NT - 14.04.1985, Blaðsíða 9

NT - 14.04.1985, Blaðsíða 9
/ Sunnudagur 14. apríl 1985 9 ■ Eyjól fur Gíslason: „Þar ægði öllu saman, bölvi, fyrirbænum, söng, fylliríi, sjóveiki og keliríi.“ ■ „Strandbáturinn athugar sinn gang í blíðu og stríðu, smýgur á milli fjallanna miðfirðis, þekkir sig á stjörnum og fjallatindum og missir ekki áætlunardagsins að Óseyri við Axarfjörð, heldur pípir í gegn um mjallrokið,“ segir í Sölku Völku. Hér er Vesta komin inn á einhverja íslenska höfn. Hún sigldi oft með fólk til Vesturheims. ■ Gamla Esjan þótti mikið og traust skip. (NT-mynd: Árni) Sækempan Eyjólfur Gíslason man tímana tvenna í samgöngu- málunum ■ „Ég fór einu sinni með Flóru frá Vestmannaeyjum og austur á Seyðisfjörð. Þarna var ég í lestasrplássi innan um mjölpoka og gúanó, já, það var nú hráslagalegt ferðalag. Svo vildi til að í þetta skipti höfðu þau lagt út samtímis frá Eyjum, Vesta, Flóra og Sterl- ing og sigldu kappsiglingu aust- ur. Vesta var fljótust á 22 tímum." Það er sú aldna sækempa Eyjólfur Gíslason frá Bessa- stöðum í Vestmannaeyjum sem hér hefur orðið. Hann man gömlu strandferðaskipin vel og sigldi með mörgum þeirra. Ekki var því hægt að fá ákjósanlegri heimildamann um aðbúnaðinn þar um borð. „Ég sigldi fyrst með Hólum, þá fimmtán ára gamall, frá Mjóafirði til Eyja,“ segir Eyjólfur. Já, blessaður vertu, ég var í lestarplássi. Þessi ferð tók sex daga og þeir komu við á hverri höfn á leiðinni. Ég man að mig hafði lengi langað til að lenda í vondu veðri á öðru eins stórskipi og mér fannst Hólar vera og þarna rættist sú ósk heldur betur. Við fengum hífandi austan rok og ég man að ég var stöðugt að fara upp á „prómenaðedekk" eins og það var kallað að gá að koffortinu mínu. Ég var hræddur um að það tæki út í veðrinu." í lestinni „Já, það var litskrúðugt mannlífið í lestunum á þessum skipum. Þar ægði öllu saman, bölvi, fyrirbænum, söng, fyllir- íi, sjóveiki og keliríi, já, stund- um var kvennafar þarna. Kvenfólkið bjó um sig í sæng- urfatnaði, en karlarnir voru svona meira á rjátli. Til þess að loftið þarna yrði skárra var vanalega opin lúga. Stundum var líka svo margt með að ekki komust allir fyrir í lestunum og þá var tjaldað yfir fólk uppi á dekki. Margir höfðu með sér áhöld til þess að laga kaffi, en annars var það keypt af brytanum eða hofmeistaranum. Menn þurftu oft að þrábiðja þá um þetta og ég man eftir karli sem gægðist niður í lestarlúguna og kallaði: „Nú lætur hann það, nú lætur hann það“ það þýddi að bryt- inn var tilbúinn að selja kaffið. Þetta kostaði svona 15 til 25 aura. Já, þarna hittist fólk alls staðar að. Oftast var þetta fólk sem ég hitti úr Reykjavík, af öllum Suðurnesjunum, frá Eyrarbakka og Stokkseyri og úr Þorlákshöfn. Maður kynnt- ist ýmsum þarna." Hofmóðugir yfirmenn Á Skálholti og á Hólum voru danskir yfirmenn. Vana- lega hélt skipstjórinn sér alveg út af fyrir sig, en stýrimennirnir létu fólkið oft finna fyrir valdi sínu. Þeir innheimtu farseðl- ana og slíkt. Já, þetta vpru oft hrokagikkir. Þeir litu á íslend- ingana eins og hunda en ekki menn. Samt kunnu sumir að koma sér inn undir hjá þeim. Einn var lítill karl, kallaður Jón sinnep. Hann fór oft með skipunum og um leið og hann kom um borð var hann kominn með flöskustútinn á munninn og var svo rallfullur alla leið- ina. Hann lét skipstjórann geyma fyrir sig kaupið sitt og sníkti svo bara brennivín hjá Dönunum. Þessi Jón er eini maðurinn sem ég hef slegið niður. Ég hafði gefið honum 25 aura, sem var þó talsvert þá, og hann hrækti framan í mig. Ja, þá rann nú karli í skap... Á þessum skipum var brúin opin og menn stóðu við stýrið úti undir beru lofti með segl svo sem metra hátt fyrir fram- an og eitthvert rekkverk fyrir ofan. Einn maðurvarviðstýrið og ýmist fyrsti eða annar stýri- maður hjá honum. Það þurfti að passa að halda strikinu og það þurfti oft aðgæslu við í þoku og illviðri. Breyttir tímar „Ég fór all oft með þessum skipum, t.d. þegar ég fór þrjú sumur austur á Brekku í Mjóafirði, þar sem ég var hjá afa og alnafna Vilhjálms Hjálmarssonar. Þar var gott að vera. Vistin á skipunum var mis- jöfn að sjálfsögðu. Til dæmis var mjög gott um borð í Lyru, en með henni fór ég eitt sinn til Færeyja. Þar var góður aðbúnaður og prýðilegir yfir- menn. Lyru átti Thorefélagið norska. Ég kynntist líka Austra og Vestra, en Austri sigldi austur um land, en Vestri vestur um. Ég held að þeir hafi átt enda- stöð á Akureyri. Sterling var mikið og gott skip og sama má segja um gömlu Ésjuna. Perw- ie flutti stundum fólk austur á land, þótt einkum væri það flutningaskip, og þeir komu oft með vörur til Brydeverslun- aríEyjum. Svo varþað ísland- ið og seinna Botnía og Súðin. Já, tímarnir eru orðnir breyttir í samgöngumálunum frá því er þetta var. Maður gæti sagt um það og fleira svo dæmalausar sögur að menn héldu þær lygi þótt þær séu gullsannar." Við þökkum Eyjólfi Gísla- syni fyrir spjallið, en við erum ekki þcir fyrstu sem sækjum fróðleik til hans um fyrri tíð. Hann hefur lagt liö við skrán- ingu sögu Vestmannaeyja og íslenskra sjávarhátta auk alls þess sem hann hefur ritað fyrir sjómannablað Vestmanna- eyja. Hann fór fjögurra ára í sinn fyrsta róður og var formaður í Éyjum í meira en 40 vertíðir. Sögur hans má lesa í bókinni „Nú er fleytan í nausti." Það er ekki að undra að á veggnum í herbergi hans á Hrafnistu þar sem hann nú býr má líta fjölda heiðursskjala frá þakklátum samferðamönnum, svo sem bjargsigsmönnum í Eyjunt og útvegsmönnum. Hér má líka líta myndir af honum ásamt skipshöfnum fjölda báta sem hann var formaður á meðan á löngum sjósóknaraferli stóð. Þeim ber 1 e! söguna og best þykir mér hin aldna kempa lýsa sjálfum sér sem formanni þegar liann segir: „Ég þekktist aldrei frá ntínum möpnum."

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.