NT - 09.05.1985, Side 1
Fræsari úr Vestmannaeyjum:
Islensk bylting í
auglýsingaskiltum
■ Fyrirtækið Óðinn í Vest-
mannaeyjum hefur smíðað
fræsara sem ætlaður er til notk-
unar við gerð sérstakra auglýs-
ingaskilta og er hann nú á leið-
inni til Noregs. Hugmyndin að
fræsaranum, sem er tölvustýrð-
ur, er kominn frá Guðna Er-
lendssyni, en hann rekur auglýs-
ingaskiltagerð í Fredrikstað
ásamt tveimur íslendingum og
nokkrum Norðmönnum.
Óðinn hefur fengið takmark-
aða fyrirgreiðslu hér á landi við
framleiðslu á fræsara þessum,
og í samtali við NT í gær, sagði
Halldór Axelsson frkv.stj. að
síðar í þessum mánuði myndi
hann ræða við aðila frá sænska
þróunarsjóðnum með það fyrir
augum að hefja jafnvel fram-
leiðslu að hluta á fræsurunum
þar í landi.
Auglýsingaskiltin eru úr
svokölluðum línuljósumoghafa
Guðni og félagar hans þróað
nýja aðferð til að hanna þau.
Skiltið er teiknað með aðstoð
tölvu og fræsarinn sér síðan um
að gera spegilmynd af því í
plexigler. Línuljósaslöngurnar
eru síðan lagðar í raufarnar
eftir fræsarann og plötunni er
hvolft inn í þar til gerðan
ramrna. Ljósaslöngumar eru þá
festar niður og platan tekin í
burtu.
Línuljósin cru hollensk upp-
finning og eru þau notuð í 72
löndum. Halldór og Guðni gera
sér vonir um að geta selt fræsar-
ann og tilheyrandi tölvubúnað
til þeirra, sem fást við auglýs-
ingagerð úr efni þessu.
Fyrirtæki Guðna og félaga,
Line Lite Design AS, hefur nú
náð miklu forskoti fram yfir
önnur santbærileg fyrirtæki í
heiminum. Pantanir um auglýs-
ingar eru miklar.
Verða útvarpslögin
fryst í efri deild?
Framsóknarmenn samþykkja ekki auglýsingaþátt Friðriks
Sophussonar og tilboði krata um „hrossakaup“ hafnað!
■ Framsóknarmenn munu
setjast á útvarpslagafrumvarp-
ið í efri deild og fá því breytt í
upphaflegt form fari svo að
breytingartillaga Friðriks Sop-
hussonar um auglýsingaþátt-
inn verði samþykkt í neðri
deild.
Til tíðinda dró í málinu í
gærer Jón Baldvin Hannibals-
son falbauð stuðning Alþýðu-
flokksins við breytingartillögu
Friðriks, að uppfylltum tveim
skilyrðum; að auglýsingaverð
yrði háð verðlagsákvæðum og
að boðveitukerfi útvarps- og
sjónvarpsstöðva yrðu í eigu
sveitarfélaga.
Friðrik Sophusson sagði í
samtali við NT að sjálfstæðis-
menn litu á þetta sem tvö
óskild efnisatriði og gæti ekki
orðið um neinn formlegan
samning að ræða. Afstaða
þeirra til boðveitukerfanna
væri sú að taka yrði fjarskipta-
lögin til endurskoðunar að út-
varpslögunum breyttum.
Litlar líkur eru því á að
sjálfstæðismenn taki „hrossa-
kaupum" Jóns Baldvins en af
því leiðir að tillaga Friðriks
nær ekki fram að ganga, því
Jón Baldvin lýsti því yfir að
stuðningur við hana væri
bundinn fyrrnefndum skilyrð-
um.
Atkvæðagreiðsla mun fara
fram um útvarpslagafrum-
varpið í neðri deild í dag eða
á morgun en Ólafur Þ. Þórðar-
son sagði að það væri eðlilegt
að efri deild gæfi sér góðan
tíma til að skoða málið ef
þingmenn neðri deildargengju
gegn vilja meirihluta mennta-
málanefndar. Jafnframt lýsti
hann því yfir að hann og
Haraldur Ólafsson, fulltrúi
Framsóknarflokks í mennta- haflegu mynd, eins og það var
málanefnd efri deildar, væru eftir samkomulag stjórnar-
sammála um að halda útvarps- flokkanna í menntamálanefnd
lagafrumvarpinu í sinni upp- neðri deildar.Sjá nánar á bls.2.
Jónas í hvalnum?
NT-mynd Sverrir.
Verða tek-
in upp
fylkiá
íslandi?
- með ákvörðunarvaldi
í eigin málum
■ Verður íslandi skipt upp
í fylki, hvert með verulegt
vald yfir eigin málefnum?
Verða settar á laggirnar fylk-
isstjórnir, embætti fylkislög-
reglustjóra og fylkisdómara?
Þetta er innihald þings-
ályktunartillögu sent þing-
flokkur Bandalags jafnað-
armannna hefur lagt fyrir
sameinað þing, en í tillög-
unni er stjórnskipunárncfnd
falið að vinna að frumvarpi
til breytinga á stjórnskipun-
arlögum, sem feli f sér ofan-
greind atriði.
í greinargerð með tillög-
unni segir að miðstýring ís-
lensks efnahagslífs sé ein
orsaka þess að þrátt fyrir
mikla þjóðarframleiðslu sé
kaupmáttur launþega á ís-
landi mjög lítill.
Þá segir í greinargerðinni
að við þá valddreifingu sem
stofnun fylkja hefði í för
með sér myndi ábyrgð þeirra
er fara með völdin á hverjum
stað, aukast til muna.
„Markmiðið er að auka
sjálfstjórn og forræði heima-
fólks, m.a. yfireigin aflafé,“
segir í greinargerðinni, og
að stjórnarskrárbreytingar í
átt til fylkj askipulags verði
einskis nýtar ef ríkisvaldið
sleppi ekki ofstjórnartaum-
um í ýmsum málaflokkum.
Guð fær bænir um
eyrnastóran páfa
- sjá erlendar fréttir bls. 29
Enn ólga KEA-full-
í útvarps- trúar á
ráðs- popp-
mönnum konsert
- sjá bls. 4 - sjá bls. 5
Land- Bíla-
læknir mark-
varar við AIDS! aður
-sjá bls.2 -ábls. 13-20
Nú geta þeir blönku líka verið með í verðbréfunum -s.ab.s. 3