NT - 07.05.1985, Blaðsíða 10
Þriðjudagur 7. maí 1985 10
■ Ég hef alltaf verið svolítið
forlyftur á fyrsta maí.
Það er svosem engin ástæða
til að fjölyrða um það, en
einhvern veginn hefur mér
löngum fundist miklu meira
gaman á fyrsta maí en tildæmis
á sumardeginum fyrsta og
s'autjánda júní. Alltaf vildu
þeir gleðidagar luma á ein-
hvers konar vonbrigðunt,
norðanbáli eða slagviðri að
suðvestan, sprungnum blöðr-
um og rifnunt fánum, hallæris-
legum trúðum og leikurum,
poppkorni eða pylsu sem varn-
arlaust barn fékk ekki að njófa
vegna skilningsleysis foreldra.
En hver getur verið ósnort-
inn á fyrsta maí?
Því þá er það fullorðna fólk-
iö en ekki barnakraðakið sem
setur upp alvörusvip og fer í
skrúðgöngu undir borðum
með snjöllum slagorðum og
fallega blóðrauðum fánum sem
þenjast einsog til marks um
fullnaðarsigur einhvern tíma í
fjarlægri framtíð.
Náttúrlega lét ég mig ekki
heldur vanta á fyrsta maí þetta
árið, enda brá nýja tölvan á
veðurstofunni útaf vana sínum
og hellti sólskini yfir höfuð-
borgina. Og svo hafði ég
reyndar hagsmuna að gæta
sjálfur; einn af mýmörgum
kúguðum launaþrælum, nýbú-
inn að fá fallega orðað bréf og
þarf bráðum að fara að leita
mér að vinnu eina ferðina enn
eða segja mig til sveitar ella.
Ætli sé ekki laust pláss á ein-
hverju millilandaskipinu?
Þessi dágur, fyrsti maí, er
reyndar kominn útá svolítið
skrítnar brautir. Núorðiðvirð-
ist sern allir vilji eigna sér
daginn, hann er orðinn alls-
herjardagur venjubundinna og
sauðmeinlausra mótmæla af
öllu tagi, og ekki lengur dagur
hins arðrænda öreigalýðs borg-
anna fyrst og fremst. Það er
helst að Framsóknarflokkur-
inn og bændastéttin eigi litla
sem enga hlutdeild í fyr.sta
maí, en hinir sveitarföstu íbúar
þessa lands eru ekki ennþá
búnir að eignast sinn frí- og
baráttudag, sem svo sannar-
lega væri ekki vanþörf á. En
flestar samkomur mannfélags- ■
ins liggja ekki á liði sínu þenn-
an dag: hreyfihamlaðir,
þroskaheftir og hcyrnarlausir;
maóistar, trotskíistar og an-
arkistar, sem raunar eru flestir
búnir að svíkja lit; samtök
sjötíuogátta, sem ekki má
kalla kynvillinga lengur;
kristniboðsfélag kvenna,
kvartmíluklúbbar, karlhópar-
og áhangendur guðsins
Krishna - að ógleymdum
stjórnmálaflokkunum sem
skarta sínu alfegursta á síðum
málgagna sinna og í kaffisam-
sætum. Meira að segja Sjálf-
stæðisflokkurinn - flokkur
allra stétta einsog segir í öfug-
mælavísunni - skartar rækju-
bleiku þennan dag og Mogginn
var alveg að farast úr frjáls-
lyndi og birti viðtöl við nokkra
þrautpínda og skítblanka laun-
þega.
Kaffiboðin eru svo heill kapí
túli útaf fyrir sig, en á því sviði
hefur Alþýðuflokkurinn lengst
af verið öllum flokkum frernri.
Alþýðuflokkskonur baka af
mikilli rausn og spara hvorki
sykur né magarín, enda
kannski ekki vanþörf á slíku
síðan Alþýðubrauðgerðin fór í
hundana. Alla tíð hefur mér
þótt mikið til myndarskaps AI-
þýðuflokkskvenna koma og
verið tíður og svangur gestur í
krataköffum, sem lengst af
hafa verið frantreidd í Iðnað-
armannahúsinu gamla, Iðnó.
En svo rann upp sá hörmung-
ardagur í fyrra að svo var af
Alþýðuflokknum dregið að
hann hélt ekkert kaffi. Þá brá
ég skjótt við og tók það loforð
af Jóni Baldvini að hann sæi til
þess að slíkt henti ekki aftur.
Náttúrlega stóð Jón Baldvin
við orð sín, lét kjósa sig for-
mann og bauð ásamt Bryndísi
vinum og velunnurum Alþýðu-
flokksins uppá kaffi á veitinga-
húsi vestur í bæ, stammknæp-
unni þeirra hjóna að mér skilst.
En nú brá hins vegar svo við að
kaaberinn hjá krötunum kost-
aði heilar hundraðogfimmtíu
krónur, sem er enginn smápen-
ingur fyrir launþega sem hefur
eytt öðru eins og meiru til í
brennivín kvöldið áður. Ekki
lagði ég heldur í að drekka
kaffi hjá flokknum sem telur
sig hafa prívat veiðileyfi á
stéttabaráttu og verkalýð, því
uppdráttarsjúka Alþýðu-
bandalagi. Einhvers staðar í
bænum heldur það víst sitt
árlega kaffisamsæti, en það er
ég viss um að kommarnir
skammta jólakökurnar miklu
naumar en jafnaðarkonur. Illu
heilli virðist allur vindur úr
öfgagrúppunum í ysta vinstr-
inu, maóistum, trotskíistum,
endurskoðunarsinnum og stal-
ínistum - og meira að segja
Albaníuvinafélagið er enn í
sárum eftir lát Envers Hoxa og
treysti sér ekki til að hella
uppá könnuna þetta árið.
Fyrsti maí var reyndar ekki
alveg viðburðasnauður fyrir
mína menn, Framsóknar-
flokksmennina: í fyrsta lagi
var auðvitað allt í háalofti hér
uppá ennté, einsog hefur verið
rækilega tíundað í fjölmiðlun-
um, og svo var líka verið að
FISSTIMÆ
■ Svona sjón gleður gömul róttæklingshjörtu, táningsstúlkur í heimaprjónuðum peysum,
flöskugrænum, mussum og sussum, með alpahúfu og rauðan fána...
NT-mynd: Ámi Þórdur Jónssun
■ Yfirvegaðar og æsingalausar ræður á fundi sem gufaði upp.
NT-mynd: Ámi Bjama