NT - 09.05.1985, Side 22

NT - 09.05.1985, Side 22
 JOLA T-60 Áburðardreifarinn er tæknilega mjög fullkominn. kr. 19.980.- ★ ★ ★ ★ ★ ★ Rúmjnnihald 650 kg. (13 pokar) Hleðsluhæð aðeins 90 sm. Er stækkanlegur í 2000 kg. (40 poka) Hefur fullkominn mulningsbúnað sem mylur köggla Einn söluhæsti áburðardreyfarinn síðustu þrjú árin. Til afgreiðslu strax Góð greiðslukjör SKÚTAHRAUNI 15 - SlMI 91-54933 220 HAFNARFJÖRÐUR T Fimmtudagur 9. maí 1985 30 íþróttir Belfastbúar: Kynnast borginni í maraþonhlaupi Walesbúar eru efstir og eiga aðeins einn leik eftir íslendingar geta sett strik í reikninginn sem fyrr ■ Hin hrjáða borg á írlandi, Belfast, hefur verið tvískipt milli katólikka og mótmælenda lengi og ef fólk úr röðum annars hópsins vogar sér inn á yfirráða- svæði hins, getur það verið visst um að lenda í vandræðum. Á mánudaginn var þessu þó ekki þannig farið. Borgin var opnuð um tíma, eða á meðan maraþonhlaup borgarinnar fór fram. Þrjú þúsund hlauparar fengu tækifæri til að kynnast borgarhlutum sem þeir hætta sér ekki inná dags daglega. Fólk sem hefur búið í borg- inni alla sína æfi sér suma hluta hennar í fyrsta sinn í maraþon- hlaupinu. Á mánudaginn hlupu nokkrir úr lögreglu mótmælcnda sem almennir borgarar í gegnum hverfi sem IRA hefur mestan stuðning frá. Þrjú hundruð hlauparar frá Englandi létu sem vind um eyru þjóta hótanir írska þjóðfrelsishersins (INLA) um að ráðast á enska íþrótta- menn sem kepptu á Irlandi. Þetta er einn af örfáum dög- um ársins sem fólk getur óhrætt haft samskipti hvort við annaö án tillits til pólitískra skoðana. Maraþonhlaup þetta var nú haldið í fjórða sinn og sigurveg- ari í karlaflokki varð heima- maður, drengur að nafni Marty Deane og setti hann hlaupsmet, 2:15,52 klst. Kvennakeppnina vann Moira O’Boyle á 2:45,40 klst. sem einnig er hlaupsmet. Landsliðið Wales í fótbolta. Tekst því loks að komast í úrslitakeppni HM? Sjöundi riðill undankeppni HM í Evrópu: Hvaða þjóðir munu komast til Mexíkó? um og leikinn Wales-Skotland sem úrslitaleik um annað sætið gætu hæglega reynst á ótryggum grunni byggðar. Welska landsliðið á harma að hefna frá síðustu tveimur heims- meistarakeppnum. Árið 1977 börðust Skotland og Wales um að komast til Argentínu og það var einmitt síðasti leikur riðils- ins, Skotland-Wales, sem réði úrslitum um það hvor þjóðin kæmist áfram. Skotar unnu þann leik 2-0 en Wales sat eftir með sárt ennið. Sérstaklega var þelta sárt fyr- ir Wales af því að margir töldu að fyrra mark Skota hafi verið ólöglegt, Joe Jordan hafi hand- leikið boltann. En dómarinn dæmdi hendi á welska varnar- manninn og Skotum vítaspyrnu. Það var svo íslenska liðið sem kom í veg fyrir að Wales kæmist í úrslitakeppnina á Spáni 1982. Þjóðirnar léku í Wales og það var síðasti leikur Walesbúa í riðlinum og þeir þurftu að sigra til að komast áfram. Eins og allir íslendingar muna gerðum við jafntefli 2-2 í sögulegum leik í Swansea þar sem apagrímur komu nokkuð við sögu. Þetta skapaði alvarlega fjár- hagserfiðleika fyrir welska sam- bandið. Ef liðið hefði komist í úrslitin hefði fjárhagnum verið borgið um ókomna tíð. Til að kóróna allt hættu Eng- lendingar og Skotar þátttöku í bresku meistarakeppninni. Þetta setti strik í reikning Norð- ur- íra og Walesbúa því áhorf- endatekjur landsliðanna snar- minnkuðu. Englendingar og Skotar gátu fengið vináttulands- leiki eins og þeim sýndist við hvaða þjóð sem var, en það var ekki eins auðvelt fyrir litlu þjóð- irnar að fá bestu liðin til að koma og leika vináttuleiki. Knattspyrnan í Wales hefur að auki átt í eilífu stríði við Rugby- íþróttina. Rugbyið er mun vin- sælla en knattspyrna og áhorf- endur því fáir á fótboltaleikjum. Þegar welska liðið kom frá Reykjavík í september með tap á bakinu sagði Alan Evans, ritari welska knattspyrnusam- bandsins: „Við höfum þegar tapað 100.000 sterlingspundum í ár. Ef ekki gerast kraftaverk verðum við komnir í stórskuld eftir eitt ár og gjaldþrota eftir eitt og hálft. “ Tap gegn Spánverjum mán- uði seinna virtist vera rothögg- ið. Bankastjórar sendu knatt- spyrnusambandinu viðvörun. Ef það hefði orðið gjaldþrota, hefði það ekki getað staðið við skuldbindingar sínar við UEFA og FIFA og af því hefði leitt brottrekstur og bann við þátt- töku í alþjóðlegum knatt- spyrnumótum. En þegar allt virtist vera á • leið í gröfina, bjargaði vinstri- fótar þrumuskot frá Ian Rush framtíð welskrar knattspyrnu. Sigur á Skotum 1-0, því þetta þrumuskot reyndist það eina sem rataði rétta leið í mark. Walesbúar huga nú að því hvort þeir ættu að leika leikinn gegn Skotum í september á litla vellinum í Wrexham, en þar hefur liðið ekki tapað leik í fimm ár, eða á aðalvelli Rugby- sambandsins, Cardiff Arms Park. Tekjur af sjónvarpsrétt- indasölu og full stúka af áhorf- endum, eða 60.000 manns, myndu tryggja tilveru welska knattspyrnusambandsins næstu fimm árin að minnsta kosti. Að auki fengju knattspyrnuaðdá- endur sæta hefnd yfir Rugbyinu. En það er víst að welska liðið er ekki árennilegt, með þá Ian Rush og Mark Hughes í fremstu víglínu og fyrir aftan sig Evert- on-leikmennina Kevin Ratcliff, Pat van den Hauwe og mark- vörðurinn Neville Southall. Skotar verða því að ná góðum leik til að komast til Mexíkó, ef þeir þá vinna litla ísland. Sama gildir um Spánverja gegn íslendingum. Spyrjum að leikslokum. Spenna í Póllandi ■ Gífurleg spenna er í pólsku 1. deildinni í knattspyrnu. Þegar sjö umferðir eru eftir eru fjögur lið í einum hnapp í efstu sætun- um og allt getur gerst: Úrslit um helgina og síðan staða efstu liðanna: Varsjá-Radoniak ............... 2-0 Gdansk-Krakow.................. 2-0 Lublin-Szczecin................ 2-0 Katowice-Poznan................ 1-1 Zabrze-Sosnowiec............... 0-0 Wroclaw-Lks Lodz............... 1-3 Walbrzych-Gdynia............... 4-0 Widzew Lodz-Chorzow............ 1-0 Zabrze.......... 23 12 8 3 25 10 32 Widzew Lodz .... 23 12 7 4 28 11 31 Varsjá ......... 23 13 4 6 30 17 30 Poznan ......... 23 10 9 4 24 19 29 Sosnowiec....... 23 9 8 6 30 22 26 ■ Tveir mikilvægirsigrarWal- es í undankeppni HM upp á síðkastiö hafa ekki aðeins glætt vonir liðsins um að komast í úrslitakeppnina í Mexíkó. Þess- ir sigrar hafa einnig bjargað welska knattspyrnusambandinu frá gjaldþroti. Eftir að við íslendingar unn- um frækinn sigur á Wales á Laugardalsvellinum með einu marki gegn engu í fyrsta leik riðilsins, tilkynnti welska knatt- spyrnusambandið að það yrði gjaldþrota innan 18 mánaða. En óvæntur 1-0 sigur á Skotum og síðan stórsigur á Spáni 3-0 í síðustu viku, gerbreytti dæminu og þessir sigrar gætu tryggt fjár- hagslega afkomu knattspyrnu- sambandsins um ókomin ár. Wales er nú efst í 7. riðli og á aðeins einn leik eftir, gegn Skot- um í september. Spánverjar eru úti í hinum stóra heimi taldir sigurstranglegastir í riðlinum, Sieir eigi létta sigra vísa gegn slendingum heima og heiman. Það gæti þó hæglega farið á annan veg. Skotar eiga einnig eftir að leika hér heima á Laug- ardalsvellinum og verða að vinna til að eiga möguleika er þeir mæta Wales í september. Möguleikar íslenska liðsins eru vissulega fyrir hendi þó það sé ekki eins sterkt á pappírunum og spánska liðið og það skoska. Allar vangaveltur um Spánverja sem örugga sigurvegara í riðlin- Þrír íslenskir - á EM í júdó í Noregi um helgina ■ Evrópumeistaramótið í júdó fer fram í Hamar í Noregi um næstu helgi, hefst reyndar í dag. Þrír íslendingar eru meðal þátttakenda, þeir Bjarni Friðriksson, Kolbeinn Gíslason og Magnús Hauksson. Bjarni keppir í -95 kgflokki, Kolbeinn í +95 kg flokki og Magnús í -86 kg flokki. Þeir Bjarni og Kolbeinn hefja keppni í dag, en Magnús hvílir sig fram á morgundaginn. ■ Bjarni Friðriksson er vanur að taka á móti verðlaunum. Vormót IR ■ ÍR-ingar halda sitt ár- lega vormót í frjálsum íþróttum á frjálsíþrótta- vellinum í Laugardal þann 16. maí næstkom- andi. Keppnin hefst kl. 14:00 og verður keppt í eftirtöldum greinum. Karlar: lOOm hl., 400m hl„ 3000ni hl. (Kaldals- hlaupið), llOm grhl., 4xl00m boðhl., hástökk, stangarstökk, spjótkast og kringlukast. Konur: 400m hl., 800m hl„ 4xl00m boðhl., lang- stökk og kringlukast. Meyjar: lOOm hl. Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi föstu- daginn 10. maí til Jó- hanns Björgvinssonar, Unufelli 33, á þar til gerð- um spjöldum. Þátttöku- gjald er kr. 100,- á grein en kr. 200.- fyrir boð- hlaupssveit. V-Þýskaland: ■ Einn leikur var háður í v-þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Kaisersíautcrn og Ham- borg gerðu jafntefli, 1-1. Getraunir ■ f 35. leikviku Getrauna komu fram 3 raðir með 11 réttum lcikjum, og var vinningur fyrir hverja röð kr. 120.825,- en 10 réttir voru í 205 röðurn og vinn- ingur fyrir hverja röð kr. 757.-.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.