NT - 27.04.1985, Blaðsíða 1
Laugardagur 27. apríM985-109. tbl. 69. árg.
Blessuð rigtiingin
■ Helgarveðurspáin gerir ráð fyrir að nú í morgun komi að landinu rigningarveður með
suðaustan átt og seinnipartinn í dag gæti orðið allhvasst en hægara á morgun. Veðrið er mun
breytilegra en hægt er að gera grein fyrir á einu korti og þannig er búist við köldu veðri á
Austurlandi og Austfjörðum í dag eins og kortið sýnir en mun hlýrra á morgun, eða tveggja til
sex stiga hita. Rigningin gæti sem hægast breyst í slydduél á Vesturlandi á morgun en þá
kólnar heldur þar og á Suðurlandi.
Innbrotsþjófur:
Stal brenni-
víni, vídeói
og bjór
■ Innbrotsþjófur fór inn
í íbúð í Gyðufelli aðfara-
nótt sumardagsins fyrsta.
Þjófurinn braut upp úti-
dyrahurð, og komst þann-
ig inn. Þegar inn var kom-
ið lét hann greipar sópa ;
um tbúðina, og valdi sér
j það sem hann taldi helst
I; fémætt. Meðal þess sem j
: hvarf var litasjónvarp, tvö !
myndbandstæki af gerð- ;
inni VHS og Betamix. M
: saknaði húsráðandi í
talsverðs magns af bjór og j
í áfengi úr hirslum sínum.
Leðurjakki var einnig í
horfinn. íbúðareigandinn :
hafði brugðið sér á <
skemmtistað laust eftir
miðnætti.
Samráð ASÍ og VSÍ veldur átökum:
Alþýðubandalagsmenndeila um
ritstjórnarstefnu Þjóðviljans
- fylgi engri „haltu kjafti“ stefnu segir Össur ritstjóri
■ Samkvæmt heimildum
NT hefur Svavar Gestsson,
formaður Alþýðubanda-
lagsins heitið Ásmundi
Stefánssyni forseta ASÍ
stuðningi Alþýðubandalags-
ins við samráðsviðræður
ASÍ og VSÍ um nýsköpun
atvinnulífsins og því með
að Þjóðviljinn muni ekki
beita sér í einu eða neinu
gegn samráðinu, heldur
taka upp „jákvæða umfjöll-
un“ um það.
„Það er rétt að það eru ýmsir
aðilar, sem vilja stinga upp í
Þjóðviljinn, en ég vil af gefnu
tilefni taka fram, að Þjóðviljinn
tekur ekki línu frá einum eða
neinum. Þjóðviljinn er málgagn
sósíalisma og verkalýðs og við
teljum að við höfum unnið að
því málefni með uppbyggilegum
hætti,“ sagði Óssur Skarp-
héðinsson ritstjóri Þjóðviljans,
þegar NT bar þetta mál undir
hann. „En það er rétt, að lýsa
því afdráttarlaust yfir að Þjóð-
viljinn tekur ekki neina „haltu
kjafti“ línu frá neinum,“ hvort
sem sá heitir Ásmundur, Guð-
mundur eða annað,“ sagði
Össur .
„Nú þarf baráttu“ hét leiðari,
sem Össur skrifaði fyrir 10 dög-
um og hann varð til þess,
að því er heimildir NT herma,
að Ásmundur tilkynnti Svavari
Gestssyni að áframhaldandi
skrif í þessum anda myndu leiða
til úrsagnar hans og fleiri úr
verkalýðsarminum úr Alþýðu-
bandalaginu. í framhaldi af því
ræddi Svavar við Ásmund og
hét honum því að flokkurinn og
Þjóðviljinn myndu styðja sam-
ráðið. Einnig mun í samningi
þeirra gert ráð fyrir nýjum rit-
stjóra Þjóðviljans, annað hvort
Hafskip hf:
Sex starfsmenn stálu
190 flöskum af áfengi
- Heimildir NT segja stuldinn skipta tugum kassa af áfengi
Sex starfsmenn Hafskips
hafa játað að hafa frá því
seint á síðasta ári stolið
nokkru magni af áfengi úr
vöruskemmum fyrirtækisins.
Við yfirheyrslur hjá rann-
sóknarlögreglunni hafa þeir
játað stuld á 190 flöskum.
Heimildir NT segja misferlið
skipta hundruðum flaskna
sem horfið hafa á einu bretti.
Sömu heimildir, sem NT tel-
ur vera traustar segja að
umtalsvert magt af tóbaki
hafl einnig horfið.
Við yftrheyrslur rannsókn-
arlögreglu viðurkenndu sex
starfsmenn - þar af einn
verkstjóri að hafa tekið
ófrjálsri hendi 190 flöskur af
áfengi.
Jón Hákon Magnússon
framkvæmdastjóri markaðs-
sviðs Hafskips sagði að
mönnunum hefði verið vikið
úr starfi. „Skaðinn er ekki
umtalsverður, en líklegt er
að ÁTVR fari fram á bætur“
sagði Jón.
■ Sumarið er komið í Laugardalinn líka, eða það
fannst Ara Ijósmyndara okkar er hann brá sér þangað
í gær. Og þessi snáði hafði ekkert fyrir því að vera að
fara inn þó hann þyrfti að létta ofurlítið á sér. NTn.,«d Art
í stað Össurar, eða við hlið
hans, og hefur Helgi Guð-
mundsson blaðamaðurÞjóðvilj-
ans og ritari Alþýðubandalags-
ins verið nefndur í því sam-
bandi.
Svavar Gestsson mun fyrst
hafa kynnt samkomulagið um
stuðning við samráðið á fundi
framkvæmdastjórnar flokksins
og einnig hefur það verið rætt á
óformlegum fundum áhrifa-
manna innan hans. Munu Vil-
borg Harðardóttir varaformað-
ur Alþýðubandalagins og Óskar
Guðmundsson ritstjórnarfull-
trúi Þjóðviljans hafa lýst harðri
andstöðu og Óskar lýst því yfir
að samkomulag tvímenning-
anna væri samkomulag um að
brjóta samþykktir ASÍ þings og
flokkssamjjykktir Alþýðu-
bandalagsins.
Heimildir NT fullyrða, að
Ásmundur Stefánsson hafi ekki
látið sérnægja yfirlýsingarSvav-
ars um stuðning við samráðið
heldur knúið fram yfirlýsingu
frá Össuri, sem hann hafi skilið
sem samþykki hans. Yfirlýsing
Össurar hér að framan gefur því
til kynna að endarnir hafi ekki
verið hnýttir jafn tryggilega og
Ásmundur og Svavar höfðu
talið.
Því er enn við að bæta að í
kjölfar þessara mála hefur sam-
ráð flokks og verkalýðshreyf-
ingar verið til umræðu innan
Alþýðubandalagsins. Hefur
Vilborg Harðardóttir talið að
formaður Verkalýðsmálaráðs
flokksins Bjarnfríður Leósdótt-
ir yrði viðstödd samráðsfundi,
en Svavar Gestsson lagst gegn
því. Segja heimildir NT að Vil-
borg hafi boðað formlega tillögu
um þetta í framkvæmdastjóm.
Stúlkur 13-17 ára:
Ef þið kunnið ai syngja, dansa
og leika þá getið þið slegið í gegn
sjá bls. 4