NT - 09.05.1985, Síða 24
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónurfyrirhverja ábendingu sem leið ir til
fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem ieiðir tii bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 óg 687695 • íþróttir 686495
,
Herlög á Islandi!
A-:.. ™ „.'ACArAir, órnnnm <
- leynd aflétt á skjölum frá stríðsárunum
dæmis skýrsla um siðferðis- árunum, sem leynd verður létt
ástandið í Reykjavík á stríðs- af árið 2011!
■ „Alvarlegárásmeðvopna-
valdi er yfirvofandi á íslandi.
Ég W.S. Key, yfirhershöfðingi
yfir Bandaríkjahernum á ís-
landi, lýsi þess vegna yfir,
samkv. umboði forseta Banda-
ríkjanna og með skírskotun til
samkomulegs þess, er gert var
1. júlí 1941, milli ríkisstjórnar
íslands og ríkisstjórnar Banda-
ríkjanna, þar sem Bandaríkj-
unum er falin hervernd
íslands, að ég, vegna aðstæðn-
anna, verð að hafa full og
algjör yfirráð, samkvæmt
hernaðarlögum, yfir öllum
mönnum og munum á íslandi.
íslensku ríkisstjórninni mun
verða sýnd fyllsta virðing, enda
er það skylda mín að vernda
öryggi hennarog sjálfstæði..
Herlög á íslandi. Sem betur
fer var þeim aldrei hrint í
framkvæmd, en þau voru
undirbúin, fyrst af breska setu-
liðinu á íslandi og síðar af því
bandaríska. Þeim átti að
hrinda í framkvæmd, ef árás
Þjóðverja virtist yfirvofandi.
Þeim sem andæfðu átti þá að
vera heimilt að stefna fyrir
herdómstól.
Þetta er innihald skjala sem
geymd hafa verið sem leyni-
skjöl frá því á stríðsárunum,
en leynd var létt af þeim í gær,
þegar Ólafur Ásgeirsson þjóð-
skjalavöröur opnaði pakkana
með skjölunum að blaða-
mönnum viðstöddum. Einnig
voru opnuð persónuleg skjöl
Jónasar Jónssonar frá Hriflu,
sem beðið hafði verið um að
leynd hvíldi yfir þar til eftir 100
ára afmælisdag hans. Þar virð-
ist einkum um að ræða heilla-
skeyti til hans á ýmsum tíma-
mótum en einnig bók með
undirskriftum um 2100 íslend-
inga hvaðanæva að af landinu,
til stuðnings og samstöðu með
honum og fjölskyldu hans á
dögum „stóru bombunnar“.
Tilkynningar um herlögin og
annan viðbúnað við yfirvof-
andi innrás hafa legið tilbúnar
til að vera gefnar út en til þess
kom aldrei. Skjölin voru síðan
geymd í utanríkisráðuneytinu,
þar til þeim var komið fyrir í
þjóðskjalasafninu árið 1964.
Meðal þess sem upp úr
pökkunum kom er skjal undir-
ritað af Birni Þórðarsyni for-
sætisráðherra, þar sem ríkis-
stjórnin leggur fyrir íslensku
þjóðina og alla embættismenn
íslenska ríkisins að veita yfir-
herforingja Bandaríkjaliðsins
alla aðstoð, og að hlýða þeim
boðskap, fyrirskipunum og
reglum sem hann kunni að
setja, enda megi treysta því að
öllu valdi verði skilað aftur í
hendur íslensku ríkisstjórnar-
innar eftir að hættuástand sé
Iiðið hjá.
Ýmis skjöl frá stríðsárunum
munu enn bíða birtingar. Til
■ Eftir rúmlega 40 ár eru skjölin dregin fram í dagsljósið. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjaiavörður les
upp tilskipanir til íslcnsku þjóðarinnar frá 1941 fyrir spennta fréttamenn. NT-myndir: Árni Bjarna.
Bodskapur yfirhers-
höfðingja Breta um
herlög á íslandi.
Bo
rt^nur um herlöQ.
«**';v°' rlkUi,„„....,**;;
”” “ „.».»«.*"* l,,k k*" ;
- —rr. :
»>«-“ "*'"*• boisk,p h.l». yfi'h.'f0'"19''"' **“
S„mu.»ö.l þ>u iW<»»i, ..m "•»” *ol“'
»»• *s h"i"kii’a Þ“' . . iltj b,„u» 05
■—-l-r*. u.».
«■-*"****
vald felur hann Her c6¥ðisf)arðarumdænros.
cerður i berta skym gagn
p„„, ö.ö,u»». .. »*'"“ .ru , bi,„ —
„ íilenxUu í,
a - ... — - ö*ö. - »*»' -
herstjórnarinnar. ,.»».»»*
boðskap þessum, verða latntr s
ti' 0. Curtis,
hersHötainQÍ, _
yjirketforingi á islandi.
Botnfiskaflinn í apríllok svipaður og 1984:
Aprílafli bátanna
58% meiri en 1984
Þorskaf linn 132 þús. tonn f rá áramótum
■ Þorskafli bátaflotans í apr-
ílmánuði var nú nær 31 þús.
tonn samanborið við rúm 18
þús. tonn í apríl 1984. Samtals
varð botnfiskafli bátanna nú
rúm 44 þús. tonn, sem er 58%
meira en í apríl í fyrra. Þá fengu
loðnubátarnir hins vegar um 19
þús. tonn af loðnu, en enga
núna. Rækjuveiðareru nú 1.856
tonn, eða þriðjungi meiri en í
fyrra. Afli togaranna í apríl-
mánuði var nú um 29.500 tonn
- um 2 þús. tonnum minni en í
fyrra - en þar af var þroskur um
7 þús. tonn bæði árin, sam-
kvæmt tölum Fiskifélags
íslands. Togaraaflinn frá ára-
mótum til aprílloka er samtals
tæp 94 þús. tonn - rúmum 10%
minni en á sama tíma 1983.
Botnfiskafli bátaflotans er nú
um 122.500 tonn á sama tíma
sem er um 8% aukningfrá 1983.
Þar af er þorskur tæpar 90 þús.
lestir - um 17 þús. lestum meiri
en 1984.
Heildarbotnfiskaflinn fyrstu 4
mánuði ársins er er því 216.470
lestir sem er nær sami afli og á
sama tíma 1984. Þar af er þorsk-
ur um 131.590 lestir, sem er um
22 þús. lestum meira en á sama
tíma 1984.
Loðnuaflinn frá áramótum er
nú um 345 þús. tonn, - 93 þús.
Iestum minni en 1984. Af rækju
og hörpudiski er afli nú svipaður
og í fyrra.
Siglufjörður:
Rússneskt verksmiðjuski 1 P i
strandaði við bryggjuna
lóðs var um borð
■ Rússneska verksmiðjuskipið
Konstantín Olshanskiy strandaði 200
metra frá höfninni á Siglufirði um
hádegisbilið í gær. Konstantín er
5400 tonn, 130 metrar á lengd og
áhöfnin er 70 manns.
Skipið tók niðri rétt áður en það
lagðist að bryggju. Hafnsögumaður
var um borð til þess að lóðsa skipið.
Aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis
sagði liann að lítil vinnsla hefi veriö á
vél skipsins, og hún ekki tekið nægi-
lega fljótt við sér.
Skipið er á sandbotni og benda
allar líkur til þess að skemmdir á
skrokk séu litlar sem engar. Fyrirhug-
að var að reyna að ná skipinu á flot
með eigin véíarafli um miðnætti í nótt
þegar háflóð var.
Konstantín var að koma af rækju-
veiðum, og ætlaði að selja rækjuna á
Siglufirði og ísafirði.
Lögregluþjónn á Siglufirði sagði í
samtali við NT í gær, að það væri
ekkert nýtt að skip tækju niðri á
þessum stað. „Loðnuskip hafa verið
að sleikja botninn öðru hverju hér
upp á síðkastið.“ Lögregluþjónninn
bætti því við að ekki hefði verið
dýpkunarprammi á Siglufirði í nokk-
ur ár, þar sem sá gamli sökk.
Rússnesku skipverjarnir tóku lífinu
rólega í gær, og biðu eftir flóðinu.