NT


NT - 10.02.1985, Side 5

NT - 10.02.1985, Side 5
Sunnudagur 10. lebrúar 1985 5 Á haugana eda ttl Hollands VERÐMÆTUR MOKKAFATNAÐUR Á VERKSMIÐJUSÖLU Hinn vandaði mokkafatnaður frá Akureyri: JAKKAR, KÁPUR, FRAKKAR OG MOKKALÚFFUR, HÚFUR OG SKÓR Á BÖRN OG FULLORÐNA fœst á verksmiðjusölunni 7. - 16. febráar. Einstakt tœkifœri til að eignast ekta mokkaflík á svo lágu verði. Strœtisvagnaferðir frá Hlemmtorgi: Leið 10 f"3| _________frá Lœkjargötu: Leið 15_ Es^ ~ +VERKSMBJUSALA* SAMBANDSVERKSMIÐJANNA A AKUREYRI Húsgagnahöllinni, Bíldshöfða ■ Ingvar Svavarsson, einn af starfsmönnum Hringrásar. Það má svo ' sannarlega tala um pappírsflóð lijá fyrirtækinu. Vtfíutningurinn nemur þúsundum tonna á ári. ■ Pappír er efni sem við erum með í höndunum daglega. Eins og aliir vita er pappír unninn úr trjáviði og það verður að segjast eins og er að efni þetta er ekki í miklum metum hjá okkur svona dagsdaglega. Þegar pappírinn hefur verið notaður einu sinni liggur leið hans oftast í rusla- körfuna. Honum er hent í tunnuna eins og hverjum örðum óþrifnaði. Smám saman hafa mcnn þó verið að gera sér betur og betur grein fyrir því hvernig við erum stöðugt að sóa auðæfum jarðarinnar. Menn hafa far- ið í auknum mæli að velta fyrir sér hvernig snúa megi þessari þróun við eða að minnsta kosti að sporna við henni. Endurvinnsla á pappír er gott dæmi um þessa viðleitni. Væntanlega eru það ekki eingöngu náttúru- verndarsjónarmið sem hér hafa ráðið ferðinni heldur einnig það að pappír kostar peninga og með því að nota hann aftur og aftur nýtast þessir fjármunir betur en ella. Síðastliðið sumar var stofnað fyrir- tæki hér á landi, sem bern nafnið Hringrás h/f, í þeini tilgangi að safna saman úrgangs pappír til endur- vinnslu. Að vísu mun pappírsnotkun okkar eyjaskeggja ekki vera það mikil að framleiðsla á pappír borgi sig hér á landi og því hafa þeir hringrásar- menn tekið það til bragðs að senda pappírinn til Hollands og selja hann þar. Við Helgarblaðsmenn buðum okk- ur í örstutta heimsókn til höfuðstöðva Hringrásar við Borgartún í Reykjavík til að fylgjast með þessum sérstaka útflutningi. Hringrás mun vera dótturfyrirtæki Sindra-stáls h/f seiti einnig flytur út brotajárn. Ingvar Svavarsson starfs- maður Hringrsar sagði okkur að pappírssöfnunin hefði smám sanian verið að aukast og nú væru sendir utan 20 tonna gánrar í hverri viku. Eimskipaféíagið flytur pappírinn til Hollands þar sem fer fram endur- vinnsla á pappír í stórri verksmiðju og síðan kaupum við hann aftur og þannig heldur hringrásin áfram. „Mörg fyrirtæki senda okkur pappír og spara þannig bæði geymslupláss og langar ferðir upp á öskuhauga. Við erurn líka komnir nteð stóran bíl senr fer um höfuðborgarsvæðiö og safnar pappír. í Borgartúni er pappírinn ■ Áður en pappírinn er pressaður í böggla verður að flokka hann. Hér er álitleg stæða af pappakössum sem bíður þess að komast inn í hringrásina. síðan flokkaður og hann bundinn í bagga. Fyrirtækið hefur fest kaup á ntikilli pressu sem með ógnarkrafti pressar efnið saman þannig að lítið fari fyrir því og böggunum er því næst raðað í stóra gánia sem keyrðir eru beint um borð í flutningaskipið." Ingvar sagði að þetta væri aðeins lítið brot af þeim úrgangspappír sem til félli á íslandi. „Við höfum ennekki komist til að hirða nema lítinn hluta af þessu og þá fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu. Mörg fyrirtæki liafa komið sér upp litlum pressum þar sem kassar og annar pappir er pressaður og hann bundinn. Petta sparar oft mikið húsrými. Síðan er þetta sent til okkar eða þá að við komum og látum bílinn okkar taka baggana. Við getum þó ekki tekið annað en pappír og því verður til dæmis að hreinsa burtu allt plast úr pappírnum áður en hann er pressað- ur.” Hér er urn töluvert magn að ræða eins og áöur segir, eða um eittþúsnd tonn á þessu fyrsta ári framleiðslunn- ar. Það má því fara að bæta pappír á skrána yfir útflutning frá íslandi. JÁÞ.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.