NT - 07.05.1985, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 7. maí 1985 15
Spánn:
Baskar sprengja
á baðströndunum
■ Hér getur að líta afleiðingar
sprengingar Baska í Navarra-
héraðinu á Spáni í seinasta mán-
uði. Skæruliðasamtök aðskiln-
aðarsinnaðra Baska, ETA, hafa
nú hafíð sprengjuherferð á
spænskum ferðamannastöðum
Palma dc Majorca, Spáni-Reutcr:
■ Alþjóðleg samtök ferða-
skrifstofa (IFTO) hafa nú þung-
ar áhyggjur af nýlegum sprengju-
tilræðum á spænskum ferða-
mannaslóðum við Miðjarðar-
hafið, að sögn varaforsetans
Martin Amegual.
Amegual sagði spænskum
fréttamönnum að sprengingarn-
ar gætu haft í för með sér
ófyrirsjánlegar afleiðingar fyrir
ferðamannaiðnaðinn. Hann
sagði að ástandið væri bæði
alvarlegt og kvíðvænlegt.
Amegual sagði að ferða-
mönnum frá Vestur-Þýskalandi
og Skandinavíu hefði þó ekki
fækkað en nokkuð hefði dregið
úr ferðamannastraumnum frá
Bretlandi.
Skæruliðasamtök aðskilnað-
arsinnaðra Baska, ETA, mörk-
uðu síðastliðið miðvikudags-
kvöldið upphaf árásanna, sem
þau hafa hótað, með sprenging-
um í Benidorm og Saler de
Valencia.
Tvær sprengingar fylgdu í
kjölfarið á laugardaginn, í Alic-
ante og Postiguet. Sprenging-
arnar ollu skemmdum á rnann-
virkjum en engum meiðslum á
fólki. Talsmenn ETA segja að
sprengingunum sé ætlað að
þrýsta hinni spænsku ríkisstjórn
sósíalista til þess að veita Bösk-
um heimastjórn í héruðum
sínum.
Forsætisráðherra Japans:
Japanskt „friðarhof“
reist í Berlínarborg
Berlín-Rcutcr.
■ Yasuhiro Nakasone for-
sætisráðherra Japana hefur
lofað að fjármagna byggingu
japansk-þýskrar menning-
armiðstöðvar í Berlín sem
hann segir að muni marka
lok eftirstríðsáratímabilsins
í sögu Japans.
Nakasone korn í heimsókn
til Vestur-Berlínar nú um
helgina og varð þannig fyrsti
forsætisráðherra Japana frá
stríðslokum til að heimsækja
Berlín. Hann sagði að jap-
ansk-þýska menningarmið-
stöðin yrði helguð varanleg-
um friði og velsæld í heimin-
um, hún ætti að verða sann-
kallað „friðarhof".
Menningarmiðstöðin verð-
ur byggð þar sem sendiráð
Japana var fyrir stríð en
sendiráðið skemmdist mikið
þegar Berlín féll í stríðslok.
Kostnaður við bygginguna
er talinn vera um 35 milljón
mörk (455 milljón ísl. kr.).
Borgarstjóri Vestur-Berl-
ínar, Eberhard Diepgen,
segir að menningarmiðstöðin
verði „búðargluggi fyrir jap-
önsk vísindi, tækni og menn-
ingu í Evrópu".
Sovéskur embættismaður rekinn:
Dró sér f é úr olíunni
Moskva-Rcutcr:
■ Háttsettur embættismaður í
sovéska kommúnistaflokknum
hefur verið rekinn og allmargir
aðrir áminntir í kjölfar hneyksl-
is vegna spillingar í olíuiðnaðin-
um í sovétlýðveldinu Georgíu.
í dagblaði viðkomandi héraðs
er skýrt frá því að stjórnarfor-
maður hins ríkisrekna olíufé-
lags í Georgíu, Aleksandr Ubir-
iya, hafi verið rekinn fyrir „stór-
felldan fjárdrátt". Ekki voru
getnar neinar frekari upplýsing-
ar um málið.
Fulltrúi hans, G. Kereselidze,
og nokkrir aðrir embættismenn
voru ávítaðir harðlega fyrir að
vera ekki nógu virkir í vinnunni,
misnota vald sitt og hafa verið
ófærir um að koma í veg fyrir
fjárdráttinn.
Sovéski olíuiðnaðurinn
stendur nú frammi fyrir miklum
vanda með stöðugt minnkandi
framleiðslu. Viðvaranir þær
sem georgísku embættis-
mennirnir hlutu eru ekkert eins-
dæmi heldur einungis þær síð-
ustu í röð viðvarana sem dynja
nú yfirsovéskaembættismanna-
aðalinn.
Hinn nýi leiðtogi í Krem'l,
Mikhail Gorbachev, hefur hafið
mikla herferð til að uppræta
spillingu og vanhæfni í því skyni
að hressa upp á iðnaðinn og
efnahaginn.
Peking:
Hráki undir
smásjánni
■ Kínverskir vegfarendur í
Peking geta nú fengið að skoða
sýkla og bakteríur syndandi í
hráka í smásjám sem verður
komið fyrir við nokkrar helstu
göngugöturnar í þessari átta
milljón manna stórborg.
Borgaryfirvöld í Peking von-
ast til þess að ógnvænlegur
sýklagróðurinn í hrákanum
verði til þess að draga úr þeirri
ómótstæðilegu löngun sem
margir Pekingbúar virðast hafa
til að skyrpa á ólíklegustu
stöðum.
Hrækingabann hefur verið í
gildi í Peking frá því árið 1982
með tilheyrandi sektum. En erf-
iðlega hefur gengið að fram-
fylgja því enda hafa lögreglu-
þjónarnir, sem áttu að fylgja
banninu eftir, ekki verið með
öllu lausir við hrækingalöngun-
ina sjálfir.
Nú á að taka harðar á hráka-
brotum en áður og hefur öllum
stórfyrirtækjum og hverfa-
stjórnum verið fyrirskipað að
koma á fót sérstökum
andhrákasveitum sem eiga að
fylgja eftir stórhertum and-
hrákareglum sem ganga í gildi
20. maí næstkomandi.
Markmiðið með hrækinga-
banni og andhrákaherferðinni
er að draga úr þeirri smithættu
sem allt þetta skyrp hefur í för
með sér. Hrækingabann er einn-
ig í gildi í nokkrum öðrum
kínverskum borgum. Þannig
hafa lengi verið ströng viðurlög
við því að hrækja í bresku
nýlendunni Hongkong sem
fljótléga kemst aftur undir
stjórn Kínverja.
V-þýskir sjómenn
sjóræningjaskríll
Ottawa-Reuter:
■ Sjávarútvegsráðherra Kanada, John
Fraser, segir að vestur-þýskir togaramenn
séu „eins og sjóræningjaskríll sem sópi
upp ofveiddum þorski við austurströnd
Kanada.
Fraser segir að þýsku togararnir hafi
þegar veitt þrefaldan þorskveiðikvóta sinn
fyrir þetta ár, en hann var 700 tonn. Hann
segir að þótt meirihluti aflans hafi fengist
rétt fyrir utan 200 mílna landhelgi Kan-
adamanna hljóti kvótinn einnig að gilda yfir
þann fisk sem þar veiðist þar sem ofveiðarn-
ar ógni þorskstofninum.
Fraser kom til Vestur-Þýskalands nú um
helgina þar sem hann ræðir við þýsk stjórn-
völd um leiðir til að draga úr rányrkju
vestur-þýsku togaranna á kanadískum
miðum. Hann segir að ráyrkjuna verði að
stöðva tafarlaust. „Mikinn meirihluta Þjóð-
verja hryllir sjálfsagt við þegar þeir frétta
hvernig sjómenn þeirra hegða sér eins og
sjóræningjaskríll."
Spánn:
Lögreglumenn
í setuverkfalli
Madrid-Reuter:
■ Um 20.000 lögreglumenn í ýmsum borg-
um á Spáni tóku þátt í setuverkföllum á
sunnudaginn til þess að leggja áherslu á þá
kröfu sína að lögreglumenn verði skipaðir í
stöður yfirmanna innan lögreglunnar í stað
þeirra 355 yfirmanna úr hernum sem nú sitja
að öllum æðri embættum lögreglumanna.
Meðlimir hins 50.000 manna lögregluliðs
skiptu með sér vöktum í mótmæalaðgerð-
inni til þess að forðast truflanir á skyldu-
störfum lögreglunnar.
Þessi seinustu mótmæli hófust með setu-
verkföllum í húsakynnum lögreglunnar í
Baskahéruðum Spánar og voru þá 22 menn
handteknir.
Flest setuverkfallanna á sunnudaginn
voru hins vegar á vegum stéttarfélagsins
vegna þess að innanríkisráðuneytið lagði
blátt bann við því að móttmælendur hefðu
aðgerðir sínar í frammi í húsakynnum
lögreglunnar.
Séttarfélag lögreglumanna hefur boðað
til mótmælagöngu í Madrid 1. júní næst-
komandi en talsmaður þess sagði að verið
væri að íhuga boð eins þingmanns sósíalista
sem hefur boðist til þess að ræða við
ríkisstjórnina fyrir hönd lögreglumanna til
þess að reyna að miðla málum.
erum
. alladaga
íslenska
MAI1985
5 6
l
12 3 4
8 9 10 II
12 13 14 15 16 17 18
19 20|21122 23 24 25
26 27|28|29 30 31
FÉLAG ÍSLENSKRA
IÐNREKENDA
Hallveigarstígl 101 Reykjavík sími 91 27577