NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 10.02.1985, Qupperneq 14

NT - 10.02.1985, Qupperneq 14
w Sunnudagur 10. febrúar 1985 14 ■ Jean Paul Belmondo í mynd Godard, A Bout de Souffle. Þessa mynd gat að líta hér á síðasta ári í engilsaxneskri útgáfu, Breathless, þar sem Richard Gere lék aðalhlutverkið. 1 ■ „Glæpir borga sig ekki.“ stendur einhvers staðar skrifað og flest getum við verið sam- mála um að slík athæfi eru andstæð samvisku okkar. A einum stað má þó fremja og framleiða glæpi með góðri samvisku og hagnast af, það er í kvikmyndum. Allt síðan árið 1912 hafa glæpir og glæpastarf- semi verið viðfangsefni kvik- myndaframleiðenda í Holly- wood. D.W. Griffith reið á vaðið með mynd sinni Muske- teers of Pig Álley þetta sama ár, þar sem hann tók fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Bannárin Umfang glæpastarfsemi tók á sig nýja mynd þegar áfengis- bann gekk í gildi í Bandaríkj- unum árið 1919. Bannárin ólu af sér auðæfi fyrir bruggara og gerðu Mafíuna að stórveldi. Hver almennur borgari varð lögbrjótur þegar hann fékk sér í glas, og alls staðar í Banda- ríkjunum. sérstaklega í Chic- ago varð ólögleg áfengisbrugg- un og sala, öflug og arðvænleg iðja. í þessum bransa giltu engar silkihansakaðferðir. og skærur milli bófaflokka inn- byrðis og við lögreglu voru blásnar upp í dagblöðum og útvarpi. Glæpamennirnir voru umvafðir einhvers konar ljóma. þeir voru Hróa Hettir síns tíma, og kreppan gerði það að verkum að glæpir urðu næstum viðurkennd leið til að verjast áföllum og afleiðingum efnahagsstjórnunarinnar. Hollywood byrjaði fljótlega að yfirfæra glæpastarfsemina yfir á hvíta tjaldið. fáar þessara þöglu mynda ristu djúpt og sjaldan var reynt að grafast fyrir um orsakavalda þessarar starfsemi. Þó voru til undan- tekningar. Árið 1927 gerði leikstjórinn Joseph von Stern- berg mynd sem hét Under- world, er innihélt mörg mikil- væg atriði er áttu ■ eftir að einkenna glæpamyndir næstu áratugina. í anda expression- isma byggði Sternberg á mót- Atburðir úr samtímanum urðu kveikjan að söguþráðum og þrjár þekktustu myndir þessa tímabils, Litfle Cesar (1930), Public Enemy (1931) og Scarface (1932) skírskotuðu beint till aðalkrimmanna í raunveruleikanum, A1 Capone og Hymie Weiss. Atvik eins og þegar Capone lét taka af lífi nokkra aðra keppinauta í sprúttbransanum 14. febrúar 1929, sá fyrir viðeigandi há- punktum í myndum fyrr og síðar er fjölluðu um skærur milli bófaflokka. Þessar þrjár áðurnefndu myndir drógu allar upp mynd af glæponum sem byrja smátt og stefna á toppinn, markmið þeirra eru völd í gegnum auð og þeir eru með pólitíkusana í vasanum. Þessir gæjar eru jafnsamvisku- lausir og þeir eru miskunnar- lausir, drepa alla sem standa í vegi fyrir þeirn og bera enga virðingu fyrir konum. nema kannski ítalskri ömmu sinni. Þeir brosa sjaldan. en þó breið- ast þegar þeir dæla blýi í keppi- nautana. og það er gefið í skyn að þeir séu kynhverfir eða beri aðeins hug og fýsnir til systur sinnar. Njjar leikreglur Mynd Howards Hawks, Scarface, varsú síðasta í flokki þessara mynda, því nú var almenningsálitið og siðapost- ular farnir að gagnrýna fordæmin sem voru gefin í þessum myndum, þannig að glæponar umvafðir víni, víf og völdum áttu ekki lengur uppá pallborðið. Þennan siðferði- lega þrýsting má rekja til ársins 1930, þegar samtök kvik- myndaframleiðenda og dreif- ingaraðila í Bandaríkjunum. í samvinnu við stjórnvöld, komu á löggjöf þar sem útlist- að var. hvað mætti og hvað mætti ekki sýna eða vísa til í kvikmyndum. Tilurð þessarar löggjafar var vaxandi óánægja almennings og fjölmiðla með starfsemi og framleiðslu Hollywood-kvikmyndafélag- ■ Eitt af því sem jók vinsældir glæpamynda var að helstu leikarar þeirra, James Cagney, Humphrey Bogart og fl. höfðu hæfileika og framkomu sem féll fullkomlega inn í þessa tegund mynda. Edward G. Robinson var einn slíkur, hér ér hann í Litle Ceasar. sögnum ljóss og skugga í leik- myndinni til að draga fram sálarástand gangsteranna, þeir voru umvafðir myrkri og skuggum sem undirstrikaði gerðir þeirra, myrkraverkin, og Sternberg beitti nærmynda- tökum af andlitum sem tjáðu meir en orð gátu sagt, m.ö.o. það mátti þekkja glæpamenn- ina af svipnum. Boðskapur myndarinnar var einfaldur, glæpir borga sig ekki. Capone og co. Tilkoma hljóðsins breytti miklu. nú var hægt að spila meir upp á axjón með viðeig- andi skothvellum og hjól- barðaískri. og handritshöfund- ar krydduðu málfarið, glæpon- ar töluðu ekki eins og fólk flest, þeir notuðu fá orð og sterk. og skófu ekki utan af hlutunum með slanguryrðum. Kvikmyndagerðarmenn byrj- uðu að velja sögusviðinu raun- sæja umgjörð stórborgarinnar. regnblautum og illa upplýstum eða mánaskinsböðuðum göt- um ásamt skuggalegum vöru- skemmum, bryggjum og bill- jardstofum var teflt fram gegn glæstum næturklúbbum og lúx- usíbúðum í þessari tegund mynda. anna, sem gripu til þessa úr- ræðis til að vernda hagsmuni sína. Þetta nýja siðfræðimat, ásamt þeim pólitísku stefnu- breytingum sem urðu í krepp- unni, varð þess valdandi að nýtt yfirbragð kom á glæpa-, myndina. Nú voru krimmarnir ekki lengur sjálfskapaðir, þeir voru afurð mistaka þjóðfélags- ins og áhersla var lögð á að sýna þau áhrif sem skugga- hverfi og samfélagsóréttlæti höfðu á mótun þessara manna. Þetta var þemað í myndum á borð við I am a Fugitive from á Chain Gang (1932), Angels with Dirty Faces (1938) og They made me a Criminal, sem Busby Berkeley leikstýrði árið 1939. Á árum seinni heimsstyrj- aldarinnar höfðu glæpa- mennirnir í Hollywood ekki tíma til að drepa hver annan eða löggur, þeir tóku höndum saman við óvini sína og það voru nóg verkefni fyrir þá í öðrum myndunt að eltast við japanska og þýska njósnara og koma þeim fyrir bí. Film noir í lok heimsstyrjaldarinnar tóku glæpamyndirnar nýja

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.