NT - 23.02.1985, Blaðsíða 7

NT - 23.02.1985, Blaðsíða 7
ÍT1Í7 Laugardagur 23. febrúar 1985 7 LjJ Vettvangur Árni Sigurbjarnarson: Vafasamur málflutningur vísindamanns ■ Kísiliðjan við Mývatn. ■ í Þjóðviljanum lO.febrúar s.l. staðhæfir Árni Einarsson líffræðingur að vinnsla Kísil- iðjunnar eyðifeggi lífríki Mývatns. Öðruvísi verðurekki fyrirsögn greinar hans skilin, en hún er svohljóðandi: „Hvoru verður fórnað, lífríki Mývatns eða kísilgúrnáminu?“ Sú spurning vaknar hvort þetta séu niðurstöður byggðar á vísindarannsóknum eða ótímabærar fullyrðingar. Til þess að fá svar við því nægir að lesa greinina. í henni stendur af einhverjum ástæðum lítið um það sem er aðalatriðíð í þessu máli þ.e. áhrif dælingar á lífríki Mývatns. Þau atriði sem eru tilnefnd eru sum hver alröng, eða þau virðast fremur léttgrundaðar ágiskanir en ekki niðurstöður af rannsókn- um. Því eins og Árni Einarsson gefur í skyn hafa enn ekki farið fram grundvallarrannsóknir á vatninu. Orðrétt segir hann: „Grundvallarrannsóknir á svæðinu skipta miklu máli. Við verðum fyrst að skilja Mývatn, áður en hægt er að meta áhrif utanaðkomandi þátta á lífríki vatnsins." Greinin er löng upptalning á sérkennum Mývatns og lífríki þess. í hana vantar að því ég best fæ ég séð skýringar á einstökum þáttum í lífríkinu. Er kannski með því verið að gefa í skyn að dælingin muni eyðileggja þetta allt sanian? Hvað á greinarhöfundur við með upptalningu sem þessari, en þar fjallar hann um verndar- gildi vatnsins: „í A flokki eru líka veiðistöðvar silungs við uppspretturnar austan til í vatninu, en þar eru einnig vetrarstöðvar húsandar og vakirnar sem myndast við uppspretturnar eru mikilvægar fyrir aðrar andartegundir snemma á vorin“? Það kemur hvergi fram hvaða áhrif dæl- ingin gæti haft á þessa þætti, né marga aðra mikilvæga sem hann telur upp. Á öðrum stað segir hann: „Allir byggja fuglarnir tilveru sína á þykkum setlögum á botninum sem sumstaðar ná 7-8 m þykkt. Og það eru þessi setlög sem dæluprammi Kísiliðjunnar sogar upp. í kjölfar hans fylgir djúpt vatn og gróðursnauður botn og sumstaðar í Ytri-flóa þar sem vatnið var áður um metri á dýpt er nú 8-9 metra dýpi og fugl- arnir horfnir.“ Sumt af því sem þarna er sagt getur ekki flokkast undir annað en rakalausar fullyrð- ingar. Ekki síst þegar þetta er haft eftir manni sem vill láta líta á sig sem vísindamann. í fyrsta lagi er gefið í skyn að þar sem dæluprammi Kísiliðjunn- ar fari yfir sé öll leðja soguð burt og eftir sé dauður botn. Þetta stenst ekki, því að jafn- aði er eftir um VA metra þykk leðja á botninum, þar sem búið er að dæla. Þetta með dauða botninn stenst heldur ekki, því net sem lögð eru á þetta svæði fyllast af gróðri um leið og hreyfir vind. Fyrir utan það að þarna hefur á seinustu árum veiðst feitasti fiskurinn í vatninu. Það að fuglinn sé horfinn af þessu svæði stendur eftir sem fullyrð- ing sem stangast á við reynslu þeirra manna sem stunda veið- ar á þessu svæði. Þetta bendir til þess að botninn sé ótrúlega fljótur að gróa upp. Þess má einnig geta að það svæði sem búið er að dæla af er u.þ.b. 1,4 knr en allt er vatnið 38 km:. Þannig að eftir næstu 15 ár verða að öllum líkindum eftir 35 km2 sem ekki hefur verið hreyft við. Samkvæmt korti sem ég hef undir höndum af dýpi og þykkt setlaga í Ytri-flóa, er mesta mælda dýpi 6,6 m og er það lang dýpsti staðurinn því næst mesta dýpið er 4,7 m. Sam- kvæmt þessu korti sem endur- skoðað var í ágúst 1984, er dýpið að jafnaði 2,8 m á því svæði sem búið er að dæla af. En þess ber að geta að ekki liggja fyrir niðurstöður af dýpt- armælingum í N.A. horni flóans, norðan dælustöðvar. Þegar Árni Einarsson talar um væntanleg áhrif dælingar á Suður-flóa, hefur hann lítið fram að færa, nema getgátur um að allur „kúluskítur“ úr flóanum muni safnast ofan í skurði eftir dælingum ogdeyja. Það svæði sem fyrst kemur til greina að dæla úr á Syðri-flóa er austast í flóanum austan við allar eyjar, en eins og kunnugt er liggur straumur í vatninu frá austur ströndinni að upptökum Laxár. Það liggur því ekki í augum uppi að allur „kúlu- skíturinn" muni safnast í þessa skurði. Öll ber greinin fremur óvís- indalegt yfirbragð þar sem mikið er um órökstuddar full- yrðingar. Orðrétt segir Árni undir lok greinarinnar: „Þótt ekki sé hægt að segja að dælingin hafi haft skaðleg áhrif fram að þessu, hún hefur meira að segja að sumu leyti haft hag- stæð áhrif fyrir bændur við Ytri-flóa, þá er stutt í að skaðleg áhrif komi fram." Einna helst virðist greinar- höfundur telja að það sé ekki á færi neins nema Náttúru- verndarráðs að hafa skoðun á þessu máli. Eða hvernig ber að skilja þessi orð hans:“ Það er ekki á færi neins nema Nátt- úruverndarráðs að meta hvort breytingar á lífríki Mývatns af völdum Kísiliðjunnar eru skaðlegar eða ekki."?? Hvort þarna er átt við einhverja með- fædda eða yfirnáttúrulega hæfileika þeirra manna sem í Náttúruverndarráði sitja fram yfir aðra menn kemur hvergi fram. Ég held að allir geti tekið undir orð iðnaðarráðherra sem greinarhöfundur vitnar í þar sem segir: „Komi fram merki þess að Kísiliðjan skaði lífríki Mývatns þá verður verksmiðj- an að víkja." Það er ekki um það sem þessi deila stendur. Ákvörðun um það mál verður hinsvegar að byggjast á rann- sóknum óháðra aðila. Eftir þá þvermóðsku og þau illindi sem í þetta mál eru hlaupin tel ég að Náttúru- verndarráð geti varla talist óháður aðili. Það má ekki koma fyrir í þessu máli, þar sem örlög heils byggðarlags eru í húfi að geðþóttaákvörðun nokkurra manna ráði, hvort sem þeir heita Náttúruvernd- arráð eða eitthvað annað. Það er alla vega ekki til of mikils mælst að sannanir verði að liggja fyrir um skaðsemi dæl- ingarinnar áður en hún verður stöðvuð og verksmiðjunni lokað. Þó telur greinarhöfundur að það alvarlegasta sem komið hafi fram í deilunni til þessa sé að hann verði að færa sönnur á sitt mál!!! Orðrétt segir hann: „Þá er ótalið það sem einna alvarleg- ast er í sambandi við þessa leyfisveitingu: Samkvæmt henni þarf að sanna að dæling- in hafi valdið tjóni til að hægt sé að endurskoða eða aftur- kalla leyfið áður en árið 2001 rennur upp.“ Húsavík 17.2 1985 Árni Sigurbjarnarson tónlistarkennari. ■ Skiptir Ólaf engu hvort að ■ „Ofbeldisseggimir“ Jón Helgason og Þorsteinn Pálsson 3 eða 300 sjálfstæðismenn eru með honum í nefnd. leiðum sem ekki setja hundruð bændafólks á kaldan klaka. Þorsteinn fulltrúi heildsala Á hinn bóginn er Þorsteinn frá fornu fari fulltrúi heildsala í Reykjavík. Þeir eiga blöð eins og DV og auðvitað er Jónas Kristjánsson aðeins málpípa þeirra. Heildsalaliðið skilur hins vegar ekkert annað en óheft frelsi til innflutnings, óhefta gróðamöguleika og ræðst með offorsi á allt sem heitir verndun íslenskrar fram- leiðslu item landbúnaðarfram- leiðslu. Þeir líta á Þorstein Pálsson frjálshyggjumann og fyrrverandi framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins sem fulltrúa sinn á þingi og það gera sunnlenskir bændur sem eiga líf sitt undir því að fram- leiðsluvara þeirra sé vernduð einnig(óskemmtileg staða ekki satt. Illa dulbúin aðvörun Því miður er þessi staða töpuð sunnlenskum bændum því að heildsalarnir eiga mál- gögnin og ef formaður flokks- ins hlýðir þeim ekki þá verður hann einfaldlega ekki formað- ur lengi og leiðari Jónasar er auðvitað ekkert annað en illa dulbúin aðvörun til Þorsteins um að gleyma því ekki á hverju vald hans byggist og skilaboð til hans að líta á sunnlenska bændur aðeins sem búka brúk- hæfa til að klifra eftir inn á þing. Hið raunverulega vald Það er reyndar of mikil ein- földun að segja að DV og Morgunblaðið séu málgögn Sjálfstæðisflokksins. Að baki þessara blaða býr hið raun- verulega vald í Sjálfstæðis- flokknum. Baldur Kristjánsson. Ver6 i lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifslolur: Siðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, rilstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f, ■ Kvöldsímar: 686387 og 686306 Ræður risinn þingflokknum? ■ Þá er hið umdeilda útvarpslagafrumvarp komið á skrið eftir ítarlega umfjöllun í menntamálanefnd neðri deildar Alþingis þar sjálfstæðismenn og fram- sóknarmenn hafa náð samstöðu um skynsamlegar breytingar. Þessar breytingar miða að því að styrkja stöðu Ríkisútvarpsins án þess að nokkuð sé dregið úr möguleikum einkaaðlia til útvarpsrekstrar. Helstu breytingarnar sem stjórnarþingmenn sam- einuðust um er að koma upp Menningarsjóði útvarpsstöðva er hafi það hlutverk að veita framlög til eflingar innlendri dagskrárgerð og skal tekjustofn hans vera 10% gjald er leggist á auglýsingar í útvarpi. Af gjaldi þessu skal m.a. greiðast hlutur Ríkisút- varpsins af rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitar íslands. Þetta eru mjög skynsamlegar hugmyndir sem hafa myndu í för með sér að koma í veg fyrir aukna skattbyrði á allan almenning í landinu með tilkomu nýrra útvarpsstöðva. Þá er m.a. í breytingartillögum stjórnarsinna gert ráð fyrir að Ríkisútvarpið stefni að því að koma upp aðstöðu til dagskrárgerðar og hljóðvarps í öllum kjördæmum landsins og að það skuli starfrækja fræðsluútvarp í samvinnu við fræðsluyfirvöld. Þá er sú skylda lögð á frjálsar útvarpsstöðvar að þær lesi tilkynningar frá almannavörnum,löggæslu, slysavarnarfélögum eða hjálparsveitum og geri hlé á dagskrá ef brýna nauðsyn ber til og almannaheill krefst. Þá er settur sá sjálfsagði fyrirvari í frumvarpið að lögin skuli endurskoðuð innan þriggja ára. Markmið þessara breytinga er að styrkja útvarp allra landsmanna án þess að hömlur á frjálsa útvarpsstarfsemi séu auknar. Þá eru gerðar eðlilegar og sjálfsagðar kröfur til þeirra sem koma til með að reka útvarpsstöðvar. Svo einkennilega bregður við þegar þessar breyt- ingartillögur sjá dagsins ljós, undirritaðar af Halldóri Blöndal, Ólafir Þ. Þórðarsyni, Birgi ísleifi Gunnars- syni og Ólafi G. Einarssyni, að hið þunga málgagn Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðiði missir stjórn á sér og gefur forræðishyggju sinni og gróðadraumum lausan tauminn. Telur blaðið, eftir að hafa af skefjalausu yfirlæti hrósað sér af því að hafa ekki „brugðið fæti“ fyrir frumvarpið í upphafi (miklir menn erum vér), að nefndin hafi þynnt frumvarpið út „á kostnað frjálsra stöðva“ og leitast sé við „að gera hlut Ríkisútvarpsins sem mestan“ (að hugsa sér). Telur blaðið að afturhaldsöflin innan framsókn- ar ráði í þessum efnum yfir þeim Halldóri Blöndal, Ólafi G. Einarssyni og Birgi ísleifi Gunnarssyni og fróðlegt verður að sjá hvort að málgagninu tekst að tukta þingflokkinn til en því er einmitt oft haldið fram að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins lyppist niður þegar hinn þungi Aðalstrætisrisi, sem verður að nota bæði talnakerfið og stafrófið í blaðsíðutali sínu, byrstir sig. Risinn er óvenju vondur núna, því sjálfur ætlar hann að reka útvarps- og sjónvarpsstöð, undir dulnefninu ísfilm, og finnst gróðamöguleikum sínum skorður settar með þessu frumvarpi. T.d. hamaðist hann á þeirri ósvinnu í heilu Reykjavíkur- bréfi um daginn að kapalstöðvar mættu ekki senda út auglýsingar, þess í stað geta þráðstöðvar innheimt afnotagjöld. NT hefur áður bent á það að óeðlilegt sé að dagblöð fái að reka útvarps- og sjónvarpsstöðvar, vegna hættu á hringamyndum á fjölmiðlasviðinu. Það skal enn ítrekað að rétt væri að tryggja frelsi hins venjulega einstaklings með því að leggja hömlur á risa.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.