NT - 25.06.1985, Blaðsíða 14
Þriðjudagur 25. júní 1985 14
Sjónvarp kl. 22.05:
Umræðuþáttur
ungs fólks
um ungt fólk
■ Jack Hedley fer með hlutverk Kretans sem kemur aftur til Krítar mörgum árum eftir stríðslok.
Gríska leikkonan Betty Arvaniti leikur Anniku Zeferis.
Sjónvarp kl. 21.15:
Nýr f ramhaldsmyndaf lokkur:
Hver greiðir ferjutollinn?
■ Ungt fólk hefuroröiðnefn-
ist umræðuþáttur ungs fólks
um ungt fólk í sjónvarpi í
kvöld, sem hefst kl. 22.05.
Þátttakendur eru allir á fram-
haldsskólaaldri og sama er að
segja um stjórnandann, Krist-
ján Þórð Hrafnsson.
„Umræðuefni þáttarins eru
m.a. kosningarétturinn, at-
vinnulífið, framhaldsskólarnir
ng hvað það er helst sem mótar
lífsskoðanirunglinga, hvaðséu
mestir áhrifavaldar í þeim
efnum," segir Kristján Þórður.
Þátttakendur eru Jónas Fr.
Jónsson og Hrafn Jökulsson úr
Reykjavík, Bjarnheiður Halls-
dóttir frá Akranesi og Sigríður
Jóhannsdóttir úr Kópavogi.
Þátturinn er 50 mínútna
langur og í beinni útsendingu.
■ í kvöld kl. 21.15 hefst nýr
framhaldsmyndaflokkur í
sjónvarpinu og kemur hann í
stað Varða laganna. Flokkur-
inn er breskur, í átta þáttum,
og heitir Hver greiðir ferjutoll-
inn? Vísar nafnið til grísku
goðsagnarinnar um ferju-
manninn Karon, sem ferjar
látið fólk yfir ána Styx til
undirheima gegn gjaldi.
Þetta er rómantískur
spennu-myndaflokkur og segir
þar frá Bretanum Alan Hald-
ane, sem heldur á vit fortíðar-
innar á Krít. Þar hafði hann
dvalist á stríðsárunum og tekið
þátt í störfum grísku and-
spyrnuhreyfingarinnar á
staðnum. Þar gat hann sér svo
gott orð, að margir Krítverjar
minnast hans enn sem Leand-
ros. Hann varð ástfanginn af
18 ára gamalli þarlendri stúlku,
sem líka starfaði í andspyrnu-
hreyfingunni, Melina Matakis,
og þegar hann yfirgaf eyna
eftir að hún losnaði undan
yfirráðum Þjóðverja, átti hún
von á barni hans, án þess að
Alan hefði vitneskju þar um.
Heimkominn skrifaði Alan
hvert bréfið á fætur öðru til
Melinu en fékk aldrei neitt
svar. Hann stóð því í þeirri
meiningu að hún væri orðin
afhuga honum. Þegar hann
kemur aftur til Krítar mörgum
árum síðar kemst hann að
raun um að hún hafði aldrei
fengið bréfin hans. Melina er
nú dáin, en móðir hennar er
enn á lífi.
Alan kemst fljótt að raun
um að fortíðin lifir enn góðu
lífi í hugum fólks og hann á
ekki vináttu allra.
Með aðalhlutverk fara Jack
Hedley og gríska leikkonan
Betty Arvaniti.
Þýðandi er Jón O. Edwald.
María Markan
áttræð
Leiknar upptökur
söngkonunnar
■ María Markan, einhver
ástsælasta söngkona okkar ís-
lendinga fyrr og síðar og sem
borið hefur hróður íslands
hvað víðast í söngmennt á
erlendri grund, er áttræð í dag.
í tilefni dagsins hefur Trausti
Jónsson umsjón með þætti í
útvarpinu í kvöld kl. 21.15,
sem kallast einfaldlega María
Markan - afmæliskveðja.
„Ég ætla að gera grein fyrir
og leika upptökur með Maríu
Markan í þættinum, bæði þeim
sem hafa verið gefnar út og
eins upptökum sem eru til í
útvarpinu,“ segir Trausti.
Margar þessara upptaka
hafa verið endurútgefnar, en
aðrar ekki og sum þeirra laga
hafa ekki heyrst lengi í útvarp-
inu.
Plötur með söng Maríu
munu nú vera ófáanlegar.
■ María Markan er áttræð í
dag. Söngur hennar mun
hljóma í útvarpinu í kvöld.
■ Kristján Þórður Hrafnsson stýrir umræðuþætti ungs fólks.
Hann er sjálfur á sama aldri og aðrir þátttakendur, þ.e. á
framhaldsskólaaldri. NT-mynd Svtrrir
lltvarp kl.22.35:
HvernhittirAlex
fyrir úti í skógi?
■ í kvöld kl. 22.35 verður
endurfluttur í útvarpi fjórði
þáttur danska framhaldsleik-
ritsins Raddir sem drepa eftir
Poul-Henrik Trampe. Þýðing-
una gerði Heimir Pálsson en
Haukur J. Gunnarsson er leik-
stjóri. Hljóðlist er eftir Lárus
H. Grímsson.
í 3. þætti gerðist þetta helst:
Frú Hansson, ráðskona sendi-
herrans, hringir í Alex yfir-
komin af hræðslu eftir að hafa
heyrt raddirnar. Skömmu síð-
ar finnst hún látin. Holm lög-
reglufulltrúi leggurekki trúnað
á neitt yfirnáttúrulegt og skilur
ekki þátt Alex í málinu. Um
miðja nótt fær Alex upphring-
ingu þar sem hann er boðaður
á fund lögreglunnar úti í skógi.
Leikendur í 4. þætti eru:
Jóhann Sigurðarson, Anna
Kristín Arngrímsdóttir, Erl-
ingur Gíslason, Ragnheiður
Tryggvadóttir, Rúrik Haralds-
son, Þóra Friðriksdóttir, Jón
Hjartarson og Kjuregej Alex-
andra. Tæknimenn eru Friðrik
Stefánsson og Runólfur Þor-
láksson.
■ Jóhann Sigurðarson fer
ineð hlutverk Alex og Anna
Kristín Arngrímsdóttir leikur
umboðsmann hans. Það er
hins vegar Erlingur Gíslason
sem túlkar Holm lögreglufull-
trúa og nú er það spurningin
hvort það var hann sjálfur sem
stefndi Alex til fundar við sig
úti í skógi um miðja nótt!
NT-mynd: Ární lljurna
■ >
Þriðjudagur
25.júní
07.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Morgunútvarpið. 7.20 Leikfimi.
Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Valdimars Gunnars-
sonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá.
8.15 Veðurfregnir. Morgunorð
Hróbjartur Árnason talar.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna:
„Litli bróðir og Kalli á þakinu“
eftir Astrid Lindgren. Sigurður
Benedikt Björnsson les þýöingu
Sigurðar Gunnarssonar (6).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
Forustugr. dagbl. (útdr.) Tónleikar.
10.45 „Man ég það sem löngu leið“
Ragnheíður Viggósdóttir sér um
þáttinn.
11.15 l fórum minum Umsión: Inaa
Eydal. RÚVAK.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Inn og út um gluggann
Umsjón: Sverrir Guðjónsson.
13.40 Tónleikar
14.00 Frá setningu prestasefnu í
Dómkirkjunni Biskup Islands,
herra Pétur Sigurgeirsson, flytur
ávarp og yfirlit um störf þjóð-
kirkjunnar á synódusári. Tónlistar-
flutningur er í umsjón sr. Gunnars
Björnssonar.
Tónleikar
15.15 Út og suður Endurtekinn þáttur
Friðriks Páls Jónssonar frá sunnu-
degi.
15.45 Tilkynningar. Tónleikar
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir
16.20 Upptaktur - Guðmundur
Benediktsson.
17.00 Fréttir á ensku
17.05 „Sumar á Flambardssetri"
eftir K.M. Peyton Silja Aðalsteins-
dóttir les þýðingu sina (7).
17.35 Tónleikar
17.50 Síðdegisútvarp - Sverrir
Gauti Diego.
18.20 Tónleikar. Tilkynnignar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins
19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Tilkynning-
ar.
Daglegt mál. Sigurður G. Tómas-
son flytur þáttinn.
20.00 Hvað nú! Á ári æskunnar.
Umsjón: Helgi Már Barðason.
20.40 „Þeir voru fyrstir að kveikja
ljósin“ Séra Björn Jónsson flytur
synoduserindi.
21.15 María Markan - afmælis-
kveðja Umsjón: Trausti Jónsson.
21.40 Útvarpssagan: „Langferð
Jónatans" eftir Martin A.
Hansen. Birgir Sígurðarson rithöf-
undur les þýðingu sina (24)
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Leikrit: „Raddir sem drepa“
eftir Poul Henrik Trampe fjórði
þáttur endurtekinn. Þýðandi:
Heimir Pálsson. Leikstjóri: Haukur
J. Gunnarsson. Hljóðlist: Lárus H.
Grímsson. Leikendur: Jóhann Sig-
urðarson, Þóra Friðriksdóttir, Anna
Kristín Arngrimsdóttir, Erlingur
Gíslason, Jón Hjartarsori, Rúrik
Haraldsson, RagnheiðurTryggva-
dóttir og Kjuregej Alexandra.
23.15 Kvöldtónleikar: Óperutónlist
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Þriðjudagur
25. júní
10:00-12:00 Morgunþáttur Stjórn-
andi: Páll Þorsteinsson.
14:00-15:00 Vagg og velta Stjórn-
andi: Gísli Sveinn Loftsson.
15:00-16:00 Með sinu lagi Lög leikin
af íslenskum hljómplötum. Stjórn-
andi: Svavar Gests.
16:00-17:00 Þjóðlagaþáttur Stjórn-
andi: Kristján Sigurjónsson.
17:00-18:00 Fristund Unglingaþátt-
ur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfsson.
Þriggja minútna fréttir sagöar
klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og
17:00.
Þriðjudagur
25. júní
19.25 Guðir og hetjur í fornum
sögnum Fjórði þáttur. Ástralsk-
svissneskur myndaflokkur í sex
þáttum um griskar og rómverskar
goðsagnir. Þýðandi og þulur Bald-
ur Hólmgeirsson.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Nýjasta tækni og vísindi Um-
sjónarmaöur Sigurður H. Richter.
21.15 Hver greiðir ferjutollinn:
(Who Pays the Ferryman?) Nýr
flokkur - Fyrsti þáttur. Breskur
framhaldsmyndaflokkur í átta
þáttum. Leikstjóri William Slater.
Aöalhlutverk: Jack Hedleyog Betty
Arvanti. Breskur maður snýr aftur
til Krítar þar sem hann barðist með
skæruliðum á stríðsárunum. Þar
hittir hann fyrir forna vini og eignast
nýja. En koma hans kveikir einnig
á ný gamalt hatur og dularfullir
atburðir gerast. Þýðandi Jón O.
Edwald.
22.05 Ungt fólk hefur orðið í þess-
um umræðuþætti á ári æskunnar
ræða nokkur ungmenni viðhorf sín
og áhugamál og munu koma viða
við. Umræðum i beinni útsendingu
stýrir Kristján Þórður Hrafnsson.
23.05 Fréttir í dagskrárlok