NT - 14.04.1985, Blaðsíða 8

NT - 14.04.1985, Blaðsíða 8
■ Sterling. ■ Hér er komin sjálf Botnía, sem var eitt helsta strandferðaskipid um árabil. „Stríðar öldur stýfði járnuð bringa strandsiglingaskipsins íslendinga“ Sitthvað um gömlu strandferðaskipin og lífið í lestunum „Éljadrungi úti ála huldi, eimknör fyrir ströndum rann. Gnast í böndum, gjósta í strengjum þuldi, glatt við katla brann. Stríðar öldur stýfði járnuð bringa, strandsiglingaskipsins ís- lendinga. “ Svo hefst magnað kvæði Ein- ars Benediktssonar, Strand- sigling", sem ort var á ofan- verðri síðustu öld og lýsir nöturlegri ferð á hálfdanskri gnoð um hávetur við íslands- strendur. Ekki var svo kynlegt að Einar veldi sér þetta að yrkisefni, þar sem hann var manna mest áfram um að ís- lendingar tækju samgöngurnar í eigin hendur, sem loks varð með stofnun Eimskipafélags- ins og komu fyrsta íslenska farþegaskipsins 1914. En þessi gömlu strandferða- skip eiga sér sína merku sögu sem enn hefur ekki verið skráð og verður kannske aldrei, því fáir hafa hirt um að safna upplýsingum um þau, svo sem á hvaða árabili þau sigldu, um stærð þeirra og gerð, hverjir voru helstu skipstjórar og svo framvegis. Þó hafa stöku menn haldið til haga myndum sem varðveist hafa af þeim og það er einum þeirra að þakka, Jóni Bjömssyni frá Bólstaðarhlíð, að við getum brugðið hér upp myndum af skipum sem flestir hafa einhverntíma heyrt nefnd, en fæstir vissu hvernig litu út. Jón á meira en 2000 myndir af íslenskum skipum og þarf ekki að fjölyrða um hvílík heimild slíkt safn er. Já, hver kannast ekki við nöfn eins og Hólar eða Skálholt, Vesta, Austri, Vestri, Botníao.s.frv. Varþað skki með Hólum sem Þórberg- ur sigldi að heimsækja elskuna >ína fyrir norðan? Já, margar sögur, ýmist sorglegar eða skemmtanar hafa tengst ferð- um afa og ömmu með þessum gömlu gufukláfum, oft við hinn versta aðbúnað, sem mönnum þætti ótrúlegur núna. Einar Benediktsson segir í sama kvæði og byrjað var að vitna til og ber lýsingunni harla vel saman við frásögn Eyjólfs Gíslasonar hér með: „Pessa ársins hinsta för þeir fóru, fólkið hana rækir best. Drukknir menn og krankar konur vóru kvíuð skrans í lest. Fannst það nóg af frónska þarfagripnum. Fyrirlitning skein af danska svipnum. “ En þetta er liðin tíð, sem betur fer. Þar með er ekki sagt að hún eigi að gleymast. Les- endur gætu lagt því máli lið með því að hafa samband við Jón Björnsson í síma 73873 og gefa honum upplýsingar um þessi gömlu skip og ekki síst að gera honum aðvart ef menn luma á ljósmyndum af merki- legum gömlum skipum. Vonum við að lesendur hafi gaman af að rýna í þessar myndir af gömlu strandferða- skipunum og fari eins og blaða- manni að þeim finnist þeir sjá bregða fyrir sjóveikifölu and- liti móður Sölku Völku, henn- ar Sigurlínu í Mararbúð, sem einmitt gafst upp á siglingu með einhverju þessara skipa og lét róa sér í land að Óseyri við Axlarfjörð. ■ Skálholt. -is=rrí* ■ Dönsk var gnoðin. S.S. Mjölnir. ■ ísland í Vestmannaeyjum. ■ Fridtjof tekur fjárflutning um borð. ■ Hólar. Hér voru danskir yfirmenn um borð, sem sumir litu stórt á sig og höfðu ekki of mikið álit á „frónska þarfagripnum “. S S l’pr'í tp Kjrbenhavn Islatu! ■ Perwie sem bæði annaðist fólks og vöruflutninga. ■ Lyra, með hinn þríröndótta skorstein Thorefélagsins. ■ Vestri. Hann sigldi vestur um land, en systurskipið Austri fór austur um. ■ Þetta er Súðin. Hún var keypt að undirlagi Jónasar frá Hriflu og voru ekki allir hrifnir af í byrjun, en skipið reyndist vel. Það lenti í skotárás á stríðsárunum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.