NT - 14.04.1985, Blaðsíða 21

NT - 14.04.1985, Blaðsíða 21
Sunnudagur 14. apríl 1985 21 lögum samkvæmt átti að senda málið til Landsyfirréttarins í Reykjvík sem þá var nýstofn- aður. Þar sat á þeim tíma meðal annarra Magnús Step- henssen, mikill talsmaður mildunar í dómum og mannúð- legri refsinga. Má ef til viil rekja til hans nýju stefnu að dómur Dalasýslumanns var dæmdur marklaus og málið sent heirn í hérað að nýju til nýrrar upptektar frá rótum, allt á kostnað sýslumanns. Heldur virðist dómkerfið hafa verið liprara á þessum tíma en oft seinna því í des- ember 1818 er það aftur komið til dóms hjá Landsyfirrétti sem dæmir nú Jón til búslóðamissis og að þola þrisvar sinnum 27 vandarhögg. Straffið hlaut Dauðadómur fyrir fölsun peninga ■ Einn blaðamanna hér á Helgarblaðinu tók lesendur í kennslustund í peningafölsun fyrir skemmstu og hefur síðan setið undir löngum yfirheyrsl- um hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins suður í Kópavogi. Við kollegar hans bíðum milli von- ar og ótta hvort svo fari nú að hann verði lokaður á Hrauninu í 12 ár samkvæmt íslenskum lögum eða hvort í dómi verði skírskotað til enskra nýaldar laga þar sem svona bófar voru steiktir í olíu. En á meðan á þessu stendur er ekki úr vegi að rifja upp hvaða refsingu afar okkar og áar hafa fengið fyrir samskonar glæpi. Það var í október 1817 að Skúli Magnússon sýslumaður Dalasýslu (ekki sá sami og var fógeti) dró inn í réttarsal heima í stofu hjá sér vinnumanninn Jón Andrésson og dæmdi frá fé, mannvirðingum og lífi fyrir peningafölsun. Jón hafði þá sannanlega haft falska peninga undir höndum og notað til greiðslu til ná- granna sinna t' Dölunum um tveggja ára skeið. Sterkar líkur bentu svo til að hann hefði smíðað peningana sjálfur þó skálkurinn fengist aldrei til að viðurkenna það. Jón þessi var slyngur smiður, jafnt á málma sem tré og báru nokkur vitni að hann hefði verið við dularfullar smíðar um nætur. Eitt vitni bar að hafa séð hjá karli tin eða blýmót með krónumynt í. Jón gaf þá skýringu á því að hann og kunningi hans sem nú væri látinn. hefðu veðjað hvort króna af silfri eða tini væri þyngri að vigt. Og hvernig sem reynt var neitaði Jón alfarið að hafa falsað þessa peninga en kvaðst hafa fengið þá hjá ýms- um mönnum. En sýslumaður var viss í sinni sök og dæmdi Jón til dauða hvað sem tautaði og raulaði og hefði legið næst fyrir að höggva karlinn. En gæfan var Jóni hliðholl því hann fyrir verslun með falska mynt en frír af ákæru um að hafa falsað peningana sjálfur þar sem ekkert þótti sannað í því efni. Og enn mildar Lands- yfirréttardómur niðurstöðu sýslumanns. í seinni upptekt málsins hafði Sigurður Guðlaugsson sýslumaður verið settur til að taka málið. Sigurður hafði reyndar fríað Jón af vandar- höggunum en þess í stað dæmt hann til að missa sína hægri hönd, og fyrirgera búslóðinni. Ef marka má heimildir um þennan atburð þá virðist svo að segja fullvíst að Jón þessi hefur falsað peningana sjálfur þó hann neiti því staðfastlega við yfirheyrslur. Pað virðist því engin goðgá hjá Skúla sýslumanni að dæma hann sek- an um fölsunina og þá hefur dauðadómur sjálfsagt ekki ver- ið meira en lög gerðu ráð fyrir. En sem fyrr segir þá var éinn áhrifamesti dómari Landsyfir- réttar, Magnús Stephenssen mikill talsmaður mildunar í dómum og hafði að nokkru rutt þeirri stefnu braut í Lands- yfirréttinum. Það hefur kannski verið þessvegna sem dómarar þar hafa haft ímugust á að láta höggva fátækan vinnu- mann og því skotið sér bak við það að fölsunin væri engan vegin fullsönnuð meðan játn- ing lægi ekki fyrir. Þegar svo Dalamenn halda fast við það að einhverjar blóðsúthellingar verði að vera og vilja því sarga af Jóni hendina mildar Lancfs- yfirréttur það í hýðingu sem hefur samt verið allt annað en skemmtileg. Hvað okkar falsara hérna á NT snertir þá þýðir víst lítið fyrir Jón þann að ljúga því upp að einhverjir aðrir hafi svindl- að peningunum inn á hann og fölsunin því ekki hans verki. En á móti vonum við að refsi- löggjöfin hafi eitthvað verið milduð, - eða hvað. (Heimild: Öldin sem leið). Lausn á síðustu krossgátu ■ Bandarískar B-25 sprengjuflugvélar varpa sprengjum yfir japanskt fylgdarskip undan strönd Vietnam. Canaris hengdur - Roosevelt látinn ■ Það var hinn 5. apríl fyrir 40 árum að Sovétríkin sögðu upp griðasáttmála sinum við Japani, sem þó átti að endast til 1946. Ekki er komið til stríðs milli ríkjanna enn. Jap- anir ákveða að fórna síðasta nothæfa orrustuskipi sínu, Ya- mato, í tilraun til þess að endurheimta Okinawa. Rússar halda inn í Vín þann 6. apríl og gera lokaatlöguna að Königsberg. Japanir gera hina fyrstu af tíu sjálfsmorðs- árásum sínum á lið Banda- ríkjamanna í Okinava. Stórorrusta á Austur-Kína- hafi þann 7. apríl þegar banda- rískar fluvélar sökkva orrustu- skipinu Yamato og beitiskip- inu Yahagi ásamt fjórum tund- urspillum. - Vestur í Evrópu gcra Mosquito flugvélar í fyrsta sinn árásir á Berlín frá flugvöllum á meginlandinu. Þann 8. apríl er Schörner hershöfðingi gerður að mar- skálki liðsins á suðurvígstöðv- unum og er hann síðasti þýski herforinginn sem þá upphefð hlýtur. Sama dag halda Banda- ríkjamenn inn í Schweinfurt, en franskar sveitir hertaka Pforzheim. Breskar flugvélar sökkva sex bátum í Hamborg. í Danmörku heppnast and- spyrnumönnum að ræna 21 báti og sleppa þeir þannig til Svíþjóðar. Hinn 9. apríl fellur Königs- berg eftir 59 daga viðureign. Herir Tolbukhins brjóta sér leið inni í miðborg Vínar. Bandaríkjamenn ná á sitt vald Krupp verksmiðjunum í Essen. í fangabúðunum í Flossen- burg eru þrír menn hengdir fyrir drottinsvik. Þeir eru presturinn Bonhoeffer, Oster hershöfðingi og Canaris að- míráll. Libertyskip sem hlaðið er flugvélasprengjum springur í loft upp i höfninni Bari á Ítalíu. 360 farast, en 1730 særast. Breski flugherinn gerir nú mikla loftárás á Kiel. Admiral Scheer hvolfir og Admiral Hipper laskast rnikið. Banda- ríkjamenn gera árásir á orr- ustuþotuvelli við Berlín og Múnchen. 367 flugvélar erð eyðilagðar á jörðu niöri. Síðsta loftárás Þjóðverja á Bretland er gerð þann 10. apríl. Þar eru á fcrð þýskar þrýstiloftsvélar. Það er hinn 12. apríl sem fregnin um lát Roosevelts berst út um heiminn. Forsetinn lést í Warm Springs, 63 ára að aldri. Truman, varaforseti tek- ur við embættinu. Goebbels fagnar fréttunum og telur þetta upphaf þáttaskila í stríðinu. Truman forseti sór embættiseiö sama dag og Roosevelt lést.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.