NT - 18.08.1985, Blaðsíða 5

NT - 18.08.1985, Blaðsíða 5
NT Sunnudagur 18. ágúst 1985 4 NT Sunnudagur 18. ágúst 1985 5 fjöllum á Indlandi. Kerling nokkur með þunga byrði á bakinu kom eftir kræklóttum stíg á móti mér og sam- ferðamanni mínum, indverskum presti. Hún kallaði til okkar „Dúdúr- ulú“ eða eitthvað á þá leið og hló tannlausum hlátri. Ég spurði prestinn hvað hún væri að segja og hann sagði mér að hún væri að spyrja hvaðan þessi ferðamaður kæmi. Ég spurði hana þá á móti hvaðan hún kæmi og þá sagði hún „Húrúsúl“ sem ég náði reyndar ekki frekar en hinu. En hún sagðist tilheyra 300.000 manna ætt- flokki sem byggi þarna í dalnum. Ég spurði hvað þessi ættflokkur hefði til síns ágætis og hún sagði að þau kynnu að brugga áfengan mjöð en mundi ekki eftir fleiru. Ég leit ofaní dalinn og sá kofahróöld og spurði hvort þau ættu sér ekki ritmál, menningu, borg eða skóla. Nei, ekkert og þá rann það upp fyrir mér hvað íslendingar eru mikil dekurbörn. Við erum færri en þessi ættflokkur og við eigum okkar eigin menningu, og sögu en erum bara eins og örlítill þjóðflokkur á mæli- kvarða heimsins. Og við erum sífellt að barma okkur þegar tækifærin eru alls staðar í kringum okkur.“ Klappargerði í Árbæjarsafni 1982 stóðu Tryggvi og fleiri fyrir námskeiði í Árbæjarsafni, og þá var Klappargerði hlaðið. „Ég sendi erindi í safnið með boði um að hlaða torfbæi sem voru mjög algengir hér á öldum áður. Þetta voru alminnstu og aum- ingjalegustu kot sem hægt var að búa í. Sum voru að vísu þiljuð en í sumum voru bara örfáar hríslur og þau voru tjölduð að innan með heypokum. Þessi torfhús voru mjög sérkennileg, hlaðin upp í topp og samanstóðu af lítilli baðstofu, eldhúsi og búri. En síðla á 19. öld kom bárujámið til sögunnar og þá urðu húsmæðurnar voða glaðar því þá hætti að leka ofan í rúmin. Húsbændurnir urðu líka himinlifandi því nú þurftu þeir ekki lengur að bæta torfþökin," segir Tryggvi og kímir. Landið krökkt af álfum 1983 var annað námskeið haldið í Árbæjarsafni og í fyrra glímdu Tryggvi og félagar við að reisa borg- hús á Hádegisholti. Borghús eru írsk að uppruna að því er talið er. Þegar Tryggvi og félagar hans gerðu sér ferð til að marka landið sem er upp á Mosfellsheiði fór Erla Stefánsdóttir með þeim og hún sá þarna mikla álfabyggð. „Hún er skyggn og segir að allt landið sé fullt af lífi. Eg teiknaði álfabyggðina upp og borgar- húsin eru við annan enda hennar. Okkur tókst ekki að ljúka við verkið því það rigndi svo mikið. En ég kenndi torfhleðslu í Garðyrkju- „Við fórum berfætt í strætó“ Rabbað við hugsuðinn, torfhleðslumanninn og blaðaútgefandann Tryggva G. Hansen j.. ■ Hann er glettnislegur, Ijóshærður maður á þrítugs- aldri með veðurbarið, egglaga andlit og hann horfir stíft í augu mér. Á borðinu til hliðar við hann er tölvan hans og á einum veggnum hanga forsíður blaðanna og bókarinnar sem hann ætlar að gefa út: Lífsorka, Sam- skipti, Yrkja, Eilífð og Tilvera. Hver er hann og hvað gerir hann? Jú, hann er torfhleðslumaður, myndlistar- maður, blaðaútgefandi, faðir, eiginmaður, mikill áhuga- maður um tölvur og heimspeki og maður framkvæmd- anna. Hann heitir Tryggvi G. Hansen og heldur um þessar mundir námskeið í torfhleðslu við leikskólann Sælutröð í gamla Skerjafirðinum við Reykjavíkurflug- völl. „íslendingar eiga svo erfitt með að ná sambandi við náttúruna eftir að þeir misstu tengslin við torfíð og grjótið,“ segir hann. „Sjáðu, hér er ég með teikningu af Þjóðarbókhlöðunni eins og mér fínnst að hún eigi að líta út. Eg sakna græna litarins til mótvægis við rauðu plöturnar og þar eð Þjóðarbókhlaðan er reist á fornum grunni fínnst mér tilhlýðilegt að grunnurinn sé úr torfí og grjóti. Finnst þér það ekki Iíka?“, spyr hann. En hvenær fékk Tryggvi áhuga á torfhleðslu? Torfhringurinn við Esju og sambýlið „Þannig var að þegar ég bjó á loftinu í Hafnarstræti 16 árið 1981 dreymdi mig draunr þar sem ég lá í fleti mínu. Loftið er langt og mjótt með gluggum í sitthvorum enda og ljósgeislarnir ferðast langa leið á milli þeirra. Skyndilega breyttust ljósgeisl- arnir í fólk og smátt og smátt var þarna samankomið fullt af fólki sem ég þckki. " Mér fannst þessi draumur svo raun- verulegur og stórkostlegur að ég sendi fólkinu í draumnum og bara öllum sem ég mundi eftir bréf og bauð því til tedrykkju. Ég lagði hugmyndir mínar um sambýli úrtorfi fyrirgestina og þeim leist mjög vel á þær. Síðan fórum við berfætt í eina hringferð í strætó svona til að halda upp á þetta. Og um haustið fórum við að hlaða við rætur Esju og þá vissi ég ekki meira um torfhleðslu en þú,“ segir hann brosandi. Tryggvi segist hafa fengið Svein Einarsson frá Hrjót til að leiðbeina þeim við verkið og menn hafi unnið eins og skepnur í átta daga. „Sveinn var helvíti seigur. Við unnum frá átta á morgnana til ellefu á kvöldin og það sá ekki á honum, þótt hann væri orðinn þetta gamall." Og afrakstur vinnunnar var torfhringur. Tryggvi segir að aðeins örfáir úr tedrykkju- hópnum liafi unnið við torfhringinn en það hafi ekki kornið að sök því fjölda manns hefði drifið að í lang- ferðabílum, fólk sem hafði bara áhuga á torfhleðslu en ekki á sambýl- inu sjálfu. „Landeigandinn var heldur ekki hrifinn af hugmyndinni, ég vildi gera leigusamning við hann, en hann gaf mér aldrei ákveðin s\ör. Sjálfsagt hefur hann verið hræddur við sambýl- ■ Tryggvi heldur um þcssar mundir námskeið í torfhleðslu við nýja leikskólann Sölutröð í Skerjafirði. ið, hefur haldið að við værum ein- hverjir hippar og eiturlyfjamangarar sem ætluðum að koma okkur upp íslensku Kristjaníusamfélagi. Ég tal- aði líka við sveitarstjórnina en ekkert gekk.' Það var svo sem allt í lagi því ég fékk í staðinn land í Mosfellssveit til 10 ára og hef augastað á öðru landi á Snæfellsnesi.“ Tölvubændur með blandaðan búskap Sambýlisdraumur Tryggva felst í því að tengja það besta úr nútíð og fortíð. „Torfbyggingarnar eiga að hafa risastór hvolfþök og þama eiga að vera vinnustofur, salir og minni hús fyrir fjölskyldur. Sambýlingarnir vinna á staðnum og börnin leika sér öll í hóp. Síðar hefur komið í ljós að hugmyndin er mjög raunhæf.Þor- björn Broddason segir að tölvan geri það að verkum að maður og kona geti unnið heima hjá sér. Með sæmilegu forriti gæti ég til dæmis unnið í banka heima hjá mér eða unnið hér á íslandi fyrir fyrirtæki í Japan. Það skipti engu máli hvar ég byggi á hnettinum það eina sem þarf er bara símalína sem ber boðin á milli. Þess vegna væri hægt að tala um tölvubónda með blandaðan búskap. Hann getur alið sauði eða hænur, getur hlaðið veggi hjá sér en jafnframt verið í eldlínunni í heimsmenningunni. Og skólar myndu væntanlega hverfa, það er engin ástæða til að hafa börnin í skóla þegar foreldrarnir eru alltaf heima hjá sér. Skólarnir kornu bara til þegar heimilið var að leysast upp“. Tölvur eru bara eins og hvert annað verkfæri alveg eins og torfljár þótt hann sé nú miklu fallegri," segir Tryggvi og hlær. Bændur sem nú eru að fara á rnölina þyrftu að átta sig á þessu. Þeir hafa ótæmandi möguleika á að taka þátt í heimsmenningunni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu nema þekkingarleysi. íslendingar geta leikið sér að því að brauðfæða sig en síðan tekið þátt í heims- menningunni sem menn orðsins.hugs- unar og sköpunar. Ég kom eitt sinn í dal í Himalaya- ■ „Þjóðarbnókhlaðan hefur rauðan hatt og af henni stafar mikilleiki,“ segir Tryggvi, „en ég sakna græna litarins. Því legg ég til að byggingarmenn nútímans og hönnuðir hússins sjái til þess að hlaðinn verði torfveggur um hana neðanverða og þá er það sem þar er geymt betur varið fyrir náttúruhamförum af manna völdum." ■ Frumdrög Tryggva að verkinu á Hádegisholti. „Erla Stefánsdóttir sem er skyggn annan enda hennar,“ segir Tryggvi. sá þama mikla álfabyggð og við reisum hús við skólanum við mikinn áhuga krakk- anna og líklega klárum við verkið á Hádegisholti með hjálp þeirra. Og ef til vill koma þátttakendur í Sólstöðu- göngunni við í Hádegisholtinu á leið sinni frá Þingvöllum og grípa í torfhleðsluna." Sólstööugangan og jákvæðir straumar Blm. verður forvitin þegar Tryggvi minnist á Sólstöðugöngu og Tryggvi verður fljótur til svara, segir að Sólstöðugangan eigi að verða áriegur viðburður og forsvarsmenn hennar kalli hana meðmælagöngu með lífinu. „Margir vilja láta eitthvað gott af sér leiða í þágu heimsmenningarinnar. Sumir halda að besta meðalið til þess sé að útúða öllu, allt sé svo vont og glæpir alls staðar, konur séu undirok- aðar og börn barin o.s.frv. Aðrir láta sér nægja að gera bara eitthvað jákvætt og gott sem að mínu mati er mun árangursríkara en að mála skrattann á vegg. Jákvæð orka berst frá sérhverjum sem tekur þátt í göngunni og á tíunda áratugnum á að leggja af stað frá íslandi í heimsgöngu. Hver göngumaður gengur eins og hann hefur þrek og löngun til en þegar hann hættir kemur annar í hans stað og þannig berast jákvæðu straumamir áfram í þau 10-15 ár sem tekur að ganga umhverfis jörðina. Hugsaðu þér, göngumennirnir verða orðnir stórum fróðari um menningu margra þjóða en líklega myndi gang- an kvíslast í fleiri smærri göngur svo hægt yrði að fara yfir fleiri svæði. „Og vinum sem finna til samkenndar hver með öðrum hefur stórlega fjölgað í öllum heiminum. Menn bulla bara tóma vitleysu Um þessar mundir heldur Tryggvi námskeið í torfhleðslu í Reykjavík við leikskólann Sælutröð. Tryggvi segist að öllu jöfnu vinna við torf- hleðslu, hann fái verk hér og þar og hann viti ekki nema veggirnir sem hann hafi hlaðið hafi staðið af sér alla vinda. En hafa torfhleðslumenn ekki stofnað með sér félagsskap? „Ég var einu sinni í slíkum hug- leiðingum,“ segir hann og færði það í tal við Stefán Stefánsson og Svein Einarsson en þeir voru því mótfallnir. Stefán sagði að það væri búið að stofna félög um alla hluti og honum fyndust menn verða svo óeðlilegir þegar þeir væru komnir innan um marga menn og segðu ' alls konar vitleysu sem þeir annars myndu ekki láta út úr sér. Sveinn var á sömu nótum og því varð ekkert úr félags- skapnum. Én við torfhleðslumennirn- ir erum ansi fáir og þeir 4-5 menn sem við þetta hafa fengist eru að týna tölunni, eru veikir eða með liðagigt.“ Stórhuga í útgáfu- starfseminni Á næstunni ætlar Tryggvi að gefa út fjögur rit, Lífsorku, Samskipti, Yrkju og Eilífu og hvert þeirra á að vera 50-60 blaðsíður að stærð. Lífs- orka sem kemur út fyrst fjallar um líkamann, heilsu, næringu, fæðingu, uppvöxt og dauða. Samskipti fjallar um kynlíf, viðskipti og önnur form mannlegra samskipta. „Menn þurfa að hafa eigin styrk ef þeir eiga að geta umgengist aðra menn. Afbrýðisemi er ósköp einfaldlega skortur á sjálfs- trausti. Miðja sérhvers manns verður að vera styrk í hans eigin kviði en ekki í kviði ástkonu hans eða vinar,“ segir Tryggvi. Yrkja kemur næst og það mun fjalla um skapandi hugsun. Þegar íslendingar rísa upp úr nauð- þurftum sínum eru þeir skáld og ímynd íslendinga um andleg ofur- menni eru skáld, þ.e. skapararnir. Óðinn var skapari og guðsímyndin í biblíunni er skapari. Guð skapaði himin og jörð og hann er sífellt að djöflast og róta í hlutunum. Því hefur verið haldið fram að gyðingdómur- inn sé ekkert annað en trú á skálda- lögmálið. Þess vegna eru gyðingar svona lífseigir og kraftmiklir, segir Tryggvi ákveðinn. Síðasta ritið er Eilífð og það fjallar um heimspeki. Þessi fjögur rit eiga að spanna heild mannsins en síðan kemur út bók sem hlotið hefur nafnið Tilvera þar sem allir þættirnir sem fjallað er um í ritunum eru dregnir saman. Tryggvi segir að ritin eigi að koma út í ágúst og september en bókin fylgi fljótlega í kjölfarið. Blm. rekur í rogastans en Tryggvi segir hlæjandi að búið sé að skrifa næstum allt efnið. „En mig bráðvantar auglýsingastjóra sem verður að búa yfir ofurmannleg- um krafti. Þú mátt koma því á fram- færi í blaðinu þínu. Ef ritin eiga að vera læsileg þá verða þau að vera glæsileg og til þess þarf auðvitað fjármagn," segjr Tryggvi spekings- lega að lokum. Margrét Rún Guðmundsdóttir. ISUZU TROOPER NYR OG BETRI BILL 110 hestaffla bensínvél — 5 gíra kassi aflstýri — ný og fallegri innrétting Lengri og styttri gerö. Diesel Turbo vél Bensínvél 110 hestöfl Fjórhjóladrifinn 4x4 Sjálfstæö fjöörun á hvoru framhjóli Aflstýri, sem þyngist viö mikinn hraöa |„speed sensitive'j Splittaö drif Fimm gíra kassi Breiö dekk „Spoke'-felgur ofl. ofl. Allt aö 45 gráöu klifurgeta 4,8 til 5,4 m beygjuradíus Frábær í ófærum Þolir ótrúlega mikinn hliöarhalla BÍLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.