NT - 14.04.1985, Blaðsíða 19

NT - 14.04.1985, Blaðsíða 19
Sunnudagur 14. apríl 1985 19 minnkaður niður í 600 grömm, en nú varð að minnka hann í 500 grömm. Zhukov kemur til sögunnar Eftir stríðið kvörtuðu Len- ingradbúar um það að lítil aðstoð hefði borist frá Moskvu fyrstu daga unrsátursins. Þetta var að nokkru leyti sök Klinr- ents E. Vorisjilovs. marskálks, yfirmanns Leningradvígstöðv- anna. Hann var mjög tregur til að senda ill tíðindi til Moskvu af ótta við viðbrögð Stalíns, en hann hafði bæði nrisst Shliess- elburg og hina geysimikilvægu brautarstöð í Mga. Vorisjilov þagði um þettta, en þegar Stalín komst að hinu sanna krafðist hann skýringa og skömmu síðar var Vorisjilov leystur frá herstjórninni, en Georgy K. Zhukov, marskálk- ur, skipaður í hans stað. Þegar Zhukov var kominn til Leningrad spurði einn að- stoðarmaðurhansL.S. Ivanov, hershöfðingja, um það hvar víglínan lægi. „Ég hef ekki hugmynd um hvar hún er, ég veit ekkert," svaraði Ivanov. Zhukov leysti hann þá þegar frá störfum. Aðrir hershöfð- ingjar voru þaulspurðir og hót- að herrétti. Zhukov varstrang- ur maður af hinni stalinisku gerð, en Leningrad þurfti nú einmitt á slíkum manni að að Þjóðverjar hefðu dreift yfir borgina. Þjóðverjar vörpuðu niður dreifimiðum, þar sem heitið var að þyrnta lífi þeirra sem dræpu forystumenn sína og gæfust upp. Láir tíndu upp blöð þessi þar sem þeir er með * þau fundust áttu á hættu að verða skotnir. Hinn 17 september gaf Zhukov út skipun til yfirmanns herjanna við Leningrad: Hér eftir yrði sérhvert undanhald skoðað sem glæpur gegn ætt- jörðinni. Hegningin væri líflát. Aðferðir Zhukovs voru rudda- legar, en áhrifamiklar. Ekki fara sögur af því að hann hafi látið verða at' þessari hótun sinni. En nú skipuðust veður í lofti. 4. brynhersafnaði Þjóð- verja var skipað að halda brott frá Leningradvígstöðvunum. Hið nýja verkcfni hans var að ráðast á Moskvu úr norðurátt. Þar sem Leningrad var nú um- kringd átti að láta henni blæða út í rólegheitum, eins og ráð- gert hafði verið. Þýski hers- höfðinginn, Halder, spáði því að eftir brottför brynsveitanna yrði kyrrstaða á Leningradvíg- stöðvunum, „þar til sultur færi að sverfa að og leggjast á sveif með okkur.“ Skömntu síðar skýrðu njósn- arar Rússa frá því að þýsku brynsveitirnar væru á suður- leið. Skriðdrekum væri hlaðið á járnbrautarvagna og ekið í ■ Dagleg sjón á götum borg- arinnar, - fólk dregur lík ætt- ingja á sleða til greftrunar. Fjöldi þeirra sem urðu hungr- inu að bráð hefur aldrei verið staðfestur. menn þurft 1.000 lestir dag- lega. Dauðsföllunt í Leningrad fjölgaði. Hordauðinn tók menn óðum til sín. í nóvember dóu 11.000 og 53.000 í desem- ber. Janfvel verkamenn sem fengu stærri matarskammta en aðrir létust þúsundum saman. Þjóðverjar héldu upp loft- árásum á prammana, en menn sigldu ótrauðir áfram. Síðari hluta nóvember lagði vatnið og þá var tekið að Ilytja vistirn- ar á sleðum og síðar á vörubíl- um. Þegar flutningar yfir vatn- ið stóðu sem hæst fóru 400 þriggja tonna vörubílar um hann á degi hverjum. Þeir fluttu lífsnauðsynjar og að- stoðuðu einnig við að koma fólki brott, - 11.000 í janúar, 117 þúsund í febrúar, 221 þús- und í mars og 163 þúsund í apríl. Loks þegar kont fram í marsmánuð var fæðuöflun Kaldrif juð áætlun Hitler hafði sent fyrr segir hugsað sér að ekki skyldi tekið við uppgjöf Leningrad. Áætl- un hans var sú að þegar herir hans hefðu sameinast finnska hernum úr norðri og búið að taka fyrir alla ‘aðdrætti, yrðu sprengjur og byssukúlur látnar dynja á borginni og borgarbúar látnir veslast upp yfir vetrar- mánuðina. Leningradbúar, sem höfðu hugsað sér að verj- ast fram í rauðan dauðann höfðu ekki gert ráð fyrir þessu, þ.e. umsátrinu. Það var fyrst í ágústlok sem yfirvöld í borginni urðu gripin geig vegna þverrandi matvæla- birgða. Þegar skömmtun var tekin upp í öllum sovéskum borgum í júlí var ástandið ekki verra í Leningrad en annars- stáðar. Verkamenn fengu 800 grömm af brauði daglega og 2.200 grömm af kjöti mánaðar- lega ásamt nægum kornmat, sykri og feitmeti. í ágústlok varð hins vegar Ijóst að væri farið eftir gildandi skömmtun- arreglum voru til tæplega mán- aðarbirgðir. Þjóðverjar sóttu hratt fram í september og sóttu þeir fram til borganna Volkhov og Tikhvin, sem voru við járn- brautina milli Ladogavatns og austurhéraðanna. Ef önnur þeirra félli mundi verða girt fyrir flutninga yfir Ladoga- vatnið til Leningrad. Haldið var uppi linnulausri skorthríð á borgina og í nóvemberlok voru stórskotaárásirnar orðnar 272. Stóðu þær í 430 klukku- stundir samtals. Þann 6. september kviknaði í Badayev birgðaskemmunum þarsem mikill hluti matarforða borgarinnar var geymdur. Vöruskemmurnar urðu alelda og sló skærum rauðum bjarma á himinhvolfið er allt hveiti- ntjölið og fituforðinn var að brenna. Slökkviliðið, alls 168 sveitir fékk við lítið ráðið. Sykurforðinn, 2.500 lestir, bráðnaði og rann niður í kjall- ara, þar sem hann harðnaði í ntassa líkan kandíssykri. Hann var síðar seldur borgarbúunt í því formi. Þann 2. september hafði brauðskammturinn verið ■ Loftvarnarlið að störfum. Skothríðinni og sprengjuregninu linnti ekki dag né nótt. átt til Moskvu. Zhukov trúði þessu ekki í fyrstu og sýndist honum þessar tilfærslur vera viðleitni til þess aö ala á falskri öryggiskennd hjá Leningradbú um. En innan fárra daga sáu verjendur Moskvu skriðdreka 4. brynhersafnaðarins, svo að orðrómurinn hafði við rök að styðjast. Þegar heljartakið hafði þannig linast nokkuð kallaði Stalín Zhukov til Moskvu og fékk honum yfirstjórn herj- anna þar, en við Leningradvíg- stöðvunum tók Ivan Fedyun- ski, aðstoðarmaður Zhukovs. Lífsvegurinn Ákvörðun Hitlers um flutn- ing Iiðsins frá Leningrad til Moskvu bjargaði borginni, en í raun og veru voru þjáningar fólksins rétt að hefjast. Upp frá þessu urðu sulturinn og kuldinn sláttumenn dauðans, en ekki þýski herinn. Eina lífæð borgarinnar lá yfir Ladogavatn og austur á bóginn. í Novaya Ladoga á ströndinni fyrir handan var járnbraut sem tengdi borgina ennþá við aðra hluta Rússlands og var hún eina aðdráttarleið hennar, en lífæð þessi var veigalítil og ótraust. Á nokkr- um vikum frá niiðjum sept- ember og fram í miðjan nóvember lánaðist lánaðist ntönnum að flytja á prömmum á vatninu 25 þúsund lestir af matvælum. Þetta voru að jafn- aði 450 lestir hvern dag, en til þess að draga fram lífið hefðu ekki lengur alvarlegt vanda- mál. En sumir íbúanna voru enn í dauðans grcipum vegna hægfara eftirkasta af sultinum. Enginn veit fjöldann Enginn veit hve margir Itrundu niður í Leningrad þennan vetur. Stjórnvöld sögðu töluna 264 þúsund, en sú tala var birt á dögum Stalíns, þegar lítið var gert úr hörmungum Leningradbúa. Flestir telja nú að yfir milljón manna hafi farist og að auki nokkur hundruð af völdum sprengjuárása. Til samanburð- ar má geta þess að samanlagt manntjón Breta og Banda- ríkjamanna var 800 þúsund öll stríðsárin. Leningrad var haldið áfram í herkví, en aðdráttarlciðir hennar héldust framvegis opnar. Daglegt líf tók að færast í eðlilegt horf, dagblöð hófu göngu sína á ný. Leikhús og kvikmyndahús tóku að nýju til starfa og sinfóníuhljómsveit Leningrad flutti „ Sjöundu (Leningrad) sinfóníu" Dmitry D. Shostakovich fyrir fullu húsi 9. apríl 1942. Aðalvettvangur stríðsins fluttist nú frá Moskvu til Stal- ingrad. Þegar Sovéther lagði til öflugrar gagnsóknar létu Þjóðverjar loks undan síga frá umsátursstöðvunum við Len- ingrad. Var það loks 27. janúar 1944 að flugeldum var stráð um himinbogann til merkis um að 900 þjáningardögum Len- ingradbúa væri lokið. ■ Þýsku flugsveitirnar fóru hundruð árásarferða yfir Len- ingrad á fáeinum mánuðum. halda. Hann stappaði stálinu í menn og efldi viðnámsþrótt borgarinnar. Heljartakið linast Þegar Zhukov tók við her- stjórninni var Leningrad á heljarþröminni. Sprengjum rigndi án afláts niður og bryn- sveitirnar voru ekki nema 15 km frá borginni. Þegar menn stóðu í biðröðum og biðu eftir brauðskammtinum urðu þeir einatt að flýja er ýlfrandi sprengjur komi þjótandi. Á heimleið frá vinnu urðu menn oft að stökkva af sporvagnin- um tví- eða þrívegis og hlaupa í skjól. A hverri stundu áttu menn von á að sjá Þjóðverjana í Vetrarhöllinni. Steinsteyptir vegtálmar og stálvíghreiður sem kölluð voru „Vorosjilov- hótel" þöktu götur í suður- hverfum borgarinnar. Sprengi- efni hafði verið komið fyrir undir öllum brúm, verksmiðj- um, stofnunum og skipum í Eystrasaltsflotanum. Var tundrið samtengt í eina straumrás. Lögregluliðið var stöðugt á höttunum eftir fölskum skömmtunarseðlum og fölsk- unt peningum, sem haldið var ■ Konur safna snjó til bræðslu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.