NT - 09.05.1985, Síða 7

NT - 09.05.1985, Síða 7
Fimmtudagur 9. maí 1985 7 Vettvangur Hrannar Jónsson: Ráða- mannaslagur aukningu, t.d. fjölgun flugvéla og nýrri stjórnstöð. Ég vil varast að svo líti út sem her- stöðin hér sé eitthvað sem eigi að standa um áratugi og jafnvel aldir. Ég tel að við eigum að halda fast við það sem sagt var, þegar íslendingar gengu í Atl- antshafbandalagið, að hér ætti ekki að vera her á friðartím- um, og að gert sé ráð fyrir því að herinn fari, að herstöðin verði lögð niður. Við eigum að vera herlaust land friðar og slökunar. Það er ekki tími til þess nú, ég viðurkenni það. Það er ekki tími til þess nú og þess vegna eigum við að hafa sem hægast um okkur og ekk- ert að gera sem skapi þá hugmynd, að hér eigi sér stað einhver veruleg uppbygging. Tortryggni er undirstaða vígbúnaðarkapp- hlaupsins íslendingar hafa því miður átt erfitt með að ná saman í varnar- og öryggismálum. I flestum öðrum þáttum utan- ríkismála hafa þeir náð veru- legri samstöðu. Ég held að það væri nijög mikilvægt ef við gætum náð samstöðu um það að umsvif væru hér í lágmarki og ég harma það, ef unnið er að því að skapa þá hugmynd að hér sé verið að setja niður herstöð til langs tíma. Við vitum það ósköp vel, að Bandaríkin og Vestur-Evr- ópuríkin hafa yfirburði á Atl- antshafi hvarvetna á Atlants- hafi, líka á svæðinu hér í kringum okkur. Það er einmitt stefna Bandaríkjastjórnar að hafa yfirburði á hafinu. Það eftirlit sem hingað til hefur farið hér fram tel ég vera nægjanlegt. En við ættum að geta verið sammála um að tortryggni og ótti er það hættu- legasta sem þjóðirnar eiga við að stríða. Það er tortryggni og ótti sem er undirstaða vígbún- aðarkapphlaupsins. Þess vegna eigum við að draga úr óttanum, við eigum að draga úr tortryggninni og við eigum að vinna að því að skapa meiri jöfnuð í veröldinni. Viðeigum að verja meiru fé til þróunar- starfsemi og ég vil taka undir þær hugmyndir, sem um það koma fram. Við eigum að gera allt sem við getum til þess að dregið sé úr vígbúnaði, að hafin sé raunveruleg afvopnun og hinum hræðilegu kjarna- vopnum fækkað og þeim helst útrýmt með öllu. Nýjustu teikn á stjórn- málahimninum benda til þess að nú megi langpíndir launþegar aldeilis fara að líta björtum augum til framtíðar- innar. Hinir bráðskörpu ráðamenn okkar virðast loks komnir að þeirri niðurstöðu að feikinóg svigrúm sé til launahækkana. Fá skúringakonur bílastyrk? Varla er við öðru að búast en réttsýnir og sanngjarnir ráðamenn okkar sem á þess- um þrengingartímum sættu sig við 37% launahækkun, sjái til þess að laun þeirra sem lægst hafa hækki um að minnsta kosti 50%. Ég tala nú ekki um þegar bankaráðs- menn og bankastjórar hafa ákveðið að fylgja þessu for- dæmi. Auðvitað er sann- gjarnt að allir hafi í sig og á, bankastjórar líka. Þetta hlýt- ur að eiga að ganga niður allan stigann. Eflaust hlakkar nú margur launþeginn til að sjá flennistórar fyrirsagnir dagblaðanna: Skúringakonur fá 450.000 kr. í bílastyrk. En í alvöru talað. - Þetta er fáránlegt. Þessir menn ættu að tala meira um þá sem „hafa reist sér hurðarás um öxl“ eða á kannski þessi margfræga „þjóðarsátt“ þeirra að ganga út á það að sauðsvartur almúginn sætti sig við að hér ríki lénsveldi þar sem aðalsmennirnir eru þingmenn og bankastjórar? Hræsni þingmanna Að þingmenn taki við 37% launahækkun á meðan öðrum er sagt að nú verði að herða sultarólarnar er svo sem ekki verra svínarí en hér hefur viðgengist. En þegar þeir sömu og tóku við þessari hækkun gagnrýna bankaráðs- menn fyrir að hafa tekið bíla- styrkinn margumtalaða er hætt við að einhverjum fari að blöskra: „Þið eruð ekki hótinu betri sjálfir.“ Hegðun ykkar er svo siðlaus að út yfir allt tekur. Við tökum ekki þátt í siðleysinu Flokkur mannsins er með rnjög skýrar tillögur til að koma í veg fyrir svona sið- leysi. Laun þingmanna (og því ekki bankastjóra og verkalýðsleiðtoga líka) verði ekki hærri en lægstu laun sem borguð eru í þjóðfélaginu. Og ef einhver segir að ekki sé hægt að lifa af þessum laun- um, þá er það alveg rétt. En þá ætti ekki að ætla neinum að lifa af þeim launum og hækka þau tafarlaust. Það er vel hægt. Þessi tillaga myndi líka gera það að verkum að síður væri hætt við að til þingmannsstarfa veldust eig- inhagsmunapotarar og framagosar. Á Alþingi yrði starfað af hugsjón. Alþingismenn ættu að vera þjónar fólksins en ekki cin- hver forréttindastétt. Ætlar þú að láta fara svona með þig? Þeir voru margir sem brá illilega í brún þegar fréttir bárust af launahækkun þingmanna. Enn fleirum var brugðið þegar bankaráðs- menn fengu bílafríðindin. Fyrir þá er ekki nema eitt að gera: Ganga til liðs við Flokk mannsins, eina flokkinn sern stendur fyrir utan siðleysið. Ef þú gerir ekki neitt stuðlar þú að því að ástandið versni. Hrannar Jónsson Formaður kjördæmaráðs Flokks mannsins í Reykja- nesi. Auðvitað er sanngjarnt að allir hafi í sig og á, bankastjórar líka. Þetta hlýtur að eiga að ganga niður allan stigann. Eflaust hlakk- ar nú margur launþeginn til að sjá flennistórar fyrirsagnir dagblað- anna: Skúringakonur fá 450.000 kr. í bílastyrk 5- 7 Málsvari trjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgelandi: Núlimínn h.f. Ritstj.: Magnús Ólalsson (ábm). Markaósstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur.Gislason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guöbjornssoo Skrilstofur: Siöumúli 15, Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifmg 686300. ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideiíd 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Veró i lausasólu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskritt 330 kr. Sem blómaker í garði standa gulir gámar ■ Jón Sigurðarson bæjarfulltrúi Framsókn- arflokksins á Akureyri ritar nýlega um byggðamál og segir: „Byggðastefnuna þarf að skilgreina á nýjan leik, ekki sem eyðslustefnu heldur sem aflastefnu. Hinni nýju aflastefnu verður að tryggja framgang með raunhæfri gengis- skráningu, þannig að hagnaðarvon verði í gj aldeyrisskapandi atvinnurekstri“. Þetta er laukrétt. Stefna stjórnvalda hefur verið að halda gengi íslensku krónunnar háu. Það þýðir að verð á innfluttri vöru er lágt. Þetta þýðir að afkomumöguleikar í influtningsverslun hverskonar eru ágætir en afkoma útflutningsfyrirtækja lök. Af þessu leiðir að fjárfesting er mikil í innflutnings- verslun enminnií hinum gjaldeyrisskapandi fyrirtækjum. Þetta dregur blóðið úr lands- byggðinni þar sem 60% gjaldeyristekna okk- ar verða til um leið og það er á allan hátt þjóðhagslega óhagkvæmt. J Auðvitað ættu þeir sem stunda innflutning að lepja dauðann úr skel á meðan útflutningsaðilar ættu að dafna, og víst er komið að því að gera þarf stórátak til þess að efla atvinnu og þar með rénandi byggð um landið þvert og endilangt, en vonleysi hefur verið að grípa um sig utan höfuðborgar- svæðisins svo minnir á lok 7 áratugarins þegar Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn voru að leggja landið í eyði. Þeir á Höfn lýsa þessu með dramatískum hætti í blaði sínu Eystrahorni: „Eins og blómaker í garði standa gulir gámar úti fyrir fjölda húsa á landsbyggð- inni. Þeir verða settir um borð í Ríkisskip og fluttir suður með búslóð innan í sér. Fólkið er að flýja ytri aðstæður. Það er búið að vinna hörðum höndum til sjávar og sveita en aflaféð rennur allt til Reykja- víkur og þar er þenslan. í hinum dreifðu byggðum ríkir stöðnun.“ Þenslan er í Reykjavík. Þar blómstrar innflutningsverslunin og þangað streymir fólk og fjármagn. Þessari þróun þarf að snúa r við og það fyrr en seinna.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.