NT - 18.08.1985, Side 13
NT Sunnudagur 18. ágúst 1985 17
Litli
hvolpurinn
verður að
stórum hundi
/
M I vikunni kom lítil grátandi stúlka á
ritstjórn NT og spurði hvort við gætum
ekki hjálpað henni að finna hvolpinn
sinn sem væri týndur. Við brugðumst
auðvitað skjótt við og að lokum fannst
hvutti. Þetta varð líka til þess að við
kynntum okkur ástandið íhundamálum
í Reykjavík, einkum hvað verður um
hunda sem týnast.
Til skamms tíma var það frægt í
útlöndum og jafnvel víðar að ekki
mátti halda hund í Reykjavík. Þótti
sumum þetta hið besta fyrirkomulag
en öðrum hin mesta firra. Albert
Guðmundsson var einn þeirra sem á
„bannárunum“ hélt hund og var sag-
an af honum og Lucy sögð í heims-
pressunni hvað þá meira enda mun
Lucy vera frægasta tík heimsins næst
á eftir Lassy. Óþarfi er að rekja það
mál allt hér, en hvernig hafa hunda-
haldsmálin þróast eftir að þessar
blessuðu skepnur urðu leyfilegar í
Reykjavík (með vissum sicilyrðum)
og skráning þeirra hófst í byrjun
febrúar. Eins og kunnugt er þýddi
lögleiðing hundahaldsins að eitthvert
eftirlit varð að hafa með þessum
málum og eru nú sta.rfandi á vegum
borgarinnar tveir hundaeftirlitsmenn.
Fimmtíu til sextíu kærur
Að sögn annars þeirra, Guðrúnar
Petersen, er nóg að gera hjá eftirlits-
mönnunum, bæði við að skrá hunda,
hafa upp á óskráðum og sinna
kvörtunum. Alls mun vera búið að
skrá um sjö hundruð hunda sagði
hundaeftirlitsmaðurinn Jón Árnason
okkur. Langflestir hundanna voru
skráðir meðan á skráningartímabilinu
stóð, en þó hafa um fimmtíu til sextíu
kærur borist til lögreglunnar. í kæru
tilfelli eru hundarnir teknir frá eig-
endunum og geymdir þar til gengið
hefur verið frá tilskilinni skráningu.
Skráningargjaldið er 4.800 kr., en
þegar hundar eru skráðir í fyrsta sinn
þarf að festa kaup á ákveðinni gerð
skráningarmerkja, þannig að við
skráningargjaldið bætast átta hundr-
uð krónur. Til viðbótar þessu þarf svo
að láta ormahreinsa hundana. Að
sögn Guðrúnar Petersen er alltaf
nokkuð um kvartanir vegna hunda en
í flestum tilvikum nægir að gefa
hundaeigendum áminningu um að
bæta ráð sitt. Pað er einmitt eitt af
hlutverkum hundaeftirlitsmannanna,
að vera milliliðir í þannig málum.
Enn fremur er það hlutskipti þeirra
að hirða óskilahunda sem komnir eru
á flakk um borgina. Gagnstætt því
sem við sjáum í bíómyndum nota
hundaeftirlitsmennirnir ekki sérstaka
pallbíla girta vírnetum og háfa, við að
hirða þessa hunda heldur eru þeir
einungis með fólksbíl og hálsband,
enda eru hinir vegvilltu hundar oftast
sakleysis grey sem af einhverjum
ástæðum hafa þvælst að heiman.
Þannig sagði Guðrún ril dæmis, að
hún vissi ekki til að þessir hundar
hefðu bitið fólk, eða af þeim hafi
staðið nein greinileg ðgn. Hins vegar
getur það verið hundaeigendum
nokkur kostnaður ef hundurinn fer á
flakk, því það kostar peninga ef
hundarnir eru teknir úr umferð. Upp-
hæðin veltur svo á stærð hundsins og
á hvaða tíma dags hann er tekinn - ef
um sérstakt útkall er að ræða getur
kostnaðurinn farið allt upp í tvö
þúsund krónur. Hundaeftirlits-
mennirnir fara með hundana í
geymslu þar sem eigendurnir geta
síðan vitjað þeirra.
Hundahaldsmenning
Dýraspítalinn í Víðidal hefur að-
stöðu til að geyma hunda í nokkurn
tíma og þangað er farið með óskila-
hunda. Þessi aðstaða er þó hugsuð
sem þjónusta við þá hundaeigendur
sem þurfa að fara í burtu í stuttan
tíma, en hafa ekki aðstöðu til að taka
hundinn með sér. Þar er pláss fyrir
eina 6-7 hunda í einu og eru tvö
„pláss“ að jafnaði tekin frá fyrir
borgina, þ.e. óskilahunda.
Við litum inn í Víðidalnum í vik-
unni og fengum að skoða aðstöðuna
sem þar er til geymslu hunda. Þegar
okkur bar að garði var þar enginn
óskilahundur en fjórir hundar voru í
geymslu. Úti var mikil blíða og hiti,
enda höfðu hundarnir flúið út úr
afgirtu porti sem þeim er ætlað til
útivistar og inn í hús. Að næturlagi
eru hundarnir settir í þartilgerð búr,
sem eru 1-I,5m2 að flatarmáli. Að
sögn Árna M. Matthiesen dýralæknis
voru óvenju fáir hundar hjá þeim þá
stundina, en í það heila hefði það
aukist að undanförnu að fólk kæmi
með hunda sína til þeirra. „Með
þessu á ég þá ekki bara við að fólk
komi með hundana í gæslu heldur
virðist það almennt vera að aukast,
að fólk komi reglulega með hunda
sína til skoðunar og meðferðar. Þetta
ber þess vott að fólk er farið að hugsa
meira um dýrin og það má segja að í
Reykjavík sé kominn upp vísir að
hundahaldsmenningu. Hundahalds-
menning felst meðal annars í þekk-
ingu á hundum, segir Árni Matthiesen,
að menn geri sér grein fyrir því að
hundar þurfa umhirðu og velji sér
hund sem hentar þeim aðstæðum sem
fyrir hendi eru. Litli sæti hvolpurinn
sem krakkarnir fá í jólagjöf getur
orðið að stórum fullvöxnum hundi á
nokkrum mánuðum og hann þarfnast
umhirðu og umhyggju í mörg ár. Ef
menn eru ekki tilbúnir til að horfast í
augu við slíkt, ættu þeir að sleppa því
að fá sér hund. Þó sagði Árni gott til
þess að vita að lítið væri um vanhirta
hunda í Reykjavík og hann fengi
sjaldan eða aldrei slík tilfelli. Hins
vegar sagði hann annars konar illa
meðferð á hundum ekki óalgenga, að
hundum væri gefið allt of mikið að éta,
þeir væru illa feitir og ekki hreyfðir
nóg.
Kjötsag og hundamatur
Aðspurður sagði Árni að á Dýra-
spítalanum væri hundum gefinn
hundamatur sem blandaður væri sam-
an við kjötsag, og matvandir hundar
vendust fljótt af slíku hjá þeim, enda
væri í flestum tilfellum um óþarfa
eftirlátssemi að ræða hjá eigendum.
Það væri jafnframt útbreiddur mis-
skilningur að hundar þyrftu endilega
að borða tóma kjötfæðu, en raunin er
hins vegar að þeir hafa gott af græn-
meti og fjölbreyttri fæðu. Verðlauna-
hundar erlendis væru til dæmis sumir
hverjir aldir á hafragraut og mjólk,
þó svo að vísu væri sú fæða eitthvað
vítamínbætt. Ekki sagði Árni það vel
séð að hundar væru geymdir hjá þeim
meira en svona tíu daga, en sú stefna
væri tekin af tillitssemi við hundana,
sem ekki hafa gott af því að vera svo
lengi fjarri heimilum sínum. Auðvit-
að væri séð til þess að þeim liði vel,
en það kynni ekki góðri lukku að
stýra að hafa þá langtímum saman á
svona stofnunum.
Þeir sem vilja koma hundum sínum
fyrir í öruggri geymslu í nokkra daga
geta því komið þeim fyrir hjá Dýra-
spítalanum og fer geymslugjaldið eft-
ir stærð hundsins. Fyrir litla hunda
■ Árni M. Mathiesen, dýralæknir og hundurinn Cesar. NT-mynd Árni Bjarna
þarf að borga 200 krónur, meðalstóra
hunda 220 krónur og stóra hunda 250
krónur á sólarhring. Þess má geta að
svipuð þjónusta er einnig í boði fyrir
ketti. En geymsluþjónustan á Dýra-
spítalanum er einungis hliðarstarf-
semi eða aukabúgrein, lækningar eru
vitanlega aðalatriðið. Við vorum
minntir rækilega á þetta eftir að hafa
tafið Áma M. Mathiesen nokkra stund,
því þarna var kominn maður sem
vildi láta líta á löpp á hesti og annar
var kominn með kött í bólusetningu
gegn kattafári sem er að ganga í
bænum um þessar mundir. Við vorum
farnir að vera fyrir svo við kvöddum
og létum okkur hverfa.
B.G.