NT - 12.02.1985, Page 14
Utvarp kl. 21.05:
Bein lýsing
Sjónvarp kl.
19.25
Pésií
geimferða-
ævintýrum
■ Nú er komið að næstsíð-
asta þættinum af „Sú kemur
tíð“ en þeir eru í ailt þrettán
talsins. Þetta er franskur
teiknimyndaflokkur sem hefur
áunnið sér miklar vinsældir hjá
mörgurn aldursflokkum áhorf-
enda. Það er Guðni Kolbeins-
son sem er þýðandi og sögu-
maður og bregður hann sér í
„allra kvikinda líki", en hann
les - eða leikur - allar persón-
urnar, nema vinstúlku Pésa,
en hennarorð eru sögð af Lilju
Bergsteinsdóttur
Þriðjudagur 12. febrúar 1985 14
Dularfullar rafmagns-
truflanir í Landinu
■ Útvarpið mun lýsa beint
seinni hálfleik í landsleik ís-
lendinga og Júgóslava í hand-
knattleik sem fram fer í kvöld.
Lýsingin hefst kl. 21.05.
f íslenska landsliöinu verða
flestir sterkustu leikmennirnir
sem leika með erlendum
liðum. Má þar til dæmis nefna
Bjarna Guðmundsson og Atla
Hilmarsson sem ekki gátu tek-
ið þátt í „Tourno' de France"
um mánaðamótin.
Júgóslavar eru Ólympíu-
meistarar í íþróttinni og gífur-
lega sterkir og því ábyggilegt
að leikurinn veröur spcnnandi.
íslenska liðið náði jafntefli
gegn þcim á ÓL í sumar og var
það eina stigið sem Júgóslavar
töpuðu þar.
Liðin leika þrjá leiki á þrem-
ur dögum. í dag, miðvikudag
og fimmtudag.
■ Á myndinni hér til hliðar
sést Siguröur Gunnarsson
skora gegn Svíuin fyrr í vetur.
Þorbjörn Jensson, fvrirliði ís-
lenska iandsliösins einblínir á
markið. Sigurður mun leika
alla landsleikina að þessu
sinni.
„Vindverkfræði“ skiptir
Islendinga miklu máli
Margir sjónvarpsáhorf-
endur vilja aldrei missa af
þættinum „Nýjasta tækni og
vísindi", því að margt nýstár-
legt og forvitnilegt kemur fram
1 í hvcrjum þætti. Nú í kvöld kl.
20.40 er á dagskrá slíkur þáttur
í umsjón Sigurðar H. Riehter.
Okkur lék forvitni á aö heyra
eitthvaö um efni þáttarins og
báðum því Sigurð að segja
okkur hvað helst yröi á dagskrá
í kvöld. Siguröur sagði:
„í þessum þætti cru 10
myndir. Þær eru bándarískar,
breskar og svo frá einstöku
öðru landi. Af bandarísku
myndunum vildi ég nefna helst
mynd um svokallaða „vind-
verkfræði". Það er sú grein
verkfræði sem fjallar einkum
um hvernig eigi að hanna
mannvirki þannig að gagn-
kvæm áhrif milli vinds og
mannvirkja veröi sern minnst.
Þetta er hlutur, sem er íhugun-
arverður fyrir pkkur íslcnd-
inga, þar sem miklu skiptir
fyrir okkur aö hanna byggingar
þannig að vcðurálag á þær
verði sem minnst og storm-
sveipir umhverfis þær verði
scm minnstir.
Önnur bandarísk mynd segir
frá gervihnettinum ÍRAS, sem
er n.k. svífandi stjörnukíkir á
braut um jörðu, og hann fylgist
með því sem er að gerast í'
himingeimnum og tekur á móti
ýmsum bylgjum sem ekki
myndu komast í gegnum and-
rúmsloftið, en hnötturinn
sendir upplýsingar til jarðar.
Af bresku myndunum má
kannski nefna rannsóknir á
stormsveipum og hvirfilbyljum
Sem dæmi má nefna, að í
kjölfar, eða í vængfari stórra
t'lugvéla geta myndast öflugir
stormsveipir, sem verða lengi
á ferð í loftinu og geta kannski
seinna reynst minni flugvélum
varasamir eða jafnvcl hættu-
legir.
Mynd er þarna frá Astralíu,
sem fjallar um úrkomu. Hve
mikill hluti hennar guti upp og
hver hluti sameinist grunn-
vatninu og sýnt verður frá neö-
anjarðarrannsóknastofu vís-
indamanna sem fást viö þessar
athuganir.
Ný bresk mynd fjallar um
nýja gerð öryggisgiers í bíla.
Þá er mynd um „hjartadæl-
ur", eða gervihjörtu. En það
eru dælur, scm tengdar eru við
æðakerfið til þess að aðstoða
alvarlega gölluð hjörtu. Þetta
telja margir öllu vænlegri val-
kost en þessar hjartaígræðslur,
sem hafa gcngið misjafnlega.
Fja"að verður um þá
grem verkfræði í
Nýjssta tækni og
vísindi í kvöld
Þá má nefna breska mynd
um litla jeiðsögutölvu fyrir
flugmenn lítilla flugvéla. Þetta
er einfölduð eftirlíking af hin-
um stóru, fullkomnu tölvum,
sem eru í stóru farþegaþotun-
um.
Þetta er nú það helsta, sem
verður á dagskrá í þættinum
„Nýjasta tækni og vísindi" í
kvöld," sagði Sigurður H. Ric-
hter að lokum.
■ Hér virðist Pési vera í vandræðum við stjórnvöld geimskipsins, en vonandi kemur Fróði
vélmenni honuni til aðstoðar eins svo og oft áður.
■ Viöar Eggertsson.
■ Emil Gunnar Guðmunds-
son.
sprungna skál, járnstöng og
tvær spýtur í kross. Krakkarnir
földu dýrgripina uppi á háa-
lofti, þar sem þau ætluðu að
geyma þá þar til þau hefðu
fundið góðan felustað í liúsinu
sem fjölskyldan var að flytja í
daginn eftir. Nokkru seinna
þegar Róland ætlaði að sækja
gripina í gamla húsiö, sem nú
stóð autt, hitti hann þar raf-
virkja, sem sagðist hafa verið
kallaður út vegna mikilla raf-
magnstruflana í hverfinu.
Hann hafði rakið truflanirnar
til auða hússins, en hann hefði
ekki getað fundið neitt óeðli-
legt. Á meðan Róland var að
búa um gripina uppi á loftinu,
fór að gneista og braka allt í
kringum hann og þegar hann
sá tvo skugga á veggnum varð
hann óttasleginn og hraðaði
sér heim, þar sem hann faldi
gripina í bílskúrnum.
Um kvöldið gat fjölskyldan
ekki horft á sjónvarpið vegna
mikjlla rafmagnstruflana og
þegar bíllinn þeirra fór allt í
einu í gang úti í mannlausum
bílskúrnum varð krökkunum
ekki um sel.
Leikendur í fimmta þætti
eru: Viðar Eggertsson, Emil
Gunnar Guðmundsson, Kjart-
an Bjargmundsson, Kristján
Franklín Magnús, Sólveig
Pálsdóttir, Guðný J. Helga-
dóttir og Jón Hjartarson.
Tæknimenn eru: Áslaug
Sturlaugsdóttir og Vigfús Ing-
varsson.
■ Þáttur framhaldsleikritsins
„Landið gullna Elidor" sem
fluttur er í útvarpi kl. 20.00 í
kvöld nefnist „Einhyrningur".
Leikritið er eftir Alan Garner
í útvarpsleikgerð Maj Samze-
lius. Þýðandi er Sverrir Hólm-
arsson, tónlist samdi Lárus
Grímsson og leikstjóri er
Hallmar Sigurðsson.
í síðasta þætti tókst Róland,
Nikka, Davíð og Helenu að
komast heilu og höldnu heim
með dýrgripina frá Elidor, sem
nú höfðu breyst í stein.
■ Sigurður H. Richter.
NT-mynd: Róbert.
Sjónvarp kl. 20.40:
gullna Elidor
Þriðjudagur
12. febrúar
07.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A
virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55
Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdi-
mars Gunnarssonar frá kvöldinu
áður
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður-
fregnir Morgunorð Svandís Pét-
ursdóttir talar.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna:
„Perla“ eftir Sigrúnu Björgvins-
dóttur Ragnheiöur Steindórsdóttir
les (7).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.)
10.45 „Ljáðu mér eyra“ Málmfriður
Sigurðardóttir á Jaðri sér um
þáttinn. (RÚVAK)
11.15 Við Pollinn Umsjón: Gestur E.
Jónsson (RÚVAK)
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.20 Barnagaman Umsjón: Sólveig
Pálsdóttir
13.30 Islensk dægurlög fra árinu
1982
14.00 „Blessuð skepnan" eftir
James Herriot Bryndís Viglunds-
dóttir les þýðingu sína (4).
14.30 Miðdegistónleikar Blokkflautu-
konsert í F-dúr eftir Giuseppe
Sammartim. Michala Petri og St.
Martin-in-the-Fields hljómsveitin
leika; lona Brown stj.
14.45 Upptaktur Guðmundur Bene-
diktsson
15.30 Tilkynningar. Tónleikar
16.00 Síðdegistónleikar Sinfónía nr.
5 op. 47 eftir Dmitri Sjostakovitsj.
Fjladelf íu-hljómsveitin leikur;
Eugene Ormandy stj.
17.10 Síðdegisútvarp 18.00 Fréttir
á ensku. Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar
19.50 Daglegt mál Sigurður G. Tóm-
asson flytur þáttinn.
20.00 Barna- og unglingaleikrit:
„Landið gullna Elidor" eftir Alan
Garner 5. þáttur: Einhyrningur.
Útvarpsleikgerð: Maj Samzelius.
Þýðandi: Sverrir Hólmarsson.
Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson.
Tónlist: Lárus Grímsson. Leikend-
ur: Viðar Eggertsson, Emil Gunnar
Guðmundsson, Kjartan Bjarg-
mundsson, Kristján Franklín
Magnús, Sólveig Pálsdóttir, Guðný
J. Helgadóttir og Jón Hjartarson.
20.30 „Bangsi og Búlla á góðu
skipi“ (síðari þáttur). Ferðaþáttur
með varðskipi siöastliðið sumar í
umsjá Höskuldar Skagfjörð. Lesari
ásamt honum: Guðrun Þór.
21:05 Landsleikur í handknattleik
Bein lýsing frá Laugardalshöll.
Ragnar Örn Pétursson lýsir síðari
hálfleik í leik Islendinga og Júgó-
slava.
21.30 Útvarpssagan: „Morgun-
verður meistaranna" eftir Kurt
Vonnegut Þýðinguna gerði Birgir
Svan Simonarson. Gísli Rúnar
Jónsson flytur (14).
22.00 Lestur Passíusálma (8)
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Kvöldtónleikar „Italía i tibrá
titrar" Kynnir: Knútur R. Magnús-
son.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Þriðjudagur
12.febrúar
10:00-12:00 Morgunþáttur
Stjórnandi: Páll Þorsteinsson.
14:00-15:00 Út um hvippinn og
hvappinn Sjtórnandi: Inger Anna
Aikman.
15:00-16:00 Með sínu iagi Lög leikin
af íslenskum hljómplötum. Stjórn-
andi: Svavar Gests.
16:00-17:00 Þjóðlagaþáttur Stjórn-
andi: Kristján Sigurjónsson.
17:00-18:00 Frístund Unglingaþátt-
ur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfsson.
Þriðjudagur
12. febrúar
19.25 Sú kemur tíð Tólfti þáttur.
Franskur teiknimyndaflokkur í
þrettán þáttum um geimferða-
ævintýri. Þýðandi og sögumaður
Guðni Kolbeinsson. Lesari með
honum Lilja Bergsteinsdóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Nýjasta tækni og vísindi Um-
sjónarmaður Sigurður H. Richter.
21.20 Derrick 5. Um Genúa Þýskur
sakamálamyndaflokkur i sextán
þáttum. Aðalhlutverk: Horst Tapp-
ert og Fritz Wepper. Þýðandi Vet-
urliði Guðnason.
22.20 Þingsjá-Umsjónarmaður Páll
Magnússon.
23.20 Dagskrárlok