honum líkaði
þó aldrei borgarlífið og reyndi
sig um tíma við búskap þar
sem heitir Soal Lake, en varð
frá að hverfa sökum fátæktar.
Árið 1910 tókst honum að
öngla saman nægu fé til að
kaupa föðurleifð sína að Víði-
völlum og bjó þar alla tíð
síðan. Á búskaparárum sínum
að Soal Lake kvæntist Gutt-
orrnur Jensínu Daníelsdóttur
og átti með henni sex börn.
Þrátt fyrir stutta skóla-
göngu, hafði Guttormur góða
greind og tilfinningu fyrir mál-
inu. Trúlegt er að hann hafi
fengið þessa eiginleika í vöggu-
gjöf frá móður sinni sem var
skáldmælt bæði á íslensku og
ensku, en faðir hans var hins
vegar ekki mikill málamaður
og lærði aldrei ensku. Gutt-
ormur var víðlesinn með ólík-
indum og eftir að hann settist
að á Víðivöllum kom hann sér
upp bókasafni sem að gæðum
tekur fram mörgum almenn-
ingsbókasöfnum. Það sómir
sér nú vel sem sérstök deild í
íslenska bókasafninu við Man-
itóbaháskólann. Hver sá sem
skoðar þetta safn kemst fljót-
lega að lærdómi Guttorms.
Sjálfur sagði Guttormur ein-
hvern tímann í bréfi, að þó svo
að hann væri bókatesari frekar
en lærdómsmaður, hafi honum
tekist að víkka nokkuð sjón-
deildarhring sinn með hjálp
safnsins. l.esning Guttorms
spannar allt frá Hómer og
Milton til Guðmundar Finn-
bogasonar og Sigurðar Nordal,
frá Tennyson, Byron og Long-
fellow til frönsku „symbólist-
anna" sem hann hafði miklar
mætur á. Éinna mestar mætur
hafði Guttormur þó á enska
skáldinu William Blake. Af
þessum sundurleitu dæmum úr
bókasafni Guttorms má sjá að
löng skólaganga er ekki endi-
lega lykillinn að heimsbók-
menntunum. Ekki fer hjá því
að Guttormi hafi þótt einstaka
menntapostular rislágir á köfl-
um eins og sjá má af þessari
lausavísu hans sem hann kallar
Öfugmæli:
Guttormi J, Guttormssyni
Winnipeg Icelander
Ég fór o’n í Mainstreet með fimm dala cheque
og forty-eight riffil mér kaupti
og ride út í country með farmara fékk,
svo fresh út í brushinn ég hlaupti.
En þá sá eg moose, útí marshi það lá,
o my, - eina sticku ég brjótti!
Pá fór það á gallop, not good anyhow,
var gone, þegar loksins ég skjótti.
nú vinna ungir Vestur-Islend-
ingar við að þýða þau yfir á
ensku.
Leikrit Guttorms eru þrung-
in líkingum og hefur hann
verið flokkaður af fræðimönn-
um sem „expressionisti". Gutt-
ormi þótti sú lýsing á sér sem
leikritaskáldi ekki fjarri lagi,
en ekki mun hann þó hafa
þekkt þessa stefnu þegar hann
byrjaði að skrifa leikrit. Róm-
antík var dálæti hans og þær
kenndir allar sem ekki er auð-
velt að gera skil með orðum.
Með líkingum er hins vegar
hægt að kafa undir yfirborðið
og tjá þá hluti sem útundan
verða í raunsæislýsingum. Það
er ekki síst vegna þessa hversu
erfitt hefur verið að sviðsetja
leikrit Guttorms.
Við tókum til Winnipeg trainið - a fly.
Nick treataði always so kindly.
Hann lofaði mér rjúpuna að bera upp í bæ.
Ég borgaði fyrir það, mind ye.
Svo dressaði Nick hana í dinnerinn sinn
og duglega upp hana stoppti,
bauð Dana McMillan í dinnerinn inn
„Ég drepti’ ana“, sagði ’ann, „á lofti“.
Landnemar
og indjánar
Segja má að það þema sem
gengur eins og rauður þráður í
gegnum skáldskap Guttorms
sé hlutskipti hins íslenska land-
nema í Kanada. Þó svo að nafn
fyrstu Ijóðabókar Guttorms,
Jón austfirðingur, gefi til
kynna að hún fjalli um föður
hans, má segja að hún eigi best
við alla þá Jóna sem deildu
ástum ogörlögum í landnema-
byggðum Manitóba. Hámarki
nær þetta þema í einu albesta
kvæði Guttorms, Sandy Bar,
en það fjallar um hughrif
■ Guttormur á hcimili sínu
Betra er að vera' af guði ger
greindur bóndastauli,
heldur en vera. hvar sem er,
„hámenntaður" auli.
V estur-íslenskt
leikritaskáld
Það stendur ekki til í grein-
arstúf þessum að þykjast ætla
að gera skáldskap Guttorms
nein viðhlítandi skil, en ein-
ungis tína til nokkur þau atriði
sem mér þykja hvað markverð-
ust. Meðal íslenskra skálda í
Vesturheimi hefur Guttormur
nokkra sérstöðu því auk ljóða
fékkst hann við leikritagerð.
Ekki er mér kunnugt um að
aðrir íslendingar í Kanada hafi
fengist við leikritaskrif á ís-
lensku og sá þáttur skáldskap-
arlistarinnar hefur verið þar
talsvert útundan. Þetta sést
meðal annars á leikritum
Guttorms. því hann hefur ekki
mikið velt vöngum yfir þeirn
tæknilegu vandamálum sem
fylgja sviðsetningu. Er þar ef
til vill komin skýring á því að
ekki hafa mörg leikrita hans
verið sett á svið, hvorki hér á
íslandi né í Kanada. Eitthvað
virðist áhugi manna á þessum
leikritum þó vera að aukast,
að minnsta kosti í Kanada, en
skáldsins þegar það stendur á
þessum söguríka stað. Við
Sandy Bar á bökkum Winnip-
egvatns getur að líta grafreit.
eða öllu heldur fjöldagrafir,
þeirra landnema sem hrundu
niður í harðæri við upphaf
íslendingabyggðarinnar þar.
Steinhjarta þarf sá maður að
hafa sem á góðri stundu brynn-
ir ekki músurn við lestur Sandy
Bar:
Þar um espihól og lautir,
fann égenda brenndar brautir.
Beðið hafði dauðinn þar.
Þegar elding loftið lýsti
leiði margt ég sá, er hýsti
landnámsmanns og
landnámskonu
lík - í jörð á Sandy Bar,
menn, sem lífið launað engu
létu fyrr á Sandy Bar.
Örðugleikarnir riðu ekki við
einteyming hjá landnemunum
í Nýja íslandi. Landshættir
allir voru gjörólíkir því sem
þeir áttu að venjast á íslandi
og það tók talsverðan tíma að
aðlagast breyttum aðstæðum.
Indjánar sem bjuggu í ná-
grenni við íslendingabyggðirn-
ar reyndust íslendingum sér-
staklega vel og kenndu þeim
ýmis ráð til þess að fást við
grimm náttúruöflin. Má þar til
dæmis nefna fiskveiðar á vetr-
um þegar ís lá yfir öllu vatninu.
Talsverður samgangur var á
milli þessara þjóða og voru
þess mörg dæmi að indjánar
töluðu íslensku, en íslenska
varð fljótt rnikið töluð af fiski-
mönnum. Dóttursonur Gutt-
orms hefur sagt mér að afa
sínum hafi verið einkar hlýtt til
indjána og nefndi sem dæmi
vináttu Guttorms og Ramsey
indjánahöfðingja. Allt þar til
Guttormur féll frá sjálfur, hirti
hann af stakri kostgæfni um
leiði Ramseys líkt og um náinn
ættingja hefði verið að ræða.
Það er því ef til vill ekki furða
þó Guttormi hafi runnið til
rifja sú niðurlæging sem þess-
ar innfæddu þjóðir urðu að
þola í kjölfar útbreiðslu vest-
urlandamenningarinnar. Af
þunglyndi yrkir hann um
harmleik indjána í Ijóði sínu
Indjána hátíðin,
land, sem þeir ei lengur eiga,
land, sem rændir voru þeir,
land, sem þeir með leyfi ganga
líta' en ekki hóti meir.
Gaman
og alvara
Það er þó varla hægt að tala
um kveðskap Guttorms án
þess að minnast á-kímni hans,
því oft eru kvæði hans og
lausavísur meinfyndnar. Trú-
lega er eitt þekktasta kvæði
Guttorms af þessu tagi Winn-
ipeg Icelander. Þar segir frá
ferð Vestur íslendinga á skytt-
erí og eins og oft vill verða fer
meira fyrir sögunni en veiðun-
um sjálfum. Undirtónninn í
kvæðinu er þó talsvert alvar-
legur og á í rauninni erindi til
okkar Islendinga í dag. Gutt-
ormur hefur áhyggjur af hnign-
un íslenskunnar og hæðist að
löndum sínum þar vestra sem
tala mjög enskuskotið mál.
Þetta angrar skáldið og hann
gerir sér grein fyrir því að
íslenska málsamfélagið er á
undanhaldi í Vesturheimi og
verður varla bjargað nema
með meðvituðu átaki.
Á tímum stóraukinna ferða-
lagá, fjölmiðla og fjarskipta-
tækni, sem brúað hefur bilið
milli heimsálfa, hlýtur sú
spurning að vakna hvort sömu
örlög bíða ekki málsamfélagi
240 þúsund manna á íslandi?
Ég get ekki annað en velt því
fyrir mér hver afstaða Gutt-
orms hefði verið til frjálsrar
fjölmiðlunar.
B.G.