NT - 23.02.1985, Blaðsíða 21

NT - 23.02.1985, Blaðsíða 21
#*** , r . - ... . » - - - - Laugardagur 23. febrúar 1985 21 Frjálshyggja Reagans: Fangelsi yfirfyllast auknir glæpir og ofbeldi í fangelsum ■ Bandarísk fangelsi eru of- trodin frumskógarsamfélög þar sem ofbeldi eykst stööugt og sjálfsmorð eru æ algengari. „Lélegur aðbúnaður, aukið ofbeldi i fangelsum og oftroðin Sjálfsmorðstilraun: Lenti á 79 ára öldungi Sal/burg, Austurríki-Keuter ■ 27 ára Austurríkis- maður reyndi aðfremja sjálfsmorð í gær. Maðurinn fleygði sér fram af 30 metra háum kletti en lenti í hópi ferðalanga sem nutu náttúrufegurðar Mo- enscheberg klettsins. Maðurinn lenti á 79 ára v-þýskum öldungi í hópi ferðalanganna við rætur klettsins. Mennirnir voru báður fluttir á slysavarðstoíu vegna alvarlegra höfuð- áverka. Kona Austurríkis- mannsins fékk taugaáfall að sögn lögreglunnar. Ráná atómöld l.ondon-Keuter ■ Sjórán kalla fram í hugann nöfn eins og Captain Kidd og fleíri sögufræg nöfn. Flestir tengja sjó- rán við fortíðina. En sjórán eiga sér enn stað á því herrans ári 1985. Sjóræningjar réðust um borð í eitt fraktskip bandaríska sjóhers- ins nálægt Indónesíu í síðasta mánuði. Skipstjórinn var tjóðrað- ur við stýrið og ræningjar létu greipar sópa og komust undan með andvirði um 800.000 kr„ að sögn talsmanna sjóhepsins. Að sögn þeirra er þetta í annað sinn í tvö ár sem skip sjóhersins er rænt á álum Malacca - eitt mesta sjóræningjasvæði heimsins - og sjórán fara í vöxt. í síðasta mánuði var reynt að ræna farþegaskip við Filipseyjar með 260 farþega, en strandgæsl- unni tókst með naumindum að bjarga skipinu. Sjóræningjarnir náðust ekki. Talsmenn skipafélaga á Vestur- löndum telja að sjórán séu tíðust á siglingaleiðum með ströndum Brasilíu, V-Afríku, Tailands og Indónesíu. fangclsi, eru ógnvekjandi stað- reyndir sem yfírvöld banda- rískra fangelsa eiga við að etja daglega,“ segir Charlotte Nes- bitt fyrrverandi fangavörður og núverandi fulltrúi samtaka fangavarða. „Þótt evrópsk fangelsi séu e.t.v. subbulegri en bandarísk þá er ofbeldi í bandarískum mun meira en í breskum og frönskum fangelsum og v- þýskum“ sagði prófessor í Dlinois háskóla í réttarmálum fanga. „Meðal alvarlegra vandamála hér eru árásir á samfanga nauðganir og fjárkúganir," sagði Sean McConville prófessor. Reagan sagði í ávarpi sínu til bandarísku þjóðarinnar 6. febrú ar sl. að þakka mætti hertum refsilögum að „metfjöldi glæpa- manna væri settur bak við lás og slá“. Samkvæmt tölfræðilegum upplýsingunt voru helmingi fleiri fangar sem höfðu verið dæmdir fyrir alvarlega glæpi á síðasta ári í bandarískum fang- elsum en fyrir 10 árum síðan. Fjölgun fanga var mest á fyrstu árum stjórnar Reagans 1981-82 Þannig helst í hendur öfga- fullur niðurskurður nýfrjáls- hyggju Reagans á útgjöldum til félagsmála og aukning glæpa. Nýlega hert refsilöggjöf mun enn auka vandann. Reuter o.fl. **&***>. wtmmamwtíw ******** ***** ~ m* te ■ „Dauðadalstímar“ segir á þessu auglýsingaskilti sem bandarískt sjónvarpsfyrirtæki dreifði í Bandaríkjunum til að auglýsa dagskr- ána. Mörgum þykir auglýsingin tímanna tákn. Reagan leikur aðalhlutverkið í „dauðadalssjónleik“ nýfrjálshyggjunnar í Banda- ríkjunum. Reagan hefur dæmt örbirgð yfir lágstéttirnar og dregið úr framlögum til félagslegrar þjónustu. A valdatíma Reagans hefur tíðni alvarlegra glæpa aukist að inun. Rcagan einbeitir sér nú að VÍgvæðÍngU geimsins. Simamvnd-POI.POK) Vt C, 1 he memf «uee#»«tMl Vtmttmfi nmim í« :y immHamnitg hístory . ; | „ ,0M út IM top 3 #haw& tm TV lor ovsr 7 yeartsr '*«»» tmi I D* The thwt* «r« «8 tn». CMvtutfy n tnddacummtod m m BLANt EWTE«miNMIIÍT Bretaprins á heræfingum ■ Karl Bretaprins, sem sagt hefur að viti ekki hlutverk sitt í lífinu, tók þátt í heræfingum NATO í Voss í gær. Prinsinn fylgist ineð æfíngunum og leikur hér á myndinni hlutverk skriðdrekastjóra. .Símaim nd: PÖLFOTO. Breska kolaverkfallið 150.000 enn í verkfalli ■ Arthur Scargill, leiðtogi kolanámamanna sagði í gær að milli 130.000 og 140.000 námamenn séu enn í verk- falli. „Þrátt fyrir siðlaust og grimmt stríð sem ríkisstjórn- in, stjórn námanna og fjöl- miðlar heyja gegn Sambandi námamanna tekur mikill meirihluti námamanna enn þátt í verkfallinu til að bjarga kolaiðnaðinum og störfum sínum,“ sagði Scargill. Stjórn námanna hefur haldið því fram að náma- menn hafi streymt til vinnu eftir að Thatcher og stjórn námanna sigldi í strand möguleikanum á nýjum samningaviðræðum. Thatc- her tók undir kröfur stjórnar námanna sem eru í ríkiseign, um að stjórn námanna hafi skilyrðislausan rétt til að loka námum sem hún telur óhag- kvæmar. Óhagkvæmni námanna er mjög umdeild og eru náma- menn ekki aðeins að vernda ■ Arthur Scargiil sagði í gær að 150.000 námamenn séu enn í verkfalli. störf sín heldur einnig að gæti hagsmuna byggðalaga. Thatcher beitir hins vegar stjórn námanna fyrir sig til að brjóta á bak aftur kola- verkfallið sem er prófsteinn á það hvort ný-frjálshyggju stefna Thachers sem margir telja öfgastefnu tekst að möl- brjóta breska verkalýðs- hreyfingu. Reuter o.fl. Perú: Stórárás skæru- liða á Lima Lima-Keuter ■ Skæruliðar úr samtökum maoista, Stígnum skínandi (Send- ero Luminoso) gerðu í fyrrinótt stórárás á ýmis mannvirki í Lima, höfuðborg Perú. Skæruliðarnir gerðu sprcngju- árásir á flokkskrifstofur fjögurra stjórnmálaflokka, og réöust á tvo banka og dómshús. Tveir skæru- liðar voru skotnir til banda og cinn af leiðtogum þeirra, Ava Cardcn- as, særðist þcgar þeir voru að koma fyrir sprcngju við vöruhús í horginni. í kjölfar árásarinnar handtók •lögregla rúmlcga þúsund manns. Talsmcnn lögreglunnar sögðu að hinir handteknu fengju leyfi til aö fara heim til sín þegar ættingjar þeirra hefðu borið kennsl á þá. Skæruliðar hafa hafið mikla her- ferð til að trufla fyrirhugaðar kosn- ingar í Perú þann 14. apríl næst- komandi. Peir scgja að kosn- ingarnar séu aðeins til að viðhalda völdum hinna ríku í landinu. Meira en 130 manns hafa látist í þcssum mánuði í átökum skæru- Iiða og stjórnarhcrsins í Perú. V-Þýskaland: Daimler-Benz í her- gagnaframleiðslu Stuttgart-Keuter ■ Daimler-Benz fyrirtækið í V- Þýskalandi er að taka yfír véla- framleiðslu MTl) fyrirtækisins sem framleiðir m.a. vélar í herþot- ur og skriðdreka fyrir NATO. lalsmenn fyrirtækisins sögðu i gær að markmiðið sé að hefja framleiðslu á sviði há-tækni- iðnaðar. Forstjóri MTU, E.rncst Zimmermann var skotinn til bana 1. febrúar s.l. af borgarskærulið- um. Sú árás var hluti af samhæfðri hcrferð borgarskæruliða í Evrópu gegn NATO-skotmörkum. ■ Svíar hafa tekið í notkun kola- hrcinsunarstöð sem framleiðir kola- vökva (fluidcarbon). Framlciðslugeta stöðvarinnar, sem er í Malmö, er 250.000 tonn á ári og segja Svíar hana stærstu kolahreinsunarstöð í heimi. Kolavökvinn erframleiddur í fjórurn framleiðslustigum. Fyrst eru kolin mul- in og sextíu hundraðshlutum af vatni blandað saman við þau. Kolavatnsleðj- an er síðan hreinsuð af ösku og brenni- steini. Á þriðja stiginu er vatnsmagnið minnkað aftur niður í 25% og að síðustu er ýmsum efnum bætt saman við. Að lokum inniheldur kolavökvinn 65 til 80 prósent af kolum og eitt prósent af bætiefnum en afgangurinn er vatn. Engin vatnsmengun verður við framleiðsluna þar sem framleiðslukerf- ið er lokað og öll aukaefni eru nýtt til að búa til jarðveg eða á annan hátt. Þótt framleiðslugeta stöðvarinnar sé um 250.000 tonn á ári vinna aðeins tuttugu menn í henni. Kolavökvinn verður notaður í stað olíu í iðnaði. Eftir ' að fjárfestingarkostnaður og orkukostnaður hefur veriö greiddur er kolavökvinn sagður um 15% ódýrari en steinolía sem gefur af sér svipaða orku við brennslu. Hægt er að breyta flestum gufukötl- um í iðnaði úrolíukötlum í kolavökva- katla. Svíar segja slíka breytingu á kötlunum geta borgað sig upp á tveim til þrem árum. Efnafræðimiðstöð háskólans í Lundi vann að undirbúningsrannsóknum fyrir framleiðslu kolavökvans undir forystu próferssors Björns Lindman og Lars Stigsson verkfræðings. J.H. Parket auglýsir: Er parketiö ordid ljótt? Pússum upp og lökkum PARKET Finnig pússum við upp og lökkum hverskyns viðargólf. Uppl. í síma 78074 eftir kl. 2 i daginn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.