NT - 07.05.1985, Blaðsíða 26

NT - 07.05.1985, Blaðsíða 26
Kanada áfram? ■ Kanadamenn svo gott sem tryggðu sér sigur í 2 riðli liða frá karabísku eyjunum, Mið- og norður Ameríku. Kanadamenn gerðu jafntefli við Guate- mala á heimavelli þeirra síðarnefndi 1-1. Þar með þurfa Kanadamcnn að- eins jafntelli við Haiti, sem ekki hefur unnið leik í riðlinum. í leiknum í gær þá skor- aði Mitchell fyrir Kanadamenn á 40 mín en Perez jafnaði á 42 mín og þar við sat. Staðan í riðlinum cr nú þessi: Kanada 3 2 1 0 5 2 5 Guatemala 3 1113 3 3 Haiti 2 0 0 2 0 3 0 Áfrýjun Inter Mílanó hafnað ■ Áfrýjun Inter Mílanó til æðsta dómstóls UEFA vegna kæru félagsins út af leiknum gegn Real Madrid í UEFA-keppn- inni var synjað í gær. Úrslit leiksins mun því standa og Real spilar við Videoton til úrslita í ÚEFA-keppninni. Reykjavíkurmótið í knattspyrnu: ■ Sigurður Hallvarðsson á hér í baráttu um knöttinn við einn varnarmanna Fylkis. Sigurður átti þátt í jöfnunarmarki Þróttar. NT-mynd: Sverrfr. Hárfínt hjá Þrótti Þriðjudagur 7. maí 1985 26 Íþróttir Vináttuknattspyrna: Þrír reknir útaf - í leik Brasilíu og Argentínu ■ Brasilíumenn sigruðu Arg- entínu í vináttulandsleik í Brasi- líu á sunnudagskvöldið með tveimur mörkum gegn einu, 2-1. Leikurinn var í daprara lagi og í lokin voru aðeins 19 leikmenn eftir á rennandi blautum vellin- um í Salvador í Brasilíu. Er um 20 mínútur voru eftir af leiknum þá lentu þeir Alemao frá Brasilíu og Argentínumað- urinn Pasculli í slagsmálum og var báðum vi'sað af velli. Aðeins einni mínútu seinna var Brass- anum Eder vísað af velli fyrir fólskubrot á einum mótherj- anna. Leikurinn var spilaður í úr- hellisrigningu og háði það leik- mönnum talsvert. Bæði liðin spiluðu illa og undirstrikuðu nauðsyn þess að kalla heim stjörnur sínar sent spila með erlendum félagsliðum. Það var Careca sem náði forystu fyrir Brassana á sjöundu mínútu með marki af stuttu færi eftir fyrirgjöf Mozer. Argen- tínumenn létu þetta ekki á sig fá ogjöfnuðu leikinn á32. mínútu. Burruchaga skoraði þá frá víta- punkti eftir að markvörður Brassanna, Paulo Victor, hafði slegið boltann til hans. Er síðari hálfleikur var hálfnaður þá skoraði Alemao eftir góða stungusendingu frá Branco, 2-1. Síðan leystist leikurinn algjör- lega upp. Argentínumenn eru í riðli með Perú, Kólumbíu og Vene- zuela en Brassarnir spila við Bólivíu og Paraguay í undan- keppni HM. ■ Eder rekinn af velli Einar endurráðinn Tryggðu sér þriðja sætið á mótinu með naumum sigri á Fylki 2-1 eftir framlengdan leik ■ Þróttarar og Fylkismenn léku um þriðja sætið á Rcykja- víkurmótinu í knattspyrnu á sunnudagskvöldið. Leikurinn fór fram á „Mottunni“ í Laugar- dalnum og stóð fram eftir kvcldi. Eftir langan leik og framlengingu stóðu Þróttarar uppi með þriðja sætið í höndun- um. Þeir sigruðu í leiknum 2-1. Það var þó ekki fyrr en í síðari hluta framlengingarinnar sem Þrótturum tókst að tryggja sér sigur. Tekin var hornspyrna og boltinn kom á nær stöng. Þar var Ólafur Fylkismarkvörður fyrir og náði að slá boltann út, aðþrengdur af sóknarmanni Þróttar. Boltinn hrökk út í teig og kom aftur í markátt eftir skot eins Þróttarans. Enn vörðust Fylkismenn og aftur barst bolt- inn út. Þá korn aðvífandi Niku- lás Jónsson og bombaði honum í markið - óverjandi og fögnuð- ur þeirra röndóttu var mikill. Lcikur þessara liða var ákaf- lega jafn og má með sanni segja að jafntefli hefðu verið sann- gjörn úrslit - en úrslit urðu að fást. Fylkismenn voru heldur betri aðilinn í fyrri hálfleik og spiluðu á tíðum mjög vel. I síðari hálfleik jafnaðist leikur- inn til muna en um lcið varð minna um knattspyrnu. I fram- lengingunni varð enn minna um knattspyrnu og þá tóku Þróttarar aðeins við sér. Þessi leikur var nær algjörlega án færa - fyrir utan mörkin - þó fengu fylkis- menn eitt besta færi sem sést hefur á „Mottunni" í lok venju- legs leiktíma. En það klúðraðist af markteig og yfir á ótrúlegan hátt. Fylkismenn tóku þó forystu í leiknum er um hálftími var liðinn. af fyrri hálfleik. Þeir fengu þá Diego Armando Maradona: Farinn heim - til aö spila með landsliðinu ■ Frétt þess efnis að Mara- dona væri farinn heim barst frá Ítalíu strax eftir leik Napólí, liðinu sem Maradona spilar með, og Juventus í ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu á sunnu- daginn. Maradona tilkynnti það fyrir hálfum mánuði að hann hygðist sleppa síðustu tveimur umferð- unum í deildarkeppninni á ítal- íu og fara heim til Argentínu svo hann gæti tekið þátt í undir- búningi landsliðsins fyrir undan- keppni HM. Lélegir leikir liðsins að undanförnu, nú síðast um helg- ina gegn Brasilíumönnum, undirstrika þörfina fyrir kappa á borð við Maradona. En böggull fylgir skammrifi. Á föstudaginn var tilkynnti ítal- ska knattspyrnusambandið að allir erlendir leikmenn á Ítalíu sem yfirgæfu landið áður en keppnistímabilið væri úti, yrðu kærðir fyrir aganefnd. Það fylgdi þessari tilkynningu að leikbönn aganefndar myndu einnig ná yfir landsleiki í HM sem leiknir verða á næstunni. Maradona hafði þegar keypt sér flugmiðann heim þegar hann heyrði tíðindi þessi og hann hætti ekki við að fara. Aður en vélin fór í loftið lét hann þó hafa eftir sér að hann myndi biðja argentínska knattspyrnusam- bandið að hafa samband við það ítalska og reyna að telja því hughvarf. „Ef það tekst ekki mun ég verða mættur til að leika með Napólí gegn Udinese á sunnudaginn" sagði Maradona. aukaspyrnu rétt utan vítateigs og Kristinn Guðmundsson þrumaði knettinum framhjá varnarveggnum og uppí þaknet- ið á markinu - fallegt og fast, 1-0. Þróttarar jöfnuðu aðeins um 5 mínútum seinna. Kristján Jónsson fékk þá boltann óvald- aður á vítateig og skaut að marki. Boltinn skall í baki Sig- urðar Hallvarðssonar, mið- herja Kristjáns, og þeyttist af honum í netið, 1-1. Eftir þetta jöfnunarmark Þróttara voru færin í leiknum fá en leikurinn einkenndist afbar- áttu á baráttu ofan. Þróttarar reyndust hafa vinninginn er upp var staðið. ■ Einar Bollason hefur verið endurráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Hauka í Hafnarfirði. Einar hefur þjálfað liðið í þrjú ár og náð ótrúlega góðum árangri. Haukar léku í fyrsta sinn í úrvalsdeildinni í fyrra og náðu þeim áfanga að komast í úrslitakeppnina. Nú í vetur voru þeir í öðru sæti eftir harða baráttu við íslands- meistara Njarðvíkur og einnig gerðu þeir sér lítið fyrir og urðu bikarmeistarar. Ferill félagsins hefur stefnt uppávið frá því Einar tók við liðinu og næsta ár verður íslandsmeistaratitillinn því eðlilegt markmið. Það er mikill hugur í Haukunum og gæla þeir nú við þá hugmynd að taka þátt í Evrópukeppni næsta haust. Italía: Verona feti f rá titli - eftir jafntefli við Como - Roma skoraði fimm mörk ■ Veróna missti af tækifæri til að tryggja sér ítalska meistara- titilinn í knattspyrnu um helgina er liðið gerði markalaust jafn- tefli við botnliðið Cómó. Ver- óna hefði þurft að sigra til að titillinn væri í höfn, liðið er nú fjórum stigum á undan Tórínó og Inter Mílanó og tvær umferð- ir eftir. Veróna hefur þó mun betra markahlutfall en hin Iiðin. Leikur meistaraefnanna olli vonbrigðum. Allan kraft vant- aði í liðið og þvi varð leikurinn litlaus. Liðin Lazíó og Cremonese töpuðu bæði um helgina og féllu þar með niður í 2. deild en Avellínó náði að forða sér af hættusvæðinu með 1-0 sigri á Lazíó. Það voru leikmenn Róma sem voru helst á skotskónum á Ítalíu um helgina. Liðið vann Cremonese 5-0 á útivelli og Antóníó di Carló skoraði þrennu í leiknum. Róbertó Pruzzó skoraði úr vítaspyrnu á 38. mínútu og Carló Ancelottí skoraði fimmta markið áðeins einni mínútu eftir að Carló liafði skorað þriðja markið. Inter Mílanó og Sampdóría börðuðst af hörku um sætin á eftir Veróna. Inter fór upp í þriðja sætið við hlið Tórínó með því að sigra 2-1. írinn Liam Brady opnaði markareikning- inn með vítaspymu á fertugustu mínútu en rétt eftir lékhlé mis- tókst Sampdóría að jafna metin er þeir misnotuðu vítaspyrnu. Markvörður Inter, Walter Zenga, varði skot Trevor Francis. Sandó Altóbellí kom Inter í 2-0 en Alessandró og Scanzíaní minnkaði muninn í 2-1 með marki á 81. mínútu. Hitt Mílanóliðið, AC Mílanó sigraði á heimavelli liðið Ascólí sem á það á hættu að verða þriðja liðið sem fellur í 2. deild. Fyrsta markið kom eftir aðeins eina mínútu og átti Battistíní heiðurinn að því. Nicólíní jafn- aði fyrir Ascólí á 27. mínútu úr vítaspyrnu. Það var svo enski landsliðsmaðurinn Ray Wilkins sem settu upp sigurmark Mílanó- liðsins. Góð fyrirgjöf frá honum lenti beint á hausnum á Incoc- cíatí sem skallaði í mark. Þetta gerðist á 38. mínútu og fleiri urðu mörkin ekki. Flórentína var ekki í neinum vandræðum með að sigra Udinese með þremur mörkum gegn einu. Þeir Massaró, Peccí og Ceccóní skoruðu fyrir Fíor- entína en Massímó Mauró skor- aði eina mark Udinese fjórum mínútum fyrir leikslok. ítalska pressan hafði sett viðureign Juventus og Nupólí upp sem einvígi milli snilling- anna Maradona og Platínis en það varð aldeilis ekki. Leikur- inn var leiðinlegur svo af bar og honum lauk með markaíausu jafntefli. Pólski landsliðsmaður- inn hjá Juventus, Zbigniew Boníek, varð fyrir meiðslum og haltraði útaf í leikhléi. Honum var svo skipt útaf í seinni hálf- leik. Úrslit í Ítalíu um helgina: Cremonese-Róma .................. 0-5 Fíórentína-Udinese............... 3-1 Lazíó-Avellínó .................. 0-1 Mílanó-Ascólí.................... 2-1 Napólí-Juventus.................. 0-0 Sampdóría-Inter Mílanó........... 1-2 Tórínó-Atalanta.................. 0-0 Veróna-Comó...................... 0-0 Staða efstu liða: Veróna 28 14 12 2 37 16 40 Tórínó 28 13 10 5 35 22 36 Inter Mílano 28 12 12 4 34 23 36 Juventus 28 11 12 5 44 29 34 Sampdóría 28 11 12 5 32 20 34 Mílanó 28 11 11 6 29 25 33 Róma 28 9 14 5 29 21 32 ■ Þessir tveir komu við sögu brenndi af víti. á Ítalíu. Brady skoraði og Francis

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.