NT - 14.04.1985, Blaðsíða 5

NT - 14.04.1985, Blaðsíða 5
Sunnudagur 14. apríl 1985 5 heimur.. Islandi NT-myndir: Sverrir dvelja þá gjarnan fyrstu og síðustu nóttina á hótelinu. Þegar Emil var spurður hvernig gestir milljónamæring- ar væru, sagði hann að undan- tekningarlaust væru þeir hið elskuiegasta fólk og skæru sig í engu úr hópi _hótelgesta. „Margir þessara manna koma ár eftir ár og eru orðnir heima- vanir hér,“ eins og hann orðaði það. Ýmis konar ráðstefnuhald er orðinn fastur liður í þjón- ustu hótelsins. Þegar Emil var inntur eftir þeirri starfsemi sagði hann að flestar þeirra væru á sumrin og tækju þær við þegar árshátíðunum Iyki. „Við erum með þrettán fundarsali bæði stóra og smáa og þeir gefa okkur tækifæri til að vera með ýmislegt í gangi á sama tíma. Hvað þessa og aðra þjónustu snertir þá höfum við reynt að koma því þannig fyrir aö hún geti verið sem fjölbreyttust. Þannig hafa nýlega verið lagð- ar trimmbrautir út frá hótelinu fyrir þá sem vilja skokka sér til hressingar. Sundlaugin og gufubaðið er líka vinsælir viðkomustaðir ferðamanna. Þar er nú hægt að fá nudd auk þess sem margir notfæra sér vatnsnuddpottinn. Við rekunt líka hjólaleigu á sumrin og skíðaleigu á veturna svo eitt- hvað sé nefnt. Þegar Helgarblaðsmenn ráku nefin inn í eldhús hótels- ins var þar margt á seyði í orðsins fyllstu merkingu. Menn mega heldur ekki deyja ráðalausir ef elda á veislumat ofan í sjöhundruð manns. Yfir- matsveinninn Óskar Guðjóns- son sagði okkur að matreiðsla ætti sér stað allt frá því klukkan hálf fimm á morgnana til rúm- lega ellefu á kvöldin. „Það kemur fyrir að við erum með mat í fimm sölum í einu og hvergi sama matseðilinn. Dags daglega fer líka töluverð vinna í að undirbúa mat fyrir mötu- neytin þrjú sem hótelið hefur á sinni könnu en þangað fara reglulega um það bil þrjú hundruð máltíðir. Hér hefur líka verið bryddað upp á ýmiss konar nýjungum í sambandi við þjóðarvikur þar sem mat- reiddir eru réttir frá ýmsurn löndum. Þáhefurhóteliðfeng- ið til liðs við sig fræga mat- reiðslumenn frá þessum lönd- um og það hefur verið skemmtilegt og gagnlegt að kynnast þeim." En það þarf meira til en eldhús og sundlaug ef veita á góða þjónustu á hóteli. Við fylgdumst með starfsemi í stóru þvottahúsi í kjallara þar sem þvottur er afgreiddur í tonnatali. I næsta herbergi voru birgðaverðir hótelsins að taka til vínföng sem stöðugt renna ofan í þá sent hótelið gista. Við hittum líka að máli rafvirkja, trésmiði og dúklagn- ingarmenn sem vinna við breytingar og viðhald og svo mætti lengi telja. Við urðum líka að bursta rykið af ensku og dönskukunn- áttu okkar þegar við röbbuð- um við nokkra af gestum hó- telsins. Allt bramboltið væri að sjálfsögðu til einskis ef gest- irnir væru ekki ánægðir. Það eru jú þeir sem skaffa okkur moneypeningana í kassann. Og ekki vantaði það, þeir voru hæst ánægðir með þjón- ustuna og báru bæði landi og þjóð góða söguna. Niðurstaða: Hótel Loftleiðir er heill heimur og það alveg út af fyrir sig. ■ Gufubaðið, nuddið og laugin eiga sína föstu viðskiptavini. ■ Emil Guðmundsson hótelstjóri. „Þetta er eins og ein stór fjölskylda.“ ■ Páll Jörundsson og Jakob Bachmann birgðaverðir á sínum stað. ■ Erlendir matreiðslumenn setja sinn svip á matreiðsluna af og til. 60 utanjerðir mánaðarlega Ótal húsbúnaðarvinningar MIÐI ER MOGULEIKI HAPPDRÆTTI Dvalarheimilis aldraðra sjómanna

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.