NT - 14.04.1985, Blaðsíða 6

NT - 14.04.1985, Blaðsíða 6
■ Bananaklasarnir bíða pökkunar og útskipunar. Auðhringurinn mun fyrir náð og miskunn kaupa uppskeru af ® Lögreglulið bældi verkfall bananaverkamanna niður. takmörkuðu svæði næstu fimm árin. Bananahringurínn kveður Costa Atvinnuleysi blasir vid 50 þúsundum manna ■ I .aufið er tekið aö skraufþorna og er orðið á litinn eins og brúnn um- búöapappír. Á stígunum milli han- anaplantnanna er 'búið að hlaða upp rörunum sem mynduðu sjálfvirka vökvunarkerfið. Það er búið að taka símann á járnbrautarstöðinni úr sambandi. í Palmar Sur, þar sem bandaríski auðhringurinn „United Brands" ræktaði banana fram á síð- ustu tíma. er nú verið að pakka öllu sanian. Juan Vineente Gonzálcs liggur í hengirúminu og starir út í bláinn. Honum hefur verið sagt upp ásamt 1500 öðrum. Þetta er fimmti mánuð- urinn sem liann hefur ekkert haft að gera. „Við lifum á hrísgrjónum og baununt og enn eru nokkrir bananar á trjánum," segir hann. „Ekki var um aðra vinnu að ræða í Palmar Sur og ofan á aðrar áhyggjur bætist það að þessi 4? ára gamli maður má eiga von á að missa brátt húsnæðið, því bananafyrirtækið á húsið. Klukkustundarakstur er til bónd- ans Ever Prendas Rodriguez og hann ber sig illa: „Meðan járnbrautin gekk hingað enn var ódýrt að fá maísinn lluttan til Ciudad Meilly. En nú verö- um við að kaupa vörubíla til þess að flytja liann og það er fimmtán sinnum dýrara." Þúsundir segja sömu sögu í sveitunum. En hvað skal gera? Það er bananafyrirtækiðsem á járnbrautina. Aö sögn stjórnvalda eru það 50 þúsund manns sent misst hafa atvinnu sína eftir að „United Brands" missti áhugann á Costa Riea. Sanit hafði „Yunai" eins og heimamenn kalla fyrirtækið svo prýðilega fyrirgreiðslu í þessu landi. Fyrirtækið fékk vatn til vökvunar ókeypis og það þurfti engan toll að greiða af dælum, vélum, byggingarefni og eldsneyti. Ekki heldur af skordýraeitri né áburði. Eftir að samningur var geröur milli Costa Rica og Bandaríkjanna um þessi mál árið 1938 hefur „United Brands" þénað milljónir dollara í Costa Rica. En bananalýðveldi á borð við Costa Riea eru sex talsins og árið 1984 var offramleiðsla þeirra 500 milljónir lesta. Þetta og einnig það að stjórn landsins lagði 70 senta toll á hvern bananakassa var auðhringnum þyrnir í augum. Því tók hrifningin á landinu óðum að dvína, ekki síst eftir að verkamennirnir við plantekrurnar fóru að heimta hærri laun. Ákvaröanir stjórnvalda um lág- markslaun lét auöhringurinn sem vind um eyru þjóta, án þess að ganga til viðræöna um launahækkanir. Þeg- ar verkálýðsfélögin boðuðu loks verkfall í júlí á sl. ári, úrskurðaði dómarinn Victor Ardón það umsvifa- laust ólöglegt. Verkamenn segja það enga furðu, þar senr bananaauöhring- urinn á húsið sern dómarinn býr í. Vopnaðar lögreglusveitir gcrðu at- lögu að verkfallsvörðum með tára- gasi. Tveir verkamenn voru skotnir. Tugir voru settir í fangelsi og eftir 72 daga harðræði án þess að fá eyri í verkfallsstyrk var verkfallið brotið á bak aftur. Fyrr á árum fékk „Yunai" allan kostnað vegna vinnudeilna dreginn frá skatti heima í Bandaríkjunum sem „óviðráðanleg áföll." En nú, þegar fyrirtækið telur sig vera orðið fórnarlamb kommúnísks áróðurs þótti mönnum tínii til kontinn að gera upp sakirnar við reksturinn í Costa Rica. „Við vitum að þetta er ekki sársaukalaust," segir varaforsetinn, George M. Skelly, „en þetta getur ekki haldið áfram svona." Þar rneð afhenti fyrirtækið verka- mönnum sínum uppsagnarbréfin. Vökvunartækin voru tekin niður, svo og pappaverksmiðja sem rekin var í tengslum viö ræktunina. Hluti af vélakostinum var fluttur skemmstu leið yfir til Panama. Ríkisstjórnin var skelfingu lostin og bannaði frekari flutning atvinnu- tækja úr landinu, þótt þessi sama stjórn hefði árið staðið áður við hlið auðhringsins nteð lögregluliði sínu. En hér missti hún meira en eina milljón dollara í skattatekjur. Þetta bann kom þó fyrir lítið, og reyndist ekki haldbetra en samningurinn sem kvað á um að „United Brands" væri skylt að halda rekstri áfram til 1988. Auðhringurinn vissi vel að stjórnin mundi ekki grípa til eignarnáms, því það mundi valda deilum við lána- drottna í Bandaríkjunum og alþjóða- sjóði. Þar nteð gekk „Unted Brands" til viðræðna við stjórnina án nokkurs óróleika. Næst æðsti maður Costa Rica, Danielo Jiméenez Veiga, sem er hægri hönd forsetans, Luis Alberto Monge sagði: „Fyrirtækið er ekki að semja við annað einkafyrirtæki, held- ur fólkið í Costa Rica." En ekki breyttu þessi orð neinu um framgang ntála. í lokasamkomulaginu fólst eftirfar- andi: Auðhringurinn gaf 100 dygg- ustu samstarfsmönnum sínum 900 hektara af ræktarlandi. Höfnin og járnbrautin var afhent stjórnvöldun- um endurgjaldslaust. Stjórnin keypti 1200 hektara lands og uppskeruna af þeim 1200 hektörum sem þá verða eftir hyggst „United Brands" kaupa í ■Engar blíðubænir hrærðu hjarta lögreglustjórnarinnar. Fólk hélt út í 72 daga. ■ Nú er verið að taka niður vökvunarkerfi af ekrunum. fimm ár. Þaö eru fjórar milljónir kassa á ári. En auðhringurinn mun sjálfur ráða hvaða verð hann greiðir. Bandarísku stórfyrirtækin skipu- leggja ncfnilega ekki aðeins ræktun banananna, þau sjá líka um að koma þeim á markað. I „Tropical Fruit Center" í New York er það því „United Brands" sem hefuralla þræð- ina í hendi sér. Siglingum allra skipa sem fara með ávexti til bandarískra hafna er stjórn- að þaðan. Þannig kemst uppskeran frá Honduras, þar sem „United Fruits" er einnig með bananarækt hraðar til Bandaríkjanna en uppsker- an frá Costa Rica. Fyrir vikið fæst því hærra verð fyrir vöruna. Óhugsandi er fyrir Costa Rica að vinna þetta kapphlaup, því skipin eru í eigu bananafyrirtækisins. Þar með þarf „United Brands" ekki að óttast að gamla gestgjafaland- ið gerist hættulegur keppinautur einn góðan veðurdag. „Standard Fruit," annar auðhringur með bananarækt í Costa Rica veit líka að stjórnvöld sem búið er að stilla upp við vegg eru auðveldur aðili að semja við. Þessi auðhringur sem nú á í fjárhagsörðug- leikum. hefur ekki greitt útflutnings- tollana í hálft ár. Til þess að tryggja tilveru sína heimtaði fyrirtækið þess í stað 4 milljón dollara lán úr ríkis- banka Costa Rica, þessa ríkis sem skuldar mest allra ríkja S-Ameríku á* íbúa. Löngu eru liðnir þeir tímar þegar þetta smúa ríki með 2.5 milljónir íbúa var kallað „Sviss Mið-Ameríku". En fjöldi stofnana vill fá því betlistafinn í hendur. Þannig hefur Alþjóðabank- inn boðið til láns 300 milljónir dollara til fjögurra ára og Alþjóða gjaldeyris- sjóðurinn hefur boðið fram ný lán. Helmingur lánsfjárins mun fara til greiðslu á skuldum að hyggju fjár- málamanna. En trúlega munu Bandaríkin af- stýra endanlegu gjaldþroti ríkisins. Eftir að uppreisnarforinginn Eden Pastora gerði landið að virki gegn rauðu stjórninni í Nicaragua hafa þeir í Washington litið á það sern brjóstvörn í baráttunni við kommún- ísk öfl í S-Ameríku. Því hefur Reagan forseti mælt með 150 milljón dollara fjárhagsaðstoð við landið í þinginu. YOR -1985 í ÁBURÐINN ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900 i/Hm haugsugur b=U=U.',M=J Ri«l«| keðjukastdreifari taðdreifari ^KKllingstad mykjudreifari Verð frá kr. 87.026.- Bændur! Athugið hið fjölbreytta úrval búvéla sem við eigum á lager - eða pöntum með stuttum fyrirvara. Hafið samband við sölumenn okkar eða Kaupfélögin um land allt. Verð frá kr. 123.000.- OC alfa-laval mykjudælur Verð frá kr. 109.130.- BELARUS áburðardreifari Verð kr. 74.000.-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.