NT - 09.05.1985, Page 6
Vettvang u r
Haraldur Ólafsson alþingismaður:
Stórveldin eru viðsjárverðir
vinir smárra ríkja
En hvenær eru friðartímar? Hug-
takið er teygjanlegt í allar áttir,
ekki síst þegar haft er í huga að
risaveldin tvö telja sér bæði rétt
og skylt að láta sig varða hvers
konar átök hvarvetna á hnettinum
■ Eftirfarandi er að mestu
byggt á ræðu sem haldin var
vegna skýrslu um utanríkismál
er hún var til umræðu á Alþingi
fyrir skemmstu. Sá kafli sem
hér birtist fjallar um varnar- og
öryggismál íslands, sem verið
hafa ofarlega á baugi undan-
farið vegna hugsanlegra bygg-
inga ratstjárstöðva á Vest-
fjörðum og á Norðausturlandi.
En ég held að það mál sem
kannske meira rými er varið til
í þessari skýrslu heldur en
nokkru sinni áður sé það sem
nú í framtíðinni er hvað mikil-
vægast fyrir íslendinga. Þar á
ég við varnar- og öryggismál
landsins. Það hefur að undan-
förnu farið fram allmikil um-
ræða um þau mál og nú síðast
í dag var fjallað um hugsanleg-
ar ratsjárstöðvar. Þaðerflókn-
ara mál en svo að ég hafi talið
rétt að afgreiða það með þings-
ályktun einni, enda treysti ég
mér ekki til þess. Ég taldi að
það mál ætti að vera í höndum
ríkisstj. En á það var lögð
mikil áhersla að fá það til
atkvæða, sem ég tel að hafi
verið miður.
Reiptog um „sterka reiti“
Lega landsins veldur því að
það er eftirsóknarvert fyrir
herveldi í reiptogi um „sterka
reiti" eins og það er kallað í
skákinni. ísland hlaut reyndar
að lenda í hópi vestrænna
þjóða. Það var eðlilegur
hlutur, bæði út frá stöðu
landsins, menningu þess,
stjórnarfari og beinum við-
skiptatengslum. Þar með var
ekki sagt, að hér þyrfti að vera
herstöð. Og við inngönguna í
Atlantshafsbandalagið var
ekki gert ráð fyrir herstöð hér
á landi. En það liðu ekki nema
tvö ár frá því að samningurinn
var gerðurog þar til hingað var
fluttur her og þá vegna styrj-
aldar í Asíu austanverðri. Það
var trú margra, að þetta væri
einungis bráðabirgðaástand
meðan gerðar væru upp sakirn-
ar í Kóreu, en brátt kom í ljós
að ekki var tjaldað til einnar
nætur. Kalda stríðið var hafið
fyrir alvöru og ísland orðinn
hlekkur í herstöðvakeðju, sem
teygði sig vítt um hnöttinn. í
fyrstu var reynt að einangra
herstöðina eftir megni, en í
Ijós kom að áhrif hennar, efna-
hagsleg og menningarleg, voru
meiri en þjóðinni var hollt.
Smátt og smátt var ljóst að
enginn gat gert sér grein fyrir
því við hvaða aðstæður her-
stöðin hér yrði lögð niður.
Kveðið var svo á, að hér skyldi
ekki vera her á friðartímum.
En hvenær eru friðartímar?
Hugtakið er teygjanlegt í allar
áttir, ekki síst þegar haft er í
huga að risaveldin tvö telja sér
bæði rétt og skylt að láta sig
varða. hvers konar átök hvar-
vetna á hnettinum.
Ríki á engan vin
Enginn veit betur en smá-
þjóð að ríki á engan vin. Fyrir
síðustu heimsstyrjöld og í
kjölfar hennar kom upp sú
hugmynd, að það væri fslend-
ingum mjög í hag að tengjast
Bandaríkjunum, jafnvel ekki
síðuren Evrópu. Fyrirhagstæð
viðskipti í Bandaríkjunum
væri einfalt að bjóða hér land
undir herstöð. Flestir held ég
að hafi áttað sig á því að slík
verslun væri ekki sæmandi
neinni þjóð. Einhvern veginn
hefur því samt verið komið inn
hjá íslendingum, að þeir verði
á sinn hátt að þakka herveld-
inu. Þeim beri skylda til að
leggja sitt af mörkum til vernd-
ar hinum vestræna lýðræðis-
heimi. Menn gleyma því að
með því einu að hafa herstöð
og eftirlitsstöðvar hér á landi
leggja íslendingar ærið til
varna bandalagsins. ísland er
mjög mikilvægt fyrir Banda-
ríkin og Atlantshafsbandalag-
ið. Það er óbeint liður í vörn-
um Norður-Ameríku og N-
Atlantshafs. Stöð þar á fyrst
og fremst að fylgjast með kaf-
báta- og herskipaflota Sovét-
ríkjanna og flugi flugvéla
þeirra í grennd við landið.
Tvær AWACS-vélar sem
bækistöðvar hafa á Keflavík-
urflugvelli fylgjast með flugi á
Norðaustur-Atlantshafi.
Margar framkvæmdir
í gangi i senn
í skýrslu utanríkisráðherra
er nú í fyrsta sinn getið um
mikilvægi SORSUS-kerfisins.
Þetta hlustunarkerfi hefur nú
verið tengt eftirlitsstöð hér í
tvo áratugi. En hvað er SORS-
US-kerfið? Það er mörg
hundruð og jafnvel þúsundir
hljóðnema, sem tengdir eru
með köplum sem liggja í eftir-
litsstöð á landi. Upplýsingar
þaðan fara svo til flugvéla,
herskipa og kafbáta. Þá eru
hér 9 Orion P3C kafbátaleitar-
vélar sem geta flutt kjarnorku-
vopn. Þær annast eftirlit sitt
með því að fleygja hlustunar-
duflum og fylgjast þannig með
kafbátaferðum. En þetta er
búið að vera núna óbreytt um
20 ára skeið. Sú spurning hefur
vaknað nú að undanförnu
hvort eðli herstöðvarinnar sé
að breytast. Og það sem hefur
vakið þær spurningar er hve
miklar framkvæmdir fara fram
nú á tiltölulega skömmum
tíma. Þar er um að ræða bæði
fjölgun flugvéla, ekki aðeins
að skipt er um orrustuvélar
heldur er þeim fjölgað um
50%. Það hefur verið rætt um
að byggja nýja stjórnstöð. Það
eru endurbyggðar ratstjár-
stöðvar, það er aukið verulega
birgðarými fyrir eldsneyti í
Helguvík. Þar er einnig unnið
að hafnargerð. Það má segja
að hvert þessara atriða út af
fyrir sig er kannske ekki mikið
og ég býst við því, að afstaða
íslendinga til ratsjárstöðv-
anna, hugsanlegra ratsjár-
stöðva á Vestfjörðum og Norð-
austurlandi væru aðrar, ef
þessar framkvæmdir væru ekki
allar í gangi í senn. Það hlýtur
að vera íhugunarefni hvers
vegna þetta gerist allt svona í
einu. Og það sem kannske
fyrst og fremst er þó íhugunar-
efni er það, að nú er ekki
lengur verið að leyna því að
þessi stöð er engin bráða-
birgðastöð. Það er ekki lengur
sú hugmynd uppi að þessi stöð
verði lögð niður. Ég held að
þetta sé kannski eitt alvarleg-
asta umhugsunarefnið um
þessar mundir.
Virðingarleysi
í vetur komu fram upplýs-
ingar um að áætlun hafi verið
til um að flytja skyldi kjamorku-
vopn til íslands, á hættutím-
um. Þar væri um að ræða
djúpsprengjur, B-57, sem hafa
10 kílótonna sprengjukraft, er
jafngildir 10 þús. tonnum af
TNT, en slík sprengja er að-
eins kraftminni heldur en
sprengjan sem varpað var á
Hiroshima 6. ágúst 1945. Þess-
um sprengjum skyldi varpað
úr Orionvélunum til að eyði-
leggja kafbáta eða þá hugsan-
lega til að hindra ferðir þeirra
Fimmtudagur 9. maí 1985 6
um sund. Ástæða er til að
spyrja hvort áætlun þessi sé
ekki í gildi eða hvort nýjar
áætlanir liggi nú fyrir og þá
hvort í þeim sé gert ráð fyrir
flutningi kjarnorkuvopna til
íslands. Ríkisstjórn íslandsvar
ekki sagt frá þeirri áætlun um
þessi efni. Slíkt virðingarleysi,
sem jaðrar við fyrirlitningu,
hlýtur að skapa tortryggni, og
auðveldar ekki samninga, ætti
a.m.k. ekki að auðvelda samn-
inga um aukin hernaðarumsvif
og framkvæmdir á vegum Atl-
antshafsbandalagsins hér á
Iandi.
Það vekur undrun mína að
þegar í Ijós kemur hve lítinn
trúnað Bandaríkjastjórn sýnir
ríkisstjórnum íslands, skuli
vera léð máls á mikilli upp-
byggingu og endurnýjun her-
búnaðar, fjölgun flugvéla
o.s.frv. á sama eða svipuðum
tíma og slíkar upplýsingar
koma fram. Ég tel, að ríkis-
stjórn íslands beri skylda til og
hafi rétt á að vita um allar
áætlanir varðandi ísland svo
að hægt sé að meta á hverjum
tíma hvernig bregðast skuli við
hugsanlegum beiðnum Banda-
ríkjastjórnar eða Atlantshafs-
bandalagsins um t.d. flutning
kjarnorkuvopna til landsins.
Þótt það sé stefna allra ís-
lenskra ríkisstjórna til þessa
að hér skuli ekki vera kjarn-
orkuvopn er ekki hægt að for-
taka að sú staða komi upp, að
um þau verði beðið.
Ótti og óvissa
Ég er þeirrar skoðunar að
Alþingi ætti að samþykkja að
hér skuli aldrei leyfð kjarna-
vopn af neinu tagi. Ef hins
vegar kæmi fram beiðni um að
hingað skuli flutt kjarnavopn,
þá væri það Alþingis að taka
afstöðu til þess á grundvelli
upplýsinga sem ríkisstjórn ís-
lands vissi um og þekkti. Krafa
okkar íslendinga hlýtur að
vera sú að vita ætíð um þær
áætlanir sem g§rðar eru varð-
andi landið. Smáþjóð þarf
margs að gæta í ótryggum
heimi en þó einskis fremur en
láta ekki ótta óvissunnar ná
tökum á sér.
Okkur hættir dálítið til að
sjá óvini og árásir í öllum
áttum. Gæsla ber merki styrj-
aldar sagði Montaigne, en ör-
yggi þarf ekki að aukast þó að
gæslan sé aukin, kannske þvert
á móti. Mín skoðun er sú, að
við eigum að vera áfram í
Atlantshafsbandaiaginu, eins
og Danir og Norðmenn. Við
höfum lýst yfir samstöðu okkar
með lýðræðisþjóðum í norður-
álfu heims. Én stórveldin eru
viðsjárverðir vinir smárra
ríkja. Sjálfstæði okkár tryggj-
um við aðeins með því að sýna
reisn gagnvart nágrönnum
okkar og meta sjálfir hve langt
á að hleypa vinaþjóðum inn í
land okkar. Förum að með
allri gát en gleymum því ekki
að mikilvægi landsins gefur
okkur tækifæri til þess að setja
skilyrði. Ég tel mjög mikil-
vægt, að hér sé ekkert gert til
þess að raska jafnvægi á
norðurslóðum. Ég held, að
einmitt veruleg uppbygging
hér geti skapað þá hugmynd
að hér sé verið að byggja
einhvers konar Gíbraltar. Þess
vegna vil ég vara við allri
Sú spurning hefur vaknað nú að
undanförnu hvort eðli herstöðvar-
innar sé að breytast. Og það sem
hefur vakið þær spurningar er
hve miklar framkvæmdir fara nú
fram á tiltölulega skömmum tíma
Eystra horn um f lótt-
ann frá raunveruleikanum
■ í Eystra horni, úrvalsblaði
sem gefið er út á Höfn í
Hornafirði, er yndælis leiðara-
hugvekja eftir Einar Georg
Einarsson og í andleysinu tök-
um við okkur það bessaleyfi að
stela henni í Tfma og ótíma
lesendumNT til andlegs fóður-
auka:
Flóttinn frá
raunveruleikanum
„Til er bókarkom sem heitir
Flóttinn frá raunveruleikan-
um. Kver þetta fjallar um skip-
brotið sem þeir bíða er gefa
sig eiturlyfjum á vald. Alltof
margir velja þann kostinn að
milda napra framtíðarsýn með
vímuefnum. Þeir verða séy úti
um stundarfró en langa þján-
ingu.
Enda þótt ofangreint sé
dæmi um flótta sem á sér enga
hliðstæðu virðist flóttinn í ein-
hverri mynd vera eitt af megin-
einkennum okkar tíma. Allir
eru að flýja eitthvað annað
hvort sinn innri mann ellegar
ytri aðstæður. Það sem á fínu
máli heitir framþróun reynist
oft þegar grannt er skoðað
vera undansláttur.
\
Eins og blómaker í garði
standa gulir gámar úti fyrir
fjölda húsa á landsbyggðinni.
Þeir verða settir um borð í
Ríkisskip og fluttir suður með
búslóð innan í sér. Fólkið er að
flýja ytri aðstæður. Það er búið
að vinna hörðum höndum til
sjávar og sveita en aflaféð
rennur allt til Reykjavíkur og
þar er þenslan. í hinum dreifðu
byggðum ríkir stöðnun.
Ráðsmenn þjóðarbúsins tala
um nýsköpun atvinnuveganna.
Allt það snakk er mjög óljóst
og nánast í véfréttastíl. Á
hljóðri stund vaknar sá grunur
að menn séu bara að flýja
vandann. Það hefur nefnilega
ekkert markvert verið gert í
atvinnuuppbyggingu hérlendis
síðan hresst var upp á frysti-
húsin og skuttogararnir keypt-
ir. Þá var líka gaman að lifa.
Enn sem fyrr veltur framtíð
þessarar þjóðar á gömlu undir-
stöðuatvinnuvegunum og
skyldum greinum. Að þeim
skal hlynnt.
Það er ekkert lítill flótti frá
raunveruleikanum að beina
gjörvallri þjóðinni út í umræð-
ur um bjórsölu, hundahald,
sólarlandaferðir og frjálsa fjöl-
miðlun meðan laun alls þorra
manna eru slík að þau hrökkva
ekki fyrir brýnustu lífsnauð-
synjum. Það verður enginn
smáræðis undansláttur fyrir
þjóð, sem lagt hefur metnað
sinn í að varðveita tungu og
bókmenntaarf, þegar hver og
einn getur farið að reka út-
varpsstöðvar sem byggja á er-
lendri poppfroðu, auglýsing-
um og þágufallssjúkum plötu-
snúðum.
Nú í kringum baráttudag
verkalýðsins er öllum ljóst að
íslensk verkalýðsforysta er
löngu flúin af hólmi. I þeim
herbúðum hreykir sér hver
gullhúfan upp af annarri fáum
til gagns og blessunar. Forystu-
sauðirnir eru fullgildir með-
limir í því samtryggingarkerfi
sem gerir ríka ríkari og fátæka
fátækari. Hér á dögunum upp-
lýsti einn ágætu^ reykvískur
kaupsýslumaður að fátæktin
væri ýmsum sannköiluð nautn.
Þessi speki hlýtur að vera gott
innlegg í réttindabaráttuna.
Þegar þeir sem hæst tróna
ráða ekki neitt við neitt er
alveg kjörið að flýja með alla
alþýðu út á markaðstorg hé-
■gómans. Frelsi hins sterka,
brauð og leikar er hollt vega-
nesti fátækum lýð. Þetta gafst
illa í Rómaveldi en gæti gefist
betur hér.“
Við þe tta þarf engu að bæta.
Baldur Kristjánsson.