NT - 14.04.1985, Blaðsíða 11

NT - 14.04.1985, Blaðsíða 11
Sunnudagur 14. apríl 1985 11 ófaglærðu fólki. Störfin sem koma til með að skapast, krefjast faglærðs fólks. Og þegar til lengri tíma er litið, koma öll ný störf til með að kalla á sérþekkingu, frumleika og liugvit, því ef þessar kröfur eru ekki fyrir hendi í starfi getur það allt eins verið framkvæmt af vélmenni. Segja má líka að hraði tækniþróun- arinnar hafi verið að aukast í sögunn- ar rás og sú umsköpun, sem á sér stað þegar meiriháttar tæknilegar framfar- ir koma fram, tekur sífellt styttri tíma. Umbyltingin sem mannkynið stendur frammi fyrir í dag og er að ýmsu leyti sambærileg við sum stig iðnbyltingarinnar, kemur til með að gerast mjög ört og samfélagslegar aukaverkanir hennar því stórfeng- legri en ella. Þess vegna er það stórt atriði, ef forðast á ógnanir við sjórn- skipulagsform lýðræðisins og ef halda á samfélagslegum stöðugleika, að gripið sé til ráðstafana, sem draga úr þeim sársauka og vandamálum sem fylgja þessu umbreytinga tímabili. Víðtæk skipulagning og áætlanagerð hvað varðar menntun og endur- menntun, búsetu og staðsetningu nýrra atvinnutækifæra, verður að koma til ef koma á í veg fyrir afgerandi samfélagsátök. Áætlana- gerð af þessu tagi og útfærsla hennar er geysilega umfangsmikil og kostn- aðarsöm, og kallar á samstarf aðila vinnumarkaðarins og fjölmargra ann- arra hagsmunahópa. Það er svo aftur kaldhæðni vestrænnar stjórnmálaþró- unar, að á meðan vinsældir sérfræð- ingaræðis, regluveldis og ríkisafskipta minnka eru þetta einmitt þau öfl sem best eru í stakk-búin til að leysa þetta verkefni. Ósennilegt er að markaðs- höndin ósýnilega geti leitt svona mál farsællega til lykta, eins og raunar breskt atvinnulíf fékk smjörþefinn af síðastliðið ár. Hvernig svo sem þjóðum Vestur- landa tekst til við að meðhöndla þessi mál, má gera ráð fyrir að upp vaxi kynslóð hæf til starfa í hinu tölvu- og vélmennavædda samfélagi. Mennta- kerfið og uppeldisstofnanir aðlagast breyttum aðstæðum og nauðsynleg þekking, hæfni og sköpunargeta verða útbreidd og aimenn. Ástæðu- laust er að ætla að hæfileikinn til skapandi hugsunar af einhverju tagi, sé bundin við hóp fárra útvaldra, en ef slíkt væri raunin kemur vélmenna- væðingin til með að hafa varanleg og alvarleg vandamál í för með sér. En lestur og skrift þóttu jú eitt sinn hæfileiki, sem aðeins lítill hluti fólks gæti tileinkað sér þó þörf iðnaðarsam- félagsins fyrir læst vinnuafl og neyt- endur sæi um að útrýma þeirri bá- bilju. Tilfinningalaus mannlíki Það er hægt að hugsa sér stórkost- legri afleiðingar af vélmennavæðing- unni, en þær sem hér hafa verið tíundaðar. Vélmennin verða sífellt fullkomnari og geta framkvæmt fleiri og fleiri störf. Kemur þá ekki að því að þau verða mannlíki með skynjun og jafnvel einhvers konar skynsemi og geta þá yfirtekið skapandi störf jafnt sem vélræn? Hvert verður þá hlutverk mannsins, ef mannlíkin, í krafti „skynsemi" sinnar taka að drottna yfir öllum samfélagsháttum? Það eru spurningar af þessu tagi sem liafa orðið vísindaskáldsagnahöfund- um og kvikmyndaframleiðendum að viðfangsefni og féþúfu. I þessu, eins og svo mörgu ööru, er verið að spila á óttablandna virðingu fólks fyrir því, sem það ekki þekkir og finnst það ekki geta haft áhrif á. Mannlíki bera hins vegar ekki ótta- blandna virðingu fyrir einu eða neinu og fyrst þau eru laus við óþarfa tilfinningasemi, hljóta þau þá ekki, þegar upp er staðið, að verða ofan á í samkeppninni við breyskan manninn? En samanburður sem þessi er þó í raun út í hött, því verið er að bera saman mjög ólíka hluti. Ógerningur er að framleiða neitt sem jafnast á við mannshugann. Heilinn samanstendur af 10 þúsund milljónum taugafruma og 100 þúsund milljónum annarra fruma, sem með í samspili mynda óendanlega flókið kerfi. Þessu til viðbótar er hver einstök fruma marg- þætt eðlis- efnafræðilegt kerfi, sem vísindamenn hafa enn mjög takmark- aðan skilning á. Heilinn er afurð þróunar náttúruvalsins, þar sem að- eins þeir hæfustu lifa. Tölvan og vélmennin eru hins vegar byggð á elektróðum og rafmagni á síðustu fjörutíu árum, af mönnunum í því markmiði að auka afköst. Tölvan hefur engan sjálfstæðan vilja og aðeins þann tilgang sem maðurinn gefur henni. Tölvan er hönnuð til þess að framkvæma reikn- ingslistir. Sérhvert vandamál, hversu flókið sem það er, getur tölvan leyst, svo framarlega sem hægt er að skipta því upp í vel skilgreind reikningsleg ferli. Það sem er heillandi við tölvurnar, er ekki tegund eða eðli reikningsað- gerðanna sem hún framkvæmir, held- ur það að hún getur gert þær hratt oe villulaust. Heilinn hins vegar er ekki sérstak- lega vel fallinn til reikningslistarinn- ar. Mennirnir þurfa og hafa alltaf þurft utanaðkomandi hjálp við lausn einföldustu vandamála. Blað og blýantur, arabíska talnakerfið, lógar- itmar, reiknistokkar, reiknivélar og nú síðast tölvur, eru allt dæmi um þetta. Mannshugurinn hefur ekkert að gera með snilli í talnaleikjum, því mikilvægasta hlutverk hans snertir dómgreind og skapandi hugsun. Að geta dregið ályktanir á ónógum fors- endum, að skilja fegurð og blæbrigði tilverunnar, gleði og sorg, verða mannlíki aldrei fær um að gera. Einfaldur hlutur eins og að þekkja stafinn A, skrifaðan með þúsund mismunandi ritnöndum, vefst ekki fyrir nokkrum manni, en enn sem komið er hefur ekki reynst unnt að forrita tölvu til þess að leysa þetta Verkefni. Þannig eru ótal hlutir, sem sérhver maður getur framkvæmt áreynslulaust, langt fyrir utan og ofan getusvið tölva, og munu verða um ókomna tíð. En vélmennin geta þó lifað í sátt með manninum og hjálpað honum til þess að öðlast betra líf. En ef verið er að leita eftir fullkomnari tilvistarformi verður sú fullkonun að koma frá manninum sjálfum en ekki einhverju mannlíki. ■ Vélmenni býr til vélmenni. Nutkun vélmenna í iðnaði færist stöðugt í vöxt og við það verða fjölmörg störf úrelt. Samfélagslegar afleiðingar slíks geta verið afdrifaríkar ef ekki er tekið á málunum með skynsemi. BRUVIK I Eigum fyrirliggjandi BRUVIK loftræstikerfi fyrir allar gerðir gripahúsa. Gott verð - Góð greiðslukjör Við mœlum með BRUVIK og það gera bœndur líka. Gbbust LAGMÚLI 5, SIMI 81555

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.