NT - 20.04.1985, Qupperneq 9
Laugardagur 20. apríl 1985 9
Steingrímur Hermannsson
formaður Framsóknarflokksins:
Þjóðarbúið
þolir ekki aðra
kollsteypu
Ræða flutt á aðalfundi
miðstjórnar Framsóknarflokksins
■ Liðin eru tæp tvö ár frá myndun
núverandi ríkisstjórnar. Það hefur verið
viðburðaríkur tími, skipst hafa á skin og
skúrir. Viðureignin við verðbólguna
gekk vel framan af, en ver á seinni hluta
tímabilsins. Því hafa fylgt ýmiss konar
endurvaktir erfiðleikar, bæði hjá at-
vinnuvegum og einstaklingum, sem
koma ekki á óvart eftir kynnin af böli
verðbólgunnar undanfarin ár.
Vinsældir ríkisstjórnarinnar og fylgi
stjórnarflokkanna hefur samkvæmt
skoðanakönnunum breyst í samræmi við
þróun efnahagsmála. Ríkisstjórnin naut
mikils fylgis þegar vel gekk í viðureign-
inni við verðbólguna, þrátt fyrir harðar,
lögbundnar aðgerðir, sem sumir nefndu
ólýðræðislegar, en gengi hennar hefur
fallið við endurvakta verðbólgu, þrátt
fyrir frjálsræði, sem ýmsir dásama.
Nauðsynlegt er fyrir okkur framsókn-
armenn að meta verkin, læra af þeirri
reynslu, sem fengin er, og móta ákveðna
stefnu fyrir næstu og fjarlægari framtíð.
Þessi miðstjórnarfundur kemur því sam-
an á mikilvægum tímamótum.
Ég mun í ræðu minni gera stuttlega
grein fyrir meginþróun mála undanfarin
tvö ár. Höfuðáherslu mun ég leggja á
það tímabil, sem nú er hafið, og á
mikilvæga stefnumörkun í málefnum
þjóðarinnur, þegar til lengri tíma er litið.
Hjöðnun verðbólgu með
lögbundnum aðgerðum
Fyrstu tveimur starfsárum þessarar
ríkisstjórnar sýnist mér rétt að skipa í
tvö tímabil.
Hið fyrra einkenndíst af ákveðnum
aðgerðum til varnar þeim voða, sem við
blasti í óðaverðbólgunni, og markviss-
um, lögbundnum ráðstöfunum til þess að
knýja verðbólguna hratt niður.
Stundum heyri ég sagt, að um leiftur-
sóknina margfrægu hafi verið að ræða.
Það er mikill misskilningur. Leiftursókn-
in gerði að vísu ráð fyrir því, að
verðbætur á laun yrðu afnumdar, en hún
gerði hins vegar ráð fyrir, að þegar yrði
gengið til frjálsra samninga um kaup og
kjör og vextir gefnir frjálsir, svo eitthvað
sé nefnt. Svo var að sjálfsögðu ekki gert
nú. Við framsóknarmenn vildum við
stjórnarmyndun, að lögbundnar ákvarð-
anir um kaup og kjör stæðu lengur,
töldum það óhjákvæmilegt í því alvar-
lega ástandi, sem var. Sjálfstæðismenn
vildu hins vegar, að slíkt tímabil yrði
sem styst. Samkomulag varð um 8 mán-
uði. Arangur varð, eins og fyrr segir,
mjög mikill, verðbólga var um áramótin
1983-4 orðin um 15 af hundraði á árs-
grundvelli. Enn er ég þó þeirrar skoðun-
ar, að þetta tímabil hefði mátt standa
nokkru lengur, þannig hefði betra jafn-
vægi náðst í efnahagsmálum.
Aukið frjálsræði
Annað tímabilið hófst, þegar létt var
hinum lögbundnu aðgerðum, samningar
urðu frjálsir og ýmiskonar frjálsræði var
aukið, sem sjálfstæðismenn leggja meiri
áherslu á en við. Orð mín ber þó ekki að
skilja svo, að við framsóknarmenn séum
á móti auknu frjálsræði einstaklingsins,
spurningin er fyrst og fremst sú, hvenær
því jafnvægi er náð í efnahagsmálum, að
slíkt sé tímabært og að hvaða marki.
Sumt á þessu öðru tímabili tókst
bærilega. Samningarnir í febrúar 1984
voru skynsamlegir. Ríkisvaldið tók að
vísu mikilvægan þátt í þeim með aðgerð-
um vegna einstæðra foreldra og ellilíf-
eyrisþega, en það var ekki fyrr en þess
var óskað af aðilum vinnumarkaðarins.
Ég er einnig þeirrar skoðunar, að
aukið viðskiptafrelsi hafi, þar sem sam-
keppni er nægileg, reynst betur en ég
trúði.
Annað hefur tekist ver. Nefni ég þar
sérstaklega hið svonefnda vaxtafrelsi.
Ég er þeirrar skoðunar, að vextir hér á
landi hljóti í framtíðinni að verða frjálsir
að svipuðu leyti og er í okkar nágranna-
löndum. Island er orðið mjög opið land
og verður ekki auðveldlega skilið frá
því, sem er í okkar næstu viðskipta- og
markaðslöndum. Hins vegar kom í ljós,
að hinn íslenski fjármagnsmarkaður var
og er ekki enn reiðubúinn til þess að taka
við því frelsi, sem honum var veitt. Til
þess er fjármagnsskortur alltof mikill,
bankarnir vanþróaðir og óbein peninga-
stjórn ekki nægilega markvíss.
Sömuleiðis verður að viðurkenna, að
afskiptaleysi stjórnvalda af kjarasamn-
ingum s.l. haust leiddi ekki til góðs. Að
vísu var, eins og öllum er kunnugt, á bak
við tjöldin og opinberlega, boðin fram
skattalækkun í stað óviðráðanlegra launa-
hækkana. Það mistókst, m.a. vegna
þess, að ríkisstjórnin var ekki samstillt í
þeirri viðleitni. Afleiðingin varð endur-
nýjuð verðbólga, sem að vísu hjaðnar nú
ört vegna þess, að verðbætur eru ekki
greiddar á laun.
Eriendar skuldir
Ég get ekki lokið þessu stutta og
samanþjappaða yfirliti um þróun mála
undanfarin tvö ár án þess að minnast á
þá hættu, sem að mínu mati er einna
mest nú í okkar þjóðfélagi, erlenda
skuldasöfnun.
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur
sagt, að fjármálastjórnin hafi mistekist
Þar er að sjálfsögðu átt við bæði stjórn
peningamála í gegnum banka og hinn
svonefnda frjálsa markað og ríkissjóð.
Ríkissjóður var að vísu hallalaus á síð-
asta ári, og er það góðra gjalda vert. Sú
afkoma byggir þó ekki síst á viðskipta-
halla, sem var 6 af hundraði. Það er,
vægast sagt, mjög alvarlegt í núverandi
skuldastöðu þjóðarbúsins út á við.
Staðreyndin er óumdeilanleg. Þrátt
fyrir samdrátt í kaupmætti og sérstaklega
kauptaxta, hefur einkaneyslan dregist
tiltölulega lítið saman. Mikið fjármagn
virðist vera í umferð. Vel má vera, að
því sé nokkuð misskipt, en grunur minn
er þó sá, að svo sé ekki aðeins á milli
þjóðfélagshópa, heldur mun afkoma
vera mjög misjöfn innan stétta.
Að sjálfsögðu er þetta dæmi marg-
slungið. Mikilvægarframkvæmdir í land-
inu auka á þensluna. Stöðnun getur hins
vegar verið jafnvel verri kostur og at-
vinnuleysi er það örugglega. Spurningin
er, hve lengi getum við þó haldið áfram
á þessari braut? Svar mitt verður, hingað
og ekki lengra.
Stjórnarsamstarfið
Áður en ég kem að þriðja tímabilinu
í starfi ríkisstjórnarinnar, því sem þegar
er hafið, þykir mér rétt að fara nokkrum
orðum um stjórnarsamstarfið og álykt-
anir og kröfur samstarfsflokks okkar,
eins og þær koma fram á nýlegum
landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Ég hef oft sagt, að stjórnarsamstarfið
sé gott. Þegar tveir aðilar með ólík
sjónarmið ganga til samstarfs, tekst það
aldrei nema heilindi og drengskapur
ríki. Menn verða að viðurkenna sjón-
armið hvor annars og taka tillit til
þeirra. Ég hef lagt á það áherslu í
stjórnarsamstarfinu, að ágreiningsmál
verði leyst innan ríkisstjórnarinnar og
milli flokkanna, en ekki í fjölmiðlum.
Þetta hefur að mestu tekist. Að sjálf-
sögðu hafa slík mál verið allmörg og
hvorugur flokkurinn fengi allt sitt fram.
í flestum tilfellum hafa þó náðst samn-
ingar, sem báðir aðilar hafa sætt sig við.
Því verður alls ekki neitað, að nokkr-
um erfiðleikum hefurvaldið, aðformað-
ur Sjálfstæðisflokksins situr ekki í ríkis-
stjórninni. Ég er þeirrar skoðunar, að
hann ætti að vera þar. Að sjálfsögðu er
það hins vegar málefni sjálfstæðismanna
sjálfra, hverja þeir velja til ráðherra-
starfa. Þetta hefur þó haft skaðleg áhrif
fyrir ríkisstjórnina.
Innan Framsóknarflokksins hafa að
sjálfsögðu heyrst óánægjuraddir.
Reyndar get ég sjálfur tekið undir ýmsa
þá gagnrýni, sem fram hefur komið
vegna þess, sem ekki hefur tekist eins vel
og skyldi. Við ræðum hins vegar málin á
okkar fundum og höfuð ætíð náð sam-
stöðu. Enginn getur vænt okkur fram-
sóknarmenn um að ganga ekki heilir til
verks.
í stjórnarsamstarfinu hrikti okkuð
við kollsteypuna, sem varð um síðustu
áramót. Það var eðlilegt. Við formenn
flokkanna settumst þá niður og náðum
samstöðu um allbreytta framkvæmd á
stefnu ríkisstjórnarinnarj sem ég mun
koma að síðar. Gjarnan má koma fram,
að ég tel, að í viðræðum okkar formann-
anna hafi ávallt ríkt heilindi af beggju
hálfu, og sömuleiðis þegar umræður
hafa farið fram á breiðari grundvelli, á
milli flokkanna.
Landsfundurinn
Landsfundi Sjálfstæðisflokksins er ný-
lokið. Þegar við framsóknarmenn met-
um stjórnarsamstarfið og framhald þess,
er nauðsynlegt að athuga þau viðhorf,
sem fram komu á þessum fundi okkar
samstarfsaðila. Landsfundarins var beð-
ið með nokkurri eftirvæntingu. Því réði
m.a. óánægja allmargra sjálfstæðis-
manna með það ástand, sem skapast
hefur með formann flokksins utan ríkis-
stjórnarinnar, ýmsar yfirlýsingar minni
spámanna flokksins og ágreiningur, sem
virðist ríkja innan Sjálfstæðisflokksins
um ýmis mál.
Yfirlýsingar þær, sem frá fundinum
komu, eru þó miklu hógværari en ýmsir
gerðu ráð fyrir. Ég mun því ekki dvelja
lengi við landsfundinn. Þó eru nokkur
atriði, sem óhjákvæmilegt er að minnast
á.
Ég fagna því að Sjálfstæðisflokkurinn
ályktar að ríkisstjómin skuli beita sér
fyrir samstarfi við launþega og atvinnu-
rekendur um þróun efnahags- og kjara-
mála á breiðum grundvelli. og leitast
þannig við að koma í veg fyrir að ný
kollsteypa verði í efnahagsmálum í
haust. Þetta var reyndar þegar ákveðið
í samkomulagi flokkanna frá febrúar
s.l., oger hafið, einsogég mun koma að
síðar.
Mér sýnist einnig að samþykktir
flokksins um landbúnaðarmál geti orðið
grundvöllur að skjótri afgreiðslu hins
nýja frumvarps um Framleiðsluráð land-
búnaðarins, sem landbúnaðarráðherra
hefur látið gera. Um annað hefur ætíð
verið Ijós ágreiningur. Sjálfstæðisflokk-
urinn leggur t.d. áherslu á vaxtafrelsið.
Við teljum það ekki tímabært, um það
verða hér eftir sem hingað til eflaust
skiptar skoðanir.
Eg undrast þá ofuráherslu, sein Sjálf-
stæðisflokkurinn leggur á einkarekstur,
að því er virðist á kostnað alls annars
rekstrarforms. Þetta er að sjálfsögðu
mjög andstætt skoðun okkar framsókn-
armanna. Framsóknarflokkurinn hefur
alla tíð stutt heilbrigðan einkarekstur og
samvinnurekstur jöfnum höndum. Við
styðjum, án tillits til rekstrarforms,
hvern þann atvinnurekstur, sem er þjóð-
félaginu í heild hollur.
Það kemur síður á óvart, að Sjálf-
stæðisflokkurinn leggst gegn ríkisrekstri.
Við framsóknarmenn útilokum hins veg-
ar alls ekki slíkan rekstur, en höfum ætíð
talið, að ríkisrekstur eigi að vera undan-
tekning, og fyrst og fremst að koma til
greina, þegar treysta þarf atvinnuöryggi
eða koma í veg fyrir einokun. Með tilliti
til þess teljum við td. afar nauðsynlegt
að í landinu sé a.m.k. einn öflugur
ríkisbanki.
Við framsóknarmenn höfum tekið
þátt í því upp á síðkastið að breyta
fáeinum ríkisfyrirtækjum í hlutafélög,
og þá metiö hverja slíka hugmynd í ljósi
ofangreindrar stefnu. Þegar þær að-
stæður eru ekki lengur fyrir hendi, er
eðlilegt, að ríkið dragi sig út úr viðkom-
andi rekstri og bjóði dugmiklum ein-
staklingum eða samtökum þeirra að
taka við. Við erum ekki „kredduflokk-
ur“ að þessu leyti fremur en öðrum.
Ræða formanns
Sjálfstæðisflokksins
í ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins
á landsfundinum kom fram atriði, sem
full ástæða hefði verið til að ræða, m.a.
með tilliti til þess, að innan Framsóknar-
flokksins gætir töluverðrar tortryggni í
garð sjálfstæðismanna. Það er ekki
óeðlilegt eftir margra áratuga átök um
grundvallaratriði í íslenskum þjóðmál-
um. Sviðaðra viðhorfa gagnvart Fram-
sóknarflokknum mun, að því er mér
skilst, einnig gæta innan Sjálfstæðis-
flokksins. Fullyrðingar um frumkvæði
sjálfstæðismanna í flestum mikilvægum
málcfnum þcssarar ríkisstjórnar afskrifa
ég þannig sem nauðsynlega viðleitni
formannsins til þess aö bcrja saman sitt
lið. Aö sjálfsögðu hafa flokkarnir báðir
haft frumkvæði á fjölmörgum sviðum.
Það er t.d. kunnara en svo, að slíkt
þurfi að ræða, að lögbundnar og árang-
ursríkar aðgerðir gegn verðbólgunni í
upphafi stjórnarsamstarfsins voru sam-
kvæmt lillögum okkar framsóknar-
manna. Sömuleiðis er alþjóð ljóst, að
vaxtafrelsið á öðru tímabili ríkisstjórnar-
innar var að frumkvæði sjálístæðis-
manna, svo einhver dæmi séu ncfnd. Þá
má öllum vera ljóst, að opinberar að-
gerðir til lausnar á kjaradeilum og þátt-
taka ríkisvaldsins í samningum aðila
vinnumarkaðarins, er fremur í samræmi
við skynsemisstefnu okkar framsókn-
armanna en frjálshyggjuna. Um slíkt á
ekki að þurfa að deila. Aðalatriðið er að
vinna af heilindum og leitast við að ná
samkomulagi, þegar um skoðanamun er
að ræða. Það hefur yfirleitt tekist í þessu
stjórnarsamstarfi, og von mín er, að svo
verði áfram um sinn.
Ég verð þó að gera athugasemd við þá
fullyrðingu formanns Sjálfstæðisflokks-
ins, að við framsóknarmenn gætum á
óeðlilegan hátt hagsmuna Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga á kostnað einka-
framtaks. Ég vildi gjarnan fá að heyra
dæmi um slíkt. Þótt ekki sé það nefnt,
er e.t.v. átt við þann leigusamning, sem
landbúnaðarráðherra gerði við laxeldis-
fyrirtæki Sambandsins á Reykjanesi. Sá
samningur var að öllu leyti eðlilegur og
þess fullkomlega gætt, að ekki fylgdu
meiri réttindi til notkunar á jarðvarma
og köldu vatni en eðlilegt er og svæðið
þolir. Allt upphlaupið í þessu sambandi
er þeim til skammar, sem að því stóðu.
Þessa eru ýmis dæmi, að fyrirtæki hafa
fengið t.d. jarðvarma á betri kjörum frá
ríkinu. Svo er í nýlegum samningi, sem
fjámálaráðherra hefur gert við Hvalstöð-
ina í Hvalfirði, svo dæmi sé nefnt.
Reyndar tel ég, að fyrirtæki, sem ráðast
í umfangsmiklar framkvæmdir til ný-
sköpunar í íslensku atvinnulífi, eigi að
njóta þeirra bestu kjara, sem ríkisvaldið
getur veitt. Gildir þá að sjálfsögðu eitt
og hið sama um samvinnufyrirtæki og
einkarekstur.
Við framsóknarmenn erum og viljum
vera „hagsmunagæsluflokkur" hvers
þess fyrirtækis, hvort sem það er sam-
vinnufyrirtæki eða fyrirtæki í einkaeign,
sem ræðst í heilbrigða og þjóðnýta
framkvæmd.
Ég get, að gefnu tilefni, ekki látið hjá
líða að vara við markvissri viðleitni til
þess að brjóta niður einhver heilbrigð-
ustu samtök fólksins í landinu, sam-
vinnufélögin. Gegn slíku munum við
framsóknarmenn standas.
Ég skal ekki hafa fleiri orð um
landsfund sjálfstæðismanna. Þegar á
heildina er litið, lít ég svo á, að sjálf-
stæðismenn kjósi áframhaldandi stjórn-
arsamstarf. Áð vísu eru ýmsar sam-
þykktir þeirra settar fram sem kröfur og
sagt að á þeim grundvelli skuli verkin
tala. Ég hygg hins vegar, að sjálfstæð-
ismönnum sé cins ljóst og okkur, að allar
kröfur annars samstarfsaðilans geta
aldrei náð fram að ganga.
Viðræður við aðila
vinnumarkaðarins
Þriðja tímabilið í stjórnarsamstarfinu
er hafið. Það hófst með því samkomu-
lagi, sem gert var á milli stjórnarflokk-
anna í febrúar s.l. í því var lögð til
grundvallar sú reynsla, sem fékkst á
síðasta ári. Ég mun nú rekja þau megin
verkefni, sem framundan eru í ár.
Mikilvægast, og reyndar grundvöllur
starfsáætlunar stjórnarflokkanna, er
samráð ríkisstjórnarinnar við launþega
og vinnuveitendur um efnahags- og
kjaramál. Upp á það er boðið í þeirri
von, að kjarasamningar í ár leiði ekki til
annarrar kollsteypu, sem þjóðarbúið
þolir ekki. Skýrt skal tekið fram, að
ákvörðunarvaldið hlýtur þó ætíð að vera
hjá ríkisstjórninni sjálfri. Henni ber að
stjórna.
Þessu hefur verið vel tekið og eru
viðræður við Alþýðusamband íslands og
Vinnuveitendasamband íslands þegar
hafnar. Einnig eru hafnar viðræður
fjármálaráðherra við Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja, og ég hef rætt þessi
mál ásamt fjármálaráðherra við formann
BSRB. Reyndar má segja, að þetta
samráð hafi hafist í sjómannadeilunni.
Enginn hefur verið þvingaður til slíkra
viðræðna. Aðilum var tilkynnt, að rtkis-
stjórnin væri reiðubúin til þessa samráðs
þegar og ef þeir óskuðu. Það var ósk
sjómanna, að ríkisstjórnin kæmi inn í þá
deilu. Ég tel að fullyrða megi, að
viðræður við deiluaðila, sem í tóku þátt,
auk mín, sjávarútvegsráðherra og fjár-
málaráðherra, hafi orðið til þess að leysa
sjómannaverkfallið. Ég leyfi mér einnig
að fullyrða, að sú lausn, sem fékkst, hafi
verið vel viðunandi fyrir alla aðila og
valdi ekki röskun í efnahagsmálum.
Eins og kunnr ' ?r, hafa launþegar
krafist þess, að verðbætur verði teknar
upp að nýju á laun. Stjórnarflokkarnir
Sjá næstu síðu