NT - 07.05.1985, Blaðsíða 28

NT - 07.05.1985, Blaðsíða 28
Bjarni Sigurðsson fær f rábæra dóma í norskum f jölmiðlum - Brann efst eftir tvær umferðir Frá Arnþrúöi Karlsdóttur, frcttamanni NT í Noregi: ■ „Nú hafa íslendingar flutt út til norsks knattspyrnuliðs einn af sínum heitu hvcrum, og takk fyrir það. í kaldri veðráttu var það íslcnski landsliðsmarkvörðurinn Bjarni Sigurðsson sem sá um að j ylja knattspyrnuhjörtum nú um helgina.“ Þannig skrifar stærsta I dagblað Noregs, Verdcns Gang, í gær um leik Bjarna Sigurðssonar með Brann gegn Kongsvinger í norsku fyrstu deildinni í knattspyrnu á sunnudag. Leiknum lauk með jafntefli 0-0. Umsagnir annarra blaða og fjölmiðla eru í sama dúr. Bjarni var besti maður vallarins og hleður á sig stjörn- uin í einkunnagjöf. I leiknum á sunnudag mátti Bjarni upplifa það átta sinnum, að standaeinn gegn framherjum Kongsvinger og verja frá þeim í dauðafærum. Það er kannski ekki að undra þó mönnum hafi hitnað í hamsi í sumarfrostinu. Þetta var annar leikur Brann í deildakeppninni. Þann fyrri, gegn Válerengen, vann Brann 3-0, en Válerengen hefur sigrað í norsku fyrstu deildinni síðustu tvö árin. I þeim leik þótti Bjarni ekki síður standa sig vel. Þjálfari Brann, Endre Blind- heim, sagði í blaðaviðtali, að hann teldi að Bjarni væri ekki lakari markvörður en landsliðs- markvörður Noregs, Erik Thorstvedt. Vera Bjarna hjá Brann gæti þýtt eitt af efstu sætum deildarinnar, en Brann hefur rokkað á milli 1. og 2. deildar undanfarin sex ár, eftir að hafa verið eitt af bestu liðum Noregs um margra ára skeið. „Kannski getur það gerst aftur núna með íslendinginn innan- borðs," sagði Blindheim. Brann er nú efst í fyrstu deild með 3 stig eftir tvo leiki. NM fatlaðra í sundi: Frábært ■ ína Valsdóllir Ösp setli Norðurlandamct í flugsundi þroskahcftra stúlkua á Nnrður- landamóti fatlaðra í sundi í Turku uin hclgina. íslenska lið- ið stóð sig frábærlega i keppn- inni, vann X bronsvcrðlaun. 4 silfurverðlaun og cin gullverð- laun. Liðið sclti eitt Norður- landamet, II íslandsmet og 2 unglingamet. Nánar á morgun. Reykjavíkurmótið: Urslitin í kvöld ■ í kvöld kl. 20:30 fer fram á „Mottunni" í Laugardal úrslita- leikurinn í Reykjavíkurmólinu í knattspyrnu. Kram og Valur leika til úrslita en þessi liö sigruðu i sinum riðlum í undan- kcppninni. Kkki er að cfa að liöin lcggja mikið á sig í kvöld við að innbyrða fyrsta bikar ársins utanhúss. hcim er báðum spúð velgengni í Islandsmótinu sem hefsl í næstu viku. ■ Bjami Sigurðsson hefur ekki enn þurft að horfa á eftir boltanum í netið í norsku fyrstu deildinni í knattspyrnu, eins og hann gerir á þessari mynd. Bjarni hefur hlotið frábæra dóma fyrir leiki sína það sem af er. Nt-mvmi: Tryggvi „Dregur dilká eftir sér“ ■ „Þessu máli er ekki lokið. Það dregur dilk á eftir sér. Við teljum að það hafi verið freklega á okkur brotið, og mununt kæra þessa ákvörðun ársþings Blaksambandsins til dómstóls íþróttasambands (slands,“ sagði Kristján Már Unnarsson formaður Blak- dcildar Fram t' samtali við NT í gær. Ástæðan er sú að ársþing Blaksambands ís- lands scm stóð um helgina, tók þá ákvörðun að hætta deiidaskiptingu í mcistara- flokki karla á íslandsmótinu í blaki og leika í einni stórri deild í stað tveggja áður. Tillagan kom frá forráða- mönnum Þróttar í Ncs- kaupstað, þar sem inikill blakáhugi ríkir. Lið Þróttar er öflugt og mjög efnilegt. en hefur enn ekki náð að tryggja sér fyrstudeildarsæti. „Það verður að ltða aðlög- unartími, þegar svona breyt- ing á sér stað. Lið eiga rétt á að vita í upphafi keppnis- tímabils að breyting sé í vændum, aðþví loknu. Fram, eins og önnur íélög, sem leika eiga í 1. deild að ári, hefur unnið sér rétt til að leika með firnm bestu liðun- uni næsta keppnistímabil. Svo er þetta stórt fjárhagslegt spursmál. Bara ferðalag aust- ur í Neskaupstaö kostar fleiri tugi þúsunda fyrir heilt lið,“ sagði Kristján Már. Kristján Már sagði að ó- ánægjuraddir væru uppi hjá fleiri 1. deiidarfélögum. Lík- legt væri að 1-2 þeirra mundu standa að kærunni mcð Fram. „Takist okkur ekki að ná rétti okkar fyrir dómstóli íþrótta- sambandsins munum við reka málið fyrir almennum dóm- stólum. Blaksambandið hef- ur ekki rétt til aó henda stórum útgjaldaliðum í félög- in fyrirvaralaust.“ sagði hann. Góður endir á norska handboltanum: Gunnar Einarsson lauk keppnistímabilinu í norska handboltanum með glæsibrag. NT-mynd: Arnþrúður Karlsdóttir. Frá Arnþrúði Karlsdóttur, fréttamanni NT í Noregi: ■ Islenski handknattleiks- kappinn Gunnar Einarsson lauk handboltavertíðinni hér í Nor- egi í vetur skemmtilega. Lið hans, Fredriksborg-Sky, vann fjögurra liða keppnina svoköll- uðu, og ávann sér þar með þátttökurétt í Evrópukeppni bikarhafa. Fjögur efstu lið norsku fyrstu deildarinnar taka þátt í keppn- inni. Að þessu sinni léku Nor- egsmeistararnir Urædd, Kolbotn, Kristianssand og Fredriksborg-Sky í keppninni. Að vinna fjögurra liða keppnina þýðir 16 þúsund norskar krónur í verðlaun, (u.þ.b. 73.600 ís- lenskar krónur), og svo þátt- tökurétt í Evrópukeppni bikar- hafa. Gunnar Einarsson og félagar byrjuðu á að slá Kolbotn út úr keppninni, og léku til úrslita gegn Urædd. Einn leikur dugði þó ekki til. Það var ekki fyrr en liðin höfðu leikiö fjóra leiki, að Fredriksborg-Sky vann 25-23, öðrum leikjum lauk með jafn- tefli. -Gunnar Einarsson hefurstað- ið sig með mikilli prýði með Fredriksborg-Sky í vetur, og fengið frábæra dóma. Hann hef- ur verið ráðinn þjálfari liðsins næsta vetur. Nev South: Evertonand Wa Southall sá besti Frá Helmi Berguyni fréllarílua NT i KnjjUndi: ■ Nevill Southall var I gter kosinn „Knattspymumaöur ársins'1 af íþróltafréttamönnum í Englandi. hetta kjör var til- kynnt ú Goodison Park fyrir framan 51 þúsund tryllta áhang- endur Everton og fögnuðu þeir mjög. Soulhall hefur staðið í marki Evcrton í allan vetur og staöið sig tneð eindæntum vel. Næstur honum í kjörinu var félagi hans hjá Everton Peter Kcid og þriðji varð Mark Hug- hcs hjá Manchester United.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.