NT - 22.03.1985, Side 10

NT - 22.03.1985, Side 10
Föstudagur 22. mars 1985 10 — Blðð II Sjónvarp föstudag kl. 19.25: Knapaskólinn Nýr flokkur fyrir börn og unglinga ■ í kvöld kl. 19.25 hefst nýr breskur myndaflokkur í sex þáttum fyrir börn og unglinga í sjónvarpinu. Hann heitir Knapaskólinn og segir þar frá ungri stúlku sem leggur hart að sér til að geta látið rætast þann draum sinn að verða knapi. Með aðalhlutverk fer Dana Humphries og það er Guðni Kolbeinsson sem þýðir. í fyrsta þætti kynnumst við Billy, sem Jack Harrup ræður með hálfum huga til að hirða um hestana í hesthúsinu sem hann hefur umsjón með. Það líður ekki á löngu þar til hún kemur sér út úr húsi hjá eig- anda margra hesta í húsinu, sem á mikið undir sér, og lítur helst út fyrir að hún verði ekki langlíf í nýja starfinu. En Billy er fylgin sér og full sjálfstrausts og verður ekki svo auðveldlega slegin út af laginu. Hinu unga fólkinu í hesthús- unum finnst Billy mesti mont- rass og ákveður að lækka í henni rostann. Það leggur fyrir hana gildru, sem hún fellur í með látum. ■ Við fáum að heyra Presley- lag í þættinum með íslenskum texta. ■ Ásgeir Tómasson verður með þátt sinn „Léttan laugar- dag“ á Rás 2 kl. 14.00-16-00 á morgun laugardag. Ásgeir sagðist fá heimsókn í þáttinn. Til hans koma leikarar og leik- stjóri frá Leikfélagi Hafnar- fjarðar, sem ætla að fara að frumsýna söngleik, sem heitir „Rokkhjartað slær". „Þeir ætla að segja mér og hlustendum eitthvað um þenn- an söngleik og við fáum að heyra eins og eitt lag úr honum. Það má búast við að sumir kannist við lagið, en það er gamalt Elvis Presley-Iag sem kominn er íslenskur texti við. Þórunn Sigurðardóttir, blaðamaður og leikstjóri, vinn- ur með leikfélagsfólki í Hafn- arfirði að þessum söngleik. „Annars kemur þetta allt í ljós á laugardaginn," sagði Ás- geir. Rás 2 kl. 14. Rokkhjartað slær Sjónvarp föstudag kl. 21.15: BoyGeorgeog Culture Club ■ Eitt af fáránlegri fyrirbxr- um poppheimsins á síðastliðn- um árum er drengurinn Boy George, sem sumum fínnst reyndar líkari stelpu en strák, enda gengst hann upp í því að ganga fram af fólki. Hann er aðalsöngvari hljómsveitarinn- ar Culture Club, sem hefur átt sinn sauðtrygga aðdáendahóp víða uin lieim um langt skeið. Sjónvarpsþáttur um Boy Ge- orge og Culture Club í kvöld kl. 21.15 ætti að gleðja þann stóra hóp. Þeim sem geta hins vegar ekki þolað garpana er hins vegar bent á að taka sér annað fyrir hendur þann rúma klukkutíma sem útsendingin stendur. Hér er sjálfur höfuðpaurinn Boy George með möminu sinni, sem virðist vera álíka skrautleg manntegund og sonurinn. Sjónvarp föstudag kl. 22.20: Kennarastarfið er ekki leikur einn ■ Allt í hers höndum kallast föstudagsmynd sjónvarpsins á íslensku, en heitir upphaflega „The Blackboard Jungle". Myndin er bandarísk frá 1955 og í svart/hvítu. Sýning á henni hefst kl. 22.20. Richard Dadier (Glenn ■ Ásgeir Tómasson stjórnar þættinum „Léttur laugardag- ur“. Ford) er nýkominn úr hcrnum og er að glíma við sitt fyrsta starf sem kennari í skóla í stórborg. Hann er fullur bjart- sýni til að byrja með en kemst fljótlega að raun um að hann kemst ekki langt í þessu starfi með hugsjónirnar einar að vopni. Nemendur skólans eru sjó- aðir í frumskógarlífi stórborg- arinnar og þeir taka kennara sina engum vettlingatökum. Þegar þeir átta sig á því að Dadier lætur ekki bugast við sífellda áreitni og móðganir grípa foringjar þeirra Artie West (Vic Morrow) og Gre- gory Miller (Sidney Poitier) til sterkari meðala. En það er ekki hlaupið að því að brjóta Dadier á bak aftur og hann lætur sig ekki einu sinni eftir að hafa orðið fyrir barsmíðum nemendanna á fáfarinni götu. En þegar hann er ásakaður fyrir að eiga í ástarsambandi við kennslu- konu og konu hans, Anne (Anne Francis), sem er ófrísk, berast tíðindin, nær óttinn tök- um á heimilinu. Svo fer þó að lokum að Dadier tekst að ná sambandi við nemendur sína og fyllist nýrri trú á að hann sé á réttri hillu. Leikstjóri myndarinnar ér Richard Brooks. Þýðandi er Kristmann Eiðsson. Föstudagur 22. mars 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Dagiegt mál. Endurt. þáttur Sig- urðar G. Tómassonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorð - Sigurbjörn Sveinsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund 'barnanna Guðrún Snæbjörnsdóttir les tvö ævintýri, sænskt og danskt, eftir ókunna höfunda í þýðingu Sigur- jóns Guðjónssonar. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli sér um þáttinn. (Rúvak). 11.15 Morguntónleikar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 „Eldraunin" eftir Jón Björnsson. Helgi Þorláksson les (2). 14.30 A léttu nótunum Tónlist úr ýmsum áttum. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Siðdeglstónleikar: Tónlist eft- ir Johann Sebastian Bach a. Óbók- onsert í d-moll. Heinz Holliger og St. Martin-in-the-Fields hljómsveit- in leika; lona Brown stjórnar. b) Konsert í C-dúr fyrir tvö píanó og hljómsveit. Clara Haskil og Geza Anda leika með hljómsveitinni Fil- harmóníu; Alceo Galliera stjórnar. c. Konsert i d-moll fyrir tvær fiðlur og hljómsveit. Henryk Szeryng og Peter Rybar leika með „Collegium Musicum“-hljómsveitinni i Wint- erthur; Henryk Szeryng stjórnar. 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.55 Daglegt mál. Valdimar Gunn- arsson flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Öldur hafsins I lífsins ólgusjó Védis Skarphéð- insdóttir fjallar um skáldið Geir Hallgrím Siemsen og les úr ævi- minningum hans. b. Af Margréti Benedictsson i' Vesturheimi Lóa Þorkelsdóttir les annan hluta frá- sagnar sinnar. d. Rannveig stórr- áða Gyða Ragnarsdóttir les úr bók Óskars Clausens „Horfnir íslend- ingar". Umsjón: Helga Ágústsdótt- ir. 21.30 Gestir í útvarpssal Edna Arth- ur og Bryce Gould frá Edinborg leika þjóðlega skoska tónlist á fiðlu og píanó. 22.00 Lestur Passiusálma (41) 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Úr blöndukútnum - Sverrir Páll Erlendsson. (Rúvak). 23.15 A sveitalínunni Umsjón: Hilda Torfadóttir. (Rúvak). 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. Laugardagur 23. mars 7.00 veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tón- leikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð - Astríður Haraldsdóttir talar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 8.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnarssonarfrá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.) Óskalög sjúklinga, frh. 11.20 Eitthvað fyrir alla. Sigurður Helgason stjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.40 Iþróttaþáttur Umsjón: Ragnar Örn Pétursson. 14.00 Hér og nú Fréttaþáttur í viku- lokin. 15.15 Llstapopp - Gunnar Salvars- son. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 fslenskt mál Guðrún Kvaran flytur þáttinn. 16.30 Bókaþáttur Umsjón: Njörður P. Niarövík. 17.10 A óperusviðinu Umsjón: Leif- ur Þórarinsson. 18:10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 A hvað trúir hamingjusam- asta þjóð i heimi? Umsjón: Valdís Óskarsdóttir og Kolbrún Halldórs- dóttir. 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Grant skipstjóri og börn hans“ eftir Jules Verne Ragnheiður Arn- ardóttir les þýðingu Inga Sigurðs- sonar(12). ' 20.20 Harmonikuþáttur Umsjón: Bjami Marteinsson. 20.50 „Skylmingar við skáldið Svein“ Auðunn Bragi Sveinsson ræðir við Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi, sem rifjar upp viðskipti sín við Svein Hannesson frá Elivogum. (Áður útvarpað 1970) 21.25 „Frásögnin um lestina“ eftir Evu Moberg Hanna Lára Gunn- arsdóttir les þýðingu sína. 21.35 Kvöldtónleikar. Þættir úr sí- gildum tónverkum. 22.00 Lestur Passíusálma (42). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Þriðji helmurinn Þáttur í umsjá Jóns Orms Halldórssonar. 23.15 Hljómskálamúsík Guömund- ur Gilsson kynnir. 24.00 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón örn Marinósson. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarpfrá RÁS 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 24. mars 8.00 Morgunandakt Séra Hjálmar Jónsson prófastur flytur ritningar- orð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög Hljómsveit Hans Carste leikur. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar a. „Sjá, morgunstjarnan blikar blíð", kant- anta nr. 1 á boðunardegi Mariu, eftir Johann Sebastian Bach. Kurt Equiluz, Max van Egmond og Vín- ardrengjakórinn svngja með Conc- entus musicus-kammersveitinni í Vín; Nikolaus Harnoncourt stjórnar. b. Orgelkonsert op. 4 nr. 4 í F-dúr eftir Georg Friedrich Hándel. Daniel Chorzempa og Konserthljómsveitin i Amsterdam leika; Jaap Schröder stjórnar. c. Concerto grosso nr. 1 í d-dúr eftir Archangelo Corelli. I Musici-kam- mersveitin leikur. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Stefnumót við Sturlunga Ein- ar Karl Haraldsson sér um þáttinn. 11.00 Messa í Garðakirkju Prestur Séra Örn Bárður Jónsson. Organ- leikari: Þorvaldur Björnsson. Há- degistónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 „Ævintýri úr hugarheimum" Þáttur um þýska rithöfundinn Mic- hael Ende og verk hans. Umsjón Arthúr Björgvin Bollason og Helga Brekkan. 14.30 Frá tónlistarhátíðinni í Salz- burg sl. sumar Edita Gruberova syngur lög eftir Richard Strauss og Ambroise Thomas. Irwin Gage leikurá píanó. 15.15 Allt í góðu meö Hemma Gunn. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Um vísindi og fræðl Um samkirkjulega guðfræði. Dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor flytur sunnudagserindi. 17.00 A óperutónleikum i Háskóla- bíói Martha Colalillo og Piero Visc- onti syngja með Sinfóníuhljóm- sveit Islands; Jean-Pierre Jacquil- lat stjórnar. a. Forleikur og aría Michaelu úr óperunni „Carmen“ eftir Georges Bizet. b. Forleikur og aría Lyonels úr óperunni „Marta“ eftir Friedrich von Flotow. c. For- leikur að óperunni „Vald örlag- anna“, aría hertogans úróperunni „Rigoletto", forleikur og aría Vio-

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.