NT - 14.03.1985, Qupperneq 24
„Það verða engin uppboð,“ segja Patreksfirðingar:
Hagnaður af rekstri
hraðfrystihússins
- uppboðsbeiðnirnar segja sína sögu segir sýslumaður
■ „Ég á ekki von á því að til
neinna uppboða komi vegna
Kaupfélagsins, og fyrirtækja
sem eru í kringum það,“ sagði
Jens Va'dimarsson fram-
kvæmdastjóri hraðfrystihússins
á Patreksfirði í samtali við NT í
gær. t síðasta Lögbirtingablaði
er gífurlegur fjöldi eigna í Vest-
ur-Barðastrandasýslu auglýstur
Engin síma-
vandræði í
Grafarvogs-
hverfinu
- bidlistarekki tit
lengur,segirPóst«
og símamálastjóri
■ Nú þurfa íbúar Graf-
arvogshverfisins ekki
lengur að bíða eftir símtól-
um sínum. Samkvæmt
upplýsingum frá Jóni
Skúlasyni, Póst- og síma-
málastjóra, þá eru nú sett-
ir upp símar jafnóðum og
umsóknir liggja fyrir, en
nýlega var tekin í gagnið
ný miðstöð í Hraunbæ, og
línur í Grafarvog þegar
orðnar yfir 100.
Að sögn Jóns er búið að
leggja jarðsíma í allt
hverfið nú þegar og aðeins
stóð á lausum númerum í
hverfið, en nú hefur það
sem sé verið leyst, og mun
nú enginn hörgull á núm-
erum.
á nauðungaruppboði, þar á
meðal hraðfrystihúsið á Patr-
eksfirði að beiðni Fiskveiði-
sjóðs.
„Hvaö hraðfrystihúsið
varðar, þá á ég von á því að
þeim málum verði bjargað. Pað
líður reyndar ekki svo árið að
ekki sé annað hvert frystihús
auglýst á nauðungaruppboði.
Ég reikna með að þessu verði
bjargað nú eins og áður. Rekst-
urinn á frystihúsinu gekk mjög
vel síðasta ár og fyrstu 8 mánuð-
ina var hagnaðurinn um 6 millj-
ónir króna samkvæmt bráða-
birgðauppgjöri. Þar í er falinn
rekstur togara og línubáts. Töl-
ur fyrir allt árið eru ekki fyrir
hendi, en okkur sýnist að þær
verði ekki lakari en þetta." Jens
sagði að ekki kæmi til uppboða
nema í örfáum tilfellum af þeim
sem getur að líta á tveim breið-
síðum Lögbirtings.
„Ég get ekki staðfest það að
þessar uppboðsbeiðnir hafi ver-
ið dregnar til baka,“ sagði Stef-
án Skarphéðinsson sýslumaður
við NT. „Það segir auðvitað sína
sögu, að svo margar eignir skuli
vera auglýstar á nauðungarupp-
boði hér í sýslunni. Það gerist
reyndar víðar, eins og tölur
Húsnæðisstofnunar ríkisins
sýna. Þetta segir allt sína sögu
um ástandið í landinu." Stefán
sagðist hafa ástæðu til að óttast
að það kæmi til uppboðs á togar-
anum Sölva Bjarnasyni- frá
Tálknafirði, en það yrði rnjog
alvarlegt mál fyrir það byggðar-
lag.
Óvenju
mikið
um
árekstra
■ Óvenju mikið var um
árekstra víða á landinu í
gær. í Reykjavík urðu 15
ákeyrslur á tímabilinu frá
sex að morgni til klukkan
fjögur síðdegis. Þá urðu
fjórir árekstrar á ísafirði
og tvær útafkeyrslur og á
Akureyri var vitað um tíu
umferðaróhöpp. Að sögn
lögreglunnar voru þetta
allt minniháttar slys og
engin meiðsl á fólki. A
ísafirði og Akureyri gátu
menn afsakað sig með
hálku en Reykvíkingarnir
verða að fara að lækka
flugið og líta í kring um
sig. Það borgar sig að flýta
sér hægt þó að færðin sé
góð og skyggni allt til
Skagafjarðar.
NT-raynd: Árni Bjama.
Kennarasamband íslands:
Fjársöfnun til styrktar framhaldsskólakennurum
- og 2000 þeirra skuldbinda sig til að ganga ekki í störf framhaldsskólakennaranna
■ Um þessar mundir hyggst
kennarasamband íslands gang-
ast fyrir fjársöfnun til styrktar
kjarabaráttu framhaldsskóla-
kennara í HÍK og á söfnunar-
féð að renna í kjaradeilusjóð
HÍK.
Þá hafa um tvö þúsund
kennarar úr kennarasambandi
íslands skuldbundið sig með
undirskrift til þess að ganga
ekki í störf framhaldsskóla-
kennara sem tóku þátt í fjölda-
uppsögnum þann 1. mars. Að
sögn Valgeirs Gestssonar, for-
manns KÍ,þá ætlast kennara-
sambandið til þess að allir fé-
lagar þess standi við slíka
skuldbindingu. „Það er því
ljóst að skólarnir verða ekki
mannaðir með kennurum úr
kennarasambandi íslands“
Stjórn kennarasambands Is-
lands hefur auk þess sent
menntamálaráðherra og
fjármálaráðherra ályktun þar
sem lýst er fullri samstöðu með
félagsmönnum HÍK sem heyja
nú harða baráttu fyrir bættum
kjörum kennara.