NT - 14.04.1985, Blaðsíða 13

NT - 14.04.1985, Blaðsíða 13
Sunnudagur 14. apríl 1985 13 L-eilclist Stúdentaleikhúsið sýnir leikrit sem ekki er leikrit. Sögurnar tvær sem verkið er byggt á eiga ekkert sameiginlegt en eru þó nátengdar. ■ Þaðeróhættaðfullyrðaað Stúdentaleikhúsið hefur sett skemmtilegt strik í reikninginn hvað leikhúslíf okkar eyja- skeggja snertir. Þrátt fyrir að vera áhugamannaleikhús með lélega aðstöðu í matsal Félags- stofnunar stúdenta hefur leik- húsi þessu tekist að hlása fersk- um vindum inn í kálgarða ís- lensks menningarlífs. Á morgun sunnudag I4. apríl frumsýnir Stúdenta- leikhúsið „Litla prinsinn" og „Píslarsögu Jótis Magnússon- ar“ í leikgerð Halldórs E. Lax- ness og er hann jafnframt leik- stjóri verksins. Hér mun vera á fcrðinni all nýstárleg uppákoma þar sem ekki er um leikrit að ræða í hefðbundinni merkingu þess orðs. „Það má alveg eins líta á þessa tilraun sem málverk sem þó er á hreyfingu". sagði Hall- dór þegar umboðsmaðúr Helg- arblaðs NT lagði fyrir hann spurningar nteð menningar- legu ívafi. Kjartan Ólafsson. sem um þessar mundir stundar tónlist- arnám í Hollandi. samdi tón- verk byggð á þessum tveimur ólíku verkum. Tónlistin er el- ektrónísk og með hana að bak- hjarli svo og sögurnar tvær, útbjó Halldór leikgerðina þar sent hann blandar saman hljóðum og myndum. Leikar- arnir tólf. sem koma fram í sýningunni taka á sig hin ýntsu gervi og hreyfa sig innan um myndir sem Hallgrímur Helga- son myndlistarmaður hefur málað. Yfir þcnnan söfnuð er svo steypt mikið af Ijósum und- ir umsjón Egils Árnasonar. Útkomaner... ja.þúverður sjálfur lesandi góður að koma og sjá því sýningunni er ekki svo auðveldlega lýst með orðum. Það er neínilega þann- ig að það sent er í þessari sýn- ingu er ekki, og það sem ckki er, ja ... það er, eða þannig. Dansarnir eru ekki dasar og hin töluðit orð eru ekki orð í venjulegum skilningi. Verkin tvö, Píslarsaga Jóns Magg og Litli prinsinn eiga ekkert sam- eiginlegt cn eru þó nátengd í sýningunni og þannig mætti lengi telja. Einn af aðstandendum leik- hússins lét þess getiö í samtali við Helgarblaðið að verkin tvö sem nú á að taka til sýningar séu að mörgu leit tánknræn fyr- irstúdentaleikhúsið. Þaðmájú segja að leikhúsið sjálft jié ■ Halldóra Friðjónsdóttir sýningarstjóri og Halldór E. Laxness leikstjóri. Einn af draumum Stúdentaleikhússins er að leikhúsfræði verði tekin upp sem kennslugrein við háskólann og þar með gæti rekstur leikhússins oröið hluti af starfsemi deildarinnar. Málverk á sýningu ■ Hallgrímur Helgason listmálari lagar hér munnsvipinn á Ljósa- manninum sem kemur við sögu í öðru verkanna hjá Stúdenta- ieikhúsinu að þessu sinni. „Litli prinsinn" í íslensku leikhúslífi og saga þess sé písl- arsaga. Aðstaðan í mötuneyti félagsstofnunar stúdenta er mjög takmörkuð og verður að taka ullar leikmyndir niður eft- ir hverja sýningu til að rýma húsið. Hér er því nánast um að ræða enn eitt áhugamanna- leikhúsið á götunni. Þrátt fyrir þetta hcfur leikhúsinu tekist að sanna til- vcrurétt sinn á undanförnum árum með mjög athyglisverðu framlagi til leiklistar í landinu. Nýlega skrifaði háskólarek- tor undir leigusamning til fimm ára þur sem Tjarnarbíó er leigt undir starfsemj ferðamanna- baðstofuleikhússins „Light Nights," sem annars á allt gott skilið cn um leið er útilokað að stúdentaleikhúsið fái þar inni. Hin takmarkaða aðstaða leik- hússins í félagsstofnun stúd- enta mun einnig fyrir bý þar sem húsiö hefur verið leigt Ferðaskrifstofu íslands. Það virðist því sem að píslar- suga litla prinsins sé aðeins rétt aö hefjast en eins og áur segir verður frumsýningin klukkan 21.00 ásunnudagskvöld. J.Á.Þ. „Egsverþað... þeir koma svona frá Kaaber“ RÍÓkaffipakkinn á að vera harður því hann er lofttæmdur. Þannig helst RÍÓkaffið ferskt og bragðríkt alla leið í bollann þinn. Rjúkandi RÍÓ -hörkugott kaffi

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.