NT - 20.04.1985, Side 7

NT - 20.04.1985, Side 7
Hermann Sveinbjörnsson: Hamingjuleit að fornu og nýju ■ Gegnumgangandi þráður í uppfræðslu barna og ungiinga á. íslandi er sú trú að í landinu búi heimsins úrval af siðmennt- uðufólki.sannkallaðarhetjur af konungakyni IJppfræðslan gengur meðal annars út á það. að hér hafi ríkt hámenning sagnaritunará meðan miðalda- myrkur ríkti í öllum helstu löndum Norður-Evrópu. Varðandi nútímann er ung- dómurinn rækilega upplýstur um að á Íslandi ríki rneiri velferð, jöfnuður. og félagslegt öryggi en þekkist á byggðu bóli. Þessa „arisku" sjálfsí- ntynd hafði ég í veganesti þeg- ar haldið var erlendis í frarn- haldsnám. Það tók nokkurn tíma, en með margra ára dvöl eríendis fjaraði sjálfsánægja Is- lendingsins smám saman út. Mér varð smám saman Ijóst að allur utanbókarlærdómurinn á fornum kveðskap og innræt- ingin um yfirburði íslendinga gerir lítið annað en að festa okkur í fortíðinni og byrgja sýn til annarra landa og heimshluta, þar sem hlutirnir eru að gerast og framfarir eru örastir. { dag má hiklaust flokka ísland með þróunar- löndum í atvinnulegu tilliti. þó að tekist hafi að ná all háuni þjóðartekjum með rányrkju og vinnuþrælkun. Að lifa í fortíðinni Fáar þjóðir lifa eins mikið í fortíðinni og íslendingar, og án efa er rneiri tíma og fé eytt í hugleiðingar um hið liðna frernur en íramtíðina. Áhugi fólks á ættartengslum cr ein- stakur, fjöldi útgefinna (og vel innbundinna) æfisagna Péturs og Páls er án efa heimsmet, fyrir utan alla aðra sagna- mennsku og skáldskap. Pess vegna er athugandi að skyggn- ast alla leið til baka til land- námsmanna. Hvers konar mannskapur var þetta eigin- lega, sem kvaddi blómlegar byggðir og nam land á hrjóstr- ugri ísaströnd? Landnám ís- lands hefur verið talin afleiðing félagslegrar þróunar í Noregi, þó svo að mannfræði og blóð- flokkagreiningar bendi til að írar eigi hér stærri hlut en áður var talið. Peir sem kusu að víkja frá átthögum sínum og halda til íslands, tóku frelsi og olnbogarými í harðbýlu landi fram yfir hefðbundna tilveru í ríki jarla og konunga. Mögu- leikar á einstaklingsbundnu vali á búskaparháttum og forr- áð eigin niála. voru e.t.v. þau lífsgæöi sem þessir menn mátu mest. írskir þrælar liafa án efa einnig metið þau gæði að verð- leikurn eftir því seni þeir losn- uöu smám sarnan úr fjötrum. Ætli það séu afkomendur íra sem gera íslendinga að ham- ingjusömustu þjóð í heimi? Horft tii baka til Skandinavíu Undanfarin þrú ár hcfur reynt rnjög á þolrif íslendinga. Hvergi á Vesturlöndum hafa þjóðartekjur fallið hlutfalls- lega jafn mikið og hér á landi á þessu tímabili. Pegar horft er fram á veginn og reynt að blása í vonarglæður er mönnum tamt að halda því fram að markmið íslendinga hljóti að vera hag- vöxtur og þjóðartekjur í sam- ræmi við nágrannalöndin, einkum Skandinaviu. En er sú viðntiðun endilega raunhæf, einkum nú þegar unnið er að að draga úr rányrkju til lands og ■ Hermann Sveinbjörnsson, dr. í audlindahagfræöi, er deildarstjori í iönaöarráöu- neytinu. sjávar og lækkun erlendra skulda? Er ekki hugsanlegt að Islendingar verði að gera það uppvið sig og sætta sig við að hagsæld og lífsþægindi verði aldrei þau sömu og í landi forfeðranna fyrir sama viiinu- tíma? Mikilvæg forsenda hagvaxt- ar við nútímaaostæður cr stað- setning innan stdrra markaða og/eða greið tengsl innan efna- hagslegrar hcildar, sbr. um- ræðuna um vandamál Evrópu í samkeppni við Bandaríkin og Japan. Smáar efnahagsein- ingar virðast eiga æ verr upp- dráttar, hvað þá dvergríki eins og ísland. Ef íslendingar ætla aö halda til streitu, sem efna- hagslegu markmiði, að lífskjör hér á landi verði áfram meðal þess besta sem þekkist í heim- inum, þá er líklegt að spurning- in urn bein tengsl (slands við Efnahagsbandalag Evrópu eða Bandaríkin muni brenna æ meir á landsmönnum. Hinn möguleikinn er að íslendingar efli (eða endurveki) með sér sitt séríslenska gildismat, það gildismat sem olli því að for- feður okkar héldu út í óviss- una. Smáar efnahagseiningar virð- ast eiga æ verr uppdráttar, hvað þá í dvergríki eins og íslandi. I dag má hiklaust flokka ís- land með þróunarlöndum í atvinnulegu tilliti, þó að takist hafi að ná all háum þjóðar- tekjum með rányrkju og vinnuþrælkun. Undanfarin þrjú árhefur reynt mjög á þolrif l'slendinga. Hvergi á Vesturlöndum hafa þjóðartekjur fallið hlutfalls- lega jafnmikið og hér á landi á þessu tímabili. ofin að hvorugt verður frá hinu skilið. Hún er ekki bara orð, ekki bara hugsjón til uppfyll- ingar í hátíðarræðum. Það mun enn sem fyrr ásannast að sókn er besta vörnin í varð- stöðu um þjóðerni okkar, menningu og tungu í ævarandi bjargræðisbaráttu þjóðarinn- ar. Við bjargræðismenn höfum aldrei verið ofurseldir kreddu- kenningum og sá andróður sem hafður er í frammi um að við höfum vikið af varðaðri leið er á engum rökum reistur. En við verðum að vera flokkur nýs tíma. Nýir tíntar kalla á ný vinnubrögð og ný verkefni. Nýjar kynslóðir kalla á ný viðhorf. Barátta okkar er rök- rétt framhald þess starfs sem fara og farsældar í íslensku svo miklu hefur breytt til fram- þjóðfélagi. ■ Formaöurinn ungi og finngálknið, tákn Bjargræðis- flokksins. Buxur, vesti, brók og skó, bætta sokka nýta, húfutetur, hálsklút þó, háleistana hvíta. Þetta ljóðræna vísubrot Jón- asar Hallgrímssonar er okkur áminning um það hversu mis- jöfnum augum líta má tilver- una. Pað minnir okkur á að skyggnast um til þess að sjá björtu hliðarnar. Við skulum láta spurninguna úr kvæði Jón- asar verða að hvatningu til að horfa bjartsýnum augum til framtíðarinnar. Ólund og víl færa okkur ekki frarn á við. Pau spor stígum við aðeins með bjartsýni í huga og áræði í sál og sinni. Við skulum minnast þess að það er kraftaverk að þessi litla þjóð skuli hafa byggt upp og viðhaldið bjargráða og blóm- legu velferðarríki í stóru og harðbýlu landi. Þó að á móti hafi blásið um sinn skulum við með stórhug og viljafestu snúa okkur að þeim verkefnum, sem við blasa með þeim ásetn- ingi að gera hugsjónir okkar að veruleika. Frá þeirri stefnu veröur hvergi hvikað, þjóðinni allri til blessunar og farsældar. Eilílid stytt og lagfært Egill Hclgason. Malsvari frjátslyndis, samvinnu og félagshyggju Ulgefandi: Núliminn h.f. Rilslj.: Magnus Ólafsson (ábm). Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj: Sleingrímur Gíslason Innblaðsslj: Oddur Ólafsson Tækmstj: Gunnar Trausli Guðbjörnssoo Skrilstolur: Síðumúli 15, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskritt og dreifmg 686300, rilstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideiid 6^6538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.l. Kvoldsimar: 686387 og 686306 Verð i lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr. Herör gegn frjálshyggjunni ■ Það er ekki ofsögum sagt að margvíslegir straum- ar hafa leikið um okkar litla þjóðfélag á undanförn- um árum. Sögulaus bleiubörn velferðarsamfélags- ins hafa t.d. vaðið uppi og náð að setja mark sitt á þjóðfélagið með úreltum frjálshyggjukenningum. Þar ræður fjármagnið ferðinni, sú helstefna að frclsi fjármagns og fjármagnseigenda muni að lokum skapa hið besta mögulega samfélag. í öllu sínu veldi kastar þessi stefna velferðarsamfélaginu fyrir róða með þá blekkingu á vörunum að eftir því sem liinir ríku verði ríkari því efnaðri verði þeir verst settu. Þessi afturganga frá 19. öld ógnar nú vestrænum velferðarsamfélögum, þjóðum sem tekist hafði að skapa jafnvægi og félagslegt öryggi, en hafa orðið að slá af í sókn til betri lífskjara, vegna utanaðkomandi aðstæðna. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra tekur þetta fyrir í ræðu sem hann flutti á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins og birtist í NT í dag. Hann segir: „Eftir orkukreppuna 1973 og við vaxandi atvinnu- leysi hafa menn í örvæntingu leitað nýrra leiða. Þeir sem hafa alist upp við öryggi og aldrei kynnst öryggisleysinu, ætla sér allar leiðir færar og hirða margir hverjir lítt um það, þótt þeir traðki á sínum nágranna í leiðinni á toppinn. Þeir telja margir samneysluna óþarfa og vilja fá það fjármagn, sem til hennar er varið, í eigin hendur og fullkomið frjálsræði til athafna. Þetta eru hinir svonefndu frjálshvggjumenn. Ég er sannfærður um, að slík stefna, sem er blind og skilur ekki sjálfan þann grundvöll, sem gerir einstaklinginn og þjóðina sterka, sem vill fórna því sem á er byggt, er stórættuleg hverju þjóðfélagi. Því miður hefur slík frjálshyggja náð sterkum tökum á nokkrum fjölda sjálfstæðismanna. Sem betur fer skilja þó margir í þeim flokki hætturnar og eru henni andsnúnir. Ég fagna því jafnframt, að frjálshyggjunnar gætir minna í samþykktum landsfundarins (innsk. - Sjálfstæðisflokksins) en ég gerði ráð fyrir. Umbótasinnuðum félagshyggjumönnum er mjög nauðsynlegt að bregðast skjótt við þessari hættu. Með bættum efnahag og aukinni þekkingu er sjálfgert að auka frelsi einstaklingsins til heilbrigðra athafna. Hins vegar er ekki síður nauðsynlegt nú en fyrr að tryggja og bæta það öryggi, sem þegnunum er með samneyslunni búið. Aftur á móti er ekki eins mikil þörf og áður var fyrir beina þátttöku ríkisins í ýmisskonar atvinnu- rekstri. Þar sem ekki er þörf á ríkið að draga sig til baka, mikill ríkisrekstur drepur þjóðlífið í dróma. Það er ekki í samræmi við stefnu Fram- sóknarflokksins fermur en frjálshyggjan.“ Með ræðu sinni sker forsætisráðherra upp herör gegn frjálshyggjunni, þeirri helstefnu nútímans, sem á örfáum árum myndi leggja landsbyggðina í auðn og tryggja það, að ekki öll, heldur bara eitt og eitt af börnum okkar njóti sæmilegra kjara í framtíðinni. Við íslendingar eigum meiri möguleika á göðu og heilbrigðu mannlífi en flestar aðrar þjóðir en því aðeins ef við forðumst þann barnaskap, þá helstefnu, að færa hagfræðikenningar 19. aldar upp á þjóðfélag okkar. Það er vandséð hvort er verri kostur, efnalegt og andlegt ófrelsi marxismans eða þeir fjötrar fátæktar sem verða hlutskipti alls þorrans í drauma- riki frjálshyggjunnar.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.