NT - 14.04.1985, Blaðsíða 17

NT - 14.04.1985, Blaðsíða 17
Sunnudagur 14. apríl 1985 17 Orðeruáíslensku til yfir allt sem er hugsað á jörðu ■ Kæri Jóhann. Ég varð mjög hissa á þeim málalykt- um þegar tískuriti einu hérá landi var gert ad skipta um nafn á þeirri forsendu að bandarískt vikurit héti sama nafni. Mér finnst eiginlega óhugsandi að finna nöfn á íslensku sem maður gæti ekki átt það á hættu að þýðingar sömu nafna eða orða væru ekki notaðar ann- ars staðar í heiminum. Nöfn eins og Tíminn, Stjarnan, Vikan, Spegillinn, Morgun- blaðið, og ég veit ekki hvað gætu fallið undir sömu kat- egóríu. Hvað ermeð þennan dóm? Höfum við þar með tapað réttinum yfir okkar eigin máli sem við í aldanna rás höfum drukkið í okkur svo að segja með blessaðri móðurmjólkinni, ég bara spyr. íslendingur Ps.... því orð eru á íslensku til yfir allt sem er hugsað á jörðu. Þú þarft ekkert að óttast ■ Ágæti íslendingur. Víst skil ég ótta þinn og hugar- angur vegna þess sem þú telur ógnun við okkar frjóa og margbreytilega íslenska móðurmál, en óttast eigi, málið er ekki jafn alvarlegt og í fyrstu gæti virst. Fyrst er þess að geta að nokkurs misskilnings gætir í bréfi þínu varðandi ástæður þess að umræddu tískuriti var bannað að nota það orð sem um var að ræða. Ástæð- urnar voru nefnilega ekki að hið bandaríska vikurit héti sama nafni, heldur að meiri- hluti Hæstaréttar taldi hættu á því að villst yrði á nafni tískutímaritsins og vöru- merki bandaríska vikuritsins sem hafði verið skráð hér á landi. Dómurinn byggði sem sagt ekki á því að nafn tísku- ritsins væri þýðing á nafni bandaríska vikuritsins, enda er sú málsástæða ekki talin eiga við rök að styðjast í héraðsdómi. Til að gefa þér nokkra hugmynd um í hverju vöru- merkjaréttur er fólginn tel ég rétt að geta lauslega ákvæða í lögum um vörumerki sem skýra það. í 1. grein þessara laga kemur m.a. fram að atvinnurekendur geta með skráningu samkvæmt lögun- um öðlast einkarétt til þess að nota vörumerki sem sér- stök auðkenni fyrir vörur, verk eða þjónustu sem þeir hafa til sölu í atvinnurekstri sínum. Einnig kemur þar fram að vörumerki geta verið myndir, og eða orðasam- bönd, þar á meðal vígorð, bókstafir eða tölur, búnaður vöru eða umbúðir. í 4. grein kemur síðan fram að vöru- merkjaréttur veitir eiganda vernd gegn því að aðrir noti heimildarlaust í atvinnu- skyni vörumerki sem villst verður á og merki hans. Þetta á samkvæmt greininni við um hvers konar notkun. Hér er kjarninn kominn, því sam- kvæmt vörumerkjalögunum er heimilt að banna með dómi notkun vörumerkis sem brýtur í bága við ákvæði laganna. Eins og þú hefur eflaust tekið eftir talaði ég um meiri- hluta Hæstaréttar hér að framan. Það varð nefnilega ekki samstaða meðal dóm- ara Hæstaréttar um að hætta væri á því að villst yrði á vörumerki bandaríska viku- ritsins og nafni íslenska tískuritsins. Meirihlutinn réði sem sagt í þessu máli og helstu rök hans fyrir því að hætta væri á því að villst yrði á þessum nöfnum voru eitthvað á þessa leið: í fyrsta lagi eru orðin mjög lík að rithætti, enda um sama orðið að ræða að uppruna til. í öðru lagi merkja þau nokk- urn veginn hið sama og merking enska orðsins má teljast alkunn hér á landi. í þriðja lagi nota báðir aðilar orðið sem nafn á tímariti. Minnihluti Hæstaréttar, sem samanstóð af tveimur dóm- urum af fimm, taldi að ekki yrði villst á margumræddu vörumerki og tímaritsheit- inu eins og það hafði verið notað. Héraðsdómur telur m.a. að enska orðið beri skýr einkenni uppruna síns í ensku máli, á meðan að ís- lenska orðið beri ótvíræð ein- kenni íslenskrar tungu. Eins og þú ert vonandi búinn að gera þér grein fyrir er langt í frá að við höfum tapað réttinum yfir okkar ástkæra móðurmáli. Það breytir hins vegar ekki réttarvernd skráðra vöru- merkja hér á landi sem sam- kvæmt umræddum Hæsta- réttardómi virðist vera nokk- uð alþjóðleg. Hvort að The Times á skráð vörumerki hér á landi skiptir þó sem betur fer okkar ágæta NT ekki lengur máli, þ.e. eftir að nafninu var breytt úr Tíminn. Jóhann Pétur Sveinsson svarar spurn• ingum lesenda um lögfræðileg málefni Guðsorð um helgina - messur Árbæjarprestakall Barnasamkoma í safnaðar- heimili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árd. Fermingarguðsþjónusta í safnaðarheimilinu kl. 2.00. Org- anleikari Jón Mýrdal. Altaris- ganga fyrir fermingarbörn og vandamenn þeirra þriðjudaginn 16. apríl kl. 20.30. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. Áskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 2.00. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall Fermingarmessa í Bústaða- kirkju kl. 11.00. Organleikari Daníel Jónsson. Sr. Lárus Hall- dórsson. Bústaðakirkja Laugardag: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir. Sunnudag fermingarmessa kl. 10.30 á vegum Breiðholtssafnaðar. Fermingarmessa kl. 13.30. Organleikari Guðni Þ. Guð- mundsson. Altarisganga þriðjudagskvöld kl. 20.30. Mánudag 15. apríl, fundur Kvenfélags Bústaðasóknar. Félagsstarf aldraðra miðviku- dag kl. 2-5. Sr. Ólafur Skúla- son. Digranesprcstakall Barnasamkoma í safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11.00. Fermingarguðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 10.30. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan Laugardag: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir. Sunnudag: Fermingarguðsþjónustur úr Seljasókn kl. 11.00 ogkl. 14.00. Sr. Valgeir Ástráðsson. Elliheimilið Grund Messa kl. 10.00. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Fella- og Hólakirkja Laugardag: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 14.00. Sunnudag: Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11.00. Fermingar- messur í kirkjunni kl. 11.00 og kl. 14.00. Sr. Hreinn Hjartar- son. Grensáskirkja Barnasamkoma kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Organleikari Árni Arinbjarnarson. Aðal- fundur Grensássóknar mánu- daginn 15. apríl kl. 18.00 í Safnaðarheimilinu. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja Laugardag: Félagsvist í safnað- arsal kl. 15.00. Sunnudag: Barnasamkoma og messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag, fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30, beðið fyrir sjúkum. Landsspítalinn Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja , Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 13.30. Ferming. Prestarnir. Kársnesprestakall Laugardag: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11.00 árd. Sunnudag: Ferming- arguðsþjónusta og altarisganga í Kópavogskirkju kl. 14.00. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja Óskastund barnanna kl. 11.00. Söngur - sögur - rnyndir. Sögu- ■ maður Sigurður Sigurgeirsson.. Fermingarmessa kl. 13.30. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson, organleikari Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. Laugarneskirkja Fernringarmessa kl. 10.30. Þriðjudag, bænaguðsþjónusta kl. 18.00. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson. Neskirkja Samverustund aldraðra í dag, laugardag, í safnaðarheimilinu kl. 15.00. Ömmukórinn syngur nokkur lög. Fiðluleikur. Myndasýning frá Vestfjörðum í umsjá Pálma Hjartarsonar, kennara. Fyrirhuguð er ferð í júní á þessar slóðir. Sr. Frank M. Halldórsson. Sunnudag: Barnasamkoma kl. 11.00. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fermingarmessa kl. 11.00. Fermingarmessa kl. 14.00. Prestarnir. Miðvikudag: Fyrir- bænamessa kl. 18.20. Ath. opið hús fyrir aldraða þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13-17. (Húsið opnað kl. 12.00). Seljasókn Barnaguðsþjónusta í Öldusels- skólanum kl. 10.30. Barnaguðs- þjónusta í íþróttahúsi Seljaskól- ans kl. 10.30. Fermingarguðs- þjónustur í Dómkirkjunni kl. 11.00 og kl. 14.00. Guðsþjón- ustan í Olduselsskólanum fellur niður vegna ferminganna. Sóknarprestur. Seltjarnarnessókn Barnasamkoma í Sal Tónskól- anskl. 11.00. Sóknarnefndin. LEVIS ÁVINNSLUHERFI Vinnslubr. 3 m kr. 9.000.- Vinnslubr. 4,2 m kr. 12.000.- Hafid samband við sölumenn okkar, sem veita allar nanari upplysingar G/obusp LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 Húsnæóisstofnun ríKisins Tæknidcild l aug.-ivcy. 77. R. Simi 28500. útboó Ölfushreppur (Þorlákshöfn) Stjórn verkamannabústaða, ölfushreppi, óskar eftir tilboðum í byggingu tveggja íbúða á einnarhæðar parhúsi 195 m2, 673 m3. Húsið verður byggt við götuna Norðurbyggð, Þorlákshöfn og skal skila fullfrágengnu 31. okt. 1986. Afhending útboðsgagna er á sveitarstjórnarskrifstofu Ölfushrepps, Þorlákshöfn og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá þriðjudeginum 16. apríl nk., gegn kr. 10.000.- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði, eigi síðar en þriðjudaginn 7. mai nk. kl. 11.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. fh. Stjórnar verkamannabústaða, tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.