NT - 23.02.1985, Blaðsíða 12

NT - 23.02.1985, Blaðsíða 12
 Laugardagur 23. febrúar 1985 12 álkUriNn Þriðja sólóplata Phil Collins ■ Phil Collins er búinn að senda frá sér sína þriðju sóló- plötu og ber hún nafnið „No Jacket Required". Á plötunni er lagið „Sussudio“ ásamt níu nýjum lögum. Eitt laganno, „Inside Out“ er notao sem titillag fyrir framhaldsþátt hjá BBC og í öðru lagi, „Take Me Home“ aðstoða PeterGabriel, Helen Terry og Sting Collins við söngfnn. Fyrsta plata Firm Nýja hljómsveitin hans Jimmy Page, The Firm, sem hann stofnaði ásamt Paul Rodgers er að senda frá sér sína fyrstu plötu. Með þeim kempunum í bandinu er Tony Franklin og Chris Slade og auövitað ber piatan natn hljómsveitarinnar. Níu lög eru á plötunni og verða tvö þeirra gefin út á single samdægurs og stóra platan kemur ut. Lög- in heita „Radioactive" og „Together". Eric Clapton kominn á kreik Eric Clapton hefur sent frá sér litla plötu „Forever Man/ Too Bad“ í tilefni tónleikaferð- ar sinnar um England. Seinna lagið er samið af Claþparan'- um sjálfum og upuptökunni stjórnaði Phil nokkur Collins. Tólf tommu plata býöur §ð auki uppá lagið „Somethingfe Happening“ og í mars er stór plata væntanleg, „Behind The Sun“. W Nýr taktur ■ Þessi fagra snót heitir Vikki Benson og virðist hún vera full fær um að standa meö nýtt lag. „Never Under- við þau loforð sem gefin eru í hennar nýjasta lagi „Passion", þótt hún sé aðeins 17 stand.“ a B ancoy Negro merk- ára gömul. Hún hefur þegar getið sér frægðarorð fyrir lagið „Easy Lové" sem var ^Jommunm^er þeirra hennar frumraun. Astriður Vikkiar eru einmg faanlegar i lengri utgafu (!) og er aukalagið á 12 tommunni „Shoot The Moon“. útgáfa á Vic Godard's laginu „Ambition". Nýtt lag frá Jesus og Mary Chain Skotarnir eru komnir á kreik ■ Jason & The Scorches með hvítar lygar á takteinin- um. Jason & The Scorchers Capitol útgáfan sendir í þessum mánuði frá sér plötur, stórar og litlar með hljómsveit- unum Maze og Jason & The Scorchers. Þetta er sjöunda plata The Maze en nær tvö ár eru síðan síðast heyrðist frá þeim. Ber hún nafnið „Can't Stop The Love“. Á iítilli plötu kemur lagið „Back In Stride" ásamt laginu „Joy and Pain“. Jason og félagar eru með stóra plötu á ferðinni sem þeir kalla „Lost and Found" og hafa sent frá sér lagið „White Lies“ á lítilli plötu. Þeir gerðu garðinn frægan fyrir ári síðan eða svo með Dylan laginu „Absolutly Sweet Marianne". Hressilegt rokk & roll band sem vert er að veita athygli... EMI og Deep Purple Emi heldur uppá endur- holdgun Deep Purple með því að senda á markaðinn 3 af gömlu plötum þeirra í sérstök- um viðhafnarútgáfum með plakötum. Plöturnar eru Mac- hine Head, Fireball og In Rock. Svo nú geta þungarokk- arar sem sþilað hafa gat á eintökin sín tekið gleði sína á ny... Laugardagur 23. febrúar 1985 13 veifl ■ Julian Lennon með nýtt lag á ferðinni og kjaftasög- urnar segja að hann ætli að fara að gifta sig, því þriðja bítlakynslóðin sé á leiðinni. Honum kippir greinilega t kynið, eða þannig.... Julina Lennon með nýtt lag Salan gengur vel á plötunni Valotte og hefur hún losað vel 1V2 milljón eintaka. Lennon hefur sent frá sér nýja litla plötu og er titillagið samið af honum sjálfum, kallast það „Say You’re Wrong" og er það tekið upp af Phil Ramone. Joan Armatrading á ferðinni „Temptation“ heitir ný lítil skífa frá Joan Armatrading og á bakhliðinni er lagið „Talking To The Wall“. Þau eru af nýlegri plötu hennar, „Secret Secrets" og auðvitað er auka- lag á 12tommunni, „Spanking Brand New“. Óháði vinsældalistinn ■ The Smiths hafa skotið Billy Bragg aftur fyrir sig en Skotarnir frá Glasgow sitja enn sem fastast í efsta sætinu. Ex Pistols komnir 4. sætið en einhver vandræði hafa verið með dreifinguna á plötunni í Bretlandi. Vilja tilteknar verslanir ekki selja hana útaf skrifum á plötuumslaginu. Annars tíðindalaust á víg- stöðvunum að mestu... Litlar plötur: 1 1 UPSIDEDOWN .. The Jesus And Mary Chain (Creation) 2 3 H0WS00NISNOW The Smiths (Rough (Trade) 3 2 ST SWfTHlN S DAY Billy Bragg (Go! Discs) 4 6 LANDOFHOPEANDGLORY .... Ex Pistols (Cheny Red) 5 10 SWEETMIX Sweel (Anagram) 6 4--0UT ON THE WASTELAND Anti Nowhere League (ABC) 7" 11 STRIKE Enemy Within (Rough Trade) 8 9 WASHIT ALL OF You've Gol Foetus On Your Breath (Self Immolation) 9 5 COLDTURKEY Sid Presley Experience (SPE) 10 13 GREEN FIELDSOF FRANCE The Men They Couldn'l Hang (Demon) 11 7 NELLIE THE ELEPHANT Toy Dolls (Volume) 12 12 DEATHTOTRAD ROCK Membranes (Criminal Damage) 13 8 RATS Subhumans (Bluurgh) 14 15 HEARTS AND MINDS Farm (Skysaw) 15 16 LIFE'S A SCREAM A Certain Ratio (Fadory) 16 (-) SONG TOTHESIREN This Mortal Coil (4AD) 17 (-) FINELY HONED MACHINE ... Foetus Over Frisco (Self Immolation) 18 19 PLAIN SAILING Tracey Thom (Cherry Red) 19 28 BLUE MONDAY NewOrder (Factory) 20 14 THEPRICE1984 New Model Army (Abstract) Stórar plötur: 1 2 HATFULOF HOLLOW The Smiths (Rough Trade) 2 1 TREASURE Cocteau Twins (4AD) 3 3 ITLLENDINTEARS This Mortal Coil (4AD) 4 5 SMELLOF FEMALE Cramps (Big Beat) 5 7 RAINING PLEASURE Triflids (Hot) 6 11 TALKABOUTTHEWEATHER.... ... RedLorry,YellowLony(RedRhino) 7 4 GOOD ANDGONE ... Screaming Blue Messiahs (Big Beat) 8 6 VENGEANCE New Model Army (Abstract) 9 10 SLOWTOFADE Red Guitars (Self Drive) 10 25 RUMBLE Inca Babies (Black Lagoon) 11 12 HOLE Scraping Foetus Off The Wheel (Self Immolation) 12 15 WE DON'T WANT YOUR FUCKING WAR Varios (Jungle) 13 13 NATURAL HISTORY March Violets (Rebirth) 14 17 HEADOVER HEELS Cocteau Twins (4AD) 15 8 ZENARCADE Húsker Du (SST) 16 22 WE HATE YOU SOUTH AFRICAN BASTARDS.. Microdisney (Rough Trade) 17 9 STOMPING AT THE KLUB FOOT.. Various (ABC) 18 (-) BROADCASTING FROM HOME... Penguin Cafe Orchestra (EG) 19 27 JESUS EGGTHATWEPT Danielle Dax (Awesome) 20 19 TREELESS PLAIN TnfesjHo!) Ársel vinsældalisti: King á uppleið í Árseli, komnir í 2. sætið irieð Love and Pride. Af öðrum nýjum lögum má nefna This is not America með Bowie og Skin Deep með Stranglers af plötunni Aural Sculpture. En hér kemur listinn: 1 2 MOMENT OF TRUTH Survivor 2 (-) LOVE AND PfliDE' King 3 3 SAVEAPRAYER Duran Duran 4 5 LATEBAR Duran Duran 5 (-) IWILLDIE FOR YOU Prince 6 1 IWANTTOKNOWWHATLOVEIS Foreigner 7 7 LOVERBOY Billy Ocean 8 (•) THISIS NOT AMERICA David Bowie 9 11 SH00TY0URSH0T Divine 10 (•) SKINDEEP Stranglers 11 15 PRIDE U2 12 8 SOLID Ashford & Simpson 13 14 WOODPAKERS FROM SPACE . VideoKids 14 10 BÚKALÚ Stuðmenn 15 (-) EASYLOVER Philip Bailey ■ Jim „Jackal“ Lantsbery, Paul King, Tony Wall og Mick Koberts eru lagið Love and Pride. Sveit sína kalia þeir því hógværa nafni KING, eftir nýjustu stirnin í poppinu og tróna þessa vikuna á toppinum í Englandi með aðalsprautunni í bandinu. Við erum engir mommustrákar!" ■ Love and Pride heitir topplagið í Englandi þessa vikuna flutt af hljómsveitinni King. Og þeir eru á hraðri uppleið hér heima og sáust í Skonrokki á dögunum og heyrast æ oftar í rásunum. En hverjir eru King? „Við erum engir mömmustrákar“ i lýsa þeir yfir í viðtali sem Nýr taktur rakst á og verður gripið niður í það lesendum til fróð- leiks. „Auðvitað erum við ánægðir og allir í uppnámi“ er haft eftir Paul King söng- varanum „ég hélt aldrei að okkur tækist þetta ekki“ seg- ir hann og bendir á að menn verði að hafa trú á því sem þeir eru að gera ef árangur ! eigi að nást. Því til áréttingar segir hann sögu af skólafé- laga sínum sem hafi spurt hann að því hvað hann ætlaði að gera ef hann „meikaði” það ekki. Paul hafði ekki hugsað neitt um það því „ef maður er með einhverja varaáætlun þá reynir maður aldrei til þrautar að ná aðal- markmiðinu". En þótt að Paul King sé kokhraustur náungi hafa margir verið tilbúnir til þess að dæma King norður og niður. Talað hefur verið um hversu fáránlegt þetta spray- málverk þeirra félaganna sé, úthugsaðar hárgreiðslur og allt þeirra hjal um einlægni, samheldni og stolt sé dæmi um hljómsveit sem reyni ör- vingluð að skapa sér nafn. Paul King lætur sér fátt um þessar raddir finnast og segir að þetta . sýni bara hug- myndaleysi. Þeir sem svona tali sjái ekki hvað þeir séu í raun og veru. Nærtæk spurning hvað þeir séu í raun og veru og King svarar því þannig: „Við erum band sem hefur tekist að þræða þá vandrötuðu leið að ná út til fjöldans og sam- tímis halda í heiðri lista- mannastolti okkar". Og King er viss um að þeir félagarnir hafi til að bera það sem þarf til að öðlast frama og frægð - slá í gegn eins og Stuðmenn sungu um hér í eina tíð - og ef dæma á eftir hraðferð þeirra upp listana síðustu vikur með Love and Pride gæti hann allt eins haft rétt fyrir sér. Meðlimir King eru: Jim „Jackal" Lantsbery sem átt hefur lítinn plastgítar síðan hann var smástrákur. Hann var meðlimur í soul bandinu Team 23 þegar Paul hringdi í hann og sagðist vera að starta bandi og spurði hvort hann vildi vera með. Jim var „vandræðaunglingur" í æsku og þaðan kemur viðurnefnið sjakalinn. „En við vorum ekki svo slæmir strákar, okk- ur skorti hugrekki til þess“ er haft eftir honum. Tony Wall er trúður bandsins og smádjöfull í sér að sögn. Hann var í sama skóla og Paul og í þá daga ætlaði hann sér að verða slökkviliðsmaður! En það varð ekki. Hann vann sem smiður um tíma áður en hann gekk til liðs við sveitina The Reluctant Ster- eotypes sem Paul var í og þegar hugmyndin að King fæddist var Tony sjálfkjörinn sem bassaleikari. Mick Roberts hefur alltaf langað til að verða proff tónlistarmaður og byrjaði hann að leggja grunninn að því 4 ára gamall. 15 ára var hann svo góður að honum var boðinn styrkur til að stunda píanónám en þá hafði poppbakterían náð tökum á stráksa svo örlög hans voru ráðin. Hann var svo heppinn að verða fyrir valinu þegar leitin stóð yfir að hljóm- borðsleikara en hafði þá troðið upp með ýmsum hljómsveitum. King sjálfur hefur orð á sér fyrir að vera fæddur for- ingi með útgeislun og sterk- an persónuleika og allt það enda heitir hann hvorki meira né minna en Paul Francis Luke King. Hann er 24 ára, frá Coventry eins og hinir í bandinu og átti hann litlausa ævi þar til hann varð 13 ára gamall og fór að stæla Bowie í klæðnaði og hár- greiðslu. Hann var laminn í plokkfisk hvað eftir annað og varð að losa sig við stælinn - en síðar hefur hann verið heppnari með sinn eiginn stfí. „Ég er Tommy Steele níunda áratugarins" segir þessi nýjasta poppstjarna Englands sem er óðum að leggja heiminn að fótum sér. Virðist sem bandið ætli að standa undir nafni: KING. Jazzkvikmynd með poppurum: Algjörir byrjendur ■ Julien nokkur Temple leik- stjóri er að gera mynd sem heitir „Absolute Beginners" og meðal þeirra sem taka þátt í henni eru David Bowe, Sade, Paul Weller, Elvis Costello og Ray Davis svo einhverjir séu nefndir. Boy George, Mick Jagger og Keith Richard hafa sýnt áhuga á að vera með en ekki er enn Ijóst hvort af því verður. Myndin er gerð eftir sögu Colin Macinnes og gerist í heimi jazzgeggjara á sjötta áratugnum. Leikstjórinn hefur látið hafa eftir sér að myndin fjalli um áhrifin sem þetta tímabil hefur haft á seinni tíma en að hans áliti var lagður grundvöllur á þessum árurn fyrir því sem gerð- ist seinna meir í tónlist í Eng- landi. Tónlistin er útsett af jazzist- anum Gil Evans en lögin eru m.a. eftir Elvis Costello, Paul Weller og Bowie hefur verið boðið að semja lag fyrir mynd- ina líka. Hann fer einnig með eitt hlutverkanna ásamt Ray Davis en Sade mun sjást í myndinni syngjandi í nætur- klúbbi... ■ Bowie enn cina ferðina á hvíta tjaldið. Betri kjör bjóðast varla Einfalt og öruggt fyrirkomulag þess vegna vel ég vaxtareikning Eg legg sparifé mitt inn á Hávaxtareikning Samvinnubankans. ’ hvert skipti fæ ég stofnskírteini fyrir innborgunlnni, en þaö er alltaf laust og óbundiö þegar ég þarf á peningunum aö halda. Meö þessu tryggi ég sparifé mitt gegn veröbólgu og ávaxta þaö á aröbæran hátt Þetta er einfalt og öruggt fyrirkomulag. Gd’ vaxtareikningur Reikningur sem hægt er aö treysta.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.