NT - 10.02.1985, Blaðsíða 21
Sunnudagur 10. febrúar 1985 21
Þegar biskupinn
gelti kirkjuprestinn
■ Frá því að hafa í síðsta
Sögukorni heilsað upp á sauða-
þjófa á Hólsfjöllum og
Möðrudalsöræfum drepum við
nú niður í Skálholti. þar sem
áður var nokkurskonar höfuð-
staður iandsins og úr ótal sög-
um að moða. Á siðaskiptaöld
urðu þar miklar róstur þegar
umboðsmaður Dana var dysj-
aður í Söðulhól fyrir yfirgang
og Jón Arason sótti að Orr-
ustuhól við kirkjugarðshornið.
En lægra fer að þegar fyrsti
lúterski biskupinn settist í stól
lét hann gelda kirkjuprestinn í
Skálholti fyrir sakir sem raktar
verða hér á eftir.
Gissur Einarsson var þá
biskup og hafði leitað sér kvon-
fangs til systur Odds Gott-
skálkssonar, Guðrúnar. Segir
Jón Halldórsson í Biskupasög-
um sínum að Gissur hafi nú
keypt konuna og siglt síðan
utan vegna ótilgreindra erinda.
Á meðan setti hann Eystein
Pórðarson kirkjuprest ogoffic-
ialis yfir staðinn ásamt móður
sinni, Gunnhildi. Gúðrún hef-
ur einnig verið komin á staðinn
því nú dugði ekki minna en
það að Eysteinn lá með báðum
þessum kvenmönnunr um vet-
urinn.
Þegar Gissur kom að utan
var hans heitelskaða þunguð
og ól þríbura um sumarið.
Hefur Gissuri þótt eitthvað til
konunnar koma því hann hugð-
ist taka hana í sátt og er haft
eftir honum; „Það var hlaup
og það var hoffmannshlaup; ég
skyldi taka Gunnu mína í sætt
aptur'".
En hún „Gunna mín“, sneri
við biskupi bakinu og segir Jón
svo frá „en hún vildi aldrei; fór
hún hingað og þangað, því hún
vildi ekki heldur aðhyllast
hann bróður sinn, var hún
þversinnuð kona..."
Hvað af þríburunum varð
getur Jón í engu og er þá næst
að rekja sögu síra Eysteins
sem fékk að kenna á réttlátri
reiði kennimanna aðeins fáum
dögum eftir að biskup kom að
utan. Var hann skemmdur,
eins og það er orðað í heimild
okkar, undir borðum í „stóru-
stofunni í Skálholti". Voru að
því verki bræður Gissur, Þor-
lákur, síra Jón og Halldór sem
síðar vígðist til prests. „varðist
prestur vel og lengi við borðið,
þar til hann fékk taparhögg í
höfuðið; hafði hann síra Ey-
steinn uppi á sér höggsleddu,
stökk þá um síðirfram á gólfið,
og þar fékk liann skemmdirnar
mestar, þar til hann var sem
dauður og féll, gengu þeir þá
frá honum". Þannig lýsir Jón
Halldórsson þessarri hrotta-
legu aðgerð hinnar geistlegu
stéttar.
En Eysteinn var svo hafður
til Laugaráss og greri þar sára
sinna. Erþað skondin tilviljun
að þessi saga er talin fyrsta
ritaða heimildin sem til er um
að byggð hafi verið á þeirri
jörð.
Jón Halldórsson klykkir út í
sögu sinni á bráðskemmtilegan
hátt. Hann segir að biskup hafi
nú aldrei tekið Eystein í sátt en
„þó komst hann seinna til
prestastéttar, og giptist vestra;
ekki átli hann börn við konu
sinni, erfðu hann bræður hans“.
Þessi síðasta málsgrein er eins
og til þess að færa endanlegar
sönnur á að verknaður bisk-
upsbræðra hafi nú heppnast
fullkomlega. Það að bræður
Eysteins skyldu erfa hann gef-
ur svo vísbendingu um að eitt-
hvað hafi nú lítið orðið af
þríburum þeirra Gunnhildar.
-b
Lausn á síðustu
krossgátu
43 tf A
H E P V i
F E L L
* . . fí T L 0 T
r \ S kH
s R fí K flj
M fl L
R 'fl1 K> F
h\ G fi r P R
E N p fí ,u N fí
F 1 L M fl K r Ft
M U N M L K R R
R I T 1 L ft n M
V E. T T 7r fí
Þ E L 1 |s M f\ T?i
é!
N S K o K K l o
Æ V t K ■R 0 N R
E G o N N S
I G fi N P K T
r i *> ■ E fi & tsl 4 E
N I F X 7? £ U I
fí M F z R Ð l s N
h? fí K 0 L Pl
i V fí K R fí F T fi R ’s
u N t r r fí 4 /E u
P •H R 1 F t N R
R H /E R R 6 N D r
M £ y J U Ú N S U u
[I L L l N V I N |m R
M Á Yalta ráðstefnunni var það valdamvnstur sem heimurinn býr við í dag ákveðið í veigamiklum atriðum.
Yalta ráðstefnan
- Belgía frjáls!
■ Þann 4. febrúar voru 40 ár
liðin frá því er Y aita ráðstefnan
hófst suður á Krímskaga með
þátttöku þeirra Roosevelt,
Stalins og Churchill. Stóð hún
til 11. febrúar. Á ráðstefnunni
tókst Stalin að koma á ýmsum
tilslökunum Rússuin til handa,
svo sem að þeir hlvtu aukin
landsvæði langt í austri gegn
heiti um að segja Japönum
stríð á hendur, tveimur mán-
uðum eftir að Þjóðverjar
hefðu verið yiirunnir. Þá er
ákveðið að Þjóðverjum verði
gert að greiða háar stríðs-
skaðabætur. Eftir uppgjöfina
á að skipta Þýskalandi í fjögur
hernámssvæði. Samþykkt að
útlagastjórnir Pólverja og Júgó-
slava fylgist með framgangi
mála.
Þennan sama dag cr Belgía
frelsuð að fullu og síðustu
þýsku flokkarnir reknir út úr
Þýskalandi.
Stórtíðindi á austurvíg-
stöðvunum þegar skriödrckar
Konevs taka að aka á flotbrúm
yfir Oder. Þann ó. febrúar cr
meginhluti liðsins kominn yfir
ána og hcfur sest um Breslau.
Hundruð þúsunda skelkaðra
Þjóðverja flýja í vesturátt og
stefna flestir til hinnar „ör-
uggu" borgar, Dresden.
Þann 7. gerir breski flugher-
inn næturárásir á þýskt lið í
Kleve og Goch. Daginn eftir
sækja Kanadamenn inn í
Reichswald suðaustan við Nij-
megcn.
Tímamótaviðburður á vest-
urvígstöðvunum þann 9. febrú-
ar þegar kanadískt og breskt
lið kemur að Rín. 3. her
Bandaríkjamanna fer yfir ána
Prum.
Halifax-vélar varpa sprengj-
um á olíustöðva.r í Rulir
(Wannc-Eickcl) og B-17 vélar
varpa sprengjum á olíustöðvar
í Lutzkendorf.
Nú eru sem flcst ríki hvött
til þátttöku í styrjöldinni og
margir hlýða kallinu. Þann 9.
segja Ekvador og Paraguay
Þjöðverjum og Japönum stríð
á hendur.
Hinn 10. tekur Rokossovsky
Elbing og prússnesku Eylau.
Þjóðvcrjar opna gáttir stífl-
unnar Schwammeldauel Dam
í Roer fljóti, til þess að stöðva
framsókn Bandaríkjamanna.
M Þjóðverjar töpuðu nú Belgíu í hendur bandamanna. í Belgíu voru margir skotpallar V-2 flauganna staðsettir, svo sem þessi hér
á myndinni.