NT - 07.05.1985, Blaðsíða 3

NT - 07.05.1985, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 7. maí 1985 3 ■ Steinunn hugar að olíu á bíl Ijósmvndara NT, en í haust stígur hún á sviðið í Iðnó... Stjörnuleitin: ... Og stjarnan fannst hjá Olís - temur slöngurnar hjá Olís í Breiðholti, en fer á sviðið í haust í minningu Jónasar frá Hriflu: Vistmaður Hrafnistu gefur fé ■ Páll Helgason vist- maður á Hrafnistu í Hafn- arfirði hefur gefið tíu þús- und krónur í Húsbygg- ingarsjóð aldamótakyn- slóðarinnar, til minningar um Jónas Jónsson frá Hriflu. Húsbyggingarsjóður aldamótakynslóðarinnar var stofnaður af hugsjóna- mönnum og er hann varð- veittur á bestu kjörum í Alþýðubankanunt. Sjóð- urinn tekur við frjálsunt framlögum, minningar- gjöfum og áheitum. tSÁ&issaxtítLry Flugleiðir: Sérstök unglinga- fargjöld í sumar ■ Henni finnst athygli fjöl- miðla óþægileg og spurningar blaðamanns NT ömurlegar. En ásókn blaða er gjarnan fylgifisk- ur þess að vera í sviðsljósinu, en það er Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir nú, bæði í eiginlegri merkingu og óeiginlegri, en Steinunn varð fyrir valinu í „stjörnuhlutverk" í söngleik þeirra Atla Heimis Sveinssonar og Kjartans Ragnarssonar, „Land míns föður“ sem Leikfé- lag Reykjavíkur tekur til sýning- ar í haust. Steinunn er 16 ára og starfar nú sem „slöngutemjari" á bens- ínsölu Olís í Breiðholti: „Ég er eins og er að temja slöngurnar hér á bensínstöðinni, en kem til með að hætta því þar sem æfingar á söngleiknum hefjast 17. maí. Síðan býst ég fastlega við að fara í MH og klára skólann,“ en Steinunn var ein þeirra sem yfirgáfu skólana í verkfalli kennara í vetur. Alls gáfu rúmlega 120 stúlkur kost á sér í hlutverkið, eftir að NT hafði farið í smá „talent- hunting“ f miðbænum. Að loknu fyrsta prófi voru 7 stúlkur valdar til að mæta aftur og það gerðu þær sl. föstudag. Um helgina var Steinunn síðan valin: „And- rúmsloftiö var ágætt, en við vissum náttúr.lega að aðeins ein okkar gat sigrað og þess vegna vorum við talsvert stress- aðar, sagði Steinunn er NT hitti hana á bensínstöðinni í gær. Steinunn sagði að enn sem komið væri hefði valið farið hljótt og fáir vissu að hún heföi verið valin. Hún sagði mjög ánægjulegt að hafa orðið fyrir valinu og að hún myndi leggja sig alla fram um að gera sitt besta. NT óskar Steinunni alls hins besta á „stjörnubrautinni“. Varptíminn fer í hönd: Náttúruverndarráð bann- ar umferð um Dyrhólaey ■ Náttúruverndarráð hefur þangað kom greiðfær akveg- ákveðið að banna alla um- ur og þar með mikill fjöldi ferð fólks um Dyrhólaey um ferðamanna. Eftir að ferðir varptímann.eðaátímabilinu voru bannaðar um svæðið á 1. maí til 25.júní. Þetta er 4. varptímanum, hefur ástand- árið í röð, sem Náttúru- ið farið batnandi, hvort sem verndarráð beitir heimild það er friðuninni eingöngu sinni til að takmarka umferð að þakka. um svæðið. Ferðamenn eru beðnir um að virða bann Náttúruvernd- Ástæðan fyrir banni þessu arráðs, og fara einnig með er sú, að fuglalífi hrakaði gát, eftir að umferð hefur mjög í Dyrhólaey, eftir að aftur verið leyfð. Þriðja mesta aflaár okkar - en verðmætin jukust ekki að sama skapi ■ Heildarafli íslendinga árið 1984 varð samtals 1.527 þús. tonn, rniðað við fisk upp úr sjó, að aflaverðmæti um 8.842 millj- ónir króna. Framleiðsla sjávar- afurða til útflutnings nam á sama tíma 584 þús. tonnum að verðmæti um 17.394 milljónir króna. Má því í grófum dráttum segja að aflinn rýrni um nær tvo þriðju hluta í vinnslunni, en tvöfaldist aftur á móti að verð- mæti um leið. Tonn upp úr sjó segja í sjálfu sér lítið um útflutningsverðmæt- ið að lokum. Af heildaraflanum fór meira en helmingurinn eða um 822 þús. tonn (loðnan) til mjöl- og lýsisframleiðslu. Úr því fengust tæp 262 tonn af fullunnum útflutningsvörum (um 45% af heildartonna- fjölda), en verðmæti þeirra var aðeins unt 2.970 milljónir króna, eða rúm 17% af heildar framleiðsluverðmæti sjávar- afurða. í salt fóri hins vegar aðeins um 10% af heildaraflanum, tæp 149 þús. tonn, sem skiluðu tæpum 71 þús. tonnum af fullunni vöru. Verðmæti saltfisksins var hins vegar 3.232 milljónir, eða um 260 milljónum meira en fékkst fyrir 262 tonn af mjöli og lýsi. Rúmlega helmingur af út- flutningsverðmæti sjávarafurða (51,5%) fæst fyrir frystu afurð- irnar, eða samtals 8,966 milljón- ir króna. I frystingu fóru rúm 423 þús. tonn (tæp 28%), sem skiluðu rúmlega þriðjungi eða samtals 145 þús. tonnum af fullunni útflutningsvöru (um 25% af þunga). Fyrrgreindur 1.527 þús. tonna heildarafli gerir 1984 að 3. mesta aflaári sögunnar (1979 og 1978 betri), og varð afla- aukningin um 83% frá árinu 1983. Hvað aflaverðmæti snert- ir varð aukningin aftur á móti 44%, miðað við fisk upp úr sjó. Verðmætisaukningin þegar búið var að vinna aflann til útflutnings varð hins vegar rúm- lega 36%, eða ntun ntinni en verðmætisaukningin uppúrsjó. Kyrrsetning Sjóla RE: Eigendurnir telja sig hafa greitt það sem ber - segja Slippstöðina ekki hafa staðið við sitt ■ Sjólastöðin í Hafnarfírði, eigandi skuttogarans Sjóla RE, telur sig hafa greitt Slippstöðinni á Akureyri að fullu það, sem lienni ber fyrir breytingar á togaranum. Slippstöðin lét kyrrsetja togarann á Akureyrarhöfn í síðustu viku þar sem ekki hefði verið búið að semja um greiðslur fyrir verkið. 1 fréttatilkynningu frá Sjólastöðinni kemur fram, að verkið hafi dregist fram yfir umsaminn afhendingar- tíma, og einnig, að ágrein- ingur hafi komið upp um hvort allir verkþættir væru réttilega unnir. Sjólastöðin taldi svo ekki vera og átti ekki annarra kosta völ en að taka við skipinu og láta Ijúka verkinu á fullnægjandi hátt annars staðar, þarsem Slipp- stöðin neitaði frekari lagfær- ingum. Þá segir, að ef ágrein- ingur kynni að rísa út af samningnum, skyldi skjóta honum til gerðardóms, sem skæri endanlega úr. Eftir viðræður aðila um uppgjörið og ágreiningsmál- in dagana 21. til 27. apríl, setti Sjólastöðin fram fulla bankatryggingu Landsbanka íslands fyrir greiðslu ó- greidds hluta reiknings Slipp- stöðvarinnar, sem síðan yrði að fullu greiddur, ef sá yrði úrskurður gerðardóms. Það kom því eigendum Sjóla mjög á óvart, að því er segir í fréttatilkynningunni, er þeim var tilkynnt um kyrr- setningarkröfu Slippstöðvar- innar. Sjólastöðin telur sig því hafa efnt allar samnings- skuldbindingar sínar, en það hafi Slippstöðin ekki gert, með því að ljúka ekki verk- inu. Félagi kvikmyndagerð- armanna skipt í 2deildir -18 nýir félagsmenn á aðalfundi ■ Flugleiðir bjóða upp á sér- stök unglingafargjöld á tíma- bilinu 1. maí til 10. júní og 20. ágúst til 30 september, í tilefni af Ári æskunnar. Unglingar á aldrinum 12-18 ára fá 30% afslátt af venjulegum fargjöld- um á öllum áætlunarleiðum Flugleiða, Flugfélags Norður- lands, Flugfélags Austurlands og Flugfélagsins Arna. Flugleiðir vilja með þessu móti koma til móts við þarfir unglinga, sem þurfa að ferðast á milli staða eða landshluta í tengslum við lok eða upphaf skólaárs, eða vegna sumar- vinnu. Farseðill gildir í eitt ár frá útgáfudegi og gildir afslátt- urinn hvort sem flogið er aðra leiðina, eða fram og til baka. ■ Félagi kvikmyndagerð- armanna hefur nú verið skipt í tvær deildir, fram- leiðendadeild og tækni- mannadeild. Tæknimanna- deildin mun m.a. sjá um gerð kjarasamninga fyrir þá félagsmenn FK, sem ráð sig til vinnu hjá kvik- my ndframleiðendum. Framleiðendadeildin mun m.a. sjá um samninga við félög og stofnanir um kaup á kvikmyndum. Lagabreyting þessa efnis var samþykkt á aðalfundi FK, sem haldinn var í lok marsmánaðar síðastliðins. 1 frétt frá félaginu segir, að helstu verkefni liðins starfsárs hafi verið barátta fyrir eflingu Kvikmynda- sjóðs og niðurfellingu að- flutningsgjalda á tækjum og efni til kvikmyndagerð- ar. Félagi kvikmyndagerð- armanna bættust 18 nýir félagsmenn á aðalfundin- um og fullgildir félagar eru nú 79. Ný stjórn var kosin á fundinum og hana skipa Þorsteinn Jónsson formað- ur, Þórarinn Guðnason varaformaður, Sigfús Guðmundsson gjaldkeri, Hjálmtýr Heiðdal ritari og til vara Sigurður Grímsson og Björn Björnsson. Frístandandi eidavél EK 1134 með blæstri og venjulegri hitun 4 heilur, 1 meö termostati og 3 hraðsuðuhellum. Höggvarin emalering á toppi og á hliðum. Laus ofnhurð með tvöföldu gleri, ' barnalæsingu og loftræstingu. Twin-ofn sem sameinar blástursofn og venjulegan með undir og yfirhita. Grill. Stillanleg hæð. Litir: Mokkabrúnn, gulur, rúbinrauður, grænn og hvítur. Blomberq EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAOASTRÆTI I0A - SlMI 16995

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.