NT - 23.02.1985, Blaðsíða 14

NT - 23.02.1985, Blaðsíða 14
Sjónvarp laugardag kl. 22.30: Rás 2 laugar- kl. 16. ■ Halldór Halldórsson um- sjónarmaður Fjölmiðlaþáltar- ÍnS. (NT-mynd: Svcrrir) dag kl. 19.35: „Fréttaleki11 í fjöl- miðlaþætti ■ Á sunnudagskvöldum kl. 19.35 er á dagskrá útvarps þáttur sem ber hið skýra og skorinorða nafn „Fjölmiðla- þátturinn". Þessi þáttur fjallar nákvæmlega um það, sem nafnið bendir til, fjölmiðla, og umsjónarmaður hans er Hall- dór Halldórsson. í kvöld verður umræðuefni m.a. svokallaðir fréttalekar, þ.e. þegar fréttum er lekið í blöð. í því sambandi verður m.a. vikið að því þegar „fréttum" er lekið í pólitískum tilgangi. Viðmælendur Halldórs um þetta mál verða þeir sr. Baldur Kristjánsson, blaðamaður á NT, Friðrik Sóphusson, al- þingismaður, og Björn Vignir Sigurpálsson, fyrrverandi rit- stjóri Helgarpóstsins, nú rit- stjóri viðskiptasíðu Morgun- blaðsins. Laugardagur 23. febrúar 1985 14 ■ Helgi Már Barðason bryddar upp á nýjungum. II II Barnaefni milli mála aukannars ■ Helgi Már Barðason er að brydda upp á ýmsum nýjungum í þætti sínum Milli mála, sem er á dagskrá Rásar 2 á laugardögum kl. 16-18. Þar má t.d. nefna barnaefni, en eins og kunnugt er er enginn sérstakur barnatími á Rás 2. Þykir alveg kjörið að gera yngstu hlustendunum eitthvað til góða á þessum tíma í dagskránni. Þá verður farið út á götu með hljóðnemann, en það hefur ekki mikið tíðkast á Rás 2 hingað til. Vegfarendur eru spurðir þeirrar gagnmerku spurningar, hvernig þeir haldi að íslendingar líti út í augum útlendinga! Til mótvægis eru svo fengnir tveir „útlendingar“ í þáttinn og spurðir hver hefðu verið fyrstu áhrifin sem þeir hefðu orðið fyrir af íslendingum. Annar þessara „útlendinga" er búinn að vera búsettur hér á landi á þriðja áratug og er orðinn íslenskur ríkisborgari. Hinn hefur verið hérmun skemur.íu.þ.b. hálftár. Það verður fróðlegt að heyra hvort hugmyndir íslendinga um sjálfa sig standast í augum út- lendinga. Allir biðu þeir tjón á sálu sinni Hólabrekku- skólastúlkur skemmta í Stundinni ■ Þessar ungu dömur úr Hólabrekkuskóla brosa hér við Ijósmyndaranum að lokinni upptöku á skemmtiefni, sem þær útbjuggu sjálfar, en það er atriði úr „Litlu hryllingsbúð- inni“ í þeirra útgáfu. Atriðið gerist á tannlæknastofu. Stúlk- urnar heita: Nanna Viðars- dóttir, Guðrún Agða Hall- grímsdóttir, Hildur Krist- björnsdóttir, Hrönn Brynjólfs- dóttir, Margrét Arnardóttir, Margrét Grétarsdóttir, Ragna Eiríksdóttir og Þórunn Björk Guðlaugsdóttir. ■ Hin fræga bandaríska mynd Hjartarbaninn (The Deer Hunter) er síðari niynd sjónvarpsins á laugardags- kvöld. Sýning hennar hefst kl. 22.30 og stendur til kl. 1.35. Myndin er alls ekki við hæfi barna. Kvikmyndin Hjartarbaninn var gerð 1978 og vakti þá mikla' athygli. í aðalhlutverkum eru Robert De Niro, John Cazale, John Savage, Cristopher Walken og Meryl Streep. Helstu leikararnir voru til- nefndir til Óskarsverðlauna og þau féllu í skaut Christopher Walken fyrir leik í aukahlut- verki. Þá var Hjartarbaninn valin besta myndin og Michael Cimino besti leikstjórinn. Myndin segir frá þrem vin- um í smábæ í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum, sem sendir eru til að berjast í Víetnam. Þar fá áhorfendur að fylgjast með örlögum þeirra, en þeir eiga ekki allir afturkvæmt til heimalandsins. Eitt er þó sam- ■ Enn hefur alvara lífsins ekki tekið við hjá þeim félögum í formi sóðalegs stríðs á fjarlægum slóðum. Þeir eru enn í frið- sældinni í Pennsylvaníu, þeir (t.f.v.)Nick(ChristopherWalken), Stan (John Cazale)Michael (Robert De Niro) og John (George Dzundza). eiginlegt örlögum þeirra allra, þeir bíða allir tjón ásálu sinni. Frægt tema í myndinni er rúss- nesk rúletta, sem kemur oft við sögu og í ýmsu samhengi. Er sagt að upp hafi komið faraldur í Bandaríkjunum að leika rússneska rúlettu í kjölfar myndarinnar, en það er óskemmtilegur leikur. Um svipað leyti og Hjartar- baninn var gerður voru fleiri frægar myndir framleiddar í Bandaríkjunum um Víetnam- stríðið. Kveður þar við annan tón en í hetjudýrkunarmynd- um síðari heimsstyrjaldarár- anna. Nú voru ekki lengur allir hetjur, sem í klæddust herbún- ingum og voru reiðubúnir að leggja lífið í sölurnar fyrir föðurlandið. Reyndar áttu flestir Bandaríkjamenn erfitt með að skilja hvaða skylda þeim bæri til að liggja í hernaði í fjarlægu landi innan um ó- kunnugt fólk. Eftirmæli Víet- namstríðsins eru því á aðra lund en annarra styrjalda, sem Bandaríkjamenn hafa tekið þátt í. Þýðandi Hjartarbanans er Kristmann Eiðsson. Laugardagur 23. febrúar 7.00 Veöurtregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorö - Hrefna Tynes talar. 8.15 Veöurfregnir. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 8.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnarssonar f rá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.) Óskalög sjúklinga, frh. 11.20 Eitthvað fyrir alla Siguröur Helgason stjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.40 fþróttaþáttur Umsjón: Ragnar örn Pétursson. 14.00 Hér og nú. Fréttaþáttur í viku- lokin. 15.15 Listapopp - Gunnar Salvars- son. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 (slenskt mál Guörún Kvaran flytur þáttinn. 16.30 Bókaþáttur Umsjón: Njörður P. Njarðvik. 17.10 Georg Friedrich Hándel - 300 ára minning 1. hluti: Æviágrip - Óperur í Lpndon Siguröur Einars- son sér um þáttinn og spjallar viö Leif Þórarinsson um hinn löngu horfna tónsnilling. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Úr vöndu að ráða Hlustendur leita til útvarpsins með vandamál. 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Grant skipstjóri og börn hans" eftir Jules Verne Ragnheiöur Arn- ardóttir les þýöingu Inga Sigurös- sonar (3). 20.20 Harmonikukþáttur Umsjón: Högni Jónsson. 20.50 „Sungið og spjallað" Guörún Guölaugsdóttir ræðir viö Jón Þor- steinsson óperusöngvara, sem einnig syngur nokkur lög. 21.35 Kvöldtónleikar Þættir úr si- gildum tónverkum. 22.00 Lestur Passiusálma (18). 22.15 Veöurlregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Þriðji heimurinn Þáttur í umsjá Jóns Orms Halldórssonar. 23.15 „Messías", óratoría eftir Ge- org Friedrich Hándel Grace Bumbry, Joan Sutherland, Kenn- eth McKellar og David Ward syngja meö Sinfóniuhljómsveit Lundúna og kór. Sir. Adrian Boult stjórnar. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturúvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 24. febrúar 8.00 Morgunandakt Séra Hjálmar Jónsson flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög Strauss- hljómsveitin í Vín leikur. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar a. „Ich habe . in Gottes Herz und Sinn“ kantata nr. 92 á fyrsta sunnudegi i föstu eftir Johann Sebastian Bach. Detl- ev Bratschke, Kurt Equiluz og Max van Egmond syngja meö Drengja- kórnum í Hanover og „Collegium Vocale" í Gent. Leonhardt-Cons- ort leikur; Gustav Leonhardt stjórnar. b. Orgelkonsert nr. 3 í c-moll op. 3 nr. 4 eftir Georg Friedrich Hándel. Daniel Chor- zempa og Konsert-hljómsveitin í Amsterdam leika; Japp Schröder stjórnar. c. „Voriö" úr Árstíða- konsertunum eftir Antonio Vivaldi. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Stefnumót við Sturlunga. Ein- ar Karl Haraldsson sér um þáttinn. 11.00 Messa í Kópavogskirkju Prestur: SéraÁrni Pálsson. Organ- leikari: Guömundur Gilsson. Há- degistónleikar. 12.10 Dagskrá. tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Þuríðurformaðurog Kambs- ránsmenn Þriöji og síðasti þáttur. Klemenz Jónsson tók saman, aö mestu eftir bók Brynjúlfs Jónsson- ar frá Minna-Núpi, og stjórnar jafn- framt flutningi. Sögumaöur: Hjörtur Pálsson. Lesarar: Sigurður Karlsson, Þorsteinn Gunnarsson, Hjalti Rögnvaldsson, Steindór Hjörleifsson, Guðrún Þ. Stephen- sen og Þórhallur Sigurösson. 14.30 Miðdegistónleikar: frá tón- listarhátíðinni í Salzburg sl. sumar. 15.10 Með bros á vör. Svavar Gests velur og kynnir efni úr gömlum spurninga- og skemmtiþáttum út- varpsins. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Um vísindi og fræði. „Fisk- veiöar á Grænhöfðaeyjum". Dr. Gisli Pálsson lektor flytur sunnu- dagserindi. 17.00 Georg Fredrich Héndel - 300 ára minning 2. hluti: Konsertarog orgelverk. Siguröur Einarsson sér um þáttinn og ræöir við Hörð Áskelsson organista. 18.00 Vetrardagar. Jónas Guö- mundsson rithöfundur spjallar viö hlustendur. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 1 9.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Fjölmiðlaþátturinn. Umsjón: Halldór Halldórsson. 20.00 Um okkur. Jón Gústafsson stjórnar blönduðum þætti fyrir ung- linga. 20.50 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21.30 Útvarpssagan: „Morgun- verður meistaranna" eftir Kurt Vonnegut. Þýðinguna gerði Birgir Svan Simonarson. Gísli Rúnar Jónsson flytur (18). 22.00 Tónleikar. 22.35 Kotra. Umsjón Signý Pálsdótt- ir. (RÚVAK). 23.05 Djassþáttur - Jón Múli Árna- son. 23.50 Fréttir. Ðagskrárlok. Uf Laugardagur 23. febrúar 14:00-16:00 Léttur laugardagur Stjórnandi: Ásgeir Tómasson. 16:00-18:00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Barðason. 24:00-24:45 Listapopp Endurtekinn þáttur frá rás 1. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 24:45-03:00 Næturvaktin Stjórnandi: Margrét Blöndal. Rásirnar samtengdar aö lokinni dagskrá rásar1. Sunnudagur 24. febrúar 13:30-15:00 Krydd í tilveruna Stjórnandi: Ásta Ragnheiöur Jó- hannesdóttir. 15:00-16:00 Tónlistarkrossgátan Hlustendum er gefinn kostur á aö svara einföldum spurningum um tónlist og tónlistarmenn og ráöa krossgátu um leið. Stjórnandi: Jón Gröndal. 16:00-18:00 Vinsældalisti hlust- enda Rásar 2 20 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Ásgeir Tómas- son. Laugardagur 23. febrúar 14.45 Enska knattspyrnan Arsenal - Manchester United. Bein út- sending frá 14.55-16.45 17.20 íþróttir Umsjónarmaöur Ingólf- ur Hannesson. 19.25 Ævintýri H.C. Andersens 3. Hans klaufi Danskur brúðu- myndaflokkur í þremur þáttum. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Við feðginin. Sjötti þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í þrettán þáttum. Þýðandi Þrándur Thoroddsen 21.00 Þögla myndin (Silent Movie) Þögul bandarísk gamanmynd frá 1976. Höfundur og leikstjóri Mel Brooks. Aðalhlutverk Mel Brooks, Marty Feldman, Dom DeLuise, Bernadette Peters og Sid Caesar auk þess sem fjölda þekktra leikara bregöur fyrir í myndinni. Kvikmyndastjóri i kröggum fær þá flugu í höfuöiö aö gera þögla skopmynd sem á aö rétta viö fjárhaginn. Meö aöstoö vina sinna tekst honum aö smala saman frægum stjörnum i hlutverkin og hefjast handa. Þýöandi Ellert Sig- urbjörnsson. 22.30 Hjartarbaninn (The Deer Hunter). Bandarísk biómynd frá 1978. Leikstjóri Michael Cimino. Aðalhlutverk: Robert De Niro, John Cazale, John Savage, Christopher Walken og Meryl Streep. Þrír vinir frá smábæ i Pennsylvaníuríki eru sendir til aö berjast i Víetnam. Tveir þeirra snúa heim, annar örkumla en hinn sem hetja, en allir bíöa þeir tjón á sálu sinni. Myndin er alls ekki viö barna hæfi. Þýöandi Kristmann Eiösson. 01.35 Dagskrárlok. Sunnudagur 24.febrúar 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Hjalti Þorkelsson flytur. 16.10 Húsið á sléttunni 13. Óþekkt arormarnir. Bandariskur fram- haldsmyndaflokkur. Þýöandi Ósk- ar Ingimarsson. 17.00 Rfkin tvö á Kóreuskaga. Sænsk heimildamynd. í myndinni er brugöiö upp svipmyndum frá Suöur- og Noröur-Kóreu 18.00 Stundin okkar Umsjónar- menn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upp- ’ töku: Valdimar Leifsson. 18.50 Hlé. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku Umsjón- armaður Guömundur Ingi Krist- jánsson. 20.50 Glugginn Þáttur um listir, menningarmál og fleira. Umsjónar- maður Sveinbjörn I. Baldvinsson. Stjórn upptöku: Tage Ammendrup. 21.40 Flöktandi skuggi Fyrsti hluti. Finnsk sjónvarpsmynd í þremur hlutum, gerö eftir skáldsögunni „Vandrande skugga'' eftir Bo Carpelan. Leikstjóri Jaakko Pakk- asvirta. Aöalhlutverk: Nils Brandt, Sixten Lundberg, Kurt Ingvall, El- ina Salo og Susanna Haavisto. Sagan gerist um aldamótin i friö- sælum smábæ úti við hafiö. En lífið þar hefur einnig skuggahliðar. Ung stúlka finnst myrt og hjá lög- reglustjóra bæjarins vakna ýmsar grunsemdir. Þýöandi Jóhanna Þrá- insdóttir. (Nordvision - Finnska sjónvarpið) 22,30 Gullöld hollenskrar málara- listar Bresk fréttamynd um hol- lenska málaralist á 17. öld og hvernig hún dafnaði meö uppgangi borgarastéttar á sama tima. Þýö- andi Eirikur Haraldsson. 22.45 Dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.