NT - 23.02.1985, Blaðsíða 10

NT - 23.02.1985, Blaðsíða 10
Laugardagur 23. febrúar 1985 10 Áttræður: Sigurður M. Sveinsson fyrrv. bifreiðaeftirlitsmaður Reyðarfirði ■ Hversu hraöfleyg er stundin, og ört líður ævitíð. Og þó. Enn er hann léttur í spori, enn léttari í máli, andinn hress og óbugað- ur, tilsvörin sem fyrr, kímin og mergjuð. Og samt er mér tjáð, að hann Sigurður sé áttræður í dag. Um aldur þýðir víst ekki að þræta við kirkjubækur, jafn- vel þó af Suðurlandi séu. Fáeinar línur á hann skilið frá mér og mínum, þó ekki væri annað en til að óska honum allra heilla á heiðursdegi og árna honum hamingjuríkra líf- daga lengi enn og þakka honum góð og gjöful kynni. Ég ætti máske að minna sjálfan mig á að þakka honum fyrir morgun- ferðirnar fyrir 30 árum, þegar þrautarlendingin var ævinlega sú sama í hríð eða stórrigningu að hringja í Sigurð og fá hann til að ná í kennarablókina, sem ekki treysti sér til þess að fara þessa þrjá kílómetra í veðurofsanum. Reyndar er þrautarlendingin ekki rétta orðið, því af annarri eins Ijúfmennsku hefur ekki verið tekið í mín erindi fyrr né síðar. Eða mætti máske hverfa til nútímans og þakka fyrir dótt- ursynina mína, sem dýrka hann og þarf engan að undra sem til þekkir. Já, margt mætti rifja upp af mætum minningum gömlum sem nýjum. Mest er þó um vert, að maðurinn er ævinlega jafn sannur og samkvæmur sjálfum sér. Gamansemin og þessi tindr- andi glettnu tilsvör og orðtök eru raunar sérgrein hans og sögur um það landfleygar, enda er oröheppnin með afbrigðum. Ég veit Sigurður fyrirgefur mér, þó ég minni á söguna um vininn, sem orð fór af að ekki væri alltaf í sem bestu lagi undir stýri. Pegar Sigurður frétti af röskleg- um útafakstri hans varð honum að orði: Ja, nú hefur vinurinn verið „edrú“. Já gaman væri nú að eiga sagnasafniö, þó ekki væri nema að hluta og njóta þessara einstöku eðliskosta þinna og láta aðra njóta þar af. Ymislegt hefur Sigurður starfað um dagana, en lengst var hann í starfi bifreiðaeftirlits- manns á Austurlandi. Pað starf mun vart með vinsælli störfum, allir þykjast vera í rétti, allt er í lagi hjá þeim, þeirra bifreið auðvitað allra best allra og ekk- ert að. En svo vel þekki ég til um Austurland allt, að erfitt hygg ég að yrði að finna nokkurn, sem bæri kala í brjósti til Sigurð- ar fyrir störf hans, hversu sem dómarnir kunna að hafa verið um bifreið viðkomandi á hverj- um tíma. En góðvinina á hann ótalmarga vítt um svæðið. Vinsældir hans má rekja beint til samviskusemi hans og rétt- sýni og ekki spillti glaðværðin og góðvildin. Pað var ekki emb- ættismannahrokinn eða mikil- lætið, sem einkennir alltof marga, sem miklast af öðru en eigin verðleikum. Frá þessum ferðum hans, sem oft voru erfiðar og erilsamar eru margar kunnar sögur, sem lifa á stöðunum, umvafðar þeirri hlýju sem fylgdu manninum hvarvetna. Einlægni Sigurðar dregur enginn í efa, sem til þekkir, hreinskilni hans er við brugðið, tæpitungulaust er allt hans tal og tepruskapur og „snobb" eru honum sérstök andstyggð. Barngæði hans eru sérstök og hið góða hjartalag nýtur sín hvergi betur en þar. Ekki ætla ég að skiljast svo við þessa árnaðarósk til Sigurð- ar að ég ekki geti um ákveðni hans í skoðunum, þar hafa sam- vinnuhugsjón og sönn félags- hyggja átt fulltrúa góðan og tryggan talsmann og þar með Framsóknarflokkurinn. En aldrei liefur pólitískur ágreiningur skyggt á vináttu okkar, enda von, þar sem sjón- armið hins eru virt og ofstæki víðs fjarri svo Ijúfum manni. Freistandi væri að gera lífs- hlaupi hans verðugri skil en verða gerð hér í stuttri afmælis- kveðju, bregða upp gleggri mynd af mannkostadreng, sem skilað hefur sínu lífsstarfi með sóma og lífgað upp á umhverfi sitt með lifandi léttum hnyttiyrð- um, sem marga hafa glatt, en enga sært. Það bíður næsta tugar. Sigurður er fæddur að Öxna- læk í Ölfusi 23. feb. I905. Foreldrar hans voru hjónin Sig- ríður Magnúsdóttir og Sveinn Hannesson bóndi þar. Systkini hans voru fjögur. Sigurður ólst upp þar í Ölfusinu, en ungurfór hann til Reykjavíkur, fór þar að vinna hjá Vegagerð ríkisins á veghefli og þótti afburða verk- laginn og hæfur, jafnt við heflun sem viðgerðir. 1931 er hann svo sendur með fyrsta snjóbílinn austur á Reyðarfjörð og þar verður svo starfsvettvangur hans upp frá því, fyrst sem verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins og síðan bifreiðaeftirlitsmaður. Eiginkonu sinni Björgu Bóas- dóttur, Reyðarfirði, kvæntist hann 1932 og það var gæfuspor fyrir bæði. Þau eiga stóran og gjörvilegan barnahóp. Ekki hefur húsmóðurstarfið hennar Beggu verið erfiðislaust, en létt lund og ágætt atgervi hennar skiluðu henni yfir alla örðugleika. Gott hefur verið að kynnast elskusemi hennar, hjálpfýsi og glaðlyndi og á síð- ustu árum hefi ég hlotið þá ánægju að kynnast henni enn betur, áhuga hennar á hinum margvíslegustu málum, ákveðn- ar skoðanir og lifandi skilning- ur, þó ljúflyndið við mitt fólk beri þar hæst. Samhent komu þau hjón upp barnahópnum sín- um stóra, oft við þröngan kost, en aldrei var iðrast og þá voru nýtni og sparsemi dyggðir, sem dugðu vel þeim, sem þær áttu. Börn þeirra eru í aldursröð: Oddný húsmóðir, búsett í Noregi, Sigríður, verslunarm. nú í Reykjavík, María, meina- tæknir á Akureyri, Sveinn vél- stjóri í Hafnarfirði, Bóas bif- reiðaeftiriitsmaður á Eskifirði og Karl verkstjóri hjá Reykja- víkurborg, búsettur í Kópavogi. Eitt barn þeirra dó í fæðingu. Sigurður eignaðist eina dóttur fyrir hjónaband sitt, Svövu hæstaréttarritara í Reykjavík. Hlý er hamingjuóskin til Sig- urðar í dag, yljuð þökk fyrir ótaldar ánægjustundir. Megi farsældin fylgja þér og þinni góðu konu á gæfubraut, og njóttu áfram alls hins besta, hress og horskur, sem ávallt áður. Lifðu heill, vinur kær. Helgi Seljan. Árbæjarprestakall: Barnasamkoma í safnaðar- heimilinu kl. 10:30 árdegis. Guðsþjónusta kl. 2. Organ- leikari Jón Mýrdal. Miðvikudagur 27. febrúar, fyrirbænarstund í safnaðar- heimilinu kl. 19:30. Fimmtudagur 28. febr. Sam- verustund fyrir foreldra ferm- ingarbarna í safnaðarheimilinu kl. 20:30. Dagskrá og kaffiveit- ingar. Séra Guðmundur Þor- steinsson. Bústaðakirkja: Barnasamkoma kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 2. Séra Pálmi Matthíasson og kirkjukór Lög- mannshlíðarkirkju á Akureyri flytja messuna. Konukvöld Bræðrafélagsins kl. 20:30 sunnudagskvöld. Þriðjudagur fundur ÆFB Miðvikudagur félagsstarf aldr- aðra milli 2 og 5. Föstumessa miðvikudagskvöld kl. 20:30. Séra Ólafur Skúlason. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10:00 f.h. séra Arelíus Níelsson. Fella-og Hólaprestakall: Laugardagur: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 14:00. Sunnudagur: Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11:00. Guðs- þjónusta í Menningarmiðstöð- inni við Gerðuberg kl. 14: 00. Séra Hreinn Hjartarson. Neskirkja: Laugardagur: Samverustund aldraðra kl. 15:00. í umsjá Hverfafélags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi. Svala Nielsen syngur einsöng við undirleik Reynis Jónassonar og Sigríður Hannesdóttir flyt- ur gamanmál. Undirleikari Aage Lorange. Sr. Frank M. Halldórsson. Sunnudagur: Barnasamkoma kl. 11:00, séra Guðmundur Óskar Ólafsson. Guðsþjón- usta kl. 14:00, séra Frank M. Halldórsson. Mánudagur: Æskulýðsstarf kl. 20:00. Fimmtudagur: Biblíulestur kl. 16:30, séra Guðmundur Óskar Ólafsson. Föstuguðsþjónusta kl. 20:00, sr. Frank M. Hall- dórsson. Athugið opið hús fyr- ir aldraða þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13:00 og 17:00. Breiðholtsprestakall: Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14 í Breiðholtsskóla. séra Lárus Halldór. Laugarneskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Stína Gísladóttir guðfræðinemi pré- dikar, Margrét Hróbjartsdótt- ir, safnaðarystir.leiðir athöfn- ina. Þriðjudagur 26. febrúar. Bænaguðsþjónusta á föstu kl. 18:00. Föstudagur 1. mars, síðdegis- kaffi kl. 14:30. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00, Árni Arinbjarnarson, organisti. Skátar koma í heimsókn. Föstudag, æskulýðsstarf kl. 17:00 0119:00. Séra HalldórS. Gröndal. Fríkirkjan í Reykjavík: Barnasamkoma kl. 11:00. Guðspjallið í myndum, smá- barnasöngvar og barnasálmar. Afmælisbörn boðin sérstak- lega velkomin. Sunnudags- póstur handa öllum, fram- haldssaga. Við píanóið Pavel Smit. Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga er bænastund í krikjunni kl. 18:00 og stendur í stundarfjórðung. Séra Gunnar Björnsson. Dómkirkjan: Laugardagur: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10:30, séra Agnes M. Sigurðardóttir. Sunnudagur: Messa kl. 11:00, séra Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 14:00, vænst er þátt- töku fermingarbarna og for- eldra þeirra. Foreldrar lesa bænir og texta. Séra Þórir Stephensen. Dómkórinn syngur, organleikari Martein H. Friðriksson. Landakotsspítali: Messa kl. 10:30, organleikari Birgir Ás Guðmundsson. Séra Þórir Stephensen Fríkirkjan Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 10:30. Guðsþjónusta kl. 14:00. Kristján Þorvarðarson, guð- fræðinemi prédikar. Orgel og kórstjórn Þóra Guðmunds- dóttir. Séra Einar Eyjólfsson. Hallgrímskirkja: Laugardagur. félagsvist í safn- aðarsal kl. 15:00. Sunnudagur: Bænasamkoma og messa kl. 11:00, séra Ragn- ar Fjalar Lárusson. Kvöld- messa kl. 17:00. íhugun, altar- isganga. Séra Karl Sigur- björnsson. Þriðjudagur: Fyrirbænamessa kl. 10:30. Beðið fyrir sjúkum. Miðvikudagur: Föstumessa kl. 20:30. að henni lokinni eða kl. 21:15 hefst leshringur á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis um Líma-skýrsluna í umsjá dr. Einars Sigurbjörnssonar. Kaffiveitingar. Fimmtudagur: Opið hús fyrir aldraða kl. 14:30. Laugardagur 2. mars: Samvera fermingarbarna kl. 10:00. Kvöldbænir með lestri passíu- sálma er í kirkjunni alla virka daga föstunnar nema miðviku- daga kl. 18:00. Landspitalinn: Guðsþjónusta kl. 10:00. Séra Karl Sigurbjörnsson. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Gide- onfélagar kynna starfsemi fé- lagsins. Miðvikudagur, föstumessa kl. 20:30. Séra Árni Bergur Sigur- björnsson. Seljasókn: Barnaguðsþjónusta í Öldusels- skóla kl. 10:30. Barnaguðs- þjónusta í íþróttahúsi Selja- skóla kl. 10:30. Guðsþjónusta í Ölduselsskólakl. 14:00, altar- isganga. Þriðjudagur: Fundur í æsku- lýðsfélaginu kl. 20.00 í Tinda- seli 3. Fimmtudagur: Fyrirbæna- messa j Tindaseli 3 kl. 20:30. Sóknarprestur. Langholtskirkja: Óskastund barnanna kl. 11. Söngur, sögur og myndir. Guðsþjónusta kl. 14:00, prest- ur séra Sigurður Haukur Guð- jónsson. Organleikari Jón Ste- fánsson. Sóknarnefndin. Háteigskirkja: Barnaguðsþjónustakl. ll.séra Tómas Sveinsson. Messa kl. 2, séra Arngrímur Jónsson. Föstuguðsþjónusta miðviku- dagskvöld kl. 20:30, séra Arn- grímur Jónsson. Rársnesprestakall: Laugardagur: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11 árdegis. Sunnudagur: Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11:00. Þriðjudagur, dr. Björn Björns- son prófessor flytur fyrirlestur um siðfræðilegt efni í safnaðar- heimilinu borgum kl. 20:30. Þetta verður fyrsti fyrirlestur- inn af fjórum, sem fluttir verða á vegum safnaðarins næstu þriðjudagskvöld. Fjalla þeir um Biblíuna, siðfræðina og málefni líðandi stundar. Al- mennar umræður - allir vel- komnir. Séra Árni Pálsson.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.