NT - 09.05.1985, Síða 15
Fimmtudagur 9. maí 1985 23
Myndí
■ Átakanlegasta bridgesaga
ársins 1985, og þó lengra væri
leitað, gerðist í borginni Mon-
treal í Kanada, þar sem eitt af
fjórum stærstu mótum N.Amer-
íku, Vanderbiltmótið, var hald-
ið fyrir skömmu. Aðalmótið er
sveitakeppni, þar sent yfir 100
sveitir taka þátt og -spilaðir eru
útsláttarleikir.
Ein sveitin var skipuð ástr-
ölskum bræðrum, Tom og And-
rew Reiner, sem ferðast höfðu
frá Sidney til Montreal, 20.000
kílómetra, til að taka þátt í
mótinu. Tom hafði áður búið í
Montreal en Andrew er gamall
landsliðsmaður í Ástralíu.
Bræðurnir fengu sér kanadíska
sveitarfélaga og settust niður í
fyrsta leikinn. Og þegar eitt spil
var eftir var sveit bræðranna
tveim impum yfir, þetta var
síðasta spilið.
Vestur
4> K9843
¥ DG6
♦ D95
4» 86
Norður
* G1076
¥ 752
♦ A
4» AD943
N/Enginn
Austur
♦ -
¥ A1094
♦ K10873
4- K1073
Suður
* AD52
¥ K83
♦ G642
4» G5
Við annað borðið opnaði
Andrew í norður á l laufi,
austur sagði 1 tígul, suður I
spaða, vestur 2 tígla og norður
2 spaða. Austur barðist í 3 tígla
og Tom í suður sagði 3 grönd
sem voru pössuð út. Vestur
spilaði út tígli sem ásinn í borði
átti.Síðan kom spaði á drottn-
ingu og kóng vesturs og vcstur
skipti í hjartadrottningu. Eftir
það fór spilið 3 niður og AV
fengu 150.
Skömmu síðar komu sveitarfé-
lagar bræöranna og báru saman.
Það kom í Ijós að í þessu spili
höfðu þeir fengið 50. Sveitin
tapaði því þrem impum á spilinu
og leiknum með 1 impa.
Spilararnir voru auðvitað gíf-
urlega vonsviknir. Bræðurnir
rifust um 3ja granda sögnina,
því ef AV hefðu fengið að spila
3 tígla, sem vinnast slétt, hefði
leikurinn unnist á jöfnu. Kan-
adíska parið tilkynnti að það
ætlaði að fara út og detta æriega
íða.
En skömmu seinna hitti And-
rew spilarana úr sveitinni sem
þeir spiluðu leikinn við og báðir
aðilar óskuðu hvorir öðrum til
hamingju með sigurinn. Þegar
nánar var að gáð, kom í Ijós að
við hitt borðið höfðu NS einnig
spilað 3 grönd, og farið þrjá
niður en sveitarfélagar bræðr-
anna höfðu skrifað 50 í staðinn
fyrir 150. En nú var of seint að
gera nokkuð í því þar sem
sveitarfélagarnir voru farnir út
að borða og týndir í næturlífinu.
Svo bræðurnir gáfu leikinn og
hugsuðu margt.
En sagan var ekki búin enn.
Þegar sveitin hittist daginn eftir
koni í Ijós að Kanadamennirnir
höfðu tafist í hótelherbergi sínu
kvöldið áður og voru því enn á
hótelinu þegar upp komst um
mistökin!
DENNIDÆMALAUSI
„...og skjaldbökur baula ekki né gelta, brjóta ekkert
og þurfa varla neitt að éta.
4591.
Lárétt
1) Svefn. 6) Poka. 7) Eins.
9) Spil. 10) Drepa. 11)
Slagur. 12) Úttekið. 13)
Tók. 15) Ásökunina.
Lóðrétt
1) Jörð. 2) Varðandi. 3)
Hola. 4) 550.5) Blómanna.
8) Horfi. 9) Svif. 13)
Kemst. 14) Baul.
Ráðning á gátu No. 4590
/ * » v p
:.p» "P
EilEEiE
/£.
Lárétt
1) Frakkar. 6) Frú. 7) Ól. 9) MN. 10) Naumleg. 11) SS. 12) Na. 13)
Ein. 15) Afbroti.
Lóðrétt
1) Flónska. 2) Af. 3) Krumpir. 4) Kú. 5) Rangali. 8) Las. 9) Men.
13) EB. 14) No.