NT - 09.05.1985, Qupperneq 8
lil
Fimmtudagur 9. maí 1985
8
ndur haf
Barnaef ni á
fjósatíma
Kæra NT.
■ Mig langar til að koma
með kvörtun til sjónvarpsins,
út af því hvenær efni fyrir börn
er í sjónvarpinu.
Ég bý úti í sveit og þar sem
ég bý eru kýr. Eins og flestir
vita þarf að mjólka kýrnar og
það er yfirleitt gert milli 6-8 á
kvöldin, allavega þar sem ég
þekki til.
Ég er orðin það gömul, að
ég er farin að gera gagn í fjósi
og fcr því í fjós á nær því
hverju kvöldi. Mætti ég benda
á að það eru margir krakkar
sem fara í fjós á hverju kvöldi
og þykir gaman að horfa á t.d.
Húsið á sléttunni eða Knapa-
skólann og við getum því mið-
ur ekki verið bæði í fjósi og
setið inni í stofu og horft á
sjónvarpið, - því miður.
Hér gætu þó nokkrir hugsað,
því við getum ekki bara hlaup-
ið heim og horft á sjónvarpið
og skokkað svo út í fjós og
haldið áfram að mjólka. en því
er ekki að heilsa, því mjalta-
vélarnar bíða ekki sallarólegar
eftir því að við komum út í fjós
og höldum áfram að mjólka.
Mig langar til að benda á að
Reykjavíkurbörn og kaup-
staðabörn eru ekki einu börnin
í landinu, en því miður stað-
næmist hugsunarháttur margra
þannig að þeir hugsa ekki út
fyrir Reykjavíkursvæðið.
Þegar ég skrifa þetta, er ég
á Ieiðinni út í fjós, - sem sagt
að missa af Húsinu á sléttunni.
S.B.
Eins og flestir vita, þarf að mjólka kýrnar!
Tökum til-
boði Hagvirkis
K.J. Skagafírði hringdi:
■ Ég trúi ekki að ríkisstjórn-
in ætli að láta hjá líða að taka
tilboði Hagvirkis um veginn
norður. Þetta tilboð myndi
stytta þann tíma sem við þurf-
um að bíða eftir að vegurinn
komist í gagnið úr 7 árum í 3
og yrði mikil bót að þessu.
Hagvirki er löngu þekkt fyrir
vönduð og skjót vinnubrögð
og hæfileika til að vinna verk
sem þetta.
■ Hagvirki hcfur gert ríkinu
tilboð um að Ijúka lagningu
varanlegs slitlags á veginn milli
Akurcyrar og Reykjavíkur.
BRAUÐ
ems og að skera brauö
EPLI
hendinni haldiö eins og
utan um epli og borin að
, munninum /
K30T
klipið i handarjaöarinn
HOOLK
tekið um fingurmn meö
þumal- og visifingri
hegri handar /
6A KIAWt
V J
M4TUR
L'Y borða
eins og aö drekka
úr glasi
Meira táknmál í sjónvarpi
■ Ég varð mjög ánægð þegar
ég sá í barnatímanum í sjón-
varpinu síðastliðinn sunnudag
að Sigurður Skúlason leikari
hafði verið fenginn til að lesa
upp ævintýri jafnt fyrir heyr-
andi börn sem heyrnarlaus. Ég
vona að það verði framhald á
þessari nýbreytni sjónvarpsins
því að heyrnarlaus börn eiga:
ekki síður rétt á því að fá að
njóta barnatímans en önnur
börn. Auk þess hafa öll börn
gott og gaman af að kynnast
táknmáli heyrnleysingja
nokkuð.
Mér finnst reyndar að það
mætti gjarnan gera það að
reglu í barnatímanum, þegar
ævintýri eða myndasögur eru
lesnar að hafa litla mynd neðst
í horni sjónvarpsins með þulin-
um þar sem hann segði söguna
einnig með táknmáli. Ef lesar-
inn kann ekki táknmál sjálfur
mætti hafa túlk sem túlkaði
söguna jafnóðum yfir á tákn-
málið.
NT-lesandi
Maðurinn í
rúminu
■ Alveg er ég steinhissa á
sumu fólki. Tökum t.d. kon-
una sem eftir því sem NT segir
fann mann hrjótandi í rúmi
sínu þegar hún kom heim af
balli. Á hverju átti manneskj-
an von, fyrst hún skildi íbúðina
eftir ólæsta? Mér finnst satt að
segja að konan hefði getað átt
von á ýmsu verra en að finna
mann í rúminu.
Ef aumingja vesalings mað-
urinn hefði ekki verið svona
syfjaður, hefði hann t.d. getað
tekið upp á því að pakka niður
litasjónvarpinu hennar og hafa
það með sér á brott og hefði
maðurinn verið verulega burð-
ugur, hefði hann kannski getað
tekið stereogræjurnar undir
hina hendina. Kannski hefði
eyðileggingarfýsn getað gripið
manninn og konugreyið hefði
þá e.t.v. komið að íbúðinni
sinni í rúst. Allt þetta og
ýmislegt fleira heíði getað
gerst og konan hefði svo sem
engu getað kennt um nenta
sjálfri sér, fyrst hún var að
skilja íbúðina eftir ólæsta.
Þar fyrir utan fæ ég ekki
með nokkru móti skilið hvað
konan hafði við það að athuga
að finna mann í rúminu sínu
Hraut í rúmi
húsfreyjunnar
■ Konu nokkurri sem býr í
Vcsturbænum í Reykjavík
brá iliilega þegar hún kom
heim í íbúð sína eftir að hafa
verid á skemmtlstað aðfara-
nótt laugardagsins síðasta,
því úr svefnherberginu, sem
hefði átt að vera autt, heyrð-
ust mildar hrotur.
Þegar konan kannaði mál-
ið kom í Ijós að bláókunnug-
ur maður hafði lagst til hvíld-
ar í rúmi konunnar. Konan
hringdi á lögregluna og hún
kom að vörmu spori og vakti
manninn upp. Gesturinn
reyndist þá vera utanbæjar-
maður sem sótt hafði á mikill
svefn cftir drjúga skemmtun
á veitingastöðum höfuðborg-
arinnar. Einhverra hluta
vegna komst hann inní íbúð
konunnar, sem var ólæst, og
lagðist þar til svefns.
Að sögn lögreglu var til-
gangur mannsins ekki annar
með innbrotinu en að leggj-
ast fyrir til hvíldar.
þegar hún kom heim, nema
maðurinn hafi verið þeim mun
ólögulegri, - eða þá að það
hafi farið í taugarnar á henni
að hann skyldi vera sofandi!
S.T.