NT - 23.02.1985, Blaðsíða 5

NT - 23.02.1985, Blaðsíða 5
GD Laugardagur 23. febrúar 1985 5 Stórstúka íslands: Þora bjórmenn í kappræður? Ríkisútvarpið sakað um hlutdrægni ■ Glerskáli byggður við skíðaskálann í Hveradölum, en framkvæmdir voru stöðvaðar í desember af borgaryfirvöldum uns tilskilin leyfi hefðu fengist. NT-mvnd: Ámi Bj.ma Skíðaskálinn ekki seldur á 4,4 millj. heldur 2,2 ■ Stórstúka íslands hefur sent Útvarpsráði bréf þar Leiðrétting ■ í frétt sem birtist í NT fyrir skömmu um sjálfboðavinnu við skelfiskveiðar og verkun í Grundarfirði, urðu þau leiðu mistök að sagt var að andvirði skelfiskaflans'rynni í orgelsjóð Hallgrímskirkju. Söfnunarféð rann hinsvegar í orgelsjóð Grundarfjarðarkirkju og eru þeir sem hlut eiga að máli beðnir afsökunar á þessum mis- tökum. Tekið skal fram að þau voru ekki fréttaritara NT í Grundarfirði að kenna. sem þess er krafist að efnt verði til kappræðna um áfengisbölið og bjórinn í sjónvarpssal sem fyrst. Er því haldið fram í bréfinu að ríkisfjölmiðlarnir, útvarp og sjónvarp styðji nær ein- göngu málstað áfengisauð- magnsins. Vilja stúkumenn að Ómar Ragnarsson stýri um- ræðum og þátttakendur verði tveir frá hvorum aðilum, flutn- ingsmönnum bjórfrumvarps- ins og Stórstúku íslands. Eru tilnefndir þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Magnús- son fyrir hönd bjórmanna og Hilmar Jónsson og sr. Björn Jónsson fyrir hönd Stórstúku íslands. ■ í frétt blaösins í gær, misrit- aðist söluverö skíðaskálans í Hveradölum, en það er 2,2 milljónir króna en ekki 4,4 millj- ónir eins og sagt var. J’á var andvirði skiðalyftunnar 0,8 miUj- ónir. í tilefni af ákvörðun borgar- stjórnar um sölu skálans lagði Gerður Steinþórsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í borgar- stjórn, fram bókun þar sern hún lýsti yfir undrun sinni og hneykslun á þeirri afgreiðslu borgarstjórnar að heimila sölu skálans á „tombólu-prís“. Sagði hún að hér væri verið að verð- launa leigutaka sem hefði í heimildarleysi byggt smekklaus- an og umhverfisspillandi gler- skála og væri þessi afgreiðsla Námskeið RKi í skyndihjálp ■ Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands heldur námskeið í skyndihjálp í húsnæði sínu að Nóatúni 21 og hefst það n.k. þriðjudag 26. febrúar. Kennd verður skyndihjálp og blástursaðferðin og sýndar myndir. Námskeiðinu lýkur með verkefni sem hægt er að fá metið í fjölbrautaskólum og iðnskólum. Þátttaka tilkynnist að Öldugötu 4, sínti 28222. I----------— »Tombófuprís“ segir Gerður Steinþórs- dóttir „merkilegt dæmi um bolabrögð núverandi meirihluta" og bæri bæri vott um „menningarleysi og mikla skammsýni" þar sem stundarhagsmunir væru látnir ráða, eins og borgarfulltrúinn orðaði það. ■ Sveltandi maður á Indlandi 1946. Ein af myndum Margaret Bourke-White Mörg sögulegustu augnablik ald- arinnar á filmu ■ Á Kjarvalsstöðumstendurnúyfirsýning á Ijósmyndum bandaríska Ijósmyndarans Margaret Bourke-White (1904-1971). Þessi merki Ijósmyndari festi á filmu ýmsa af örlagaríkustu atburðum sögunnar á þess- ari öld, iðnvæðinguna í Sovétríkjunum 1930-1932, sem hrundið var af stað af mikilli hörku fyrir tilstilli Stalíns, myndir frá ýmsum löndum frá heimsstyrjöldinni síðari, Indlandi í sjálfstæðisbaráttunni eftir stríð, Kóreu frá tíma Kóreustríðsins og frá Suður- Afríku, en þangað fór hún um 1950 og tók þar frægar myndir sem lýsa kjörum blökkumanna betur en mörg orð. Að sýningunni á Kjarvalsstöðum standa Ljósmyndasafnið, Menningarstofnun Bandaríkjanna og Kjarvalsstaðir. VALFODUR INNIHALDSRIKT 06 FÓDURSPARANDI l^lfóður er fljótandi dýrafóöur, l^alfóöur er fóöursparandi, vegna framleitt úr nýjum fiski. Vió fram- þess hve prótein i öðru fóöri nýtist leiösluna er ekki notast viö hita, sem vel, sé Valfóöur gefið með. skaðar næringargildi hráefnisins. Waifóður er mikilvægt með öðru fóðri, vegna liffræðilegs gildis þess. V leii L ^alfóður er ódýr, innlend fram- leiösla. eitiö nánari upplýsinga. VIÐ SETJUM GEYMSLUTANK HEIM Á BÆ, ÞÉR AD KOSTNAÐARLAUSU. P.O. BOX 269 222 HAFNARFJOROUR SÍMI: 91-651211 SÍMI I VERKSMIOJU: 92-2273 TRAFIC 4x4 MMMin/mtimA Renault Trafic 4x 4 í fyrsta sinn á íslandi. Bíll sem beðið hefur verið eftir hérlendis. Burðargeta: 1100 kg. Hentugur fyrir t.d. sveitarfélög, verktaka o.fl. Bæði fáanlegur með bensín- og dísilvél. Lomið og kynnið ykkur þennan bíl, hann býður upp á marga möguleika. Örfáum hílum enn óráðstafað. staðfestið eldri pantanir. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SIMI 686633

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.